Ísfirðingur - 27.01.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 27.01.1976, Blaðsíða 1
tapfljr BLAÐ FÆAMSOKNAPMANNA / l/ESTFJARÐAK/ORDÆM/ 26. árgangur. Isafirði, 27. janúar 1976. 3. tölublað. HERMANN JÓNASSON fyrrv. forsœfisráðherra EINN mikiiihæfasti og far- sælasti stjómmálamaður hér- lendis á síðari áratugum, Her- mann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflökksins, lést að morgni 22. þ.m. Hann átti við ólæknandi veikindi að stríða nokfcur síðustu árin. Hermann Jónasson var fæddur að Syðri-Brekkum í Skagafirði 25. desember 1896, sonur hjónanna Páiínu Björns- dóttur og Jónasar Jónssonar, bónda og smiðs. Hermann lauk srúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1920 og lögfræðiprófi frá Haskóla ís- lands 1924. Hann var fullitrúi við bæjarfógetaembættið í Reykjavík 1924—1929, en það ár var hann skipaður lög- reglustjóri í Reykjavík t og því starfi gegndi hann tdl ársins 1934. í alþingiskosningum 1934 var Hermann kjörinn : þing- maður Strandamanna og f yrir þá sat hann óslitið á þingi tl 1959. Eftir kjordæma- breytinguna það ár var hann kosinn þingmaður í Vest- fjarðakjördæmi og fyrir það kjördæmi sat hann síðan á þingi til ársins 1967, en þá ákvað hann að vera ekki í framboði og hætta þing- mennsku. Allan þingmennsku- feril sinn naut Hermann í rikum mæli trausts og fylgis kjósenda. Þrisvar var Hermann Jónas- son f orsætisráðherra. Fyrsta ráðuneyti sitt myndaði hann vorið 1934 og var óslitið for- sætisráðherra til 18. nóv- ember 1941. Sama dag mynd- aði Hermann annað ráðuneyti sitt sem var við völd til 16. maí 1942. 1 báðum þessum ráðuneytum gegndi hann, auk forsætisráðherraembætti, dóms- og kirk jumálaráðherra- emb. og á árunum 1938-39 fór hann einnig með utanríkis- mál og kennshimál. Þriðja ráðuneyti sltt myndaði Her- mann 24. júlí 1956 og var það við völd til 23. desember 1958. Auk þess að veita ríkisistjórninni forystu fór hann einnig með dómsmál og landbúnaðarmál. í ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar á árunum 1950 tiil 1953 fór Her- Hermann Jónasson. Fundir al- þingismanna Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, hélt fundi um , s jávarútvegsmál á sunnan- verðum Vestfjörðum 17. og 18. þm. Voru fundirnir haldn- ir á Ðíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði og voru allir vel sóttir. í framsöguræðu sinni ræddi Steingrímur um stöðu sjávarútvegsms nú, skýrslu fiskifræðinganna, aukningu fiskveiðiflotanis á síðustu ár- um o.fl. Á fundunum tóku margir til máls og urðu um- ræður hinar f jörugustu. MikiM áhugi var ríkjandi fyrir mál- efnum sjávarútvegsins. mann með embætti land- búnaðarráðherra. í stjórnarathöfnum öllum reyndist Hermann Jónasson hygginn, athugull og fram- sýnn stjórnmálamaður. Fjölda mörgum öðrum opinberum störfum gegndi Hermann um lengri og skemmri tíma. Um árabii, um og eftir 1930 átti hann sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og í bæjarráði var hann á árunum 1932—1933. Hann var í sendinefnd íslands á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1948, í mannréttinda- nefnd Evrópuráðs var hann á árunum 1954—1957 og full- trúi Islands í Evrópuráði var hann um árabil. Hann var skipaður formaður bankaráðs Búnaðarbankans 1943 og í mörg ár var hann lögfræði- legur ráðunautur þess banka. í ÞingvaiUanefnd átti Her- mann sæti árum saman. Mörgum öðrum opinberum trúnaðarstörfum gegndi Her- mann þó að þau verði ekki taiin hér. Hermann Jónasson var mik- ili unnandi íþrótta og gerði þeim margháttað gagn á stjórnarárum sínum. Fyrr á árum stundaði hann sjálfur mikið íþróttir og glímu- kóngur Islands varð hann 1921. Hann var mjög áhuga- samur skógræktarmaður og í stjórn Skógræktarfélags ís- lands var hann árum saman. Á árinu 1944 var Hermann Jónasson kjörinn formaður Framsóknarflokksins og því starfi gegndi hann samfelt til 1962. Innan Framsóknar- fJokksins naut hann að mak- legheitum trausts og óskoraðs álits ílokksbræðra sinna. Hann var víðsýnn og vitur Gunnlaugur Finnsson, aiiþingismaður, mætti á fund- um hjá félögum framsóknajr- manna í Bolungarvík og á ísaf. 22. og 23. þm. Á fundun- um ræddi hann ýmsa þætti f járlaganna og þá aiveg sér- staklega þá þætti er snerta Vestfjarðakjörd. Töluverðar umræður urðu á fundunum um hin ýmsu málefni kjör- dæmisins, svo sem hafnamáO vegamál o.fl. Einnig kom landhelgisimálið töluvert til umræðu. Allþingismaðurinn svaraði fyrirspurnum sem fram voru bornar. Fljótur að gleyma í SÍBASTA SkutM er grein á annari síðu blaðsins um leiðar- ann í Isfirðingi frá 17. þ.m. Umræddan ieiðara skrifaði Gunniaugur Finnsson, al- þingismaður. Fyrirsögn leið- arans ber með sér að í honum er fjallað aðeins um „örfá atriði varðandi fjárlög 1976". Fyrirsögnin gefur nefnilega greinilega til kynna að í ieið- aranum eigi ekki. að gera neina allsherjarúttekt á f jár- lögunum, eða að gefa tæm- andi skýringar á þeim. En þessu hefur greinarhöfundur Skutuls gleymt og ber það ótvírætt vitni þess að maður- inn sé alveg óyenjulega gleyminn. Ekki skal fjölyrt hér í blaðinu að þessu sinni um greinina í Skutli, það getur Gunnlaugur Finnsson sjálfur gert síðar ef honúm finnst ástæða til. 'En tilgangur greinarinnar er augljóslega sá að minna á þá Sighvat óg Karvel, þvá til þessa hefur Mtið farið fyrir því að þeir hafi sjálfir gert það með verkum sínum á Alþingi. stjómmálaforingi sem hugs- aði málin aldrei út frá þröngu flokkshagsmunalegu sjónar- miði, heldur jafnan út frá því hvað þjóðinni sem heild væri fyrir bestu. Hann skrif- aði íjölda stjórnmálagreina sem jafnan þóttu mjög at- hyglisverðar og þá ekki hvað síst yfirUtsgreinar hans um' áramót. AHa tíð lét Hermann sér mjög annt um hagsmuni kjördæmis síns. Það var oft eftir því ' tekið hve fljótur hann var að finna lausn á og ráða f ram úr ýmsum mál- um sem að var unnið í kjör- dæminu. Og hann hafði næmt auga fyrir hvaða fram- kvæmdir það voru sem sér- staklega þyrfti að hraða. Vinsældir hans í kjördæminu voru alla tíð miíklar og náðu raunar langt út fyrir raðir Framsóknarmanna. Hermann kvæntist eftirlif- andi konu. sinni, Vigdisi Steingrímsdóttur, 30. maí 1925. Börn þeirra eru Stein- grímur, alþingismaður, kvænt- ur Eddu Guðmundsdóttur og Pálína, húsmóðir, gift Svein- birni Dagfinnssyni, lögfræð- ingi og ráðuneytisstjóra. Að leiðarlokum eru Her- manni Jónassyni þökkuð mikil og giftudrjúg störf í þágu alþjóðar og alveg sérstaklega eru honum hér fkittar þakkir fyrir störf hans öll í þágu Strandasýslu og síðar Vest- fjarðakjördæmis. Undir þær þakkir hygg ég að allir Framsóknarmenn í Vest- fjarðakjördæmi muni taka heils hugar. Jón Á. Jóhannsson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.