Ísfirðingur


Ísfirðingur - 30.06.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 30.06.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Otgefandi: Samband Framsóknarfélagnnna í Veslfjarðakjördæmi. Ritsljórnr: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaóiir: Guðmundur Sveinsson, En<?javegi 24, sími 3332. Virðing Alþingis Það er orðið næsta algengt að minnst sé á Aljþingi á niðr- andi hátt og í ádeilutón. Nýlega birti dagblað svör 6 vegfarenda við því hvort al- þingismönnum mætti fækka. Fimm þeirra töldu helst að Alþingi mætti alveg missa sig. Blaðið spurði ekki hvernig þá ætti að ákveða hvað vera skyldi lög í landi. Sennilega hafa viðmælendur þess aldrei leitt hugann að því. Það er losarabragur á menntun í þjóðfélagsfræðum þar sem menn hafa enga hugmynd um það hvernig löggjafar- starf er unnið og á að vinnast. Ástæða er til að halda, að skólakerfið hafi ekki náð eins góðum árangri og þyrfti að vera á því sviði. Auðvitað má ýmislegt að Alþingi finna. Það er vissulega meiri málskrafsstofnun ©n þyrfti að vera. Þar eru fluttar ýmsar ræður, sem ekki eru fyrst og fremst ætlaðar til að skýra mál fyrir þingmönnum eða greiða fyrir afgreiðslu mála á þingi. Þeim er ætlað, a.m.k. meðfram, að vera blaða- matur og áróður, — eins konar framboðsræður. Einstakir þingmenn hafa verið grunaðir um að stefna liði á þingpalla áheyrenda við ýms tækifæri, og flytja svo ræðu þeim til geðs. Auðvitað eru því engin takmörk sett hvað hægt er að tala. Því þurfa menn að takmarka sig. Vel má vera að finna megi einstaka þingmenn, sem gætu fallið út án þess að mikið gætti í störfum þingsins í heild. Yfirleitt eru þingmíerun þó vinnusamir og duglegir, og það er misheppnaðri verkstjórn í þingflokkum að kenna, ef þeir hafa ekki fullt starf og full not starfsorku sinnar. Alþingi ræður svo mörgu og tekur svo margar erfiðar og ábyrgðar- miklar ákvarðanir, að geysileg vinna þarf að liggja þeim að baki. Og þingmenn eru yfirleitt góðviljaðir mtenn, auk þess að vera greindir og duglegir, þó að þeir séu ekki gallalausir og hafi vitanlega mannlegar takmarkanir. Þingmennskan er fullt starf, ef hún er sæmilega rækt. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að menn vinni salmhliða henni fullt starf annars staðar. Það er stundum sagt í því sam- bandi, að með því móti séu þingmein gerðir atvinnustjórn- málamenn, og betra væri að útgerðarmenn, iðnrekendur, bændur o.s.frv. sætu á þingi. Vitanlega koma menn frá þess- um störfum inn í þingið og þeir halda sínum tengslum þó að þeir skipti um starf, eins og kennarinn og skipstjórinn sem kosnir eru á þing. í lýðfrjálsu landi fær löggjafar’þingið til meðferðar marg- ar hugmyndir og tillögur misjafnlega mótaðar frá ýmiskonar stéttarfélögum, hagsmunahópum og samtökum. Þar eru hin frjálsu félagssamtök, sem nauðsynleg eru lýðræðinu. Þar hefur sérhver kjósandi tækifæri til að láta álit sitt í Ijós og koma hugmyndum á framfæri, ef hann hefur eitthvað til mála að leggja. Þar eru tækifærin. Alþingi hefur eikki og má ekki hafa einkarétt á hugmyndum. Og það er illa farið ef þessi undirbúningsvinna löggjafarstarfsins heima og úti í frjálsum félögum almennings er ekki í lagi. Það verður svo að vera verkefni þingsins að taka við þess<- um hugmyndum, lieggja mat á þær og hvort þær séu fram- kvæmanlegar og hvernig eigi að framkvæma þær. Þannig eir lýðræðið. Hugsunarlausir afglapar, sem ekki gera sér neina hugmynd um löggjafarvald á einn eða annan hátt, en verða auðginntir til að gera hróp að löggjafarsamkomunni verða jafnan vand- ræðalýður í frjálsu landi, því að frelsið þrífst ekki nema þjóð- in búi yfir þegnlegum kostum og þegnlegum dyggðum. Gengdarlausar kröfur samfa.ra sjúklegum munaði og þeir voru heiðraðir d sjómanna- daginn Guðbjörn Jónsson, Anton Ingibjartsson og Ágúst Einarsson. Frá Húsmæiraskólanum Húsmæðraskólanum á ísa- firði var slitið fimmtudaginn 27. maí s.l. Skólastjóri, Þor- björg Bjarnadóttir, skýrði frá vetrarstarfinu, sem hófst 15. septemiber með stuttum græn- metisaiámskeiðum. 1. október byrjuðu fjögurra vikna vefn- aðamámskeið, sem tóku við hvert af öðru til 21. febrúar. Samhliða þeim voru halidin stutt matreiðslunámskeið í gerbakstri, smurðu brauði, glóðarsteikingu, síldarréttum og sláturgerð. Einnig 4—5 vikna matreiðslunámskeið. Eftir áramót byrjaði 5 mánaða hússtjómarnámskeið, sem stóð til vors og lauk með prófum í öllum venjulegum hússtjórnargreinum, s.s. mat- reiðsiu, þvotti og ræstingu, vefnaði og saumum. Auk þess í tilheyrandi bóklegum fögum. Hæstu einkunm hlaut Guð- laug Björnsdóttir Lóni Keldu- hverfi 8,84. Henni vom veitt verðlaun úr Camiliusjóði, á- letruð silfurskeið. Nemendur á fimrn mánaða námskeiðinu bjuggu í heima- vist. Auk ofangreindra mám- skeiða, annaðist Húsmæðra- skólimn handavinnukennslu gagnfræðaskólastúlkna og sendi kennara inn í Reykja- nes til þess að halda mat- reiðslunámskeið fyrir nem- endur héraðsskólans þar. í Reykjanesi er nýinnréttað skólaeldhús. Al'is stumduðu nám rnn lengri eða skemmri tíma í skólanum s.l. vetur 287 nemendur. 17 nememdur Menntaskól- ans á ísafirði tóku matreiðslu og vefnað sem valgreim og er það í fyrsta sinm sem heimil- isfræði er metin í stigum til prófs í þeim skóla. Fastir kennarar við skól- ann voru auk skólastjóra, Guðrún Vigfúsdóttir, Hjördís Hjörleifsdóttir og Rannveig Hjaltadóttir. Stundakennarar í forföllum voru Kristjana Samúelsdóttir, Sigrún Guðmumdsdóttir, Jón- ína Jakobsdóttir og Guðrún Bergþórsdóttir. Fjölmargir eldri nemendur voru mættir við skólaslit og færðu þeir skólanum blóm og höfðinglegar gjafir í híbýla- prýðisjóð skólans. Ætlunin er að skólinm starfi með sama hætti næsta vetur og er stúlkum sem ætla sér á fimm mánaða námskeiðið eftir áramót, bent á að sækja sem fyrst um það, og helst ekki seinna en 1. ágúst. Umsóknir sendist skóla- stjóra, sem gefur allar nánari upplýsingar 1 síma 3581 eða 3025. © Ný komið! Fiber bílaloftnetin eru komin aftur d mjög hagstæðu verði. Kr. 2.300. Pólhnn hf. Sími 3792 Ujf SÍhALiEICtAN Æ’ALURf 22*0*22 RAUÐARARSTIG 31 menntunarleysi í mannfélagsmálum er hættulegt lýðræði, frelsi og menningu. Slík hættumerki má nú finna á ýmsum stöðum í þjóðlífi íslendinga. Hróplegir sleggjudómar hugsun- arlausra manna um löggjafarsamkomuna tilheyra þeim hættumerkjum. H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.