Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.07.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 15.07.1976, Blaðsíða 1
BIAÐ TRAMSOKNAKMANNA / i/ES TFJARÐAK/ORDÆM/ 26. árgangur. ísafirði, 15. júlí 1976 15. tölublað Aðalfundir Samvinnutrygginga, Andvöku og Endurtryggingarfél. Samvinnutrygginga hí Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t., Líftrygg- ingafélagsins Andvöku og Endurtryggingarfélags Samvinnutrygginga h.f. voru haldnir að Kirkju- bæjarklaustri föstudainn 25. júní s.l. Fundinn sátu 18 fulltrúar víðs vegar að af landinu auk stjórnar félaganna, framkvæmdastjóra og nokk- urra starfsmanna. Meðal fulltrúa voru tveir full- trúar starfsmanna tryggingafélaganna, er kosnir höfðu verið til þess á fundi starfsmannafélags- ins. Iðgjöld ársins hjá Endur- Vestfirsk náttúru verndarsamtök Fundarstjóri var kjörinn Jón Helgason, Seglbúðum, en fundarritarar Hreinn Berg- sveinsson, Reykjavík, Bjarni Pétursison, Reykjavík og Bragi Lárusson, Kópavogi. Erlendur Ei-narsson, for- stjóri, flutti skýrslu stjómar- innar, en Hallgrímur Sigurðs- son, framkvæmdcistj., skýrði reikninga Samvinnutrygginga og Jón Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, reikninga Líftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingar- félags Samvinnutrygginga h.f. í reikningum Samvinnu- trygginga kom fram, að ið- gjöld ársins hjá félaginu námu kr. 1.364.9 millj. á árinu 1975 og höfðu aukizt um kr. 376.5 millj. frá árinu áður. Iðgjöld ársins hjá Líftrygg- ingafélaginu Andvöku námu árið 1975 kr. 49.1 millj. og höfðu aukizt um kr. 36.8 millj. frá árinu áður. tryggingafélagi Samvinnu- trygginga h.f. námu árið 1975 kr. 499.4 millj., en voru árið 1974 kr. 314.7 millj., og nem- ur aukning þeirra kr. 184.7 millj. Heiidariðgjöld ársdns hjá öllum félögunum námu því samtals á árinu 1975 kr. 1.913.4 millj. á móti kr. 1.315.4 millj. árið 1974 og höfðu aukist um kr. 598 millj. eða um 45.4%. Heildartjón Samvinnutrygg- inga árið 1975, greddd og áætluð ógreidd, námu samtals kr. 1.461.0 millj. Nettóbóta- og iðgjaldasjóðir voru í árslok 860 mihj. kr. Rekstrarafkoma ársins er halli að upphæð 55.5 miilj. kr. Hallinn stafar fyrst og fremst af tapi á fiskiskipatrygging- um að upphæð kr. 45 millj. og tapi á gömlum endurtrygg- ingarsamnángum, en á árinu komu fram ógreidd erlend tjón vegna þessara samninga að upphæð kr. 41.2 milij. króna. Heildartryggingastofn And- vöku nam í byrjun ársins 1975 samtals 3.897 miilj. króna, en í árslok 6.521 miilj. króna og hafði því aukist um 67% á árinu. Líftrygginga- gjölid ársins námu 21.9 milij. króna, en slysa- og sjúkra- tryggingaiðgjöld ársins námu 27.2 millj. króna. 1 bónussjóð Andvöku voru lagðar á árinu kr. 3 millj. og rekstrarafgangur nam kr. 444.000- Nettóbóta- og iðgjaldasjóðir Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h.f. námu í lok ársins 369.3 miilj. og höfðu aukázt um 128.1 millj. króna. Rekstrarafgangur félagsins varð kr. 3.585.000,- Fjöldi mála er varða félagið og starfsemi þess voru rædd á fundinum. M.a. kom fram, að Samvinnutryggingar hafa nýlega keypt hlut Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Ármúla 3, Reykjavík. Samþykfct var að heimila aukningu á hlutafé Endur- tryggingafélags Samvinnu- trygginga úr 20 í 40 miMj. króna. Endurkosnir voru í stjómir félaganna Erlendur Einars- son, forstjóri, Ingólfur Ólafs- son, kaupfélagsstj. og Ragnar Guðledfsson kennari. Aðalfundur Vestfirskra náttúruvemdarsamtaka verð- ur haltíinn í Flókalundi laugardaginn 17. júlí n.k. kl. 14. Dagskrá: I. Fundur settur. II. Skýrsla stjórnar. III. Erindi. IV. Innganga í Samband íislenskra náttúru- vemdarfélaga. V. Önnur mál. VI. Kosning tál stjórnar. Vn. Fundi slitið. Fundarstjóri verður Hanni- bal Valdimarsson. Starfsemi Taflfélags Isa- fjarðar var með nokfcuð mis- jöfnum hætti s.l. vetur, enda kom þar hvort tveggja til, óviss húsnæðisaðstaða og fjárskortur. Haldin voru tvö aðalmót á vetrinum. Skákmót ísafjarðar og minningarmót um Sigur- geir Sigurðsson, og lauk þeim báðum með sigri Matthíasar Kristinssonar. Um páskaleytið fóru 3 skákmenn til þátttöku á Skákþing íslands, sem háð var í Reykjavík. Tdl þátttöku í meistaraflokki réðist Jó- hannes Ragnarsson og hlaut hann 4y2 vinning af 9 mögu- legum. í unglingaflokk fóru Heimir Tryggvason og Gísli Guðmundsson og fengu þeir hvor um sig 5 vinninga af 9. Sunnudaginn 18. júlí verður farið út í Breiðafjarðareyjar með fióabátnum Baldri. Lagt verður af stað frá Brjánslæk kl. 10 um morguninn og farið í Hergilisey og Flatey og fleiri staði eftir þvi hvemig veður verður, en stefnt er að átta tíma ferð. Feröin kostar 2000 kr. á rnann. Fararstjóri verður Eysteinn G. Gíslason á Flateyiri. Bæði fundurinn og bátsferð. in eru öMum opin og eru félagsmenn endilega beðnir að taka með sér gesti. Frá aðalfundinum verður sagt síðar hér í blaðinu. í endaðan mars s.l. gekkst félagið fyrir Vestfjarðamóti, sem var svæðismót með rétt- indum í áskorendaflokk á Skákþingi íslands 1976. Ekki varð þó úr, að réttindi þessi væru notuð, þrátt fyrir að annar sigurvegarinn í mótinu væri fyrrverandi íslands- meistari í skák. Alis voru þátttakentíur frá fimm stöð- um á Vestfjörðum og urðu úrslit sem hér segir: Helgi Ólafsson, ísd.m. ’64, Hólmavík. + 10 11 = 3 vinn. Matthías Kristinsson, ísafirði. 0 + 111 — 3 vinn. Daði Guðmundsson, Bolungav. 10 + 01 — 2 vinn. Sveinbjörn Jónsson, Súgandafirði. Framhald á bls. 2. Skókfréttir Ársþing Héraðssambands Vestur-Isfirðinga Ársþing Héraðssambands Vestur-ísfirðinga var háð laugard. 12. júní síðast liðinn í félagsheimilinu Vonarlandi, Ingjaldssandi. Á þingið mættu fulltrúar frá öMum félögunum á sam- bandssvæðinu nema tveimur. í skýrslu formanns, Jóns Guðjónssonar, kom fram að starf HVÍ hefur verið blóm- legt á síðasta ári og stóð þar hæst íþróttastarfið og þátt- takan á landsmóti UMFÍ. Fjárhagur sambandsins hef- ur verið erfiður, enda hefur orðið gifurleg hækkun á ÖM- um kostnaðarliðum og árið óvenjulega annasamt, þá hef- ur gengið mjög misjafnlega að fá hin ýmsu sveitarfélög til að leggja fé af mörkum tM starfseminnar. Á síðastliðnu ári starf- rækti HVÍ sumarbúðir að Núpi í Dýrafirði og sóttu þær um 60 ungmenni og mæltist sú starfsemi mjög vel fyrir á sambandssvæðinu. Á þinginu voru samþykktar fjölmargar tillögur um starfið framundan. Vegna fjárhags- örðugleika var ákveðið að hafa ekki fastan starfsmann á launum í sumar og mun það takmarka nokkuð starfs- möguleika sambandsins. Samþykfct var að halda alls fjögur frjálsíþróttamót fyrir unglinga í sumar og verða þau haldin á fjórum stöðum í sýslunni, en þegar þetta er skrifað hefur eitt mótið farið fram að Núpi í Dýrafirði og var það fjölsótt og þátttak- endur voru frá öMum félög- um nema einu. Héraðsmót HVÍ fór fram 10. og 11. júlí á Núpi. Úrslit berast síðar. Ungmennabúð- irnar verða að Núpi sem fyrr og hefjast 12. júlií og standa í 10 daga. Ef næg þátttaka fæst efcki úr Vestur-ísa- fjarðarsýslu verður ungling- um úr næstu sýslum boðin þátttaka. HVÍ tekur 'þátt í vesturlandsmóti í frjálsum íþróttum og keppir í 3. deild í bikarkeppni FRÍ. Héraðsmót verður haldið í öl'lium fflokkum knattspyrnu og unnið er að því að efla handknattleikinn á svæðinu. Ungmennafélagar í Vestur- ísafjarðarsýslu sjá fram á ærin verkefni sem jafnan fyir og munu gera sitt besta til að leysa þau. Stjóm skipa nú: Formaður: Jón Guðjónsson Ytri-Veðrará. Gjaldkeri: Ásvaldur Guð- mundsson Ástúni. ‘Ritari: Kristinn Valdimars- son Núpi.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.