Ísfirðingur - 30.10.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 30.10.1976, Blaðsíða 1
inpw dLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / 1/EBTFJARDAICJOltDÆMI 26. árgangur. ísafirði, 30. október 1976. 20. tölublað. HJÁLPARSVEIT EINHERJA 25 ÁRA HJALPARSVEIT Einherja á Isafirði efndi til fundar í Skáta'heimilinu sunnudaginn 24. öktóber sl. og var þangað boðið blaðaimönnum og nokkr- ura öðrum gestum. Tilefni fundarins var það, að þann 25. október voru 25 ár Mðin frá því að stöfnfundur Hjálp- arsvedtar Einherja var hald- inn. Frumkvæðd að stofnun svedtarinnar hafði Hafsteinn O. Hannesson, félagsforingi. Á stofnfunddnum voru mættir 14 skátar, sem alldr gerðust stofnendur. Af þedm eru sex meðlimir svedtardnnar ennþá. Nú munu vera um eða yfir 20 félagar í sveitinni. Skutull meo \ oraoi UNDARLEGAN leiðara birti Skutull um daginn. Ekki verður séð á hverju hann er byggður. Þar er sagt að ísfirðingur hvetji til uppgjafar í landhelgis- málinu og hrakyrði þá menn sem andvígir séu rányrkju útlendinga á ís- landsmiðum. Væri fróðlegt að vita hvað það er í ís- firðingi sem Skutulsmenn skilja svo. Hitt má vel vera að ein- hverjum aðstandenda Skut- uls hafi leiðst að lesa orð ísfirðings um þá sem reyndu að œsa menn gegn samningum við Breta í vor, t.d. þessi orð: Væntanlega láta þeir Kjartan Ólafsson, og Sig- hvatur Björgvinsson ekki falla í fyrnsku hve farsæla leiðsögn og forustu þeir buðu þjóð sinni þá. Samt er varla hægt að kalla þetta hrakyrði. Þessi endursögn Skutuls virðist unninn í óráði. Fyrstu stjórn sveitarinnar skipuðu Haísteinn O. HamneS' son, sem var kjörinn sveitar- foringi, Sveinn Elíasson og Konráð Jakobsson. Á þessum fundi voru samþykktar reglur fyrir sveitina, en í reglunum er m.a. kveðið á um, að skdlyrði til þátttöku í starfi sveitarinnar sé, að viðkom- andi sé orðinn 17 ára og hafi próf í „Hjálp í viðlög- um." Verksvið stjórnarinnar er, að sjá um að hjálparsveit- in sé alltaf viðbúin og að skipuleggja leitír og aðstoð. Að sjálfsögðu var sveitin á fyrstu árum sínum van- búin að nauðsynlegum tækja- kosti. En forráðamennirnir voru vel vakandi í þessum efnum og nú er Hjálparsveitín vel útbúin að nauðsyniegum tækjum. Nokkuð fljótlega naut sveitin fjárhagsaðstoð- ar vinveittra einisitaklinga og félaga, sem skildu hið þýð- ingarmikla starf hennar. Má þar t.d. nefna Kvennadeild SVFÍ og Norðurtangann hf. Síðan 1966 hefur sveitin svo fengið nokkurn fjárhagsstyrk á fjárlögum. í nokkur undan- farin ár hefur sveitin annast flugeldasblu í bænum og haft af 'því nokkrar tekjur. En auknar tekjur hafa gert sveit- inni fært að auka tækjakost svo myndarlega sem raun ber vitni. Á árinu 1953 var komið á samstarfi við Björgunarsveit Slysavarnafélagsins, sem gef- ist hefur vel. Skyldi Hjálpar- sveitin sjá um aðstoð á landi, en Björgunarsveitin um sjó- slys og skipssitrönd. Að til- lögu Jóns Páls Halldórssonar tók Hjálparsveitin að sér að annast verkefni flugbjörgun- arsveitar. Á árinu 1965 var gerð skipulagsbreytíng á Hjálparsveitínni að frum- kvæði Jóns Þórðarsonar, sveitarforingja. Þá var sveit- inni skipt í 3 deildir: Slysa- hjálpardeild, Leitardeild og Fræðsludeild. Hjálparsveitín hefur ailtaf gert sér far um að fræða og þjálfa meðlimi sveitarinn- ar. Einnág hefur hún haldið uppi fræðsdu í björgunar- og slysavarnamálum í stólum bæjarins og á vegum nokk- urra féllaga. Á 25 ára starfsferli sinum hefur Hjálparsveit Einherja unnið mikil fjölþætt og oft erfið störf. Sveitm hefur allt- af verið viðbúin þegar á hennar hjálp hefur þurft að halda. Margir hafa henni mikið að þakka. Félagar sveitarinnar hafa margoft leitað að fólki, innan bæjar Framhald á 2. síðu Ólafur Ásgeirsson Freyja Rósantsdóttir GULLBRÚÐHJÓN Miðvikudaginn 20. október sl. áttu gullbrúðkaupsafmæli hjónin Freyja Rósantsdóttir og Ólafur Ásgeirsson, fyrrver- andi tolllþjónn, Austurvegi 12, fsafirði. Þau hjón,in hafa allla sína hjúskapartíð átt heima hér í bænum og reynst mjög traustir og mýtir borgarar, vinmörg, vinföst og velviljuð. í liðlega 30 ár var Ólafur tollþjónn hér í bænum og gegndi hann því starfi af mikilli trúmennsku og samvisku- semi. Áður hafði hann aðaliega stundað sjómeninsku og þá m.a verið skipstjóri á fiskibátum. Var hann í þeim störfum eftirsóttur, enda venkhygginn og afkastamikill. Þau hjónin eiga tvo uppkomna syni, en Ólafur átti eina dóttur áður en hann, kvæntist. Heimili þeirra hjónanna er hið myndarlegasta og þau eru þekkt að hjálpsemi og gestrisni. Þeim hjónunum er árnað' allra heilla í tilefni gullbrúS- kaupsafmælisins. Kvöldskólinn á ísafirði — frœðsla fullorðinna KVÖLDSKÓLINN á ísafirði — fræðsla fullorðinna — er nú orðinn fastur hður í vetr- arstarfi ísfirðinga, Sú breyt- ing varð á starfsemd skólans nú í haust, að fræðsluráð Isa- fjarðar tók við stjórn og rekstri skólans, en honum var komdð á fót haustið 1974 fyrir tilstilli nokkurra mennta skólakennara og hvíldi 'þungi starfsins að mesto á herðum Bryndísar Schram. Starfsemin nú í haust hófst 4. október og er með líku sniði og undanfarna vetur. Kennt er í bókfærslu, dönsku, ensku (3 flOkkar), frönsku, spænsku, stærðsfræði (náms- efni grunntskóla), vélritun, þýzku, og íslensku fyrdr út- lendinga. 1 framangreinda flokfca eru innritaðir milli 110 og 120 nemendur. Námskeiðsgjald er kr. 4.000,00 fyrir 32 kennslu- stundir á 8 vikum. Kennarar Kvöldskólans eru 10 og láta þeir mjög vel af námsgleði nemenda, sem eru á aldrdnum 15—68 ára. Kennsla fer fram í Gagn- fræðaskólanum á mánudags- þriðjudags og mdðvikudags- kvöldum frá kl. 19:30 til 22:30. í undirbúndngd eru nám- sfceið í meðferð og viðhaldi bifreiða, Ijósmyndun/fram- köllun, alniennum smíðum, myndlist, fundarstjórn/fund- arsköpun, sdgldngafræðd, er veiti réttindd til stjórnar fiskiskipum allt að 30 léstir oM. Námskeið Kvöldskólans byggjast eingöngu á fjölda þátttakenda og er öllum kostn aði haldið í lágmarlci. Það er von Kvöldskólans, að tafcast megi að mæta óskum bæjar- búa og næstu nágranna hvað varðar úrval námsgreina, en starfsemi sem þessi á eftir að taka á sig fastara form, þegar séð verður, hverjar við- tökur frumvarp það um full- orðinsfræðsilu, sem nú liggur fyrir Alþdngi Islendinga, fær. ForstÖðumaður Kvöldskól- ans er frú Lára G. Oddsdött- ir. Hún kynnti hlaða- og frétta-mönnum starfsemd skól ans þriðiudagskvöldið 26. þ.m. og bauð þeim m.a. að koma í kennslustofunnar, en kennsla fór þar þá fram.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.