Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 15

Ísfirðingur - 11.12.1975, Blaðsíða 15
ISFIRÐINGUR 15 SÖGUHETJAN í þessari sögu er ekki hundur, þótt hann heiti Lubbi. Hann var Mtill útseliskópur, með hvítan loð- inn feld. Lubbi varð fyrir því að villast frá mömmu sinni, ný- fæddur, og lenda í fóstri hjá fólki úti í Breiðafjarðareyjum fyrdr mörgum árum. En það er best að byrja á sögunni, og nú skuluð iþið heyra. Það var liðið á sumar, kom- ið fram í september, og • norðansveljandinn næddi út yfir eyjamar, kaldur og gnauðandi. Þegar horft var til lands blasti flóinn við hvít- freyðandi og úfinn, með fjall- háum rökstrókum undan nesjum, og látlausri ágjöf við útsker og eyjar. Senn liði að því að farið yrði til lands í göngur, og eyjaféð flutt úr landi, þar sem það var í sum- ardvöl. Og einhversstaðar á hæstu grjótskerjum voru fyrstu útselsurtumar byrjað- ar að kæpa. Hætt var við að einhver kópurinn mundi skol- ast d sjóinn og villast frá móður sinni í svona veðráttu. Fólkið í eyjunum kepptist við að ljúka við heyskapinn, þrátt fyrir veðrið. Honum þurfti að vera lokið, þegar f járflutningar og önnur haust- verk tækju við. Þá var það einn dag undir kvöld, að bóndinn í Fagur- eyjum kom utan af eyjar- enda frá því að ná saman heyi. Með honum voru nokkr- ir krakkar ok unglingar, og þau þurftu að koma við á Hjallatúninu og líta þar eftir heyi áður en heim yrði haldið. Það var farið að bregða birtu, því dimmt var til Jiofts og sama leiðindaveðrið og verið hafði undanfama daga. Rétt áður en þau komu að Hjöll- unum námu þau staðar og hlustuðu. Þau heyrðu eitt- hvert undarlegt hijóð neðan úr fjömnni. Það var líkast því að barn væri að gráta og barma sér fyrir neðan klett- ana. Það var hálf óhugnan- legt að heyra þetta gegnum veðurhljóðið. Þau hröðuðu sér niður í f jömna, og krakk- arnir urðu steinhissa á því sem þau sáu. Lítill og horaður kópur hafði brölt upp í fjör- una og kallaði nú á móður sína í mikilli örvæntingu. öll höfðu þau séð dauða útsels- kópa sem komið var með heim á haustin, suma stóra og feita, aðra minni. Gunnar hafði jafnvel séð þá lifandi í sínum réttu heimkynnum, á út- skerjunum, þar .sem þeir lágu og fitnuðu af móðurmjólkinni, en enginn vissi til að þeir kæmu í svona heimsókn heim undir bæjardyr manna. Kópurinn var hvítur og loð- inn á belginn með dekkri haus, loppur og hreyfa. Hann var rennblautur og vesældar- legur og varla gróið fyrir nafla. Þetta var læpa. Hann glennti upp kolsvört augun, þegar hann sá gesiti koma, og út úr svipnum skein sambland af forvitni og hræðslu. Kannske líka dálítill fegin- leiki og von um hjálp. En ef einhver nálgaðist hann of mikið glennti hann upp ginið og hvæsti grimmdarlega, eins Eysteinn G. Gíslason: Sagan af honum Lubba Þegar heim var komið . þurfti miklar fréttir að segja og hver talaði upp í annan. Krakkamir eyddu ekki miklum tíma í að gleypa í sig kvöldmatinn, síðan var haldið suður að Hjöllum, með volga mjólk á flösku. það var orðið æði skuggsýnt í húsinu og ró hafði færst yfir Lubba, þar sem hann kúrði á gólfinu. Gunnar var með þykka vettl- inga á höndunum og fór nú að snerta Lubba og tala við hann. að gera fyrir hann annað en stytta honum aldur svo hann þyrfti ekki að kveljast lengi — Æi — þetta var alltof sorglegt. Hann var svo sætur! Þá kom Gunnar loksins með athugasemd: Er ekki hægt að ala svona kópa? Ekki stóð á undirtektum. Allir blöðruðu hver upp í annan og heimtuðu að kópurinn væri tekinn í fóstur. Pabbi var vantrúaður — Svona kópur þrífst ekki nema á móðurmjólkinni sagði hann, hún er þykk og feit eins og lýsi, hann mundi ekki þrífast af kúamjólk. Krakkarnir sáu að hann var ekki alveg viss í sinni sök og hertu sóknina: Það gerði ekkert til þótt þau reyndu. Kannske gæti hann líka étið fisk, eða brauð — eða graut. Pabbi lét undan. Hann þreif í hreifana á kobba og bar hann spriklandi upp á gras. Aldrei hafði þessi ungi útselsherra orðið fyrir slíkri móðgun. Hann braust um og öskraði af öllum kröftum, en þótt hann glefsaði og næði taki í buxnaskálminni hans pabba þá var ekkert mark tekið á því. Þær voru svo yfirtak litlar og hættulausar í honum mjólkurtennurnar, aumingja garminum. Þegar upp á gras var komið tók pabbi hann í fangið eins og lítið barn, en Gunnar hélt í hnakkadrambið á honum, svo hann gæti ekki glefsað og bitið. Þá var ekk- ert hægt að gera meira, ann- að en að brjótast um í dauð- ans angist og hrópa á mömmu sína af öllum kröftum. Pabbi bar Lubba inn í fjár- hús sem þama stóð á túninu og þar var hann lagður á klettana. Það væri af og frá að mamma hans hefði hug- mynd um hvar hann væri niðurkominn. Nú biði hans ekkert annað en að veslast upp úr hungri og vesöld, því hann væri alltof lítill til að bjarga sér sjáLfur. Pabbi sagði að það væri ekkert hægt og þessi vesalingur væri reiðu- búinn að bjóða öllum hættum þessarar harðleiknu veraldar byrginn, ef á þyrfti að halda. Þegar krakkarnir höfðu áttað sig dálítið eftir undrunina og hræðsluna sem gripið hafði þau yngri, þótt þau reyndu að láta ekki á henni bera, upp- hófst mikið málæði. Spurn- ingar, athugasemdir og full- yrðingar blönduðust saman í einn graut. — Hvar er marnma hans? — Ætli hún hafi eignast hann hér? — Sjáið þið, það er alveg eins og hann sé að grenja — Ætlar hún að hafa hann hérna þangað til hann er orðinn stór? — Guð, hvað hann er sætur — Hvað ætl- arðu að gera við hann pabbi? — Láttu hann ekki bíta í löppina á þér drengur, hann getur drepið þig — Uss! hvað er nú þetta merkilegt? bara læpuskratti, sagði Mangi og ætlaði að gera sig merkilegan, en það hlustaði enginn á hann. Stelpurnar fóru að rétta til hans hrífusköftin, spenntar og blaðrandi og kipptu þeim að sér með skrækjum og guð- hrópum þegar hann hvæsti og glefsaði á móti. Nei — ei — gum við að eigann pabbi: Guð, hvað hann á bág-t. — Ætli þeir séu ekki fleiri hérna? — Komiði, við skulum leita. Gunnar lagði ekkert til málanna. Hann var elstur og varð að gæta virð- ingar sinnar. Ekki komu svona smámunir fullorðnum mönnum úr jafnvægi. Loksins komst pabbi að. Hann sagði krökkunum að þessi kópur hefði áreiðanlega ekki fæðst þarna. Hann væri undanvilltur og móðurlaus og engin von til að hann fyndi mömmu sína aftur. Honum hefði sjálfsagt skol- að út af skeri, og síðan hrak- ist undan veðrinu, kannske langa leið. Svo hefði hann borist hér inn í víkina og brölt á land í skjólinu við — Svona greyið, vertu nú rólegur, þú átt að fá volga mjólk í svanginn — En Lubbi snerist til varnar. Hann glennti upp ginið, hvæsti og öskraði og var eldsnöggur í hreyfingum þegar hann glefs- aði í allt sem dirfðist að snerta hann. Gunnari var um og ó, en miðað við það að nú var hann foringi fyrir hópi fólks sem fylgdist með honum í aðdáun og eftirvæntingu, og þar sem hann var þar að auki með þykka vettlinga á hönd- unum, þá var engin leið til önnur en að láta sem ekkert væri. Hann leyfði Lubba að glefsa í höndina, og þá komst hann að því að bit hans var alveg meinlaust, og vann ekk- ert á vettlingnum. Hann stakk þumalfingrinum upp í munn- vik Lubba kraup á kné og hélt hausnum fast upp að sér. Lubbi ætiaði alveg að tryll- ast. Gunnar tók nú við flösk- unni og lét volga mjólkina renna upp í öskrandi túlann á honum. Lubbi ætlaði að herða á mótmælunum, og reif sig upp á hæstu tóna, en þeir drukknuðu í volgri mjólkinni, sem fyllti á honum munninn. Honum svelgdist á, hann barðist um í dauðans angist, en allt í einu fann hann þurrt gólfið. Svo var þessi nýi gestur kvaddur með virtum og hann beðinn að bíða nú rólegyr eftir góðgerðum: Þær mundu koma bráðum og hann þyrfti ekkert að óttast. Síðan var húsinu lokað og gengið að verki við að taka saman heyflekk á túnflötinni fyrir frarnan. Nú þurfti ekki að reka . á eftir krökkunum, því þeim lá á að ljúka þessu sem fyrst. Eftir stutta stund var flekkurinn kominn upp í galta, og hærur yfir galtana með grjóti í til þess að þmrt heyið fyki ekki út í veður og vind. JOLABORÐIÐ

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.