Ísfirðingur


Ísfirðingur - 02.10.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 02.10.1976, Blaðsíða 1
BiAÐ TRAMSOKNAKMANNA l/ESTFJARÐAft/OPDÆM/ 26. árgangur. ísafirði, 2. október 1976. 18. tölublað. Aðalfundur From- sóknarfél. ísfirðinga Aðalfundur Framsóknarfél- ags ísfirðinga var haldinn í skrifstofu félagsins Hafnar- stræti 7, sunnudaginn 19. september s.l. Formaður fél- agsins, Eiríkur Sigurðsson, setti fundinn og fól hann Fylki Ágústssyni fundarstj. Fundarritari var Magdalena Sigurðardóttir. Á fundinum mættu alþingism. Steingrdmur Hermannsson og Gunnlaugur Finnsson. Eirdkur Sigurðsson fflutti skýrslu stjómarinnar cg Frið- geir Hrólfsson gerði grein fyr- ir reikningum félagsáns, er voru samþykktir. í stjóm félagsins voru kosin: Eiríkur Sigurðsson, fonm., Magdalena Sigurðar- dóttir, ritari, Friðgeir Hrólfs- son, gjaldkeri, Rannveig Hermannsdóttir og Guðmund- ur Sveinsson. Til vara í stjóm: Birna Einarsdóttir, Hörður Guð- mundsson og Magni Guð- mundsson. Stjóm og varastjórn skipa fuilltrúaráð, en auk þeirra voru kosin í fulltrúaráðið: Guðbjami Þorvaldsson, Theó- dór Norðkvist Jóhann Júlíus- son, Guðrún Eyþórsdóttir, Sigurður Sveinsson, Hjörtur Sturlaugsson, Jakob Haga- lánsson, Sigurján Hallgríms- son, Páll Áskelsson, Kristján Sigurðsson, Gréta Jónsdóttir, Guðni Ásmundsson, Magda- lena Thoroddsen, Fylkir Ágústsscn cig Jón Á. Jóhanns- scn. Endurskoðendur féiagsr.: Jó- hannes G. Jónsscn og Jakob Hagalínsson. Eiríkur Sigurðsson. Að aðalfimdarstörfum lokn- um tóku alþingismennimir til máls. Steingrímur ræddi um flokksstarfið og síðan um stjórnmálaviðhorfið almennt. Gunnlaugur fjallaði um efna- hagsmálin, samgöngumál o.fl. Að ræðum þeirra loknum urðu fjörugar umræður og tóku margir til máls. Fylkir Ágústsson ræddi um þau bæjarmálefni sem hvað efst eru á baugi um þessár mundir. Um þau mál urðu einnig nokkrar umræður. Fundurinn var vel sóttur. Ættu uð minnu n frnm- sýni sínn og forsjn Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur nú lokið einni lotunni enn, án þess að mikið þokaðist til úrslita. Nú ættu þeir sem stóðu að mótmælafundinum á Lækjartorgi í vor að rifja upp ræður sínar þar. Nú ættu Alþýðublaðið og Þjóðviljinn að endurprenta ræðu Björns Jónssonar af torgin.u með fullyrðingum hans um að Hafréttarráðstefnan gengi svo frá málum í ágúst, að Bretar yrðu samstundis að hverfa af íslands- miðum án allra samninga. Sú ræða á ekki að gleymast. Stjórnarandstæðingar, þeir sem að mótmælunum stóðu, ættu að minn,a á fram- sýni sína, forsjá og fyrirhyggju, ábyrgð og ráðsnilld. Væntanlega láta þeir Kjartan Ólafsson og Sighvatur Björgvinsson ekki falla í fyrnsku hve farsæla leiðsögn og forustu þeir buðu þjóð sinni þá. Tónlistarskóli ísafjarðar Tórulistarskóli ísafj. var settur í ísafjarðarkirkju sunnudaginn 26. september sl. Skólastj. Ragnar H. Ragnar flutti skólasetningarræðu við það tækifæri. Bauð hann nem- endur og kennara velkomna ttl starfa og þakkaði fráfar- andá fcennurum. 1 skóiann hafa nú þegar innritast rúm- lega 130 nemendur í einka- tíma. Eftirtaldir kennarar hafa nú hætt störfum við skólann vegna fyrirhugaðrar nánis- dvalar erlendis: Hjálmar H. Ragnarsson, Jakob Hallgríms- son, Jónas Tómasson og Sig- ríður Ragnarsdóttir. Fastráðnir nýir kennarar sem nú koma að skólanum eru: Leifur Þórarinsson, tón- skáld, sem kennir fiðluleik og tónfræðifög, Valgerður Áka- dóttir, kennir aðallega píanó- leik, Jens Fleekenstein, kennir aðallega á píanó en einnig gítarleik og Margrét Gunnars- dóttir, sem kennir aðallega píanóleik. Auk föstu kennaranna verða eftirtaldir tímakennarar við skólann: Gilbert Vieland, sem verður aðal gítarkennari skólans, Erling Sörensan, sem Skólastjó Sigríður Jónsdóttir. kennir flautuleik, séra Gunnar Björnsson, sem 'kennir á selló og Ólafur Kristjánsson, skóla- stjóri í Bolungarvík, sem kennir á blásturshljóðfæri önnur en fflautu. Tónlistarskóli ísafjarðar á ekkert skólahús og verður kennsla 'því að fara fram á mörgum stöðum í bænum. Það bætir að vísu mikið úr, að skólinn hefur aðstöðu til kennslu í þremur ikennslu- rahjónin: Ragnar H. Ragnar. stofum í heimavist Mennta- skólans, en auk þess verður kennsla að fara fram á sex öðrum stöðum í bænum. Allir sunnudagshljómleikar fara fram á heimili skólastjóra. hjónanna að Smiðjugötu 5. Það er orðið mjög aðkall- andi að bæjarfélagið vinni að því, alveg í náinni framtíð, að Tónlistarskólinn eignist eigið skólahús, sem fullnægi þörfum stofnunarinnar. Fnlltrúar ú kjördæmisþingi Fulltrúar á Kjördæmi$þingi framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi, sem haldið var í Örlygshöfn 4. og 5. steptember s.l. í síðasta blaði var sagt frá störfum þingsins, ein í greininni hafði fallið niður málsgrein sem sagði frá hverjir voru forsetar þingsins og ritarar. For- setar kjördæmisþingsins voru þeir Össur Guðbjartsson, Láganúpi og Árnj Helgason, Neðri- Tungu. Ritarar voru Kristinn Snæland, Flateyri og Sigurður Viggósson, Patreks firði.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.