Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.09.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.09.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR lv if®njpir BIAD WMSÓKNAHMANNA / VlSirjABOAKlÖtCXMI Olgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjaröakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaöur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. St)órnmáladlyktun Kjördæmisþing framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi, haldið í Örlygshöfn 4.—5. september 1976, telur að í núver- andi stjórnarsamstarfi hafi athyglisverður árangur náðst á ýmsum sviðum. Sérstaklega vekur þingið athygli á eftir- greindum málum: Teíðst hefur að ná viðunandi saimningum í landhelgis- deilunni við Breta. Þakkar þingið forystumönnum Fram- sóknarflokksins skelegga afstöðu og festu í því sambandi. Umtalsverður bati hefur náðst í efnahagsmálum. Tekist hefur að draga úr verðbólgunni, og viðskiptajöfnuður hlefur batnað. Leggja ber áherslu á að nota þennan bata til þess að lækka erlendar skuldir og styrkja grundvöll þjóðarbúsins. Þá er nauðsynlegt að hafa aðgát í verðlags- og launamálum. Leggja ber áherslu á að laun nægi til lífsframfæris, án vinnu- þrælkunar. Og standa ber gegn óeðlilegum launamismun. Þrátt fyrir efnalhagsvanda hefur tekist að halda áfram uppbyggingu á landsbyggðinni, sem hófst í tíð vinstri stjórnarinnar, og sporna gegn flótta til þéttbýlisins. Hins- vegar hefur ekki tekist að leiðrétta misræmi á milli dreif- býlis óg þéttbýlis á ýmsum sviðum þjónustu og félagsmála. Áberándi er m.a. gífurlegur munur á vierðlagi t.d. við upp- hitun húsnæðis, símanotkun, raforku og á nauðsynjum flest- um. Þá býr dreifbýlið ennþá víða við stórum lakari aðstöðu á sviði menntamála, heilbrigðismála og samgöngumála, svo eitthvað sé nefnt. Hraða ber endurskoðun vegalaga. Lögð verði áhersla á uppbyggingu byggðavega og slíkt látið hafa forgang frlemur en hraðbrautargerð. Gerð verði án tafar ný fjögurra ára áætlun í vegamálum, eins og lög gera ráð fyrir, en jafnframt gerð rammaáætlun til fleiri ára um meginframkvæmdir. Þingið átelur að við framkvæmd heilbrigðismála hefur þess lekki verið gætt sem skyldi að tryggja afskekktum byggðum læknasetur eða bættar samgöngur við heilsugæslu- stöðvar. Á sviði menntamála verður að viðurkenna að varla verður hjá- þvi kómist að færa unglinga saman í stærri skóla með bétri menntunaraðstöðu, einkum vegna verkmenntunar, sem nauðsynlegt er að stórauka, en er kostnaðarsöm. Hinsvegar varar þingið við þeirri stefnu að senda börn, jafnvel á 10 og 11 árá aldri, í skóla fjarri sínum heimilum. Sömuleiðis telur þfhgið varhugavert að lengja skólatfmann svo, að unglingar fát elcki tekið þátt í frmleiðslustörfum vor og haust. i*. - ÁJjT'ennt telur þingið að leggja beri áherslu á bætt skipulag, betri undirbúning og nýtingu, svo og traustari grundvöll atvinnuveganna, fremur en á miklar og oft misráðnar fram- kvæmdir, sem virðist mjög algengt í okkar þjóðfélagi. Sérstaklega er aðgát nauðsynleg á sviði sjávarútvegs. Öumdeilanlegt ier að mikilvægustu fiskistofnarnir eru í stórri hættu. Því er nauðsynlegt að skipuleggja veiðar þannig að tryggður sé viðgangur og hámarksafköst fiskistofnanna. Við típ;kmörkun veiða verður hinsvegar að hafa í huga að þeir laijds.hlutar gangi fyrir með veiðar sem besta aðstöðu hafa og byggja mest á sjávarútvegi. ''Sjávarútvegur mun um langa framtíð verða hornsteinn ífféns'ks efnahagslífs. Því er nauðsynlegt að vel sé vandað til ájlca aðgerða á því sviði, varðandi þá erfiðleika sem þar er nú .við að eiga. - Þíngið; leggur að lokum áherslu á það meginverkefni að j'áfn'á lífskjör á milli einstaklinga og íbúa hinna ýmsu lands- •ífcJS 5 l'. .5 i, ]: Sögufélag Is- firðingu Aðalfundur ^Sögufélags ís- firðinga var haldinn 9. sept. s.l. Var þar lýst stjórnarkjöri, en stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Jóh. Guinnar Ólafsson Ritari: Jón Páil Halldórsson Gjaldkeri: Eyjólfur Jónsson Meðstj.: Ólafur Þ. Kristjánsson og Guðmundur Sveinsson. Fundurinn samþykkti áiykt- un, þar sem fagnað var þeirri ákvörðim bæjarstjórnar Isa- fjarðar að friðlýsa gömlu verzlunarhúsin í Neðstakaup- stað, sem byggð voru af dönsku einokunarverzluninni á árunum 1734—1785 og íbúðarhúsið í Hæstakaupstað, sem byggt var af Björgvinjar. kaupmönnum í lok 18. aldar. Lögð er áherzla á, að ailt verði gert, sem unnt er, til þess að varðveita upprunalega gerð þessara húsa og byrjað verði á viðgerð þeirra strax á næsta vori og fjárveiting tii þeirra framkvæmda tekin inn á fjárhagsáætiun næsta árs. Jafnframt verði sótt um styrk til framkvæmdanna úr Húsfriðunarsjóði. Einnig iagði fundurinn áherzlu á, að hið fyrsta verði tekin ákvörðun um það, hvaða hús í garnia bænum bæjaryfir- völdin telja æskilegt að varð- veita og með hvaða hætti bæjarfélagið getur stuðlað að varðveizlu þeirra. Ársrit Sögufélags ísfirðinga hefir nú komið út 19 sinnum, og er 20. árgangurinn væntan- legur á næsta ári. Félagar Sögufélagsins eru nú um 400. Er það of fámennur hópur, til þess að tryggja fjárhags- legan grundvöll útgáfustarf- seminnar. Hyggst stjórn fél- agsins nú gera átak, til þess að fjölga félagsmönnum og hefir sett sér það mark, að tvöfalda félagatöluna fyrir næstu áramót. Mun stjórnin leita eftir samvinnu við þau félagasamtök, sem vinna að menningarmálmn á félags- svæðinu, til að ná þessu mark. miði. Tilkynning til viðskiptavina Frá 1. október n.k. verða þær breytingar gerðar að óskað er staðgreiðslu á öllum viðskipt- um og ekki veittur gjaldfrest- ur eða skrifað, nema með þeim undantekningum sem hér greinir: 1) Skrifað verður á viðskiptareikning hjá fyrirtækjum, félögum eða stofnunum innan bæjar og utan svo sem verið hefur og skulu úttektarnótur sam- þykktar þegar því verður við komið. 2) Einstaklingar, sem þess óska geta samið um mánaðarúttekt og sé þá jafnan gert upp í verzluninni fyrir 10. næsta mánaðar eftir úttekt. Útsend- ingu reikninga verður hætt. 3) Nú sem fyrr má semja um gjaldfrest eða afborgunarkjör ef um meiri háttar viðskipti er að ræða á bókum eða öðr- um vörum. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar Hafnarstræti 2 og 4, sími 3123. Kaupið og lesið ísfirðing. Vegurinn ylir Framhald af 1. síðu. TELEFUNKEN - sjónvörp HMV - sjónvarpstæki PIONEER - hljómflutnings- tæki HLJÓMPLÖTUR OG CASSETTUR Verzlunin Kjartan R. Guðmundsson ísafirði - Sími 3507 fjörðum er ekki tekin í notk- un fyrr en árið 1944, og var það 9 tonna húslaus ýta sem notuð var á Þorskafjarðar- heiði til að ljúka iþeim vegi. Saga vegagerðar á Vest- fjörðum er enn óskráð. Ef- laust verður einhverntíma færð í letur barátta og sigrar fyrstu vegagerðarmannanna og þeirra sem síðar komu við sögu, en núna þegar liðin eru 40 ár frá því hæsti fjallvegur hér vestra var opnaður til umferðar, má minnast þeirra sem fyrstir ruddu brautir, og mun nafn Lýðs Jónssonar verða þar í fremstu röð. Hinir mörgu fjallvegir, sem tengja byggðirnar hér vestra, munu lengi vitna um störf hans og þeirra hugprúðu drengja sem með honum uraiu. Hallgrímur Sveinsson Hrafnseyri.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.