Ísfirðingur - 02.10.1976, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 02.10.1976, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR ORÐSENDING FRA IÐNLÁNASJÓÐI I framhaldi af þeirri endurskoðun á útlána- kjörum f járfestingarlánasjóða, sem átt hefur sér stað að undanförnu, hefur verið ákveðið að lánakjör á útlánum Iðnlána- sjóðs séu þessi: Byggingarlán: Vextir 11,5% p.a., auk 50% af hækkun byggingarvísitölu á láns- tímanum. Vélalán: Vextir 14% p.a., auk 15% af hækkun byggingarvísitölu á láns- tímanum. Ofangreind útlánskjör ná til allra þeirra lána, sem afgreidd eru eftir 15. eptember 1976, annarra en þeirra, þar sem lánsskjöl hafa þegar verið útbúin og afhent. Rétt er að benda á það, að breyting þessi nær ekki til eldri lána. Reykjavík, 16. september 1976 Iðnlánasjóður. Bókagjöf til Samvinnuskólans Einar Valur Kristjánsson og kona hans Guðrún Eyþórs- dóttir afhentu nýlega Erlendi Einarssyni forstjóra S.Í.S. safn tímarita sem Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum, ánafnaði Samvinnuskólanum. Með gjöfinni fylgdi vegg- skjöldur með lágmynd af Kristjáni. í þessu safni eru mörg fágæt támarit, bundin og óbundin. Er þessi gjöf mákill fengur fyrir Samvinnu- skólann. Kristján frá Garðsstöðum var alla tíð mjög starfsfús félagsmálamaður og að mál- efnum samvinnuhreyfingar- innar vann hann vel og lengi. Hefur þáttur hans í iþeim efnum áður verið rakinn hér í blaðinu. Kristján andaðist 25. október s.L, 88 ára gam- all. Vanhirtar húseignir ekki verðugt viðfangsefni fyrir forráðamenn bæjarfél- agsins, að fá þá menn, sem eiga skúra- eða hjallaræfla þá, sem lengi hafa staðið ofan til við Hnífsdalsveginn utan til við Krókinn, til að rífa niður eða fjarlægja þessi hróf, því auk þess sem þau settu ljótan svip á bæinn, mundi lítið sem ekkert gagn vera að þeim fyrir eigendurna. Einn lesenda blaðsins hafði orð á því nú nýlega hve marg- ar húseignir hér í bænum væru vanhirtar og iila útlít andi. Nefndi hann í iþví sam- bandi nokkrar húseignir bæjarfélagsins, bæði í Neðsta- kaupstaðnum og einnig í mið- bænum. Alveg sérstaklega talaði hann um gamla banka- húsið á horni Mjallargötu og Hafnarstrætis sem væri sér- staklega illa útlítandi og því lítið augnayndi þeim mörgu sem leið eiga um f jölförnustu götu bæjarins, Hafnarstrætið. Þá var hann einnig að velta því fyrir sér, hvort það væri í sumar og mun hann flytja úr héraðinu. Sigurgeir Bóasson, við- skiptafræðingur, sem undan- farin 2 ár hefur starfað í Bókhaldi S.Í.S., hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaup- félags ísfirðinga. Mun hann taka við starfinu 1. nóvember n.k. Einar Matthíasson núver- andi kaupfélagsstjóri hefur sagt sitarfi sínu lausu. Þessari skoðun viðmælanda blaðsins er hér með komið á framfæri við þá sem hlut eiga að máli. Háttarstólpi Það hefur að undanförnu þótt í frásögur færandi, að Lúðvík Jósepsson, alþingis- maður og aðalforingi Alþýðu- bandalagsins, skuli aðeins greiða 575,00 krónur í tekju- skatt 1976. Minna gat það nú varia verið. Þessi skattgreiðsla hátekju- mannsins, sem telur sig vera Ödýrar passa- myndir í lit afgreiddar á 5 minútum. Allar almennar mynda- tökur á stofu og i heima- húsum. Ljósmyndastofa Isafjarðar sími 3776. Fyrirliggjandi er togvír fyrir rækju- báta. 9, 10 og 12mm. Netagerð Vesti jarða hf. Sími 3413 - ísafirði. forsvarsmann lágtekjufólks- ins í landinu, er áreiðanlega mikið umhugsunarefni þess verkafólks og annara, sem margt hvað greiðir margfalt hærri tekjuskatt af minni tekjum. Sjálfur lifir Lúðvík verka- lýðsforingi ekki neinu kot- ungslífi hvað viðvíkur eigin húsnæði, sumarbústað við Þingvallavatn, bílakosti og laxveiðiferðalögum. Það er ekki litils virði, eða hitt þó heldur, fyrir efnahag ríkisins að fá heilar 575 kr. í tekjuskatt úr hendi Lúðvíks Jósepssonar. Hvílíkur máttar- stólpi!! 90 herbergi öll með baðkeri eða steypibaði, síma, útvarpi og sjónvarpi ef óskað er. Athugið hina fjöl- . breyttu þjónustu er Hótel Saga hefur að bjóða, svo sem hárgreiðslustofu, snyrtistofu, rakara- stofu, nudd og gufuböð. Viljum sérstaklega vekja athygli á hinni miklu verðlækkun á gistingu yfir vetrarmánuðina. UQT<íL 5A^iA HAGATORG 1 REYKJAVÍK sími 20600 KERAMIK-námskeið hefst á ísafirði 10. okt. n.k. Leiðbeinandi verður frú Heba Ólafsson, Patreksfirði. Nánari upplýs- ingar um námskeiðið gefa: Málfríður Finnsdóttir, sími 3044 og Þráinn Hall- grímsson, sími 3926. FÉLAGSMÁLARÁÐ Kvöldskólinn ísafirði auglýsir Átta vikna námskeið hefst mánudaginn 4. okt. nk. Námskeiðagjald verður kr. 4.000,00 fyrir hverja grein. Kenndar verða 4 kennslustundir á viku. Innritun í eftirtaldar greinar er hafin: Bókfærsla Danska Enska Franska Spænska Stærðfræði—námsefni til lokaprófs grunn- skóla Vélritun Þýska Áskilinn er réttur til að f ella niður auglýst námskeið ef þátttaka er ekki næg. Allar nánari upplýsingar og innritun hjá forstöðumanni Láru G. Oddsdóttur, sími 3580. Forstöðumaður.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.