Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.05.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 15.05.1976, Blaðsíða 2
2 1 ISFIRÐINGUR fiiéinpr W/M / VtSmABUuyÓRUMI Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreHjslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Hnfréttar - ráðstefnan Þá er einum áfanga á hafréttanráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna iokið. Hitt er ekki alveg víst hvort úrslitaniðurstaða af stórfum hennar næst á þessu ári, en þó eru vonir til þess að úrslit verði ráðin í haust, þó að formleg samþykkt og gíidistaka ákvæða kunni að dragast eitthvað lengur. Þegar rætt var um það fyrir kosningar 1971 að við ís- lendingar ættum að láta okkur nægja 12 mílna lögsögu þar til raöstefnan hefði lokið störfum reiknaði enginn með að það dragist svona lengi. En framsýnir menn sögðu þó strax að vafasamt væri að treysta því að hún lyki störfum á einu ári. Mrgt bendir nú til þess, að þessi dráttur á afgreiðslu hafi verið okkur hagstæður. Viðhorf manna og skoðanir hafa mjog þróast á þessum tíma. Menn hafa áttað sig betur á málavóxtum. Og gömlu nýlenduveldin og risaveldin hafa áttað sig á því, að víðari fiskveiðilandhelgi en 3, 4 eða 12 mílur er þeim nauðsynleg við eigin strendur. Það á efiaust sinn þátt í þessari þróun skoðana, að smá- þjóðir eins og íslendingar og Færeyingar eiga veiðiskíp sem geta sótt afla til annara landa — geta gert strandhögg á fiskimiðum undan Bretlandsströndum t.d. Undanfarnar vikur biðu menn með eftirvæntingu fregna af hafréttarráðstefnunni. Aliiir vissu að þar var verið að fara með fjöregg íslensku þjóðarinnar. Við vissum að þar var háð örlagaglíma um sjálfstæðismál íslands. Nú fagna menn að málstað íslands var vel borgið í þessum áfanga. Fulltrúar okkar á ráðstefnunni vissu vel hvað í húfi var og lögðu sig fram. Einhugur og samstaða þeirra var með ágætum og forusta Hans G. Andersson hefur reynst mjög vel. Þar höfum við íslendingar átt góðan og giftu- drjúgan fulltrúa. Það er stundum talað með lítilsvirðingu um þátttöku okkar í alþjóðamáium og vissulega orkar það tvímælis um gildi og nauðsyn sumra utanferða á opinberan kostnað. En það mun enginn efast um nauðsyn þessarar þátttöku eða telja eftiir það sem til hennar er kostað. Þetta er jafn nauðsynleguir þáttur í landvörn og sjálfstæðisbaráttu og starf varðskipanna á miðunum. Og það viakur gleði og stolt okkar allra að á báðum stöðum hefur verið staðið vel að verki, drengilega og vasklega verið unnið. Sómi íslands er mieiri vegna þess hve vel er á haldið í þessari lífsbaráttu, bæði á miðunum og á alþjóðaráðstefnu. Það er ekki séð fyrir endanleg úrslit á hafréttarráðstefn- unni. Við eigum þar volduga andstæðinga sem eflaust munu reyna að spilla fyrir okkur. Það er því of snemmt að hrósa varanlegum sigri. Og það má hvergi slaka á árvekni og aðgæslu í þessu stríði, fyrr en yfir lýkur. En í þessum áfanga býður íslenska þjóðin fulltrúa sína af hafréttarráðstefnunini velkomna heim með þökk í huga. Og þeir skammsýnu menn, sem stundum tala með lítils- virðingu um samstarf þjóðanna og festa augun einkum við það sem þýðingarlaust er eða misheppnað í þeim efnum, ættu að taka sér rólega stund til að hugleiða í næði hvar við stæðum ef sameinuðu þjóðirnar væru ekki og við tækjum ekki þátt í neinu á þeirra vegum. Menn hafa gott af að hugleiða það. H.Kr. Minningarorð Eiríkur Þorsteinsson fyrrv. alþingismaður og kaupfélagsstjóri Eiríkur Þorsteinsson, fyrrv. alþingismaiður V-lsfirðinga og ikaupfélagsstj. Kaupfél. Dýr- firðinga, andaðist í Reykja- vík laugardaginn 8. þ.m., en hann hafði áitt vdð vanheilsu að stríða nokkur síðustu árin. Eiríkur var fæddur að Grófarseli í JökuilsárhMð, N-Múlasýslu, 16. febrúar 1905 Foreldrar hans voru hjónin Jónína Arngrímsdóttir og Þorsteinn Óiafsson. Noikkurra mámaða gömirnn var Eiríki kornið í fóstur til móður- bróður síns, Eiríks Arngríms- sonar, bónda og smiðs að Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, og þar ólst hann upp. Eirík- ur var við nám einn vetur í gagnfræðaskólainum á Akur- eyri, en síðar fór hanm í Samvinmuskólann og lauk þaðan burtfararprófi vorið 1928. Hann var starfsmaður Kaupféiags Langnesinga á Þórshöfn 1928—1931, en eftir það veitti hann um skeið forstöðu Kaupfélagi Gríms- nesinga, sem um þær mundir var varið að sameina Kaup- félagi Ármesinga. Það er svo á árinu 1932 sem Eirífcur er ráðinn kaup- félagsstjóri Kaupfélags Dýr- firðinga á Þingeyri, og því félagi veitti hann svo for- stöðu við mjög góðan orðstír til ársins 1960, eða í 28 ár. Það var mikið lám fyrir Kaupfélag Dýrfirðiniga, og rauinar allt héraðið, þegar Eiríkur var ráðinn til að veila félaginu forstöðu. Eins og mörg önnur kaupfélög á landsbyggðinni átti K.D. við ýmiis vandamál að etja á frumbýldngsárum sínum. Fjánhagsörðugleikar komu alloft í veg fyrir að kaup- félögin gætu ráðist í nauðsyn- legar og aðkalllandi fram- kvæmdir og á þann veg byggt sig upp. Eftir að Eiríkur Þorsteinsson tók við fram- kvæmdastjóm K.D. færðist nýtt llíf í framkvæmddr fél- agsins, bæði verslunina og margskonar aðrar framkv. Það varð fljótlega séð að þar var að verki þróttmikiilil og hugmyndaríkur maður, sem sá ýmsar leiðir til athafna og framkvæmda þar sem öðr- um virtust lokuð sund. Snemma á kaupfélags- stjóraárum sínum á Þing- eyri hófst Eiríbur handa um uppbyggingu atvinnurekstrar kaupfélagsins, Nýtt sláturhús var byggt og stórfeöd upp- bygging og endurbætur gerð- ar á hraðfrystihúsi félagsins. Nýtt vers'lunar- og skrif- stofuhús í samræmi við kröfur tímans var byggt, og hamn beitti sér fyrir stofnun útgerðarfélaga, sem hann veitti forstöðu, og kaupum á íiskiskipum til hráefnis- öflunar fyrir hraðfrystihús kaupfélagsins. Umsvif kaup- félagsinis jiikust stöðugt. Sjálfsagt er að geta þess hér, að síðan Eiríkur lét af störf- um við K.D. 1960, hefur fél- agið verið mjög heppið með val á kaupfélagsstjórum, sem halddð hafa áfram marghátt- uðum uppbyggingum og end- urbótum. En þar var byggt á trausitum grunni. Alþingismaður Vestur-£s- firðinga var Eiríkur kosinn 1952 og það var hann til 1959. Hér verða ekki rakin hin ýmsu mál sem Einkur beitti sér fyrir á Alþingi í þágu kjördæmis síns, en þess þó sérsitaklega minnst, að lagning vegar yfir Dynjandis- og Rafnsfjarðarheiðar, og þar með tenging vegar frá Vest- fjörðum við aðalakvegakerfi landsins, var fyrst og fremst að þakka harðfylgi og dugn- aði Eiríks Þorsteinssonar. Um árabil átti Eiríkur sæti í hreppsnefnd Þingeyrar- hrepps og oddviti sveitar- stjórnar var hann 1946—1950. Hann var um skeið formaður skólanefndar Núpsskóla. Eiríikur Þorsteinsson var maður ágætlega gefinn og hamhleypa til vinnu. Hann var skýr í hugsun og það mun ekki hafa þurft að bíða lengi eftir ákvörðunum hans um þau mádlefni sem um var fjalað hverju sinni. Mér var kunnugt um það að munnleg líoforð hans voru jafngild s'kriflegum siamningi. Og af kunnugum er mér sagt það, að aftæki hann ekki með öllu fyrirgreiðsiu við mál, hafi jafnan mátt eiga stuðning hans vísan við það. Eiríkur var, án aMs vafa, einn af þróttmestu framkvæmda- og athafnamönnum á Vestfjörð- um þá tæplega þrjá áratugi sem hann áttd þar búsetu. Eftirldfandi eiginkona Ei- ríks er Anna Guðmundsdóttir, frá Syðra-Lóni á Langanesi, hin mesta myndar- og mann- dómsfeona. Þau eignuðust 8 börn, 4 dætur og 4 syni, sem ÖH eru á lífi. Ég og kona mín vottum frú Önnu, bömum þeirra hjónanna og fjölskyldum þeirra okbar dýpstu samúð. Jón Á. Jóhannsson ÖII sveitarfélög í Vestfjarðaumdæmi hafa ákveðið að leggja á AÐSTÖÐUGJALD 1976 skv. V. kafla laga nr. 8/1972 sbr. lög nr. 104/1973 og rgj. nr. 81/1962, NEMA Geiradals-, Múla-, Ketildala-, Mosvalla-, Ögur-, Reykjarfjarðar- og Kirkjubólshreppar. Gjaldstigar liggja frammi á skrifstofu minni og hjá viðkomandi sveitarstjórn. Vakin er athygli á 7., 8. og 14. gr. ofannefndrar reglugerðar um sendingu á sérstöku aðstöðugjalds- framtáli vegna reksturs 1975, en það þurfa þeir einnig að gera, sem eru framtalsskyldir utan Vestfjarða, en hafa með höndum aðstöðu- gjaldsskylda starfsemi á Vestfjörðum. Ofangreind gögn þurfa að berast fyrir 21.5. n.k., ella má búast við, að skipting í gjaldflokka og/eða gjaldið verði áætlað. ísafirði, 30.4 1976 Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.