Ísfirðingur - 11.03.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 11.03.1976, Blaðsíða 1
to|nr BMÐ TRAMSOKNAKMANNA / l/ÍSTFJAR&WJORMMI 26. árgangur. ísafirði, 11. mars 1976. 6. tölublað. KjörorðiS á að vera: Samtaka þjóð í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM sem fram fóru 23. f.m. um vantraust á ríkdsstjórnina, að kröfu stjórnarandstöðuflokk- anna, flutti Ólafur Jóhannes- son, dómsmálaráðtherra, ræðu. Hér verður í stutt máli sagt frá ræðu Ólafs og að lokum birtur síðastí kafH ræðunnar. Auk hinriar vanhugsuðu og fljótfærnislegu tiUögu um vantraust á ríkisstjórnina ræddi Ólafur m.a. um land- helgisdeiluna við Breta og um efnahagsmálin. Um vanitrauststiHöguna sagði Ólafur, að hann teldi að sjaldan hefði vantraustsiHaga verið. borin fram af minni alvöru eða af meira ábyrgðar- leysi en sú sem nú væri borin fram. Hann ef aðist um að nokkru sinni áður hafi við svipaðar aðstæður verið stefnt að stjórnleysi, eins og fyrir stjómarandstöðunni virtist vaka nú, enda hefðu stjórnar- andstæðingar Iýst því yfir, að þeir hefðu ekki nýja ríkis- stjórn á takteinum. TiHagan væri því fljótræðisflan og annað ekM. í sambandi við landhelgis- deiluna sagði ráðherrann, að til þessa hefði þjóðin öl átt samleið í því máJi. Á fáu riði meira en að þjóðin stæði ein- huga saman í þeirri baráttu sem framundan væri. Það myndi ekki vera ágreiningur um að efla þurfi landhelgis- gæsluna og hann sagðist vona að samstaða yrði á þingi um nauðsynlega f járöflun í því skyni. Með tilliti til þessa ætti það engan rétt á sér að bera fram vantraust á ríkis- stjórnina út af þessu málá. Slíkt væri ævintýramennska sem aðeins yrði vatn á myllu Breta, nú í miðju landhelgis- stríðinu við þá. Næst vék ráðherrann að efnahagsmálunum og að margt hefði verið mót- drægt í þeim hér á landi síð- ustu misserin. Mætti þar tii nefna versnandi viðskipta- kjör, vaxandi verðbólgu, gjald eyrishaHa o.fl. Ekki yrði ríkisstjórninni með nokkurrjl sanngirni kennt um þessi á- föll. Og óHklegt væri að önn- ur og veikari ríkisstjórn hefði ráðið betur við vandamálin. Það sé líka staðreynd að ekk- ert hafi komið fram sem bendi til þess að stjórnarand- stæðingar hafi átt nein hald- betri úrræði við vandamáiun- um. Ráðherrann sagði að í efna- hagsmálunum hefði nokkuð rofað til að undanfrönu. Verð- lag á siumum útflutningsyör- um hefði talsvert hækkað, t.d. á Bandaríkjamarkaði. Verð- lag á innffluttum vörum hefði færst nokkuð í stöðugra horf, og í sumum tilfelum hefði verið um nokkra lækkun að að ræða. Uppá síðkastið hefði verðbólgan hægt á sér og nefndi í því sambandi, að á síðasta þriggja mánaða tíma- bili hafi visitalan hækkað um 3,2%, en á sömu mánuðum í fyrra hafi hún hækkað um 8,8%. Vísitöluhækkun síðustu Miðsvetrartónleiknr MIÐSVETR ARTÓ N LEl K AR nemenda Tónlistarskólans á fsafirði voru haldnir í Barna- skólanum laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. febrúar sl- Á tónleikunum komu fram milli 70 og 80 nemendur og léku flestir þeirra á píanó, en aSrir nemendur léku á fiðlu, flautu, horn klarinett og orgel-harmóníum. Einnig lék hljómsveit skólans. Þetta voru að venju mjög ánægju- legir hljómlieikar og þeir voru ágætlega sóttir. í lok hljóm- leikanna flutti skólastjórinn, Ragnar H. Ragnar, ræðu. Auk skólastjórans starfa í vetur 8 kennarar við skólann. Hljómsveit Tónlistarskólans er skipuð sjö nemendum og tveimur kennurum. þriggja mánaða samsvaraði því, að verðbólgan aukisít um tæp 13% á heilu ári, en árið 1974 og fram á mitt/ár 1975 hafi verðbólguaukningin verið um 50%. Þegar mál hefðu þannig nokkuð þokast til réttrar áttar, mætti það seinheppni kaliast að f ara ein- mitt þá að flytja vantrausts- tiliögu. Hér á eftir er svo birtur síðasti kaflinn úr ræðu ráð- herrans: „Þjóðfélagið stendur and- spænis miklum vandamálum, sumum, sem enn liggja ekki ljóst fyrir. Er nú skynsam- legt, iþegar þannig stendur á, að ætlast til þess, að þing- ræðisleg stjórn, sem á 42 þingmenn að stuðningsmönn- um, hlaupi undan böggum og varpi frá sér vandanum. Nei, það væri ráðleysi og það hvarflar auðvitað ekki að neinum stjórnarþingmanni. Það væri eins og að ætla að stíga af hestihum í miðju straumvatni. En stjórnarandstæðingar loka augunum fyrir stað- reyndum og vaða reyk. Þeir kref jast þess, að stjórnin segi af sér. Þeir vilja nýja stjórn. Þeir vilja vera í þeirri stjórn. En hvemig á sú stjórn að öðru leyti að vera skipuð? Hvers konar stjórn vilja þeir? Þar er ekki milli margs að velja. Það er ekki tii of mikils mælst, að iþeir gefi skýr og ótvíræð svör um það, hvers konar stjórn þeir óski eftir í stað þeirrar, sem nú situr, og eru þeir þar alilir á einni línu? Það verður hlustað á svör þeirra. Hér gagna engir útúrsnúningar eða vafningar. Af slíkum vinnubrögðum verður Hka ályktun dregin. Það hefði kannski verið skHjanlegt og viðurkenningar- vert, ef stjórnarandstæðingar hefðu boðist til að hlaupa undir bagga með okkur axla byrðarnar með okkur á þess- um viðsjárverðu tímum, með öðrum orðum óskað eftir þátt- töku í stjórn aUra flokka, svo- kaHaðri þjóðstjórn. Vera má raunar, að í iþeim þættí HtHl fengur, ef málflutningur þeirra er spegilmynd af hug- arfarinu. En hvað um það. Þeir hafa ekki óskað eftír að leggja hönd á plóginn með þeim hætti. Nei, þeH vHja stjórnina frá og út í óviss- una. Það er ekki þjóðráð á þesum tímum. Það er sann- kaHað Lokaráð. Það má e.t.v. segja,' að það hafi verið óþarft að taka þessa vantrauststiHögu alvar- lega. Það er fyrirfram vitað, að hún er andvana fædd. Hún fær auðvitað ekki nema í hæsta lagi 18 atkvæði, þ.e. stjórnarandstæðinga. En auð- vitað er þeim frjálst og ekki of gott að efna tíl þessarar ailmennu umræðu. Má þó vera, Framhald á 2. síðu Verður herstöð- inni lokað? EINAR ÁGÚSTSSON, ut- anríkisráðherra, sagði í viðtali við Tímann 3. þ.m. að ýmsar hugmyndir væru nú til yfirvegunar um.það hvað helst væri til ráða fyrir íslendinga í landhelg- isdeilunni við Breta. Að sínu mati, sagði ráðherr- ann, kæmi m.a. mjög til álita að loka herstöðinni og taka aðildina að Atlants- hafsbandalaginu til ræki- legrar endurskoðunar. Innan ríkisstjórnarinnar mun nú vera mjög á dag- skrá með hvaða hætti skipakostur landhelgis- gæslunnar verði best efld- ur. Þá munu kaup á þyrlu þegar hafa verið ráðin. Hljómleikar Sunnukórsins og Kammersveitar Vestíjorðu SUNNUKÓRINN og Kammer- sveit Vestfjarða héldu hljóm- leika í Alþýðuhúsinu á ísa- firðj miðvikudagskvöldið 3- mars og fimmtudagskvöldið 4. mars. Hljómleikarnir tók- ust með miklum ágætum og voru vel sóttir. Efnisskráin var mjög fjöl- breytt og skemmtileg, sungin og leikin innlend og erlend lög. Hljómleikarnir hófust með söng Sunnukórsins, en á eftir lék Kammersveitin. Þá var stutt hlé, en að því loknu lék Kammersveitin aftur og að lokum söng Sunnukórinn. Söngstjóri Sunnukórsins er hinn ungi tónlistarmaður, Hjálmar Helgi Ragnarsson og stjórnar hann kórnum af inn- lifun, myndugleik, krafti og öryggi. Sunnukórinn mun nú vera fjólmennari en hann hefur nokkru sinni áður ver- ið, í öllu falli hefur sá sem þetta ritar ekki séð hann áður jafn fjölmennan. Undirleikar- ar eru Sigríður Ragnarsdótt- ir, píanó, Vilberg Viggósson, píanó og Jónas Tómasson, altflauta. Kammersveit Vestfjarða skipa eftirtaldir hljóðfæraleik- arar: Erling Sörensen, flauta, séra Gunnar Björnsson, celló, Hjálmar Helgi Ragnarsson, píanó, klarinett, slagverk, Jakob Hallgrímsson, fiðla, lágfiðla, Jónas Tómasson, flauta, altflauta og Sigríður Ragnarsdóttir, píanó. Sunnukórinn hefur frá því hann var stofnaður 1934 veitt ísfirðingum og öðrum Vest- firðingum ótaldar ánægju- stundir og allt bendir til að svo verði í framtíðinni. Á hljómleikunum var kórn- um og Kammersveitinni ó- spart klappað lof í lófa. Formaður Sunnukórsins ^r Ásgeir Sigurðsson, járnsmíða- meistari, Grundargötu 6, fsá- firði. -::,

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.