Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.11.1976, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 13.11.1976, Blaðsíða 4
Uppbygging þjóðvega Gunnlaugur Finnsson, al- þingismaður, ,hefur nýlega ásamt sjö öðrum þingmönnum úr Framsóknarfflokknum og Sjálfstæðisflokknum, lagt fram á Alþingi tillögu til þiingsályktunar um að flýta uppbyggingu þjóðvega í snjóahéruðum landsins. Þetta mál er svo brýn nauðsyn fyrir héruðin, að það þyrfti að hafa forgamg í sambandi við vega- gerðina. Hér eftir er tillagan birt, isvo og greinargerð, sem tillögunni fyligdi: Tillagan. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að láta gera áætlun um kostnað við upp- 'byggingu þjóðvegakerfisins í hinum snjóþynigri héruðum landsiins með það fyrir augum að þjóðvegir um byggðir verði gerðir vetrarfærir á næstu 4—6 árum. Kostnaður við þetta verkefni verði greiddur af Vegasjóði og fjár til þess aflað með erlendum eða inn- lendum lántökum, ef þörf krefur, samkvæmt nánari ákvörðun Alþingis síðar”. Greinargerð. „Með fflutninigi þessarar þingsályktunartillögu er að því stefnt að Alþimgi lýsi vilja sínum um framkvæmd ákveðins verkefniis í sam- göngumálum, uppbyggingu þjóðvega í hinum snjóþynigri landsWutum. Það er skoðun flutningsmanna að við liggi þjóðarsómi, að sem fyrst verði svo frá gengið að vegir um byggðir landsins' og aðal- leiðir miJli byggðarlaga verði færir ökutækjum ailan ársins hring án þess að stórfé þurfi að verja til snjómoksturs. Til að svo megi verða þarf að hækka vegina og byggja þá upp með tilditi til vetrar- umferðar, en þá miun líka undir flestum kringumsitæðum lítið kosta að halda vegunum opnum í venjulegri vetrar- veðráttu. Engum dylst, sem um land- ið fer, að stórvirki hefur ver- ið unnið í vegamálum á und- antfömum árum. Umhverfis Reykjavík, um Suðurnes og ausitur í Árnessýsiu eru komnir vegir með bundnu slitlagi, sannkalllað yndi öku- manna. Annars s.taðar eru myndarlega uppbyggðir malarvegir, að vísu misjafn- lega jafnir eða ójafnir, háðir duttlungum veðurguða og vegheflá, en lengstum færir á vetrum og þarf litlu tiil að kosta að hreinsa af þeim snjó eftir hríðarbylji. En svo koma aðrir vegir jafnlágir umhverfi sinu, jafn- vel niðurgrafnir, ef til vill gamlar kerruslóðir, byggðir af vanefnum í upphafi, óhæfir tdl að gegna hlutverki sínu í nútímaþjóðfélagi, fara á kaf í fyrstu snjóum og verður ekki hcildið opnum nema með ærnum tilkostnaði. Þessa vegi þarf að endurbyggja, koma þaim upp úr snjóunum, og þetta þarf að gera strax. Þetta venkefni Wýtur að hafa forgang í íslenskri vegagerð, þessi fulmæging frumþarfa í samgöngumálum. Hér er þó aðeims lagt til að áætlum sé gerð um framkvæmd þessa verks, kostnaðaráætlun og fjáröflun. Miðað sé við að ljúka verkinu á næstu 4—6 árum. Það er trú fflutnings- manna að áfram verði unnið myndarlega að uppbyggingu þjóðvegakerfisins, em sérstakt átak þurfi til þess að umrædd. um áfanga verði náð inman skarnms”. Endurbygging raflínu- kerfisins Steingrímur Hermannsson, alþingismaður, hefur ásamt fimm öðrum þingmönnum FramsóknarfLokksins lagt fram á Alþingi tillögu til þinigsályktunar um emdurbygg ingu raflínukerfisinis í land- inu, en hér er um mjög að- kaliandi verkefni að ræða. Blaðið birtir hér á eftir þings ályktumartillöguna ásamt greinargerð flutningsmanma: Tillagan „Alþimgi ályktar að fela ríkisstjórmimmi að láta nú þeg- ar gera áætlum um endurbygg ingu raflínukerfisins í land- inu, bæði stofn- og dreifilín- ur. Áætlunin verði miðuð við það, að á næstu 4—6 árum verði byggt upp fullnægjandi línukerfi, svo að hægt verði að anma eftirspurm eftir raf- orku til iðnaðar, húshitunar og amnarra nota með nægjan- Bæjarmálefni HAFIN er nú bygging hótels hér í bænum. Er það fram- kvæmd sem nokkrir áhuga- memn og félög standa að. Al'lmikið hefur verið rætt um lóðarmál hússins og hvemig meiriWuti bæjarstjórnar hef- ur staðið að því. Málið hetfur verið að veltast mánuðum saman hjá meiriWutanum þar til í algjört óefni var komið. En þá var rokið til og keypt- ir skúrar þeir, sem stóðu á lóðinni, af þremur aðilum fyrir 3 milljónir króna, enda þó bæjarstjórnin samþykkti á árinu 1933, að eigendur skúr- anna skyldu rýma lóðina bæn- um að kostnaðarlausu, en með eims árs uppsagnarfresti. Meirihlutinm mum hinsvegar hafa gleymt að tilkymna um þemnan frest á réttum tíxna. Þetta gerist á sama tíma og bærinn er í öngþveiti, hvað fjárhaginn smertir, því van- skil á mörgum sviðum hlað- ast upp og verða æ erfiðari viðfangs. Einn þeirra þriggja sem þama átti skúr varð svo hrifínn af ákvörðun meiriWut- ans um kaupin, að hann brá sér til Bandaríkjanna í lúxus- reisu, enda góður íhaldsmað- ur. —O— Á bæjarstjórnarfumdi 14. október var endanlega sam- þykkt af meiriWutanum að taka hraðbrautina upp á Selja landsveginm milli Grænagarðs og Stakkaness. Var látið und- an þrýstingi Vegagerðarinnar í þessu máli, áreiðanlega í fulilri óþökk flestra bæjarbúa, sem sjá fram á, að það getur tafið um ánatugi, að brautin meðfram sjónum verði að veruleika. Eins og teiknimgar þær, sem fram hafa verið lagðar eru nú, virðdst hin nýja steypustöð Steindðjunm- ar verða að hætta störfum, þar sem brautim á að koma svo nálægt hennd fyrdr utan stöðina, að varla er mögulegt að athafna sig með margs- konar tæki sem þarf til rekst- ursins. Þessa vegagerð verður aidr- ei hægt að kalla hraðbraut, þar sem vegurinn kemur til méð að liggja í hlykkjum og um fjölbyggt íbúðahverfi. Þesis vegna ætti að nota gamla öskuveginn upp á Seljalandsveg meðan verið er að koma brautinni út í bæ- inn. Við eigum fullan rétt á þvd, að sitja við sama borð í hrað- brautarlögnum og Kópavogur, Garðahreppur og Akureyrd. Hraðbraut var lögð á Akur- eyri inn á flugvöll þar, bæn- um að kostnaðarlausu. Einnig legu öryggi fyrir notendur um alit land.” Greinargerð. „Á undanfömum áratugum hefur verið unnið að rafvæð- ingu landsins frá samveitum og við framkvæmd þess verks það sjónarmið fyrst og fremst haft í huga að raforkan kom- ist sem fyrst til alira lands- manna. Nú er þetta mark- mið að nást, og við þær að- stæður, sem hér hafa verið, munu flestir sammála um að þessi stefna var rétt. En það leiddd Wns vegar til þesis, að reynt var að teygja línukerfið sem lengst með sem minnstum tilkostn- aði, enda þótt afleiðíngin yrði að styrkleiki þess og öryggi fyrir notendur yrði í lág- marki. Það er því augljóst, að um leið og nú er tekinn loka- spretturinn við að koma raf- magninu til allra landsmanna, þá verði nú þegar að gera áætlun um endurbyggingu límukerfisinis á sem allra skemmstum tíma og fram- kvæmdir við það hafnar þeg- ar á næsta ári. Ástæður þess eru augljós- ar. Margföldun olíuverðs á síðustu árum á tvímælalaust mestan þátt í Wnni ört vax- í gegnum Kópavog og Garða- hrepp er verið að vinna nú á sama grundvelili. Vegurinn inn á Isafjarðar- flugvöll er nú svo mikið not- aður, að full þörf er á því, að hann verði sem greiðastur fyrir allri umferð, en ekki svo sem nú er áformað, með óþörfum Wykkjum og beygj- um, sem mun torvelda um- ferðina. G Sv. andi eftirspurn eftir raforku, sérstaklega til upphitunar húsa. Þrátt fyrir miklu meiri möguleika á notkun jarðWta til uppWtunar en fram að þessu hefur verið talið koma til greina, þá er augljóst að nokkur Wuti þjóðarinnar getur ekki motað hann, annað- hvort vegna strjáibýlis eða of mikiUar fjarlægðar frá jarðhitasvæðum. Þar sem þannig hagar til er nauðsyn- legt að næg raforka verði fyrir hendi. Og áríðandi er að athuga á hvern hátt er hag- kvæmast að nýta raforkuna til uppWtimarinnar, og hlýtur slíík athugun að vera einrn liður í þeirri áætlun, sem þessi þáltill. kveður á um að verði gerð. Samhliða þessari auknu. raforkunotkun leiddi hækkun olíuverðsins til þess, að rekst- ur dísilknúinnia rafstöðva varð ákaflega óhagkvæmur. En slíkar stöðvar voru víða reistar þegar önnur raforka var ekki fyrir hendi. En hið veika raflínukerfi, bæði aðallinur og dreifikerfi, hefur víða enga möguleika til að anna þessari efirspurn, svo að nú hefur sums saðar skapast vandræðaástand þar sem ekki er unnt að sinna brýnni þörf. Þar sem svo er ástatt, þola úrbætur enga bið En jafnframt áætlun um að auka flufaiingsgetu límu- kerfisinS', þarf að styrkja það og gera það öruggara, m.a. með þvi að hringtengja það sem víðast, svo að orkan kcmi úr tveimur áttum og ekki saki þótt lina rofni á einum stað. Enn fremur þurfa línumar að verða 3-fasa, þar sem það er t.d. undirstaða iðnaðar og hagnýtingar nú- tímatækni í landbúnaði. Eins og fyrr segir er raf- orkuskortur víða að verða svo mikill að tafarlausar aðgerðir eru óhjákvæmilegar. En nauð- synlegt er að það verði unrnð skipulega að því og það mark- mið haft í huga þegar í upp- hafi, að rafmagnsmálxmum verði komið í viðunandi horf um allt land á næstu árum. Sérstaklega er ástæða til að benda á þetta nú, þar sem horfur eru á, að þegar á næsita ári verði næg raf- orka til í landinu, og því augljóst að næsta skrefið Wýtur að vera að gera stór- átak í dreifingu hennar. Og miðað við þær fjárhæðir, sem varið hefur verið tíl bygging- ar orkuveranna, ætti það ekki að verða óviðráðanlegt verk- efni, enda forsenda þess, að þær framkvæmdir komi að fullum notum.”

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.