Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.01.1976, Síða 1

Ísfirðingur - 27.01.1976, Síða 1
BLAÐ TRAMSOKNAmANNA / !/£S TFJARÐA&JORDÆMI 26. árgangur. ísafirði, 27. janúar 1976. 3. tölublað. HERMANN JÓNASSON tyrrv. forsœtisráðherra Hermann Jónasson. EINN mikilhæfasti og far- sælasti stjómmálamaður hér- lendis á síðari áratugum, Her- mann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Frams óknarflokksins, lést að morgni 22. þ.m. Hann átti við ólæknandi veikindi að stríða nokkur síðustu árin. Hermann Jónasson var fæddur að Syðri-Brekkum í Skagafirði 25. desember 1896, sonur hjónanna Pálinu Bjöms- dóttur og Jónasar Jónssonar, bónda og smiðs. Hermann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1920 og lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1924. Hann var fuiltrúi við bæjarfógetaembættið í Reykjavík 1924—1929, en það ár var hann skipaður iög- reglustjóri í Reykjavík og því starfi gegndi hann til ársins 1934. í alþingiskosningum 1934 var Hermann kjörinn ' þing- maður Strandamanna og fyrir þá sat hann óslitið á þingi tiil 1959. Eftir kjördæma- breytinguna það ár var hann kosinn þingmaður í Vest- fjarðakjördæmi og fyrir það kjördæmi sat hann síðan á þingi til ársins 1967, en þá ákvað hann að vera ekki í framboði og hætta þing- mennsku. AUan þingmennsku- feril sinn naut Hermann í ríkum mæli trausts og fylgis kjósenda. Þrisvar var Hermann Jónas- son forsætisráðherra. Fyrsta ráðuneyti sitt myndaði hann vorið 1934 og var óslitið for- sætisráðherra til 18. nóv- ember 1941. Sama dag mynd- aði Hermann annað ráðuneyti sitt sem var við völd til 16. maí 1942. í báðum þessum ráðuneytum gegndi hann, auk forsætisráðherraembætti, dóms- og kirkjumálaráðhenra- emb. og á ánmum 1938-39 fór hann einnig með utanríkis- mál og kennslumál. Þriðja ráðuneyti sitt myndaði Her- mann 24. júld 1956 og var það við völd til 23. desember 1958. Auk þess að veita ríkisstjórninni forystu fór hann einnig með dómsmál og landbúnaðarmál. í ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar á árunum 1950 tál 1953 fór Her- mann með embætti land- búnaðarráðherra. í stjómarathöfnum öllum reyndist Hermann Jónasson hygginn, athuguil og fram- sýnn stjómmálamaður. Fjölda mörgum öðrum opinberum störfum gegndi Hermann um lengri og skemmri tíma. Um árabil, um og eftir 1930 átti hann sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og í bæjarráði var hann á árunum 1932—1933. Hann var 1 sendinefnd íslands á ails- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1948, í mannréttinda- nefnd Evrópuráðs var hann á árunum 1954—1957 og full- trúi íslands í Evrópuráði var hann um árabil. Hann var skipaður formaður bankaráðs Búnaðarbankans 1943 og í mörg ár var hann lögfræði- legur ráðunautur þess barika. í Þingvaiianefnd átti Her- mann sæti árum saman. Mörgum öðrum opinberum trúnaðarstörfum gegndi Her- mann þó að þau verði ekki talin hér. Hermann Jónasson var mik- m unnandi íþrótta og gerði þeim margháttað gagn á stjórnarárum sínum. Fyrr á árum stundaði hann sjálfur mikið íþróttir og glímu- kóngur íslands varð hann 1921. Hann var mjög áhuga- samur skógræktarmaður og í stjóm Skógræktarfélags ís- lands var hann árum saman. Á árinu 1944 var Hermann Jónasson kjörinn formaður Framsóknarflökksins og því starfi gegndi hann samfellt til 1962. Innan Framsóknar- flokksins naut hann að mak- legheitum trausts og óskoraðs áiits flokksbræðra sinna. Hann var víðsýnn og vitur Fundir al- þingismanna Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, hélt fundi um , sjávarútvegsmál á sunnan- verðum Vestfjörðum 17. og 18. þm. Voru fundimir haldn- ir á Bíldudal, Táiknafirði og Patreksfirði og vom aJlir vel sóttir. í framsöguræðu sinni ræddi Steingrdmur um stöðu sjávarútvegsins nú, skýrslu fiskiifræðinganna, aukningu fiskveiðiflotans á síðustu ár- um o.fl. Á fundunum tóku margir til máls og urðu um- ræður hinar fjörugustu. Mikiii áhugi var ríkjandi fyrir mál- efnum sjávarútvegsins. Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður, mætti á fund- um hjá félögum framsókna*r- manna í Bolungarvík og á ísaf. 22. og 23. þm. Á fundun- um ræddi hann ýmsa þætti fjárlaganna og þá alveg sér- stafclega þá þætti er snerta Vestf j ar ðak j örd. Töluverðar umræður urðu á fundunum um hin ýmsu máiefni kjör- dæmisins, svo sem hafnamá] vegamál o.fl. Einnig kom landhelgismálið töluvert til umræðu. Aiþingismaðurinn svaraði fyrirspumum sem fram voru bomar. Fljótur oð gleyma í SÍÐASTA Skutli er grein á annari síðu blaðsins um leiðar- ann í ísfirðingi frá 17. þ.m. Umræddan leiðara skrifaði Gunnlaugur Finnsson, al- þingismaður. Fyrirsögn leið- arans ber með sér að í honum er fjallað aðeins um „örfá atriði varðandi fjárlög 1976”. Fyrirsögnin gefur nefnilega greinilega til kynna að í ieið- aranum eigi ekki að gera neina ailsherjarúttekt á fjár- lögunum, eða að gefa tæm- andi skýringar á þeim. En þessu hefur greinarhöfundur Skutuls gleymt og ber það ótvírætt vitni þess að maður- inn sé alveg óvenjulega gleyminn. Ekki skal fjölyrt hér í blaðinu að þessu sinni um greinina í Skutii, það getur Gunnlaugur Finnsson sjálfur gert síðar ef honum finnst ástæða til. ‘En tilgangur greinarinnar er augljóslega sá að minna á Iþá Sighvat og Karvel, því til þessa hefur Mtið farið fyrir því að þeir hafi sjálfir gert það með verkum sínum á Alþingi. stjórnmálaforingi sem hugs- aði málin aldrei út frá þröngu flokkshagsmunalegu sjónar- miði, heldur jafnan út frá því hvað þjóðinni sem heild væri fyrir bestu. Hann skrif- aði fjölda stjórnmálagreina sem jafnan þóttu mjög at- hygHsverðar og þá ekki hvað síst yfirMtsgreinar hans um' áramót. Alla tíð lét Hermann sér mjög annt um hagsmuni kjördæmis síns. Það var oft eftir því tekið hve fljótur hann var að finna lausn á og ráða fram úr ýmsum mái- um sem að var unnið í kjör- dæminu. Og hann hafði næmt auga fyrir hvaða fram- kvæmdir það voru sem sér- staklega þyrfti að hraða. Vinsældir hans í kjördæminu voru alia tíð mifclar og náðu raunar iangt út fyrir raðir Frams óknarmanna. Hermann kvæntist eftirlif- andi konu sdnni, Vigdísi Steingrímsdóttur, 30. maí 1925. Böm þeirra eru Stein- grímur, alþingismaður, kvænt- ur Eddu Guðmundsdóttur og Pálína, húsmóðir, gift Svein- birni Dagfinnssyni, lögfræð- ingi og ráðuneytisstjóra. Að leiðarlokum eru Her- manni Jónassyni þökkuð mikil og giftudrjúg störf í þágu alþjóðar og alveg sérstaklega eru honum hér fluttar þafckir fyrir störf hans öll í þágu Strandasýslu og síðar Vest- fjarðakjördæmis. Undir þær þakkir hygg ég að aliir Framsóknarmenn í Vest- fjarðakjördæmi muni taka heils hugar. Jón Á. Jóhannsson

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.