Ísfirðingur


Ísfirðingur - 02.10.1976, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 02.10.1976, Qupperneq 4
MisfiriVu^ar SMÐ TRAMSOKNAKMANNA / KES 7FJARÐAKJ0PDGM/ Auðunn Bragi Sveinsson: Nokkur kveðjuorð til Súðvíkingu Auknar bruna- varnir Það var viissulega gott verk og þarft, þegar félaga úr Junior Chamber Múbbnum á ísafirði tðku isér fyrir hendur að auka og efla brunavarnir hér í kaupstaðnum og ná- grenni. Þeim félögum Múbbs- ins og ráðgjöfium þeirra hafa verið þau sannindi ljós, að fyrstu brunarvamdr og að- gerðir, sé rétt að þeim staðið, geta, og hafa raunar oft, bjargað frá stórfelldu eiigna- tjóni, :sem og lífi og limum fóffiks. Þvá var það rétt ráðið að auka brunavarnir heimil- anna og vinnustöðva. Junior Ohamber Múbburinn hefur nú í sumar útvegað og selt hér í bænum og nágrenni 400 slökkvitæki og um 300 reykskymjara sem þegar eru orðin tiltæk ef og þegar á þarf að halda. Félagar klúbbs- ins hafa einniig látið fólki í té leiðbeinimgar um notkun 'þessara tækja. Þá 'hefur Múbburinn aðstoðað við út- ægun tækja tál Flateyrar og Bolungarvíkur. Inniflytjandi slökfcvitækj- anna, I. Fálmason h.f., bauð þremur félögum J.C. á ísa- firði til vibudvalar í Bret- landi, þeim Fylki Ágústssyni, forseta klúbbsins, Heiðari Sig- urðssyni og Jóni Halldórs- syni, en þeir höfðu hvað mest unnið að undirbúningi máls- ins og framkvæmd þess. J.C. klúbburinn hefur ný- flega veitt isérstaka viður- kenningu þeim Hermanni Bjömssyni, sem í 35 ár hefur starfað í Slökkviiiði ísafjarð- ar við ágætan orðstír, og Guð. murndi Helgasyni, slökkvi- liðsstjóra. Báðir hafa þessir menn veitt J.C. Múbbnum margvíslegar leiðbeiningar í sambandi við kaup tækjanna. Hryggjast og gleðjaet hér utn fáa daga, heilsast og kvieðjast, það er lífsins saga. Það er miMll sannleikur fólginn í þesisum ijóðlínum. Höfundurinn er Páll Jómsson Árdal, skáld og barnakenn- ari. Ég vil hér með gera orð hans að mínum, er ég yfirgef Súðavík, ásamt konu minni og ungum syni mínum, er dvalizt hefiur hér við istörf næstiiðið sumar. Við viljum aðeins kveðja og þakka ýmsum, er gert hafa okbur dvölina það langa, sem raun er á orðin, og að mörgu leyti ánægjulega. Hinum, sem reynt hafa að leggja steina í götu okkar, er best að gleyraa. Ég segi nú, eins og við skólaslitin í vor, er ég minntist barnanna og saimverunnar með þeim, að þau, sem verið höfðu okkur kennurunum til ánægju, hefðu reynzt langtum fileiri þeim, er til vandræða voru í samstarf- inu. Þeir, meðal hinna full- orðnu, sem ánægja er að minnast, eru flangtum fleiri en þeir, sem steinunum köstuðu á veginn og gerðu leiðina tor- færa. En nú er þessu sem sagt löMð. Súðavik er minning ein í hugum okkar Allt gleymist að lofcum, hið leiða jafnt og hið Ijúfa. Ég óska Súðavík alls hins bezta í framtíðinni. Hér ibýr atorkusamt fólk og framsækið á hinu verMega sviði. Það þarf aðeins vakn- ingu á hinu andlega sviði. Þá þurfa þeir, sem andlega leið- sögn veita, að hafa starfis- frið. 'Það er vonlaust mál, að nokbur festa skapist við um starfskrafita. Seint grær um oft færðan stein, segir máitækið. Ég var það bjart- sýnn að halda, að Súðvíkingar hefðu þörf fyrir mann, er hafði ýmislegt það til að bera, er litlum stað eins og Súðavík, gæti orðið styrkur að. En mönnum með mínar eigindir er víst ofaukið hér. Hér er nokkuð lokað samfélag. Þorp- ið hefur vaxið að mestu leyti innanfrá um langa hríð. Þess vegna er erfiitt fyrir utanað- komandi að láta hér að sér kveða að einhverju marki. Þeir eru gestir. Þess vegna er engin hætta á, að þeir komist til áhrifa. Á þessu þarf að verða breyting. Leyfið nýju fólki að láta hér til sín taka. Það færir Súðavík örugglega igæfu. Þar með er ég þó ekki að segja, að þeir, sem fyrir eru, séu ófærir að veita staðnum forsjá og fram- farir. Ég óska þeim, sem tekur við störfum mínum hér við skólann, gengis í starfi, svo og samstarfsfólM hans við þá stofnun. Og æskilegt er, að samstarfið við börnin, skóla- nefndina og foreldra barn- anna, geti orðið hagstætt. Þá á ég við, að ibömin séu virkj- uð 'heirna með skólanum. Þið vitið, að það er hægt að gera óhemju mikið illt með því að tala illa um lærifeður barn- anna í áheyrn þeirra. Ef ykkur finnst ástæða til að gagnrýna störf kennaranma, talið við þá sjálfa einslega. Slíkt á að vera trúnaðarmál — ekM satt? Ég minntist á skólahúsnæð- ið hér í ræðu þeirri, er ég flutti við skólaslitin, 22. maí s.l. Taldi, að það (húsnæðið) þarfnaðist gagngerðrar við- gerðar. Mun nú í ráði, að eitt- hvað verði gert í þá átt. EkM seimma vænna. En mér finnst, að skóla ætti að byggja rneira miðsvæðis í þorpinu. Álag það, sem lagt er á bömin við að ganga svo langan veg til skólans og raun ber vitnd, er býsna miMð. Það sjá væntan- lega allir. Hér skal vikið að einu máli, sem mér finnst vert, að kom- ist í framkvæmd. Himn 22. maí s.l. andaðist Hal'ldór Magnússon fv. skólasitjóri og kennari hér um langt árabil. Ættu nú ekki einhverjir nem- enda Halldórs sáluga að hafa forgöngu um, að sett verði upp mynd af homum í skól- anurn? Mundi hún sóma sér vel við 'hlið myndanna af skólastjórahjónunum FriðriM Friðrikssyni og Daðínu Hjaltadóttur. Halldór andaðist á sömu stumdu og ég sagði skólanum upp í vor. Mér hefur oft orðið hugsað til þes's. Halldór var hér miMlI þarfamaður, og miMð skarð og tilfinnaniegt varð við frá- fall hans. Þegar ég hverf héðan með alla mína vankanta, er ég þess fiullviss, að mán er saknað af nokkrum. Ég verð einnig að segja það, að ég sakna þess, að eiga ekki lengur kost á þvd að tala við og umgangast ýmsa hér. Sama getur kona mín sagt. Ótrúlegt er, að þjóðerni hennar, sem er danskt, hafi verið okbur fjöt- ur um fót. Hún starfaði um skeið við rækjuvinnslu og á góðar endurminningar um sam&tarfsfóIMð. Ég hef oinnið við fisk hér í Súðavík í sum- ar. Það var mitt sumarfrí. Það var ánægjulegt. Ég vil þakka samstarfsfólkinu svo og verk- stjórum. Vel gæti ég hugsað mér að vinna hér ein- hvem tíma síðar. En förin hingað O'g héðan sannar, að enginn ræður sínum nætur- stað. Nú skal halda á ný mið, að iþessu sinni til höfuðstaðar- ins. Áf Hrafni bæði og Hænsna-Þóri hafði kynni býsna rík. Skyldi næsti skólastjóri skrifa meira um Súðavík? Að lokum iþetta: Ég á margar endurminninigar um dvölina hér í Súðavík. Von- andi græðir tíminn þau sár, sem ég hef fengið á mig. Og lífið er gáta leyst á margan hátt. En góðum vinum mun efcki gleyrnt. Lifið heil. Tilkynning um útivisturtímu bnrnn og unglingn í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og flieiri mega börn yngri en 12 ára ekki vera á aimannafæri eftir kl. 20 (8 á kvöldin) tímab. 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22 (10 á kvöldin) 1. maí til 1. sept., nema í fylgd með fuilorðnum, aðstandendum eða umsjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir M. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. september tíl 1. maí og eftir M. 23. (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtim, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðs- starfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir lög- legan útivistunartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að dvöl á almennum dansleikjum eftir M. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðu- mönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Þieir sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ung- menna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessi séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ung- menni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Barnaverndarnefnd Ísafjaríar (Útdráttur úr 44. gr. reglugerðar um vemd bama og ungmenna nr. 45/1970). stofnun, sem stöðugt skiptir fsafjarðarkaupstaður ísfirðingar Greiðsla olíustyrks fer fram á venjulegum afgreiðslutíma bæjarskrifstofunnar 27. september til 8. október, að báðum dögum meðtöldum. Bæjarritarinn á Isafirði Auðunn Bragi Sveinsson

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.