Ísfirðingur - 20.04.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 20.04.1976, Blaðsíða 1
to|nr 8MD TRAMSOKNAKMANNA / l/ESTFJAR&AMORDÆMI 26. árgangur. Isafirði, 20. apríl 1976. 8.—9. tölublað. TORFI GUÐBRANDSSON: ÞÆTTIR AF STRÖNDUM — í fótspor Djúp-bænda FYRIR rúmu ári var að því vikið í blaði þessu, að bændur á Ströndum hefðu uppi áform um að endurbyggja fjárhús sín og heygeymslur á félags- legum grundvelli, að hætti starfsbræðra sinna í N.ísa- fjarðarsýslu. En framkvæmdir þeirra á vegum hinnar svo- nefndu Inndjúpsáætlunar þótti mjög til fyrirmyndar á þess- um vettvangi. Gerðu bændur hér í Árnes- hreppi sér vonir um að bygg- ingarvinna gæti hafist að loknum sauðburði í því hléi, sem verður á búskaparönnum miHi sauðburðar og sláttar. En sú von brást, því að „kerfið" ,þurfti að leggja blessun sína yfir bessa fyrir- ætíun, og „kerfið" er þungt í vöfum og oftast afar lengi að hugsa jafnvel um einföld- ustu sannindi. Frá sjónar- miði iþeirra, sem hér búa, var 'þetta spurning um það, hvort halda ætti áfram búsetu í byggðarlaginu. Svo einfalt var það, að þeirra dómi. Líka rciá vera, að hér hafi verið skákað í því skjóli hinnar margrómuðu byggðastefnu, að hún væri fólgin í því, að styrkja bæði sveitir og sjávar- pláss til að standa á eigin fótum á örlagaríkum þróunar- og breytingartímum, en ekki sjávarplássin ¦eingöngu. En Torfi Guðbrandsson „kerfið" þurfti að skoða mál- ið frá öllum hliðum, og því leið hver vikan af annarri í algjörri óvissu. Á meðan not- uðu bændur tímann til að sundra rekaviðnum mikia, frá fyrra ári, í girðingarstaura í hundraða og jafnvel þúsunda tali, en gengu þó yfirleitt fram hjá stærstu og fálleg- ustu trjábolunum með það í huga, að gera sig ekki uppi- skroppa af máttarviðum, ef hugsjón þeirra næði um síðir fram að ganga. Enn ieið tím- inn. Það var kominn sláttur og nú hafði „kerfið" legið drjúgum lengur undir feldi Kirkjukvöld í ísafjaröarkirkju EINS og á undanförnum árum var kirkjukvöíd nú haldið í ísafjarðarkirkju s.l. föstudagskvöld, þ.e. á föstudaginn langa. Hafa kirkjukvöld þessi jafnan verið haldin á vegum sóknarnefndarinnar og hafa verið mjög vel sótt. Svo var einnig nú. Sunnukórinn flutti verk eftir J.S. Bach og F. Sohubert, svo og frumflutti hann nýtt verk eftir Jónas Tómas- son, tónskáld. Söngstjóri kórsins er Hjálmar Helgi Ragnarsson. Hljómsveit Tónlistarskóla ísafjarðar lék, en stjórnandi er Jónas Tómasson. Kjartan Sigurjóns- son, skólastjóri, lék á orgel kirkjunnar verk eftir J. S. Bach og M. Reger. Kammersveit Vestfjarða lék verk eftir W.A. Mozart. Séra Sigurður Kristjánsson flutti ávarp. Kirkjukvöldið var mjög hátíðliegt og eftirminnilegt áheyrendum. en Ljósvetningagoðinn forð- um, en þá loks, seint í júlí, komst það að jákvæðri niður- stöðu og gaf bændum grænt ljós. Athyglisvert var að fylgj- aist með því, hve fljótt bænd- ur tóku þá við sér, þótt slátt- ur stæði sem hæst og allir því önnum kafnir við heyskap- inn. Á svipstundu var mynd- aður vinnuflokkur. Þrír smið- ir voru fengnir að sunnan, en heimamenn lögðu tii annað vinnuafl. Yfirsmiður var ráð- inn Jón Guðmundsson búsett- ur í Reykjavík. Er hann ætt- aður frá Bæ í Árneshreppi og þvi öllum hnútum kunnug- ur hér eins og heimamaður. Fór Jón með vinnuflokk sinn og tækjabúnað milli bæja og var unnið sleitulaust að kalla svo langt fram á vetur sem veður leyfðu eða nokkuð fram í nóvembermánuð. Voru þá byggingar komnar á rekspöl á 8 bæjum, þó aðeins komnir grunnar á fjórum þeirra, en hlöður komnar undir þak á öðrum • f jórum, en rétt er að geta þess, að vinna við sumar þessar byggingar var þó hafin áður en vinnuflokkur Jóns kom til sögunnar. Ails hafa 15 bændur ákveðið endurbygg- ingu fjárhúsa sinna. Stærð fjárhúsanna er miðuð við að rúma 200—400 fjár. Víðast hvar er byrjað á hlöðunum og eru þær flestar byggðar sem flatgryfjur. Með vorinu verð- ur þráðurinn svo tekinn upp að nýju og byggingarvinnunni haldið áfram af fullum krafti. Það sem hér hefur verið frá sagt miðast við Árneshrepp, en hliðstæðar framkvæmdir standa einnig yfir í syðsta hluta sýslunnar, Bæjarhreppi. Skylt er að geta þess, að Búnaðarsamb. Strandamanna hefur stutt 'þetta merkilega framtak bændanna og gert það mögulegt með því m.a. að kaupa steypumót og annan tæknibúnað, sem iþað síðan leigir bændunum við sann- gjörnu verði. Með batnandi árferði síð- ustu missera hefur mönnum aukist bjartsýni og trú á mátt moldarinnar. Heyfengur varð ágætur á s.l. sumri og sums staðar meiri en nokkru sinni áður. Sauðféð skilaði góðum afurðum hér að vanda, þannig Framhald á 4. síðu. Guðm. Ingi Kristjánsson: Moldin. kaiiar Vorblærinn hlýr þegar vaknar af dvala, veturinn þokar sér fjser. Fæðist þá lífið til fjalla og dala, faðmar og brosir og grær. Lífið á allt, — það á bununa bláa, brekku með nýgræðingslit, sjálfala búfé og söngfugla smáa, sólskin og vorgoluþyt. Jafn fyrir öllum er vorlífsins vegur, vöxtur og gróður og ást. Allt, sem að heiman oss endranær dregur, eyðist og fær ekki að sjást. Engjarnar, túnin og hagarnir heima heilla með ilmandi þrá. Hrífandi fjarlægð er geðþekkt að gleyma gróðursins blómfaðmi hjá. Hér verður morguninn hugljúfur stundum, hækkandi vorsólin rís, líður um dalinn og leikur á grundum lífsins og ástanna dís. Loftið er þrungið af lífrænum veigum, Ijósguðinn drottnar á fold. Heilögum, brosandi sólgeisla sveigum sveipast hin gróandi mold. Brosa þá túnreitir blómskrúði drifnir bleikan við óræktarmó. Þá fer svo mörgum, að horfa þeir hrifnir, hefjast úr makindaró. Vorsynir allar og vonir og draumar vefjast um ræktaða fold. Koma við hjartað svo kynlegir straumar, kallar hin íslenzka mold. Hér er sú mold, sem á brjóstinu bar oss, bjó oss hinn frjósama reit. Hér er það landið, sem heimkynni var oss, hér er vor átthagasveit. Hér er sú röddin, sem kveður og kallar, keppir við malir og sjó. Hér eiga ræktunar hugsanir allar handtökum verkefni nóg. Timarnir koma, þá tún verða meiri, trúin á moldina grær, ræktuðu blettirnir frjórri og fleiri, fegurri, sælli hver bær. Trúum, að ræktunar óskirnar allar eigi sér framkvæmda spor. Munum þá trú, þegar moldin oss kallar. Moldin er draumgyðja vorl .-------J

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.