Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.05.1976, Síða 1

Ísfirðingur - 29.05.1976, Síða 1
BIAÐ TZAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJOKDÆMI 26. árgangur. ísafirði, 29. maí 1976. 12. tölublað. ORKUBÚ VESTFJARÐA Vorhljómleikar Vorhljómieikar Tónlistarskóla ísafjarðar, þeir 28. í 'röðinni, voru haidnir í Alþýðunúsinu á Isafirði þriðju- daginn 25. og miðvikudaginn 26. þ.m. og hófust klukkan 20,30 báða dagana. Um 75 nemendur skólans komu fram á hljómleikunum. Flestir nemendanna léku á pía- nó, en 25 þeirra léku á fiðlu, flautu, horn, klarinett og orgelharmoníum. Mikil fjölbreytni var í vali laga og tónleikarnir voru mjög skemmtilegir, en það hafa nemendahljómleikar Tónlistarskóla ísafjarðar raunar alltaf verið. Hljómsveit skólans lék einnig á hljómleikunum, en stjórnandi hennar er Jónas Tómasson. í hljómsveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, þ.e. 8 nemendur skólans og kennararnir séra Gunnar Björnsson, sem leikur á selló, og Jakob Hallgrímsson, sem leikur á lágfiðlu. Auk skólastjórans Ragnars H. Ragnar, kenndu 8 kennarar við skólann í vetur. Tónlistarskóla ísafjarðar verður slitið í dag við há- tíðlega athöfn seim hefst í Alþýðuhúsinu kl. 5 e.h. hagkvæmum framkvæmdum staðan í umsögninni má segja Við urnræðu í Efri deild flutti Stjeingrímur Hermanns- son ítarlega ræðu um oirku- bú Vestfjarða og orkumálin almennt. Máiefni þessi eiga mikið erindi til Vestfirðinga. Því þykir blaðinu rétt að birta kaffla úr ræðu Stein- gríms. Er ræðan þannig all- mikið stytt. ORKUMÁLIN ALMENNT Steingrímur gerði í upp- hafi síns máHs grein fyrir þeirri miWu áherslu, sem lögð var á að nýta inniendar orkulindir í stað oJíu eftir olíuverðshækkanirnar, sem urðu í lok ársins 1973. Hann nefndi hinar ýmsu virkjanir, sem þá voru ákveðnar, sem hann taldi að hefðu margar ýmislegt til síns ágætis, þótt mistök hefðu orðið. Hann sagði hins vegar, að lang- samlega alvarlegustu mistök- in mætti rekja tiil skorts á skipulagi orkumálanna al- mennt. Þessar framkvæmdir allar eru á sitthverri hendi og gjarnan undir stjórn sér- stakra nefnda, sem í sitja leikmenn. Síðan sagði Stein- grímur: Framsóknarflokkurinn hef- ur fjallað um þessi mál. Ég lýsti best rninni skoðun á þessum málum með þvi að lesa samþykfct, sem síðasti aðalfundur miðstj. Fram- sóknarflokksins gerði um skipulag orkumála. Stefnt skal að jöfnun orfcuverðs um allt land. í því s'kyni skal lögð áhersla á að tengja saman raf- orkukerfi einstakra lands- hluta og tryggja þannig sem hagkvæmastar fram- kvæmdir og rekstur með samkeyrslu allra orkuvera og dreifikerfa. í þessum tilgangi skal stefnt að eftirgr. skipulagi orku- mála: 1. Unnið verði að því að koma á fót einu fyrirtæki, sem annist aHa meginraf- orkuvinnslu og flutning raforfcu á milli landshluta. Ríkisstjómin tafci í þessu skyni upp samninga við Landsvirkjun, Laxárvirkj- un, Andakílsárv., Rafveitu Vestmannaeyja, Rafveitu SLglufjarðar og aðrar raf- veitur, sem eiga að reka orkuver, um sameiningu slíks reksturs í einni lands- virkjun, íslandsvirkjun. Aðilar að þessu fyrirtæki og stjórn þess verði ríkis- sjóður og lands'hlutaveitur. Eignarhluti ríkissjóðs skal aldrei vera minni en 50 af hundraði. Fyrirtækið undir býr virkjanir og lætur virfcja. 2. Unnið verði að því að koma á fót landshlutaveit- um, sem annist alla dreif- ingu og sölu á raforku í viðkomandi landshluta. Lajndshlutaveitur þessar geti einnig annast rekstur hitaveitna. Þær sjá um framkvæmdir, sem nauð- synlegar eru vegna við- komandi reksturs. Aðilar að slíkum landsihlutaveit- um og stjómun þeirra verði sveitarfélög og vænt- anleg Islandsvirkjun. 3. Orkustofnun verði ríkis- stjórninni til ráðuneytis um orkumál og annist upplýsingasöfnun hvers konar um orkulindir þjóðarinnar, geri áætlanir um nýtingu þeirra og ann- ist frumrannsóknir fyrir virkjanir. Orkustofnun vedti íslandsvirkjun og landshlutaveitum nauðsyn- lega þjónustu. Þama er mörkuð sú megin- 9tefna að sameina raforku- vinnsluna á eina hendi og tryggja þannig þá mestu hagkvæmni, sem við getum vænst í slíkum framkvæmd- um, og jafnframt jöfnun orkuverðs um land allt. Hins vegar er hlutur heimamanna ekki fyrir borð borinn. Þeim er ætlað það verkefni að taka við orkunni, dreifa henni, reka dreifistöðvar og dreifi- kerfi, að reka hitaveitur og vera þátttakendur í þeirri landsveitu, sem lagt er til að komið verði á fót. ORKUMÁL VESTFJARÐA Með tilvísun til ofan- greinidrar samþykktar mætti ef til vill álykta, að ég hljóti að standa gegn frumvarpi um orfcubú Vestfjarða. Þar er lagt til að setja á fót eitt fyrirtæki, sem annist bæði frumvinnslu raforkunnar og dreifingu hennar og jafnframt rekstur hitaveitna, þ.e.a.s. að sameina liði 1 og 2 í sam- þykkt Framsóknarflokksins. Á Vestfjörðum eru þrjár sjál'fstæðar rafveitur, auk Rafmagnsveitna ríkisins. Ljóst er, að þar er endur- skipul'agning nauðsynleg. Þetta sáu heimamenn og tóku sig því til og hrintu af stað þeirri hugmynd og þeim undirbúningi, sem hefur leiitt tii þesisa frumvarps. Þar er miðað við aðstæður, sem eru á Vestfjörðum nú og jafn- framt þá staðreynd, að þjóðin á ekki samræmda ákveðna stefnu í skipulagi orkumála. Tillagan um skipulag raf- orkumála á Vestfjörðum er jafnframt miðað við það, að Vestfirðirnir eru aðskildir meira en aðrir landshlutar frá orkukerfinu og langt mun verða í l'and með það, því miður, að þangað fáist lína og samtenging. Þar til slík samtenging fæst, er ekki unnt að tryggja samrekstur orkuveranna þar og þeirra orkuvera, sem eru í öðrum landshlutum. Vestfirðina má því skoða sem undantekningu, a.m.k. fyrst um sinn, frá þeirri meginreglu, sem ég hef lýst. Ég hef að sjálfsögðu aðeins eitt markmið í þessu máli, það er að Vestfirðirnir njóti hagstæðustu kjara, sem unnt er að veita íslendingum í orkumálum. Ef þau kjör reyn- ast hagstæðari með samein- ingu orkuframl'eiðslunnar, sem við teljum forsendu fyrir og rekstri, þa eiga Vestfirð- irnir að sjálfsögðu að njóta þess einnig, þótt Vestfirðing- ar hafi riðið á vaðið og lagt til annað sikipulag miðað við þær forsendur og aðstæður, sem eru fyrir hendi nú. Það skipulag, sem orkubú Vest- fjarða gerir ráð fyrir, ber að endurskoða, ef meginraforku- vinnslan er færð á eina hendi og samtenging allra lands- hluta verður að veruleika og það jafníramt talin forsenda fyrir ódýrri raforku til Vest- fjarða. Steingrímur rakti síðan umsagnir, sem borist hafa um orkubú Vestfjarða. Einkum vafcti hann athygli á umsögn forstjóra og skrifstofustjóra Rafmagnsveitna ríkisins. Sú umsögn er ákaflega neikvæð. Er þar talið, að skuldir, sem fylgja yrðu eignum Raf- magnsveitna rífcisins á Vest- fjörðum, ef þær yrðu yfir- færðar til orkubúsins, yrðu margfalt meiri en ráð er fyrir gert í útreikninigum á rekstr- argrundvelili orkubús Vest- fjarða. Er í þeirri umsögn fullyrt, að halli orkubúsins yrði margfalt meiri en reikn- að er með. Þar segir m.a.: „Halli orkubús Vestfjarða er sem áður segir í greinargerð orkubús Vestfjarða taiinn verða 299 miiLLj. kr. árið 1978, en ætti að reiknast 299 + 414 + 317 + 90 = 1120 millj. kr. samtals á þvi ári”. Niður- að sé sú: „að Vestfflrðingar hætti sér út í fjárhagsfen með stofnun orkubús Vest- fjarða”. Síðan sagði Steiin- grímur: Ekki vil ég standa að því að beina Vestfirðingum inn í slíkt öngþveiti, sem þama er lýst. Hins vegar vál ég vekja athygli á því, að þetta er ekfci fallegur dómur um rekstur Rafmagnsveitna ríkis- ins á þessu svæði. Sá rekstur verður ekfci arðbærari heldur en refcstur orkubús Vest- fjarða. Þvert á móti er með sameiningu rafveitnanna sem fyrir eru, stefnt að meiri hagkvæmni. Ég tel eitt mifcil- vægasta ákvæði hugmyndar- innar að sameina á eina hendi rekstur hitaveitna. Þannig næst mifclu betri nýting á raforkunni heldur en fæst nú, þegar raforkuframleiðslan og dreifingin er á fjórum hönd- um og hitaveitur í höndum einstakra sveitarfélaga. Ég fæ því ekki séð, að af- koman verði lakari með því sfcipulagi, sem lagt er tii, heldur hljóti hún að verða betri og það er sannarlega hagkvæmt fyrir þjóðina alla. Hitt er hins vegar ljóst, að ekki er vit í því að ráðast í stofnun orkubús Vestfjarða, ef allt það sfculdafen á að fylgja, sem safnast hefur hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Það Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.