Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.01.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 06.01.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Otgefandi: Samband Frarasóknarfélaganna í Vestfjaröakjördæmi. fíitstjórar: Halldór Kristján'sson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Öll viljum við gagn lands og þjóðar FormaÓur Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, ritar athyglisverða áramótahugleiðingu í Tímann 31. f.m. Ræðir hann þar hin ýmsu vandamál sem við er að fást um þessar mundir, svo sem efnahagsmálin, landhelgisdeiluna við Breta, kjaramálin o.fl. Blaðið birtir hér á eftir stuttan kafla úr gnein Ólafs, en þar ræðir hann um kjaramáiin: „Óleyst kjaramál eru mönnum eitt helzta áhyggjuefni um þessar mundir. Með kjarasamningum við Bandalag háskóla- manna hefur verið gefið visst fordæmi. Lög um framlengingu fresta hjá Kjaradómi sýna, að ríkisvaldið vill gera sitt ýtrasta til að leysa kjaramál opinberra starfsmanna með samningum. Nú þarf að nota tímann viel. Aðiiar þurfa að setjast niður og ræða málin í fullri einlægni og með þeim fasta ásetningi að ná endum saman. Öllum eru augljósar þær forsendur, sem fyrir hendi eru. Lausn þarf að finna á því samningsréttarmáli, sem opinberir starfsménn virðást setja á oddinn. Ég held, að þar þurfi þeir að sætta sig við að ná markinu í áföngum. Með gagnkvæmum skilningi ætti það mál að leysast. í almennum ályktunum hefur Alþýðusambandið sett fram stefnumið, sem á margan hátt eru hófleg og skynsamleg miðað við aðstæður. Þær ályktanir þurfa sumar hverjar nánari skýringar og skilgreiningar við. Nú ríður á, að atvinnurekendur láti ekki á sér standa. Það hlýtur öllum að vera Ijóst, að ekki verður komist hjá einhverri kauphækkun. Það þarf að ganga að því að ræða málin og koma þei.m á hreyfingu. Þagnarþófið er tímaeyðsla. Það er öllum mestur óhagur, að hjól atvinnulífsins stöðvist. Það mun ekki standa á ríkisstjórninni að gera það sem í hennar valdi stendur til — Ár reynslu og vonu Framhald af 1. síðu. iyrir sjónvarp og hljóðvarp á ráðherrafund Natórikjanna í Brussel um daginn. Það er þáttur í árangri af starfi einnar stjómskipaðar nefndar sem athugaði rekstur stofn- unarinnar og gerði ýmsar til- lögur. En það sem vinnst á þennan hátt eru engin stór- merki sem breyti alit í einu heildarsvip fjárlaganna. Að- haldið er vemdarstarf og þar er oftast um tiitölulega htlar fjárhæðir að ræða þegar-mið- að er við ríkisbúskapinn í heild. En ef aðhaldið bregst þá verða þetta margar fjár- hæðir og víða. Þá safnast þegar saman kemur. Og að- haldið hefur ekki alitaf og allsstaðar verið nógu gott, — enda þarf mikið til. HALLALAUS RÍKIS- BÚSKAPUR Fræðimenn segja löngum að halilalaus rikisbúskapur sé mikilvægt atriði í efnahags- lífi þjóða og stjórn þeirra mála. Opinber skattheimta er hagstjórnartæki, sem nota má til að draga úr þennslu á vel- megunartímum ef fénu er var- ið á þann veg. Því má færa rök að þvi að vinstri stjórnin hefði átt að auka skattheimt- oma frá því sem hún gerði þegar best áraði og verja því til að bæta stöðuna út á við. Til þess fékk hún engan stuðning. Hitt var talið meira vert að skipta öllu upp til að auka kaupgetu almennings. Þar af er verðbólgusagan, með óviðráðanlegan stofnkostnáð og reksturkostnað og engan gjaldeyri nema fyrir veð í atvinnutækjum og næstu kymslóðum. ittELLESENSi VTYPE 736/ að greiða fyrir skynsamlegri lausn þessara kjaramála. En góður vilji og gagnkvæmur skilningur er aðalatriðið, og það sem mest veltur á.” ... Undir lok greinarinnar segir Ólafur: ..Eins og endranær veit enginn hverjir örlagaþræðir verða spunnir á hinu nýja ári, hvorki einstaklingum né þjóðinni. Framvindan í málum þjóðar okkar er margvíslegri óvissu háð. En við skulum vona að nú taki að létta í lofti og sól að skína eftir allhart éljaveður tveggja s.l. ára. Og auðvitað biðjum við þess öll, að þjóð okkar bíði farsælt og gæfuríkt ár. Þrátt fyrir alla óvissu getum við sjálf þar um miklu ráðið. Það skiptir miklu, með hvers konar hugarfari við heilsum nýju ári og göngum á ókunna stigu þess. Þrátt fyrir allar deilur á yfirborði, veit ég, að öll finnum við til þess, að við erum íslendingar, að margt er það, sem sameinar okkur, og öll viljum við gagn lands og þjóðar." ... steel power WH.T iec heildsala - smása/a HELLESENS RAFHLÖÐUR Z>/uti£a/u*é£a/t A/ RAFTÆKJADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 32 • REVKJAVlK • SlMI 86500 Sýnist einhverjum að þetta isé lítið lof um vinstri stjórn- ina skal minnt á hlut þáver- andi stjórnarandstöðu sem kallaði gapalegustu kaup- samninga sem gerðir hafa verið á íslandi smánarsamn- inga og kenndi þá jafnvel við kjaraskerðingu. Þeir valda að vísu kjaraskerðingu nú, en á allt annan hátt en þá var talað um. Nú árar svo að menn óttast samdrátt meira en þennslu. Og þá horfir öðru vísi við með ríkisbúskapinn. Á slíkum tím- um getur það átt við að nota lánstraust ríkissjóðs til að verjast atvinnuleysi. Yrði t.d. nú á næstú mánuðum veruleg- ur samdráttur í byggingum myndi það valda stjórnar- völdum síðar meir. Auk þess sem því fylgdi strax hætta á atvinnuleysi leiddi það síðar til þess, að erfiðara yrði að hafa stjóm á húsriæðismáhim og skapLegt verðlag. Finnist mönnum að hér komi fram gagnrýni á stjórn- málamennina ber að minnast þess að þeim er markaður bás. Þeim þýðir ekki neitt að tala um það sem enginn skilur og enginn viU heyra. Hagsmuna- félög almennings voru ekki til / safjarðarkaupstaður * Isafjarðarkaupstaður óskar öllum. þegnum sínum gleðilegs nýárs og þakkar þeim fyrir liðna árið. B œjars tjórinn á ísafirði viðtals um það í góðærinu að auka opinbera skattheimtu til að tryggja grundvöll lífvæn- legri launakjara þegar árferði versnaði. Menn gátu sætt sig við skattheimtu til að koma upp atvinnutækjum. Meðferð þeirra fjármuna herti að vísu á þennslunni, en þar með var lagður sá grundvöllur sem við lifum á nú. NÁTTÚRA LANDSINS Árið kvaddi með jarðhrær- ingum, sem voru vissulega áminning. Þetta var tiltölu- lega hógvær áminning. Við búum í eldfjallalandi og það eigum við að muna. Skyldmn við vera orðin svo fjarlæg og framandi íslensku náttúrufari að verulegur hluti þjóðarinnar muni ekki lengur hvar hún á heima. Vegna hræringanna við Leirhnúk örl- aði á þeirri skoðun að gáleysi hefði verið að vinna að virkj- un við Kröflu. Þá er eins og menn hafi ekki vitað að veru- legur hluti lands okkar er jarðskjálftasvæði og eldgos eru veruleiki. Mátti þó ætla að á það hefðum við verið minnt svo að duga mætti. Það gerð- ist ekkert óvænt. Þessar hræringar verða vonandi áminning um það, að byggðalínan milli orkuvera sunnan lands og norðan verð- ur öryggislína. Það ætti lika að vera áminning um að nýta sem best þá vatnsorku sem er utan jarðskjálftasvæðanna og vanmeta ekki hafnir þar. Þessar jarðhræririgar er hógværleg áminning um það öfugstreymi að stöðugt fækki hlutfallslega — og jafnvel tölulega — þeim sem búa utan jarðskjálftasvæðanna. Þetta ætti að opna augu manna fyrir því, að vit væri í að setja sér það roark að það væri ekki minni hluti þjóðar- innar sem hefur búsetu á Vestfjörðum við lok aldarinn- ar en þar var við upphaf hennar. Þá var það ekki mjög fjarri að sjötti hver lands-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.