Ísfirðingur


Ísfirðingur - 30.06.1976, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 30.06.1976, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Foreldrar athugið Þeir, aam hafa áhuga á að fá börn sín bólusett gegn mislingum, (börn 2ja til 4ra ára), vinsam- legast gerið það sem fyrst, þar sem bóluefnið er á þrotum. Heilsugæslulæknar. Kaupfélag Patreks- fjarðar býöur ferðafólki þjónustu sína í: Versluninni Aðalstræti 62, Söluskálanum Aðalstræti 112 og Versluninni á Bíldudal. 1 verslununum eru seldar margvíslegar ferðavörur ásamt öðrum nauðsynja- og gjafavörum. 1 Söluskálanum, sem er opinn til kl. 23,30, eru seldar pylsur, ís, gosdrykkir, öl, tóbak, sælgæti og ýmsar smávörur fyrir ferðafólk og aðra. Esso- og Shell-þjónusta s.s. bensín, olíur og ýmsar smávörur til bílsins. — Yoko- hama-h j ólbarðar. Verið velkomin til Patreksfjarðar. ísfirðingar athugið Félagið Heyrnarhjálp efnir til ferðar um Vestfirði í sumar. Verða á ísafirði dagana 11. og 12. júlí. Þeir, sem telja sig þurfa að fá hjálp vegna heyrn- arskerðingar svo og eyrnasjúkdóma, panti vinsam- legast tíma í Heilsuverndarstöðinni, sími 3811, sem fyrst. Leitast verður við að veita notendum heyrnartækja sem allra besta þjónustu. HEILSUVERNDARSTÖÐ ÍSAFJARÐAR. Starf forstöðu- manns Starf forstöðumanns Námsflokka ísa- fjarðar — fræðslu fullorðinna — er laust til umsóknar. Ráðgert er að náms- flokkarnir starfi með svipuðu sniði næsta vetur og síðustu tvo vetur. Laun forstöðumanns verða 50% af launum í 26. launaflokki opinberra starfsmanna og greiðast í fimm mánuði Umsóknir sendist fræðsluráði ísafjarðar fyrir 30. júní n.k. Fræðsluráð Isafjarðar Vinninga- skrá deilda- happ- drœttis SVFÍ 1976 Dregið var í Happdrætti Slysavarnafélags íslands hinn 1. júní s.l. og hlutu eiftirtalin númer vinning: Nr. 16468 Mazda 818 Station 1976. Nr. 46724 Sólarferð fyrir tvo eftir vali til Ítalíu eða Spánar. Nr. 07312 Sólarferð fyrir tvo eftir vaM til ítaiiu eða Spánar. Nr. 10036 Sólarferð fyrir tvo eftir vali tii Ítalíu eða Spánar. Nr. 45560 Sólarferð fyrir tvo eftir vali til ítaliu eða Spánar. Nr. 11129 Sinclair tölva með minni. Nr. 32792 Sinclair tölva með minni. Nr. 36643 Útigrili Nr. 48153 Útigriii. Nr. 23338 Bosch borvél. Nr. 00424 Bosch borvél. Nr. 10028 Bosch borvél Vinninga sé vitjað á skrif- stofu SVFÍ á Grandagarði 14, Rekjavík. Upplýsingar í síma 27000, á skrifstofutíma. Slysavarnafélag íslands þakkar ölium þeim, sem hð- sinntu félaginu við þessa þýð- ingarmiklu fjáröflun til styrkt ar slysavarna- og björgunar- starfinu. Sjóvaríréttir 5. töluibl. Sjávarfrétta 1976 er nýlega komið út. í ritinu er margvíslegur fróðleikur um ýmsa starfsþætti sjávarútvegs ins, og sagt er frá framleiðsiu störfunum í hraðfrystihúsun- um og úti á miðunum. Meðal annars efnis í þessu tölublaði er athyghsvert við- tal við Guðmund H. Garðars- son, aiiþingismann, sem ný- lega er kominn heim frá Bandaríkjunonn. Telur Guð- mundur að markaðshorfur í Bandaríkjunum séu nú mjög góðar, ef íslendingar geti stað ið við það, að hafa þar nægj- anlegt framboð af fiski. í viðtalinu kemur fram að ís- ienskur fiskur sé áiitinn gæða vara á bandaríska markaðin- um og sé allt að 10% dýrari þar en fiskur frá öðrum þjóð- um. í ritinu er sagt frá starf- semi Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri, en þar er nú m.a. unn- ið að smíði þriggja skuttog- ara. Margt fleira fróðlegt og læsilegt efni er í ritinu. Tapað Tapast hefur dökkblá Heklu úlpa á 6 ára barn. Finnandi vinsamlega skilið henni að Hlíðarvegi 37 eða hringið í síma 3303. Kaupum þang ÞÖRUNGAVINNSLAN hf. tekur á móti þangi eða sækir skorið þang (klóþang) til þeirra, sem vilja afla þangs á fjörum við Breiðafjörð. Greiddar eru kr. 3000,00 á tonn fyrir þang sem sótt er á skurðarstað, komið í net og við legufæri. Hærri greiðslur eru fyrir magn umfram 40 tonn á mánuði frá sama öflunaraðila, ennfremur verðupp- bætur þegar afhendingar standa fleiri mánuði samfleytt. Greiðslur fyrir flutn- ing til verksmiðju eftir samkomulagi. Hnífar, net og legufæri til handskurðar eru útveguð af ÞÖRUNGAVINNSL- UNNI og tæknilegar leiðbeiningar við framkvæmd handskurðar eru veittar af fyrirtækinu. Upplýsingar veitir Bragi Björnsson, öfl- unarstjóri í ÞÖRUNGAVINNSLUNNI á Reykhólum. Sími um Króksfjarðarnes. m ÍSAFJARÐARKAUPSTADUR í sambandi við norræna vinabæjamótið sem haldið var hér á ísafirði dagana 17. til 19. júní s.L, hefur vinabær ísafjarðar í Danmörku, Hróarskelda, boðið einum bæjarbúa ísafjarðar til mánaðardvalar á staðnum við sögu- og fornminjasafnið í Lejre, frá 1.—31. ágúst 1976. Ferða- og dvalarkostnaður greiðist af bæjarstjórn Hróarskeldu. Umsóknir um dvöl þessa, sendist bæjar- stjóra Isafjarðar fyrir 15. júlí n.k. BÆJARSTJÓRI. Iðnskólinn ísafirði INNRITUN ER HAFIN. — Væntanlegir nemendur láti skrá sig í skólanum eða hafi samband við skólastjóra í síma 94-3815 eða 94-3278 fyrir 4. júlí. Eftirtaldar námsbrautir verða starf- ræktar næsta vetur: Iðnskóli, 1., 2., og 3. áfangi. Vélskóli, 1. og 2. stig. Stýrimannaskóli, 1. stig. Tækniteiknun. Undirbúnings- og raungreinadeild tækni- skóla. Skólastjóri.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.