Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.02.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 13.02.1976, Blaðsíða 2
2 BíAD r&ÍMSÓKrMBmNNt / IKSTrjAB&UCJÓPMMI Útgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Rógurinn um dómsmálaráðuneytið Oft hefur verið deilt á íslenska ráðamenn fyrir það að þeir láti flokksleg viðbrögð ráða, t.d. við embættaveitingar og ýmsa fyrirgreiðslu. Miklu alvarlegra öllum slíkum ásökunum er það, sem nú hefur átt sér stað, að sjálft dómsmálaráðu- neytið er sakað um að hafa hindrað rannsókn í alvarlegu sakamáli. Ádeilan í þessum efnum byggist á því, ef hispurslaust er talað, að veitingahúsið Klúbburinn og forstjóri þess hafi fjárhagsleg tök á Framsóknarflokknum, svo sterk að þess vegna hafi Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, verið látinn stöðva rannsókn í Geirfinnsmálinu og smyglmálinu mikla þegar böndin fóru að berast að þeim Klúbbmönnum. INIú var ekki svo að rannsóknarmenn málsins væru komnir með Klúbbmenn í gæslu og strangar og stöðugar yfirheyrslur. Einn starfsmanna Klúbbsins hafði einu sinni verið yfirheyrð- ur en forstjórinn aldrei. Hins vegar skrifuðu þeir ráðu- neytinu og báru sig upp undan því að kviksögur væru á gangi um að þeir ættu aðild að málinu. En þeir voru ekki að biðjast undan rannsókn. Þvert á móti mæltust þeir til þess, að ráðuneytið sæi um að rannsókn þessara mála yrði svo viðtæk að hún dygði til að kveða þessar óhróðurssögur niður. Þegar þetta bréf hafði legið nokkrar vikur í ráðuneytinu var embætti bæjarfógetans í Keflavík sent afrit af því. Vel má leiða hugann að því hvort það væri æskilegt að ráðu- neytið gerði ekkert með bréf þar sem menn bera sig upp vegna sakamálarannsókna. Haukur Guðmundsson segist hafa skilið þetta, að bréfið var sent til Keflavíkur, þannig, að engin rannsókn ætti að beinast að höfundum þess. Hins- vegar virðist hann ekki hafa haft vit eða einurð til að spyrja hvað meint væri með bréfinu. Þegar það kemur nú í Ijós, að menn almennt geta ekki skilið sendingu þessa bréfs til Keflavíkur eins og Haukur segist hafa skilið það, koma þeir Kristján Pétursson og Haukur með þá sögu að Bjarki Elíasson hafi fært þeim munnleg skilaboð frá skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytis- ins, þess efnis, að þeir ættu að láta Klúbbmenn í friði. Bjarki segir þetta vera tilhæfulaus ósannindi. Þar er orð gegn orði. Hugsum okkur nú, að þetta væri satt. Þeir Haukur og Kristján hefðu fengið munnleg skilaboð að láta ákveðna menn í friði. Slík fyrirmæli væru víst örugglega einsdæmi í réttarfarssögunni. Ef þeir hafa verið alveg að því komnir að finna tengsl Geirfinnsmálsins og smyglmálsins þegar skila- boðin komu, hvað hefðu þá venjulegir rannsóknarmenn gert? í fyrsta lagi hefðu þeir sagt boðberanum: Þessu getum við ekki tekið mark á fyrr en við fáum það skriflegt frá ráðuneytinu. Nú segjast þeir hafa verið svo lítilsgildir að taka þessi munnlegu skilaboð góð og gild. í öðru lagi er svo óhjákvæmilegt að spyrja: Hvers vegna mótmæltu mennirnir ekki strax? Töldu þeir sig þjóna rétt- lætinu með því að leggjast á þetta réttarhneyksli og halda því leyndu misserum saman? Þeir Haukur og Kristján verða að segja hetjusögu sína skýrar og betur. Hvers vegna þögðu hetjurnar svona lengi? Eitt var það sem vakti sérstaka athygli þegar Geirfinns- málið var í rannsókn. Það voru tilkynningar Hauks Guðmundssonar að málið væri rétt að því komið að upplýs- ast. Það var raunar það eina sem hann hafði um málið að - Skutull á skjön Framhald af 1. síðu I ir, og aJilir þingmenn Vest- bæriiega fyrirgreiðslu og aðr-1 fjarða munu leggja því lið. Framlög til hieistu framkvæmdaþátta á Vestfjörðum 1975 og 1976 samkv. fjárlögum í þús. kr. 1975 % af heild 1976 % af heild Grunnskólar 54.696 .5,37 52.285 5,11 Framhaldsskólar 100.000 34.00 19.150 7,84 Hafnargerðir 63.650 10,88 110.000 16,30 Heilbrigðismál 64.800 10,66 137.500 18,46 Flugvellir 5.000 3,36 32.000 15,84 Samtals 288.146 10,86 350.935 12,15 1 ofanskráðu yfirliti er í hafnarmálum varð, veru- framlag til vegagerðar ekki tekið með, enda hefur skipt- ing ekki farið fram fyrir 1976. Nokkrir veigaminni þættir eru ekki teknir með, svo sem ferjubryggjur, fyrirhleðslur og sjóvarnargarðar. Varðandi einstaka þætti er rétt að taka þetta fram: Veik staða er til að ná verulegu fjármagni til grunn- skólabygginga vegna veikrar stöðu sveitarfélaganna, sem eiga að leggja fram 50% á móti ríkinu. Eiga siun þeirra geymdar f járveitingar og fást ekki viðbótarfjárveitingar fyrr en því er eytt sem þegar er veitt. Auk þess, að menntaskól- inn fékk ekki fjárveitingu, þá lækkar liðurinn til fram- haldsskóla verulega vegna þess að meginþætti fram- kvæmda í Reykjanesi lauk á s.I. ári, en þá var fjárveiting þangað 30 millj. Ekki er tekið með fjárv. í Reykjaskóla, enda þótt hann þjóni Stranda- sýslu, en hann var með hæstu fjárveitingu héraðs- skóla á þessu ári. leg hækiom þ.e. 46.350 þús. kr. eða 72,8% frá fyrra ári. Hlutfallið er nú nokkru hærra en 1974, svo ekki er hægt að segja að vestfirskar hafnir séu settar hjá annað árið í röð. Framlag til heiibrigðis- mála rúmlega tvöfaldast. Breytingar á framlagi til flugvalla gefur ekki rétta mynd, þar sem aukaframlag fékkst á s.l. simiri í ísa- fjarðarflugvöll sem kunnugt er. I heild er staðreyndin sú, að heildarhlutur Vestfjarða í þessum þáttum hefur aukist úr 10.86% í 12,15%. Gunnlaugur Finnsson. ALLAR ALMENNAR MYNDATÖKUR LJÓSM YNDASTOFA ÍSAFJ ARÐAR Mánagötu 2 sími 3776 segja. Það komu aldrei neinar aðrar upplýsingar frá honum. Því má vel vera að honum sé það ærin þolraun ef aðrir komast þar á nokkurn rekspöl. Þegar þetta er skrifað vita menn almepnt ekkert um hvarf Geirfinns Einarssonar og lítið um dauða Guðmundar Einars- sonar. Þess eru sjálfsagt ýmiss dæmi að ölóðir menn lendi í tuski og það stundum við ódrukkna menn og viti ekki fyrr en mannsbani hafi orðið. Það er auðvitað nógu alvarlegt að menn drekki frá sér vitið svo manntjón hljótist af. En nú ganga sögur um það að hér sé um að ræða glæpasamtök að amerískum hætti, smyglhring sem ekki hiki við að ryðja úr vegi þeim sem kunni að vita of mikið eða heimti of mikið gjald fyrir sitt, svo að fjárkúgun sé. Vonandi leiðir rannsókn í Ijós hvernig í þessum málum liggur. Hér verður engum getum að því leitt hvers vegna Vísir hefur birt ádeilugreinar á dómsmálaráðherra og það einmitt nú. Sjálfsagt á það sinn þátt í því, að blaðið þarf að örva götusöluna í samkeppni við Dagblaðið. Það mun líka vera óhætt að treysta því, að Vísi og Dagblaðinu hafi nú tekist að ganga af Mánudagsblaðinu dauðu. Þannig vill til að frambjóðendur Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum hafa haft forgöngu um þessar ádeilur. Ekki skal það dregið í efa að Vilmundur Gylfason hafi flutt málið í góðri meiningu. Hann langar til að finna hneykslismál og fletta ofan af. Hinsvegar hefur honum ekki enst greind og gætni til að sjá það nógu snemma að hér hafði dómsmála- ráðherra ekkert af sér brotið. Þátt Sighvats Björgvinssonar í þessu máli er best að ræða ekki að sinni. H. Kr. ÍSFIRÐINGUR Höfum fyrir- liggjandi land-( festartóg, fléttað, 32, 36 og 44 mm. Fyrirliggjandi er togvír fyrir rækju- bdta 9 og 10 mm. Netngerð Vestfjnrða hf. Sími 3413 — ísafirði. lútestjórn- un komin út á íslensku NÝLEGA kom út hjá Al- menna Bókafélaginu bókin Nútímastjómun eftir Peter Gorpe. Bókin, sem er gefin út að frumkvæði Stjórnunar- félags íslands, var fyrst prentuð í Svíþjóð 1969 og hefur verið prentuð fimm sinnum á sænsku og þrisvar á dönsku. Hún er því ein út- breiddasta stjórnunarbók á Norðurlöndum um þessar mundir. Höfundurinn, Peter Gorpe hefur í mörg ár starfað við kennslu og rannsóknir á stjórnunarfræðum og vinnur nú sem sérfræðingur hjá hagsýslustofnun sænska ríkis- ins. í bókinni leggur hann áherzlu á að lýsa starfsemi skipulagsheilda, þ.e. fyrir- tækja og stofnana og dregur fram sameiginleg einkenni stjórnunar og þá þætti, sem stjórnendur þurfa að kunna skil á. Hjá höfundi koma fram ný viðhorf innan stjóm- unar, þar sem aflað er fanga frá öðmm greinum, ekki ein- ungis rekstrarhagfræði heldur einnig kerfisfræði, sálar- fræði, félagsfræði og félags- sálarfræði. Þýðingu bókarinnar önnuð- ust Hörður Sigurgestsson, Júlíus Sæberg Ólafsson, Sig- urður Haraldsson, Sigurður Hélgason og Þórir Einarsson, sem jafnframt samræmdi handritið og vann að frá- gangi þess. Nútímastjórnun er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu. Kápu- teikningu gerði Katrín Ósk- arsdóttir.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.