Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.04.1976, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 03.04.1976, Qupperneq 1
 BMÐ TRAMSOKNA'RMANNA / l/£STFJARÐA&/ORDÆMÍ 26. árgangur. ísafirði, 3. apríl 1976. 7. tölublað. Gísli V. Vagnsson: Verðbölga og vextir NÝLEGA bárust mér í hend- ur tvö ein-tök af ísfirðdngi. Annað frá 27. febrúar, hitt frá 11. mars. í báðum blöðunum eru athyglisverðar greinar: „Að verkfalli loknu” eftir H. Kr. og þarf enginn að villast á þeirri undirskrift. í hinu blaðinu er greinin: „Deil- ur um kaup og kjör.” Nú langar mig til að bæta við þriðju greininni. Ég tek undir það sem H. Kr. heldur freun í sinni grein. Hversu lengi ætla þessir svo- kölluðu „verkalýðsieiðtogar” að halda áfram að kynda undir verðbólgubáiinu með kröfugerð um hækkun kaups í prósentvís fyrir alla laun- þega innan Alþýðusambands- ins? Þið vita allir og viðurkenna, að þedr sem eru í lægstu launaflokunum þurfa að fá bætt kjör sín og það á að gera með því að hækka krónutöluna á tíma-, viku- eða mánaðarkaupi uns á- kveðnu hámarki er náð. Það er hægt að nefna ákveðna tölu tdl viðmiðunar, t.d. kr. 90.000 á mánuði hjá verka- fólki miðað við 8 stunda vinnu á dag. Hygg ég að 5 til 6 manna fjölskylda sé ekki of sæl af þvá kaupi. Hef ég þá iðnaðar- og skrifstofufólk í huga, sem fær litla eða enga yfirvinnu. Það er hinn vinnandi mað- ur til sjós og lands sem ber uppi þjóðarbúið. Það á að gera vel við það fólk. Þeir húsbændur sem gerðu vel við hjú sín, meðan sú tíð var að vinnuhjú voru í sveitum, á- unnu sér góðan orðstír og hlý- hug hjúa sinna. Þoli þjóðar- búið ekki að gera þessum vinnuhjúum sínum vel þá er það skylda húsbændanna, ráð- herra, alþingismanna, banka- stjóra og fl. og fl. að knípa við sig launin. Það er ekki við góðu að búast af undirsátunum, sem ætlað er að lifa við skertan kost, en sjá höfðingjana ausa yfir sdg fjármunum, líkt og dalakútsdraugana, sem þjóð- sögurnar okkar segja frá. Það er hróplegt ósamræmi í launa- greiðslum í okkar þjóðfélagi, og verði það ekki samræmt betur en nú er fer illa fyrir þjóðinni. Nú viðurkenna valdhafam- ir, og raunar verkalýðsforust- an líka, að þjóðin eigi við mikla örðugleika að stríða og hefur átt það síðan í ársbyrj- un 1974, þegar sjávarafurð- irnar féllu í verði. En hvemig snerust valdhafarnir við þeim vanda? Það ættá að vera öll- um í fersku minni. Ekkert raunhæft var gert fyrr en í ágúst það ár, að formaður Framsóknarflokksdns gerði Geir Hallgrímsson að forsæt- isráðherra. Þá var byrjað á að fella gengið og hækka sölu- skattinn, en á sama tíma fór verð á erlendum vörum stór- hækkandi, svo verðbólguna blés út Hkt og þaninn belg, enda trúlega kynt undir inn- anlands frá sem utan og gjaid eyrisstaðan hríðversnaði. Þá var haldið áfram að hrúga inn í landið vörum sem þjóð- in gat vel verið án, minnsta kosti í ibili. Atvinuvegimir lentu í erf- iðleikum og ríkið var og er að sligast imdir. súpunni. Gengið var felit aftur í árs- byrjun 1975 og söluskattur- inn hækaður upp í 20%. Síð- an kom vörugjaidið 12%. All- ar þessar aðgerðir vom verð- bólguaukandi. Þá er enn eitt ótalið, sem hefur haft gífur- legar afleiðingar fyrir at- vinnuvegina og verðlagsmynd- unina í landinu, en það er vaxtahækkunin. Það var sagt að það væri gert fyrir gamla fólkið og aðra sem lifðu spar- lega og safnaði sér aurum til geymslu í bönkum og spari- sjóðum. Því var haldið fram að þessu fé hefði verið brent á verðbólgubálinu. Satt var orðið. En hvað var gert tái að kema í veg fyrir að þessu héldi áfram? Jú, ýmiss útlán var farið að vísitölubinda að nökkru eða öllu. Enn tii að auka verðbólguna. Vextir voru hækkaðir, svo að nú em yfirdráttarvextir 24% og mörg fyrirtæki og sjálft rík- ið verður að búa við þá vaxtabyrði. Sú leið sem hefði átt að Heldur flugi SEM betur fer hefur svo vel ráðist að Flugfélagið Ernir hf. mun halda áfram flugi innan Vestfjarðakjördæmis, að minnsta kosti þetta ár, og hefur félagið þegar hafið starfsemi aftur. Frá s.l. áramótum og þar til nú fyrir stuttu gat félagið ekki haldið uppi flugsamgöng- um milli byggðarlaga á Vest- fjörðum vegna skorts á rekstursfé. Nú hefur verið ráðin bót á þeim vanda m.a. með þeim hætti að flest sveitarfélög á Vestfjörðum hafa lofað að styrkja rekstur félagsins með ákveðnu fram- lagi, sem mun nema um kr. 300.— á hvern íbúa. Ríkis- sjóður mun einnig hafa lofað framlagi sem nemur 1,5 millj. króna. Öllum Vestfirðingum ætti að vera það vel Ijóst hve brýn nauðsyn það er, að hald- ið verði upp flugsamgöngum innan héraðsins, en það hefur Flugfélagið Ernir h.f. gert undanfarin 7 ár. Og það er nánast óhugsandi að hægt sé að vera án þeirrar mikilvægu þjónustu Siern flugfélagið hef- ur veitt Vestfirðingum. Það er því mikið fagnaðarefni að fél- agið hefur hafið starfsemina á ný. Framkvæmdastjóri félags- fara og verður að fara til að tryggja verðgildi spari- fjárins var auðvitað sú, að vísitölubinda það strax og lækka þá heldur vextina bæði á innstæðum og útlánum. Þetta er enn hægt að gera. Setjið fulla vísitölubindingu á allt sparifé, en lækkið vext- ina niður í 3-5%. Það mun hver einasti sparifjáreigandi sætta sig við. Öll útlán ætti að vísitölu- binda að % og lækka útláns- vexti niður í 7-8%. Það eitt ætti að stórlækka verðlag í landinu og verða lyftistöng fyri atvinnuvegina. Verði farið út í að vísitölubinda, að þesu leyti, öll útlán, má það þó ekki ná til þeira skulda sem þegar hefur verið stofnað til. G.V.V. áfram ins og flugmaður, Hörður Guðmundsson, hefur lagt í það gífurlega mikla vinnu að tryggja rekstur félagsins, en engum er Ijósara en honum hve þörfin fyrir þessa starf- semi er nauðsynleg. Þess ber að geta, að framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, Jóhann T. Bjarnason, hefur verið mjög áhugasamur og virkur við að leysa fiárhaqsvanda félagsins og þá fyrst og fremst með því að hafa áhrif á það að sveitarstjórnir á Vestfjörðum legðu fram fé til rekstursins. Sœmd riddara- krossi Fálka- orðunnar Guðrún Vigfúsdóttir FORSETI íslands sæmdi ný- lega frú Guðrúnu Vigfúsdótt- ur, vefnaðarkennara á ísa- firði, riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar. Frú Guðrún hefur verið brautryðjandi um gerð fag- urra og eftirsóttra vefjarefna úr íslenskri ull. Hún er því vissulega vel að þessum heiðri komin. Félags- mála- námskeið á Hólma- vík Á HÓLMAVÍK hefst félags- málanámskeið næstkomandi mánudag. Það er Framsóknar- félag Hólmavíkur, Kjördæmis- samband Framsóknarmanna á Vestfjörðum og SUF sem gangast fyrir námskeiðinu. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Heiðar Guðbrandsson. Allir eru velkomnir á nám- skeiðið.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.