Ísfirðingur - 16.10.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 16.10.1976, Blaðsíða 1
BLAD ¥RAM$OKNAT?MANNA l MSTrJARÐAMORMM/ 26. árgangur. ísafirði, 16. október 1976. 19. tölublað. Kafli úr ræðu á Fjórð- ungsþingi Vestfirðinga í ræðu sem form. stjórnar Fjórðungssambands Vestfirð- inga, Ólafur Þ. Þórðarson, flutti á Fjórðungsþingi Vest- firðinga, sem haldið var í Reykjanesi í september s.l., gerði hann ítarlega grein fyrir störfum stjómarinnar og framkvæmdastjóra sam- bandsins á liðnu starfsári. M.a. kom fram í ræðu hans að stjórnin hefði haldið fund með þingmönnum Vestfjarða 20. mars s.l., en á þeim fundi mætti einnig Sverrir Her- mannsson, sem er annar framkvæmdastj. Framkv.st. ríkisins. Á fundinum var rætt um fjárveitingar tii Vestf- fjarða, fjárhagsstöðu sveitar- félaganna og þau verkefni sem Byiggðasjóður lætur sig varða Rætt var um tekjustofna hafnanna, gatnagerð í þétt- býli, húsnæðismál, vegamál o.fl. Formaður stjórnarinnar og framkvæmdastjórinn, Jóhann T. Bjarnason, sátu á árinu tvo fundi með formönnum og framkvæmdastjórum annara landshlutasamtaka. Þar voru rædd málefni sem gera má ráð fyrir að landshlíutasam- tökin gætu náð samstöðu um, svo sem rekstur fræðsluskrif- stofanna, símamál o.fl. Þá sat stjórn Fjórðungs- sambandsins fund á ísafirði í ágúst s.l. með stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og þingmönnum Vestf jarða. Haldið hefur verið sambandi við önnur fjórðungssambönd, en það er vafalaust nauðsyn- legt. Þá var ráðstefna um málefni aldraðra haldin í Flókalundi. Á starfsárinu voru haldnir 10 stjórnar- fundir. Hér á eftir fer síðari hluti ræðu Ólafs Þ. Þórðarsonar: „Ég ætHa ekki að hætta mér út á þann ís að rif ja upp öll þau mál, sem fyrir hafa kom- ið á stjórnarfundum en get þó ekki sleppt þvá að minnast á örfá þeirra. Flugfélagið Ernir hefur haldið uppi flíugþjónustu til samgöngubóta innan Vest- fjarða og sjúkraflugi ásamt leiguflugi. Þar sem fyrir- sjáanlegt var, að rekstur þess myndi stöðvast vegna fjár- hagsörðugleika, leituðum við eftir stuðningi sveitarfélaga á Vestfjörðum við flugfélagið. Ég vii færa sveitarfélögunum Ólafur Þ. Þórðarson. þakkir minar fyrir þeirra af- stöðu. Það er mat stjórnar Fjórðungsambandsins, að staðsetning fltugvélar á ísa- firði sé nauðsyn af öryggis- ástæðum og óraunhæft að líta svo á, að sjúkrahús þar eigi að þjóna stóru svæði, ef sam- göngur við það eru ekki tryggar. Að sjá um að svo sé er ekki verkefni sveitar- félaganna, heldur aiþingis- manna og þar með stjórn- valda. Vonum við, að þeir ljái því máli það lið, að ekki skapist neyðarástand nú í vetur. Fjórðungssamband Vestfirð- inga hefur fest kaup á hús- næði á ísafirði undir sína starfsemi. Hér er um helm- inginn á miðhæðinni á hús- eigninni Hafnarstræti 6 að ræða. Hinn helminginn er fastmælum bundið að kaupa fyrir fræðsluskrifstofu eftir áramótin. Samtais er flatar- mái hæðarinnar 150 fm. og 75 fm. í risi fylgja með. Kaupv. Fjórðungssambands- ins að sínum hluta voru 5 milljónir. Segja má, að gætin stjórn framkvæmdastjórans, Jóhanns T. Bjarnasonar, á fjármálum sambandsins ráði því, að við töldum okkur f jár- hagslega fært að fara út í þessi kaup. Það er mat stjórn- arinnar, að með þessum kaup- um sé Fjórðungssambandinu skapaður traustari rekstrar- grundvöllur. Núna í maí var safnað upplýsingum um verðlag vöru og þjónustu á ísafirði, svo að hægt væri að reikna út framfærsluvísitölu hér á Vestfjörðum. Þetta var gert af Hagstofunni og okkur er farið að lengja eftir útkom- unni. Þessir útreikningar þyrftu að fara fram árlega og á niðurstöðium þeirra ber að byggja kröfu um lagfær- ingu þeirra liða, sem koma óhagsttæðast út. Það er mitt mat, að í dag sé það síminn og upphitun íbúðarhusnæðis, sem mestum mismun veldur. Hvort sú spá er rétt ,ætti að koma í ijós fljótlega. Ekkert mál hefur tekið meiiri tíma hjá pedrri stjórn, sem nú hefur starfað í tvö ár, en orkumáiin. Framkvæmda- stjóri og þrír af stjórnar- mönnum Fjórðungssambands- ins hafa starfað í nefnd á vegum Iðnaðarráðuneytis um orkumál. Lög um Orkubú Vestfjarða voru samþykkt á liðnum vetri. Nú reynir á það, hvort á grundveili þeirra laga reynist fært, að stofna til samrekstrar sveitarfélaga og ríkisins um orkuöflun og dreifingu á Vestfjörðum. Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mina, að um sjáifs- eignarstofnun en ekki sam- eignarstoínun ætti að vera að ræða. Stjórnunaraðild en ekki eignaraðild er aðal atriðið. Samt er það von mín, að ríkisvaldið fáist tll þess að llíta þessi mál þeim augum, að af stofnun orkubúsins geti orðið. Það liggur í augum uppi, að rikið verður að taka á sig stóran hluta af skuldum Rarik, ef orkuverð á að verða sambærilegt og annars staðar. Þetta verður að gera, hvort sem af stofnun Orkubúsins verður eða ekki. Það er stjórnvöldum Ijóst, sem sést m.a. af 'þvi, að þegar Rarik bað um 40% hækkun á raf- orkuverði var þeim veitt um 20% hækkun. Stjórnvöld hafa greinilega ekki treyst sér til að velta þeirri hækkun, sem nauðsynleg var, út í raf- magnsverðið. Sturla Jónsson og Kristey Hallbjörnsdóttir. GULLBRÚÐHJÓN Laugardaginn 9. þ.m. áttu gullbrúðkaupsafmæli hjónin Kristey Hallbjörnsdóttir og Sturla Jónsson, hreppstjóri, á Suðuneyri í Súgandafirði. í tilefni þessa merkisafmælis þeirra hjónanna efndi hrepps- nefnd Suðureyrarhrepps til saimkomu í Félagsheimilinu á staðnum. Á samkomuna mættu um 90 manns og voru hinar ágætustu veitingar á borð bornar. Oddviti Suðureyrarhrepps, Ólafur Þ. Þórðarson, flutti ræðu og afhenti Sturla Jónssyni undirritað skjal þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið kjörinn fyrsti heiðursborgari Suðuneyrarhrepps fyrir margvísleg og ágætlega unnin störf í þágu hreppsins. Margir aðrir tóku til máls við þetta tæki- færi, þar á meðal heiðursborgarinn. Allir sem til þekkja vita, að Sturla Jónsson hefur gengið heill og óskiptur að hverju því starfi sem hann, hefur að sér tekið. Til marks um það traust sem hann hefur notið má nefna að hann hefur verið hneppstjóri í 28 ár og er það ennþá. Oddviti Suðureyrarhnepps var hann í 24 ár, safnaðar- fulltrúi í 26 ár, í sóknarnefnd í 18 árí í skattanefnd í fjölda mörg ár og umboðsmaður skattstjórans í Vestfjarðaumdæmi hefur hann verið síðan 1962. Hann var fyrsti æðstitemplar barnastúkunnar á Suðureyri og árum saman var hann í stúk- unn,i Dagrún. Formaður íþróttafélagsins á Suðureyri var hann í 16 ár. Sturla var fonm. stjónnan Fjónðungssamb. Vest- finðinga í 15 án. Heimili þeinna gullbnúðkaupshjónanna en vistlegt og að- laðandi og þan en gestnisni í heiðni höfð. Blaðið óskan þeim hjónunum allna heilla í tilefni hinna menku tímamóta. HOTEL- BYGGING Að unidanförnu hefur verið unnið að gerð uppfylingar á Morg málefni mætti gera að umræðuefni en ég ætla að láta hér staðar numið. Framkvæmdastjóra færi ég bestu þakkir fyrir vel unnin störf og gott samstarf. Stjórnarmönnum færi ég sömuleiðis mínar bestu þakkir fyrir samstarfið". ísafirði þar sem ákveðið er að byggt verði hótel. Það var Junior Chamber klúbburinn hér í bænum sem í sínum tíma hafði forgöngu um stofnun hlutaféiags um byggingu hótelsins. Hefur klúbburinn lagt fram nokkur hundruð þúsund krónur í hlutafélagið og að öðru leyti hefur verið tekið fremur vel í kaup á hlutafé. Búist er við þvi að byrj- unarframkvæmdir við bygg- inguna geti hafist tilttölulega fljótt.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.