Ísfirðingur - 13.02.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 13.02.1976, Blaðsíða 1
Wmm BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA I l/£$TFJARÐAK/0!?DÆM/ 26. árgangur. Isafirði, 13, febrúar 1976. 4. tölublað. Gunnlaugur Finnsson: Snjótroðarinn. Skutull á í SKUTLI hinn 19. jan. s.l. er nokkurt rúm helgað setn- ingu fjárlaga fyrir árið 1976. Sé ég ástæðu til að gera athugasemdir við nokkur atriði tveggja nafnlausra greina, sem um þessi rnál fjölluðu. Auk þéss tel ég ástæðu til að gefa lesendum ísfirðings upplýsingar um, hver Mutur Vestfirðinga varð í helstu framkvæmdaþáttum hins opinbera 1976 og hreyfingar miðað við s.l. ár skv. fjár- lögum, hvort heldur þróunin hefur orðið hagstæð eða óhag- stæð. Vík ég fyrst að nokkrum efnisatriðum, sem fram komu í Skutli. Þar segir, að þing- mennirndr Karvel Páimason og Sighvatur Björgvinsison hafi orðið þess áþreifanlega varir, að ekki tókst að ná samstöðu við stjóraarþing- menn á Vestfjörðum um nokkur brýnustu hagsmuna- mál Vestfirðinga, sem þeir höfðu lagt áherslu á við þing- menn kjördæmisins. Hér er um algjör ósann- indi að ræða, sem ég vísa eindregið á bug. Ég veit ekki til að neinn ágreiningur hafi verið á fundum þingmanna Vestfjarða um að vinna ein- dregið að öllum þeim málum sem til þeirra var beint, sem og öðrum hagsimunamálum. Fyrir þeim var barist bæði innan fiárveitinganefndar sem og eftir öðrum leiðum. Hitt er svo annað mál, að 5 þingmenn af 42 stiórnar- þingmönnum ráða ekki öllu við gerð fjárlaga né heldur 1 af 7 þingmönnum í meiri hluta fjárveitingarneíndar. Engir fulltrúar einstakra við sannleikann kjördæma ná fram viiia sín- um ölium. AUir hlióta að sjá, til hvaða skrípaleiks það leiddi yið afgreiðslu fjárlaga ef stjórnarþingmenn í hverju kjördæmi fyrir sig stæðu að hvaða hækkunartillögu sem er fyrir sitt kjördæmi, en greiddu atkvæði gegn sams konar tillögum í öðrum kjör- dæmum. Ég tala nú ekM um, hvert mark yrði tekið á þeim eftirleiðis, sem á annað borð stendur að meirihlutaáliti einhverrar nefndar, ef hann tæki síðan til við að. flytja eða fylgja tillögum, sem brytu í bág við það álit, hversu girnilegar sem þær kunna að vera. Þetta veit ég raunar að þmgmennirnir Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason skilja. Það þarf þess vegna tölu- verða ósvífni til að láta að því liggja eða segja beint, að undirritaður hafi lagst gegn þeim atriðum, sem nefnd eru í greininni. Skal að þeim vik- ið líf illega. Bókhaldsskrifstoía UM SÍPAST liðin mánaða- mót opnaði Guðmundur Kjartansson bókhaldsskrif- stofu á ísafirði. Skrifstofan er til húsa að Fjarðarstrætí 15, þar sem Skattstofa Vest- fjarðaumdæmis var áður. Undanfarin ár hefur Guð- mundur stundað bókhalds- nám í Reykjavík. Enginn vafi er á þvi að tíl- koma bókhaldsskrifstofu á ísafirði er til mikils hagræðis fyrir ísfirðinga, og raunar alla þá Vestfirðinga, sem á þjónustu hennar þurfa að halda. Skrifstofan mun ann- ast bókhald fyrir einstakl- inga og fyrirtæki og aðstoða við gerð skattframtala. Sími skrifstofunnar er: 3142. ivíenntaskólinn. Fyrir fjárv. til mennta- skóians var bardst í f járveit- inganefnd allt til síðasta dags. Undirritaður gaf þing- monnum Vestíjarða réttar upplýsingar um gang þess mals og horfur á funaum þekra. Eg mun ekki haía um þetta mál mörg orð að sinni. . Það kann að standá forseta bæjarstjórnar og skólameist- ara menntaskólans nær að gefa ísíirðingum upplýsingar um þau rök, sem ráðuneyti og hagsýsla höfðu fyrir því, að í íjáriagafrumvarpi var ekki gert ráð fyrir einni krónu tíl byggingafram- kvæmda skólans árið 1976. Það skyldi þó ekki að ein- hVerju leyti stafa af því, að enda þótt liðið sé hálft sjö- unda ár síðan ákvörðun var tekin um \ menntaskólann á ísafirði, þá hefur bæjarstjórn ekki enn tekist að standa að fulu við gefin fyrirheit um lóðamál skólans. Verði þau mál leyst fyrir næsta haust, ber ég fyrir mitt leyti ekki kvíðboga fyrir því, að ekki verði hafist handa að nýju á næsta ári. Sjúkraflug. Framlag til sjúkraflugs var hækkað úr 2.5 millj. í 3.5 millj. eða 40% f.f. ári. Var það ekki síst með tílliti til umræðna í fjárveitínganefnd um málefni Arna h.f. Þeirri upphæð hefur ekki verið skipt, þegar þetta er ritað. Á s.l. ári voru uppi hug- myndir um að skipta upphæð- inni að jöfnu milli 5 flug- félaga. Þessu fékkst breytt, þannig að hlutur Ama h.f. hækkaði í 750 þús. kr. Engu skal spáð hver hlutur félags- ins verður nú, en innan ramma sjúkraflugsins verða vandamál Arna h.f. ekki leyst að öllu leytí, jafnvel ekki þótt 5 miiij. hefðu verið til skipt- anna. Djúpbáturinn. ist í styrk til rekstursins, og enginn vandi væri að koma fyrir 21 miUjóninni þeirra tvímenninganna. Þá skal þess getið, að fjárveitinga- nefnd skiptir ekki framlagi tii flóabáta og vöruflutmnga. Það gerir samvinnunefnd samgöngumáia, þar eiga þau sætí í Sigurlaug Bjarnadóttír og Karvel Páhnason. Það tókst þó ekki verr til en svo, að þar sem hækkun á þessum lið í heild nam aðeins 16,5% þá varð hækkun á styrk tíl Djúpbátsins 4 millj. eða sem næst 30,8% miðað við fyrra ar. Ferjubryggjur. Ég velti því fyrir mér, hvers vegna beir tvímenn- ingarnir slógu sig ekki til riddara með því að flytja breytíngartiHögur um framlag í fleiri bryggjur. Hvað t.d. um bryggjuna á Gemlufalli, sem verið hefur á f járlögum f jög- ur undanfarin ár, en er ekki með nú. Það skaí upplýst, ef einíhver ekki veit, að aBt fé til ferjubryggja rennur í Vestfjarðakjördæmi. Hitt skal iíka viðurkennt, að hér er um ailt of litla upphæð að ræða. Upphæðin er óbreytt f.f. ári og nægir nánasit að- eins tii að koma í veg fyrir neyðarástand í Flatey. 1 sama blaði er Htíl grein sem ber yfirskriftina: ísfirð- ingar sniðgengnir. Að vísu kemur spumingarmerki á ef t- ir. Ekki víst að alíir taki eft- ir því. Höfundur kann greini- lega sitt fag. Rétt er að upp- lýsa þetta um málið. Ekkert erindi barst tíl fjárveitinganefndar frá Iþróttabandalagi ísfirðinga. Málið því ekki tekið fyrir þar og því hvorki synjað né það samþykkt. Þingmenn Vestf jarða fengu hins vegar bréf, dags. 27. nóv. 1975, þar sem óskað var eftír liðsinni þeirra varðandi hugs- anieg kaup. Ég hygg að allir muni leggja 'því lið með glöðu geði. Bréfi þessu fylgdu m.a. ljósrit af tveimur bréfum. Annað var iánsumsókn tíl Framkvæmdastofnunar ríkis- ins, þar sem þess er getið, að reiknað sé með eftírgjöf á aðflutningsgjöldum „þar sem fordæmi munu fyrir því", svo sem rétt er. Hitt bréfið var til íþrótta- sjóðs ríkisins, þar segir m.a.: „EkM hefur á 'þessu stígi verið gengið frá formlegri pöntun en margt bendir til þess,. að framangreind tegund verði fyrir valinu". Við þetta er þessu einu að bæta. Ég veit ekkert dæmi þess, að Aliþingi hafi fellt niður að- flutningsgjöld af tæki, sem ekki er búið að kaupa, ekki einu sinni búið að taka endan- lega ákvörðun um, hvort keypt verður. Þegar málið kemst á það stig, efast ég ekki um, að íþróttabandaiag ísfirðinga mun þar fá sam- Framhald á bl.s 2 Það gefur auga teið, að ekki slæi ég — sem stjómar- maður Djúpbátsins hendinnd á mótí einni krónu sem feng- Nýjar kirkjuklukkur í ísafjarðarkirkju Síðast liðinn sunnudag voru vígðar tvær nýjar kirkju- klukkur í ísafjarðarkirkju. í kirkjunni var áður ein klukka mjög gömul, eða frá árinu 1782. Sú klukka er 70 kg. að þyngd. Nýju kirkjuklukkurnar eru 125 kg. og 205 kg. að þyngd. Þær eru samtengdar og er slætti þeirri stjórnað með rafmagni. Séra Sigurður Kristjánsson, sóknar- prestur, vígði klukkurnar. Formaður sóknarnefndar, Öli J. Sigmundsson, gerði grein fyrir kaupunum á klukkunum og framkvæmdum við uppsetningu þeirra. Við athöfnina söng kirkjukór ísafjarð'arkirkju undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur í Bolungarvík, lék á celló og Ólafur Kristjánsson, skólnstjóri, lék á píanó. I

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.