Ísfirðingur - 16.10.1976, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 16.10.1976, Blaðsíða 4
I vandræðum með sjálfa sig Allt frá því hin svoköluðu Samtök (SFV) voru stofnuð hefur framtíð þeirra verið á hverfanda hveli og allt í óvissu uim hvenær þau logn- uðust útaf að fullu, en til 'þess eins voru þau stofnuð, að sögn forráðamanna þeirra. I upphafi SFV var. því jú haldið fraira að markmiðið væri að sameina hin svoköl- uðu vinistri öfl í landinu í einn flokk, og því þá haldið fram, að þetta bæri fyrst og fremst að skilja þannig að unnið yrði að því að sameina SFV, Alþýðuflokkinn og Ai- þýðubandalagið. Síðan eru nú liðin 7 ár, eða vel það, og að því er best verður séð hefur ekkert þokast í samkomulags- átt, nema ef á að teija það, að Björn Jónsson hljóp frá Samtökunum sínum til liðs við Alþýðuflokkinn, en ekki er hægt að merkja, að það liðhlaup hafi á nökkurn hátt orðið til þess að draga úr sitöðugri rýmun Alþýðu- fiokksins. ÍÞað er ekkert sem bendir til þess að SFV auðnist að ná því markmiði að sameina þau þrjú flokksbrot sem nefnd voru hér að ofan, enda hefur meira borið á því að hnútur og illyrði fiygi um borð þeirra á meðal en á vmraæium eða saimkomulagsvlja. Um Alþýðuflökkinn má raunar segja það sama og um SFV, að hann hefur um ára- bil virst vera í stöðugt vax- andi vandræðum með sjáifan sig. Sú pólitíska reisn sem hér á árum áður einkenndi ýmsa forustumenn flokksins virðist nú fokin út í veður og vind meðal múverandi ráðamanna Alþýðuftokksins. Hann er því ekki líklegur til að verða neitt sameiningartákn í iislenskum þjóðmálum í framtíðinni. 20 ára bygg- ingastarfsemi Fyrirtæki Jóns Fr. Einars- sonar, forstjóra og húsasmíða. meistara, í Bolungarvik, Byggingaþjónustan, er 20 ára um þessar mundir. Jón hefur rekið fyrirtæki sitt, sem nú er orðið mjög margþætt, af mikiili fyrirhyggju og dugn- aði. Síðan Jón hóf starfsemi sína hefur hann staðið fyrir byggingu flestra húsa sem byggð hafa verið í Bolungar- vík. Er þar bæði um að ræða íbúðarhús, byggingar fyrir atvinnurekstur og opinberar byggingar. Fyrirtæki Jóns rekur nú auk byggingastarfseminnar, byggingavöruverslun, tré- smiðju, plastverksmiðju, vélaleigu og verktakastarf- semi. Byggingavöruverslun Jóns er mjög alhliða og þar fæst að jafnaði allt sem til bygginga og innréttinga þarf. Enginn vafi er á því að bygg- ingavöruverslun hans er hin stærsta og fjölbreytitasta á Vestfjörðum. Við fyrirtæki Jóns Fr. Ein- arssonar starfa milii 20 og 30 mamns. íslenskar æviskrár Út er komið 6. bindi af íslenzkum æviiskrám. Hið ís- lenzka bókmenntafélag gaf bókina út. Séra Jón G«ðna- son samdi þetta bindi að miklu leyti, en Ólaíur Þ. KristjánssOT, fyrrum skóla- stjóri, sá um útgáfuna og fyllti út í eyðurnar, sem séra Jóni hafði ekki auðnast að ganga frá, en hann andaðist 11. maí 1975. Ólafur jók einnig við í þetta bindi 189 æviskrám. Fimm fyrri bindi komu út á árunum 1948—1952, en höfundur þeirra ailra var dr. Páll Eggert Ólafsson. Þau bindi tóku til manna frá land- SEST VARLA KRÓNA Nýlega er komin í umferð einnar krónu peningur sem mörgum þykir næsta smár, Ijótur og allur hinn rýrðar- legasti. Sem gjaldmiðill er krónan okkar ekki mikils virði, en mörgum finnist nú samt, að ástæðulaust hafi verið að auglýsa hana jafh auma og þessi sést varia pen- ingur gefur til kynna. Gömlu krónuna var þó hægt að finna í vasa eða buddu. námsöld til ársins 1940. Sjötta bindið tékur til manna til árs- loka 1965. ÖI sex bindi Is- lenzkra æviskráa geyma ævi- skrár nær 8000 íslendinga frá landnámstímum til árs- löka 1965. tn§m BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / V£$TrJAR€AK/OPDÆM/ Aflabrögð á Vestfjörðum — i sepfe Einstæð veðurbláða var allan septembermánuð og góð- ur afli hjá togbátum og sæmi- legur afíi hjá öðrum bátum, miðað við árstíma. Nokkrir bátar stunduðu veiðar með þorskanet í Djúpinu, og var afli þeirra mjög misjafn. í september stunduðu 125 (127) bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörðum, 90 (79) með handfærum, 12 (22) réru með iínu, 10 (10) rneð botnvörpu, 9 (2)með net og 4 (14) með dragnót. Heildaraflinn í september var 4.198 lestir, en var 2.913 lestir í september í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíð- inni þá orðinn 23.169 lestir, en var 20.211 lestir á síðustu sumarvertíð. Er þessi sumar- vertíð orðin ein sú besta um árabil. Aflinn í hverri verstöð:— PATREKSFJÖRÐUR: 1. r. Gylfi tv. 72,7 3 María Júiía 39,0 10 Brimnes dr. 26,2 9 Skúli Hjartars. dr. 15,0 13 12 færabátar 52,0 TÁLKNAFJÖRÐUR: Tungufell 118,0 24 Sölvi Bjarnason 70,0 1 BÍLDUDALUR: Eingöngu rækjuafli nber IV- 76 aflahæstur: V ^f Hrímnir 72,2 26 ÞINGEYRI: Framnes I tv. 217,4 4 ÍSAFJÖRÐUR: Framnes 10,0 3 Guðbjörg tv. 412,9 3 6 handfærabátar 41,5 Guðbjartur tv. 318,0 3 Júlíus Geirm. tv. 262,2 3 FLATEYRI: Páll Pálsson tv. 253,7 3 Gylir tv. 339,6 3 Tjaldur 29,3 Ásgeir Torfason n. 39,7 24 28 færabátar 318,4 6 handfærabátar 18,7 aflahæstur: Englráð 33,6 SUÐUREYRI: 4 netabátar 94^8 Trausti tv. 64,3 1 aflahæstur: Ólafur Friðbertsis. 46,0 4 Sólrún 37,2 Helgi Magnússon dr. 20,3 7 SÚÐAVÍK: 13 handfærabátar 68,7 Bessi tv. 352,3 3 BOLUNGARVÍK: HÖLMAVÍK: Dagrún tv. 370,5 3 Guðmundur Péturs 63,5 2 12 færabátar 94,7 Hugrún 59,4 9 aflahæstur: Asbjörg 3 aðrir Inubátar 83,6 21,8 17 færabátar 67,7 Framanritaðar aflatölur eru 4 netabátar 159,2 miðaðar við slægðan fisk. Heldaraflinn í hverri verstöð í september: 1976: Patreksf jörður .............. 219 lestir Tálknaf jörður................ 173 lestir Bldudalur .................. 0 iestir Þingeyri .................... 192 lestir Fiateyri .................... 398 lestir Suðureyri .................. 199 lestir Bolungarvík ................ 804 lestír ísafjörður .................. 1.768 lestir Súðavík .................... 352 lestír Hólmavík.................... 95 lestir Drangsnes .................. 0 lestir Mai/ágúst 4.198 lestir 18.971 lestir 1975: 205 lestir) 154 lestir) 55 lestir) 48 lestir) 154 lestir) 393 lestir) 534 lestir) 1.111 lestír) 211 lestir) 32 lestir) 16 lestir) 2.913 lestir) 17.298 lestir) 23.169 lestir (20.211 lestir) Frá Sambandi Vestf. kvenna Samþykfctir og ályktanir 46. fundar Sambands Vestf. kvenna, sem haldinn var á Þingeyri, dagana 4. og 5. sept. s.l: 1. Vegna málefnis aldraðra borgara, var samþykkt ályktun iþess efnis að öll sveitarfélög á Vestfjörð- um, komi upp heimilum eða aðstöðu fyrir þá er þess þurfa, og óska eftir henni, svo að fulorðnir borgarar, þurfi ekki að yfirgefa sínar heima- byggðir, er aldurinn færist yfir þá. 2. Vegna málefnis vangef- inna á Vestfjörðum, var eftirfarandi samþykkt. Fundurinn lætur í ljós ánægju sína með, að nú hefur á þessu liðna sumri verið stofnað félag, til styrktar vangefnum á Vestfjörðum, og heitir fundurinn þessum sam- tökum fulum stuðningi sínum. Vegna laganna um frjálsa mjólkursölu, lýsir fundur. inn ánægju sinni, og fagnar frjálsri verslun á mjólk, sem öðrum vörum. Vegna áíengis- tóbaks- og fíkniefnaneyslu þjóð- arinnar, telur fundurinn nauðsyniegt, að allir leggist á eitt, og vlnni af alefli gegn hinni sívax- andi neyslu þessara efna, og skorar á ala lands- menn, að mynda raun- hæft, sterkt, almennings- álit, gegn þessari óheila þróun. Stöndum fast saman að björgunarmálum þjóðar- innar á þessu sviði, sem öðru. 5. Vegna íslenskrar fram- leiðslu, skorar fundurinn á ala landsmenn að kaupa og nota fyrst, alar þær vörur, sem fram- leiddar eru á Isiandi og íslenskar mega teljast, og standast samanburð við það, sem útíent er. Fund þennan sátu um 40 konur úr öllum Vestfirðinga- fjórðungi, alt frá Barða- strönd að ísafjarðardjúpi. Þingeyri, 5. sept. 1976. Stjórn Sambands Vestfirskra kvenna. Lovísa íbsen, Suðureyri Hildur Einarsd. Bolungarvík Unnur Gísladóttir, ísafirði

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.