Ísfirðingur - 17.09.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 17.09.1976, Blaðsíða 1
ÍB|nr BLAD TRAMSOKNAKMANNA / VESTFJARQAICJORMMI 26. árgangur. fsafirði, 17. september 1976 17. tölublað. Kjördæmisþing framsóknar- manno í Vestf jarðukjördæmi Vegurinn yfir Breiða- dalsheiði 40 ára 17. Kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi var haldið að Fagra- hvamimi í Örlygshöfn 4. og 5. september s.l. Þingiið sóttu 29 fulltrúar, víðsvegar að úr kjördæminu, þar á meðal1 alþingismennirnir Steiíngrímur Hermannsson og Gunnlaugur Finnsson. Einnig sóttu iþingið noikkrir gestir. Auk venjulagra aðalfundar- starfa voru fjögur framsögu- erindi flutt á þinginu, og urðu mifcLar og fjörugar umræður um þiau öll Steingrímur Her- mannsson fjailaði um stjórn- málaviðhorfið, Ólafur Þ. Þórðarson um fiskirækt á Vestfjörðum, Gunnl. Finnsson um samgöngumál og Eysteinn G. Gíslason um öryggismál afskekfctra byggða. Efcki voru gerðar beinar ályktanir um þessi málefni, nema það fyrsta, en hinsvegar voru þau rædd frá ýmsum hliðum. Þess skal sérstaklega getið, að Magnús Ólafsson frá Vesturbotni, sem var gestur þingsins, sagði frá reynslu sinni af ifiskirækt, en hann hefur á eigin spýtur hafið fiskieldistilraunir í sjó. Þingið stóð frá hádegi á laugardag fram undir mið- nætti á sunnudagskvöld, en fundi var frestað frá kl. 22,30 á laugardag til ki. 14 á sunnu. dag. Sunnudagsmorguninn not- uðu menn tii að skoða sig um í nágrenninu og fór allur hópurinn m.a. á Látrabjarg í fylgd heimamanna. Var það hin besta ferð í ágætu veðri. Sérstök ástæða er til að geta um og þakka framlag heima- fólks ti'l þessa þinghalds, - en fyrirgreiðsla öli og aðstaða í Fagrahvammi var til imik- Diar fyrirmyndar. StjórnmálaMyktun iþingsins er birt í ieiðara á 2. síðu iþessa blaðs. Á þinginu var enn- fremur samþykkt eftirfarandi ályktun: „Kjördæmisþ. franisóknar. manna í Vestfjarðakjördæmi, haldið í Fagrahvammi Örlygs- höfn 4. og 5. september 1976, átelur að aðilar innan sam- starfsflokks hafi að undan- förnu notfært sér dómsmál til persónuiegra níðskrifa um dómsmálaráðherra, á sama tíma og þeir haf a staðið gegn frumvörpuim um endurbætur á rannsóknum dómsmála. Af þessu verður ökki dregin önnur ályktun en sú, að fyrir þeim vaki ekki endurbætur í þessum máium, heldur gæti mm Eysteinn G. Gíslason. þar fyrst og fremst auðvirði- legrar sýndarmennsku. Vakn- ar þá sú spurning hvort þeim sjáilfstæðismönnum sem að þessu standa finnist nóg um það traust sem Ólafur Jó- hannesson nýtur hjá þjóðinni, langt út fyrir raðir fram- sóknarmanna. Jafnframt bendir þingið á, að markvisst hefur verið unn- ið að þvd, af hálfu andstæð- inga Framsóknarflokksins að bendia flakkinn og forystu- menn hans við ýmis þau af- brot sem framin hafa verið og enn eru óupplýst. Telur þingið þetta einhverja lúalegustu mynd pólitísks áróðurs sem hugsast getur". Núverandi stjórn Kjör- dæmissambands framsóknar- manna á Vestfjörðum er iþannig skipuð: Formaður var kjörinn Ey- steinn G. Gíslason, Mateyri og varaformaður Óiafur Þ. Þórðarson, Suðureyri. Aðrir í stjórninni eru: Svavar Jó- hannsson, Patreksfirði, Karl Loftsson, Hólmavík, Magda- lena Sigurðardóttir, ísafirði, Fylkir Ágústsson, ísafirði og Heiðar Guðbrandsson, Súða- vik. Varamenn í stjórn: Kristinn Snæland, Flateyri, Birna Ein- arsdóttir, ísafirði, Örnólfur Guðmundsson, Bolungarvík, Össur Guðbjartsson, Láganúpi og Brynjólfur Sæmundsson, Hólmavík. í miðstjórn Framsóknar- flokksins voru kjörnir: Jón Aifreðsson, Hólmavák, Guð- mundur Sveinsson, ísafirði, Jón Guðjónsscn, Laugabóli, Svavar Jóhannsson, Patreks- firði, Kristinn Snæland, Flat- eyri, Jón Kr. Kristinsson, Hólmavík, Theódór Bjarnason, Bíldudal cg Eiríkur Sigurðs- son, ísafirði. Varamenn í miðstjórn: Guðm. Magnússon, Hóli Bolungarvík. Hjörtur Stur- laugsson, Fagrahvammi, Guð- mundur Hagaiinsson, Hrauni, Jónas Jónsson, Melum, Grúnur Arnórsson, Tindum, Guðríður Sigurðaróttir, Ísaf. Magnús Björnsson, Bíldudal og Sig- urður Viggósson, Patreksfirði. I ibiaðstjórn voru kosnir: Steingrímur Hermannsson, Gunnlaugur Finnsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Halldór Krist- jánsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. Endurskoðendur: Jóhannes G. Jónsson og Theódór Norð- kvist. Til vara: Guðmundur Óskar Hermannsson og Ei- ríkur Sigurðsson. Tvennir tón- leikat Tónlistarfélag ísafjarðar gekkst fyrir tvennum tónleik- um nú nýlega hér í bænum. Fyrri tónleikarnir fóru fram í Aiiþýðuhúsinu föstudaginn 10. þ.m., en iþar komu fram Guðný Guðmundsdóttir, fiðliu- leikari og Philip Jenkins, píanóleikari. Síðari tónleikarnir fóru fram í ísafjarðarkirkju sunnu- daginn 12. þ.m., en þar kom fram Per-Oiof Johnsons kammertríó. Hljóðfæraleikar- ar Bertil Melander, flauta, Ingvar Jónasson, víóla og Per Olof Johnson, gítar. Báðir tónleikarnir tókust með ágætum, enda hér um frábært listafólí að ræða. En svo sannarlega hefði aðsóknin að iþessum ágætu tónleikum átt að vera betri. Lýður Jónsson. Vegagerð á Vestfjörðum hefur af eðlilegum ástæðum alltaf verið erfitt og jafnvel hættulegt verk sem þó hefur teikist furðanlega vei, fyrir áræði og iþol iþeirra sem þar hafa að staðið. Nútíma tækni hefur gert ýmsa hiuti mögu- lega, sem áður voru taldir ógerlegir. Nefna má sem dæmi torfærur þær á Svalvogavegi sem Elís Kj. Friðfinnsson frá Kjaransstöðum sigraðist ný- lega á með IMu ýtunni sinni, en þar er nú akfær braut, þó hættuieg sé, sem áður var ófær kletturinn. En tæki þau sem nú eru notuð til vega- gerðar voru ekki tiltæk í „gamla daga". Hinn 3. september árið 1936 var merkur dagur í sögu sam- göngumála á Vestf jörðum. Þá var tekin í notkun b£vegur yfir Breiðadalsheiði. Síðan eru nú liðin 40 ár. Þeir sem nú aka yfir Breiðada)sheiði mega gjarnan minnasit þess, að sá vegur var að stofni til lagður með höndum. Haki og skófla voru þau hjálpartæki sem þá voru tiltæk tii siíkra hiuta. Að vísu voru þá koninir til sögunnar iy2 tonna vöru- bílar með handsturtu, sem notaðir voru við ofaníburð, en veginn varð að ryðja naeð áðurnefndum verfcfæruim. Vegurinn í svokallaðri Kinn var þá 3y2 metri á breidd og geta menn ímyndað sér hveisu mikil vinna sú vegalagniog hefur verið, með handverfcfær. um einum saman. Ekki var þó Breiðadáls- heiði fyrsti fjailvegur -sean gerður var akfær á Vestf jörð- um, heldur miun það hafa-ver- ið vegurinn yfir SkeKsfjaU, úr Patreksíirði og yfir é Rauðasand. Var sá vegur opnaður árið 1932, og kostaði þá 4000 krónur. Sá maður sem Iþá var í fararbroddi vegagerðarmanná á Vestfjörðum og lengi síðan, var Lýður Jónsson. Er hann Vestfirðingum að góðu kunnur fyrir störf sín að vegalagn- ingu í f jórðuognum, en hjá Vegagerðinni hóf hann stðrf árið 1926. Varð hann sfíter umdæmisverkstjóri vegagerð- ar á Vestfjörðum umárabiiL Lýður lagði ibáða áðurnefnda fjallvegi, auk fjölda annarra, við skilyrði og tækni sem margir í dag gera sér varla grein fyrir. Ma. geta þess I því sambandi, að fyrsta jarð- ýtan til vegagerðar á Vest- Framhald á 2. sfðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.