Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.03.1976, Síða 1

Ísfirðingur - 11.03.1976, Síða 1
BLAÐ TRAMSOKNATMANNA / l/ESTFJARÐAK/ÖRDÆM/ 26. árgangur. ísafirði, 11. mars 1976. 6. tölublað. Kjörorðið á að vera: Samtaka þjóð í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM sem fram fóru 23. f.m. um vantraust á ríkisstjómina, að kröfu stjórnarandstöðuflokk- anna, flutti Ólafur Jóhannes- son, dómsmálaráðherra, ræðu. Hér verður í stutt rnáli sagt frá ræðu Ólafs og að lokum birtur síðasti kafli ræðunnar. Auk hinriar vanhugsuðu og fljótfærnislegu tiliögu um vantraust á ríkisstjómina ræddi Ólafur m.a. um land- helgisdeiluna við Breta og um efnahagsmáiin. Um vantrauststillöguna sagði Ólafur, að hann teldi að sjaldan hefði vantraustsillaga verið. borin fram af minni alvöru eða af meira ábyrgðar- ley9i en sú sem nú væri borin fram. Hann efaðist run að nokkm sinni áður hafi við svipaðar aðstæður verið stefnt að .stjómleysi, eins og fyrir stjórnarandstöðunni virtist vaka nú, enda hefðu stjómar- andstæðingar lýst því yfif, að þeir hefðu ekki nýja ríkis- stjóm á tafcteinum. Tillagan væri þvi fljótræðisflan og annað ekki. í sambandi við landhelgis- deiluna sagði ráðherrann, að til þessa hefði þjóðin öli átt samleið 1 því máli. Á fáu riði meira en að þjóðin stæði ein- huga saman í þeirri baráttu sem framundan væri. Það myndi ekki vera ágreiningur um að efla þurfi landhelgis- gæsluna og hann sagðist vona að samstaða yrði á þingi um nauðsynlega fjáröflvm í því skyni. Með tilliti til þessa ætti það engan rétt á sér að bera fram vantraust á ríkis- stjómina út af þessu máli. Slíkt væri ævintýramennska sem aðeims yrði vatn á myllu Breta, nú í miðju landhelgis- stríðinu við þá. Næst vék ráðherrann að efnahagsmálunum og sagði að margt hefði verið mót- drægt í þeim hér á landi síð- ustu misserin. Mætti þar til nefna versnandi viðskipta- kjör, vaxandi verðbólgu, gjaid eyrishalla o.fl. Ekki yrði ríkisstjóminni með nokkurrj sanngirni kennt um þesisi á- föil. Og ólíklegt væri að önn- ur og veikari ríkisstjóm hefði ráðið betur við vandamálin. Það sé líka staðreynd að ekk- ert hafi komið fram sem bendi til þess að stjómarand- stæðingar hafi átt nein hald- betri úrræði við vandamálun- um. Ráðhemann sagði að í efna- hagsmálumun hefði rnokkuð rofað til að undanfrönu. Verð- lag á sumum útflutningsyör- um hefði talsvert hækkað, t.d. á Bandaríkjamarkaði. Verð- lag á innfluttum vörum hefði færst nokkuð í stöðugra horf, og í sumum tilfelliun hefði verið um nokkra lækkun að að ræða. Uppá síðkastið hefði verðbólgan hægt á sér og nefndi í því sambandi, að á síðasta þriggja mánaða tíma- bili hafi vísitalan hækkað um 3,2%, en á sömu mánuðum í fyrra hafi hún hækkað um 8,8%. Vísitölúhækkun síðustu Miðsvetrartónleikar MIÐSVETRARTÓNLEIKAR nemenda Tónlistarskólans á ísafirði voru haldnir í Barna- skólanum laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. febrúar sL Á tónleikunum komu fram milli 70 og 80 nemendur og léku flestir þeirra á píanó, en aðrir nemendur léku á fiðlu, flautu, horn klarinett og orgel-harmóníum. Einnig lék hljómsveit skólans. Þetta voru að venju mjög ánægju- legir hljómlieikar og þeir voru ágætlega sóttir. í lok hljóm- leikanna flutti skólastjórinn, Ragnar H. Ragnar, ræðu. Auk skólastjórans starfa í vetur 8 kennarar við skólann. Hljómsveit Tónlistarskólans er sklpuð sjö nemendum og tveimur kennurum. þríggja mánaða samsvaraði því, að verðbólgan aukist um tæp 13% á heilu ári, en árið 1974 og fram á mitt ár 1975 hafi verðbólguaukningin verið um 50%. Þegar mál hefðu þannig nokkuð þokast til réttrar áttar, mætti það seinheppni kailast að fara ein- mitt þá að flytja vantrausts- tilögu. Hér á eftir er svo birtur síðasti kafl.inn úr ræðu ráð- herrans: „Þjóðfélagið stendur and- spænis miklum vandamálum, sumum, sem enn Mggja ekki ljóst fyrir. Er nú skynsam- legt, þegar þannig stendur á, að ætlast til þess, að þing- ræðisleg stjóm, sem á 42 þingmenn að s-tuðningsmönn- um, hlaupi undan böggum og varpi frá sér vandanum. Nei, það væri ráðleysi og það hvarflar auðvitað ekki að neirnun stjórnarþingmanni. Það væri eins og að ætla að stíga af hestinum í miðju straumvatni. En stjómarandstæðingar loka auguniun fyrir stað- reyndum og vaða reyk. Þeir krefjast þess, að stjómin segi af sér. Þeir vilja nýja stjórn. Þeir Vilja vera í þeirri stjórn. En hvemig á sú stjóm að öðru leyti að vera skipuð? Hvers konar stjóm vilja þeir? Þar er ekki milli margs að velja. Það er ekki til of mikils mælst, að þeir gefi skýr og ótvíræð svör lun það, hvers konar stjóm þeir óski eftir í stað þetrrar, sem nú situr, og eru þeir þar allir á einni Mnu? Það verður hlustað á svör þeirra. Hér gagna engir útúrsnúningar eða vaíningar. Af slíkum vinnubrögöum verður Mka ályktun dregin. Það hefði kannski verið skiljanlegt og viðurkenningar- vert, ef stjómarandstæðingar hefðu boðist til að hiaupa undir bagga með okkur axla byrðarnar með okkur á þess- um viðsjárverðu tímum, með öðrum orðum óskað eftir þátt- töku í stjórn allra flokka, svo- kallaðri þjóðstjóm. Vera má raunar, að í þeim þætti Mtill fengur, ef máiílutningur þeirra er spegilmynd af hug- arfarinu. En hvað um það. Þeir hafa ekki óskað eftir að leggja hönd á plógimn með þeim hætti. Nei, þeir vilja stjórnina frá og út í óviss- una. Það er ekki þjóðráð á þesum tímum. Það er sann- kallað Lokaráð. Það má e.t.v. segja, að það hafi verið óþarft að taka þessa vantrauststillögu alvar- lega. Það er fyrirfram vitað, að hún er andvana fædd. Hún fær auðvitað ekki nema í hæsta lagi 18 atkvæði, þ.e. stjómarandstæðinga. En auð- vitað er þeim frjálst og ekki of gott að efna til þessarar almennu umræðu. Má þó vera, Framhald á 2. síðu Verður herstöð- inni lokað? EINAR ÁGÚSTSSON, ut- anríkisráðherra, sagði í viðtali við Tímann 3. þ.m. að ýmsar hugmyndir væru nú til yfirvegunar um það hvað helst væri til ráða fyrir fslendinga í landhelg- isdeilunni við Breta. Að sínu mati, sagði ráðherr- ann, kæmi m.a. mjög til álita að loka herstöðinni og taka aðildina að Atlants- hafsbandalaginu til ræki- legrar endurskoðunar. Innan ríkisstjórnarinnar mun nú vera mjög á dag- skrá með hvaða hætti skipakostur landhelgis- gæslunnar verði best efld- ur. Þá munu kaup á þyrlu þegar hafa verið ráðin. Iljómleikar Sunnukórsins og Kammersveitar Vestfjorða SUNNUKÓRINN og Kammer- sveit Vestfjarða héldu hljóm- leika í Alþýðuhúsinu á ísa- firði miðvikudagskvöldið 3. mars og fimmtudagskvöldið 4. mars. Hljómleikarnir tók- ust með miklum ágætum og voru vel sóttir. Efnisskráin var mjög fjöl- breytt og skemmtileg, sungin og leikin innlend og erlend lög. Hljómleikarnir hófust með söng Sunnukórsins, en á eftir lék Kammersveitin. Þá var stutt hlé, en að því loknu lék Kammersveitin aftur og að lokum söng Sunnukórinn. Söngstjóri Sunnukórsins er hinn ungi tónlistarmaður, Hjálmar Helgi Ragnarsson og stjórnar hann kórnum af inn- lifun, myndugleik, krafti og öryggi. Sunnukórinn mun nú vera fjölmennari en hann hefur nokkru sinni áður ver- ið, í öllu falli hefur sá sem þetta ritar ekki séð hann áður jafn fjölmennan. Undirleikar- ar eru Sigríður Ragnarsdótt- ir, píanó, Vilberg Viggósson, píanó og Jónas Tómasson, altflauta. Kammersveit Vestfjarða skipa eftirtaldir hljóðfæraleik- arar: Erling Sörensen, flauta, séra Gunnar Björnsson, celló, Hjálmar Helgi Ragnarsson, píanó, klarinett, slagverk, Jakob Hallgrímsson, fiðla, lágfiðla, Jónas Tómasson, flauta, altflauta og Sigríður Ragnarsdóttir, píanó. Sunnukórinn hefur frá því hann var stofnaður 1934 veitt ísfirðingum og öðrum Vest- firðingum ótaldar ánægju- stundir og allt bendir til að svo verði í framtíðinni. Á hljómleikunum var kórn- um og Kammersveitinni ó- spart klappað lof í lófa. Formaður Sunnukórsins er Ásgeir Sigurðsson, járnsmíða- meistari, Grundargötu 6, fsa- firði.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.