Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.08.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 27.08.1976, Blaðsíða 2
2 Olgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjaröakjördæmi. Ritsljórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiHslumaöur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. FiskveiBisamningarnir Nú í lok ágústmánaðar má vel rifja upp hrópyrði þau sem viðhöfð voru á æsingafundi á Lækjartorgi í vor, þegar mót- mælt var fiskveiðisamningum við Breta. Þá sagði Björn Jónsson að samningurinn væri óþarfi, því að í ágústmánuði lyki hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á þann veg að réttur okkar yrði tryggður. Með þvílíkum fullyrðingum komust menn að þeirri niður- stöðu að samningurinn væri landráðasamningur, svívirðileg móðgun við starfsmenn landhélgisgæslunnar, sem hefðu verið búnir að vinna stríðið o.s.frv. Nú sjá þó væntanlega allir, að hafréttarráðstefnan gerir ekkert sem bindandi er í þessum mánuði. Fáir vænta þess nú, að bindandi úrslit komi frá henni á þessu hausti. Hún gerir ekki neitt sem bindur Breta til að yfirgiefa fslandsmið strax á þessu ári, eins og samningurinn gerir. Því mun þjóðin fagma einhuga þegar Bretar yfirgefa fiskimiðin og þakka þeim sem gerðu þann samning, sem bindur þá til þess. Þeirra tímamóta fer nú að verða skajmmt að bíða. Hinsvegar mun samningurinn við Vestur-þjóðverja gilda lengur. Menn sættu sig við hann vegna þess að samkvæmt honum mátti lítið veiða af þorski. Þjóðverjar vilja gjarnan veiða karfa. En slá ekki hendinni á móti þorskinum ef hann gefst. Og því þykir það nú skipta miklu máli að samningur- inn sé haldinn að þessu leyti. Enginn hlutur ©r eðlilegri, en að það þyki grunsamlegt þegar þýskir togarar hópast á miðin þar sem íslenskir togarar veiða þorsk. Því er nú spurt hvernig sé háttað eftirliti með þessum samningi? Hvað á að gera ef þjóðverjar skyldu t.d. vera komnir með þorskaflann í hámark samningsins um miðjatn september? Verða þeir þá ekki að yfirgefa miðin til áramóta? Svo er helst að skilja sem ráðunéyti íslendinga fylgist heldur laklega með aflabrögðum á miðunum. Hafa þau sína umboðsmenn í Þýskalandi, til að fylgjast með hverju þar er landað af íslandsmiðum? Hversu títt skila þeir skýrslum ef svo er? Eða eru Þjóðverjar einir um eftirlit í þessu sam- bandi? Og hvernig og hvenær láta þeir þá íslensk stjórnvöld vita hvernig dæmið stendur? Samningur um aflahámark er auðvitað einskis virði nema hann sé haldinn. Því er eftirlit með honum jafn mikils virði og hann sjálfur. Samningur sem efnginn fylgist með að sé haldinn getur verið sama og ótakmarkað leyfi, — verri en enginn samningur. Því er eðlilegt að spurt sé um eftirlitið. Það er skylda góðra íslendinga að heimta hrein og glögg svör í þeim efnum. Þó að þessar spurningar séu lagðar fram hér, fylgja þeim engar ásakanir eða fullyrðingar um slælega framkvæmd og eftirlitsleysi. En svörin hefðu átt að vera komin og upplýs- ingar að liggja Ijóst fyrir. H. Kr. ☆ ☆ ☆ TÍMINN er fjölbreytt og læsilegt blað. Kaupið og lesið TÍMANN PHILIPS vörur Heimilistæki Hlj ómf lutningstæki Sjónvarpstæki Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1976 álögðum í Bol- ungarvík, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 36. gr. laga nr. 67 1971, lífeyristrygg- ingagjalld skv. 25. gr. sömu laga, iðnaðargjald, atvinnuleysistryggingagjald, skyldusparnaður, launa- skattur, iðnlána- og iðnmálagjald. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lestar- og vita- gjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi ökumanna 1976, vélaeftirlits- gjaldi, svo og ógreiddum iðgjöldum og skráninga- gjöldum vegna lögskráðra sjómanna, söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvöruteg- undum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktar- sjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, ógneiddum tollum og söluskatti, sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri tímabila. Einnig fyrir dráttarvöxtum og kostnaði. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en á ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Bolungarvík, 21. ágúst 1976. Fundarboð Framsóknarfélag Isfirðinga boðar til almenns félagsfundar í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 7 Isafirði, sunnudaginn 29. ágúst klukkan 17. Fundarefni: Kosnir verða fulltrúar á Kjör- dæmisþing, sem haldið verður 4. og 5. september n.k. Öllum þeim sem auðsýndu mér hlýhug og vináttu á sjö- tugs afmæli mínu, 16. ágúst s.l., flyt ég mínar bestu kveðjur og þakkir. JÓN Á. JÓHANNSSON Bæjarmúlefni Framhald af 1. síðu. endum kaup á kynditækjum, sem munu verða þeim ónýt að skömmum tíma liðnum. Um fjarhitun húsa er tii tillaga frá 1946, er Jón Gauti raf- veitustjóri lagði fyrir bæjar- stjórn, en sem þá fékk engan hljómgrunn. Hve mikla upp- hæð mundi það vera búið að spara bæjarbúum, ef sú fram- sýni hefði þá náð fram að ganga? Ný verðhækkun á olíu til húsahitunar hefur átt sér stað. Ber því brýna nauðsyn til iþess, að nú þegar verði hafist handa um að undirbúa og koma sem fyrst í fram- kvæmd fjarhitum húsa í kaupstaðnum. Byggingarefni Að frumkvæði Jóns Þórðar- ÍSFIRÐINGUR Mjólkurfrom- leiðendum fækknr í FRÉTT frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins er frá því sagt, að 200 bændur hafi árlega á undanförnum árum hætt mjólkurfram- leiðslu. Þetta er mikil öfug- þróun þegar á það er litið, að í mörgum héruðum lands- ins er um verulegan mjólkur- skort að ræða, að minnsta kosti mánuðum saman árlega. Sá áróður sem ýmsir hafa haft uppi um samdrátt í land- búnaði er þjóðhagslega hættulegur. Landbúnaðurinn leggur til hoella undirstöðu- fæðu, sem ekki má vanta á borð fólksins í landinu. Það ætti því öllum að vera ljóst að landbúnaðinn ber að auka cg efla, en ekki að draga úr framl'eiðslu landbúnaðarvara. Sjávarfréttir SJÁVARFRÉTTIR 7. tbl. þ.á. er nýlega komið út. Sjávar- fréttir hafa jafnan flutt mjög fróðlegt og læsilegt efni um hina ýmsu þætti sjávarút- vegsins. í þessu tölublaði er meðal annars efnis viðtal við dr. Jakob Magnússon er verið hefur ieiðangursstjóri á veg- um Hafrannsóknarstofnunar- innar. Er í viðtalinu m.a. rætt um fisktegundir hér við land, sem til þessa hafa Mtið verið nýttar. Grein er eftir Vilhelmínu Vilhelmsd., fiski- fræðing, en í greininni f jallar hún einmitt um fisktegundir, sem lítið hafa verið nýttar, um útbreiðslu þeirra og nýt- ingarmöguleika. Þá er sagt frá heimsókn til Hornaf jarðar og viðtali við fólk þar, sem vinnur að humarframleiðsl- unni. Viðtal er við dr. Björn Dagfinnsson um loðnuveiðar fyrir Norðurlandi og margs- konar annar fróðleikur er í ritinu, sem að venju er vandað að frágangi og læsilegt. sonar, forstjóra Steiniðjunnar, hefir dæluskipið Sandey H dælt upp ágætu byggingar- efni úr PoMinum fram af Torfnesi. Er hér um að ræða hreina blágrýtismöl. Sandey H dældi í júlí og aftur ný- lega fyrir Steiniðjuna. Er vissulega gleðilegt til þess að vita að gott byggingarefni skuli vera svona nærtækt, þar sem efni til bygginga og mal- bikunar er að verða upp urið. Sandey II mun að þessu verki loknu dæla upp sandi úr Sund- unum í uppfyllingu sunnan Hafnarstrætis, en þar á að byggja nýja bensínstöð. Olíufélögin þrjú hafa sam- einast um þá byggingu. Samningar um þessi mál hafa verið gerðir milM bæjarstjórn- ar ísafjarðar og olíufélag- anna. Guðm. Sveinsson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.