Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 6
6 í SFIRÐINGUR Guðmundur Hagalín seg- ir frá því í minningabók- um sínum að Sighvatur Grímsson fræðimaður á Höfða í Dýrafirði hafi eitt sinn verið dæmdur í fjár- sektir, en afi sinn og nafni hafi greitt fyrir hann sekt- arféð og bjargað homum frá fangelsi. Vera má að nokkur þjóðsögukeimur sé að vissu leyti á þeirri frá- sögn, svo sem oft vill verða þegar sögur hafa gengið munnlega mann frá manni fram undir heila öld. Hér skal þó ekki rekja neinar hugleiðingar um þau efni en reynt að gera grein fyr- ir þessu máli svo sem frek- ast er unnt af rituðum gögnum. Saga málsins veitir nokkrar upplýsingar um menn sem snerta sögu héraðsins. Þá er hér fyrst útskrift úr dómabók Isafjarðar- sýslu svo sem amtmanni var send 11. janúar 1882. „Ár 1881 hinn 9. dag nóvembermánaðar var á Þingeyri í Dýrafirði settur lögregluréttur Isaf j arðar- sýslu af sýslumanni C. Fensmark i viðurvist vott- anna séra Helga Árnasonar og Cand. Grhns Jónssonar og var þá haldin rannsókn út af líkamlegu ofbeldi sem Sighvatur Grimsson bóndi á Höfða í Mýra- hreppi 15. dag í fyrra mán- uði hefur haft í frammi við verzlunarþjón á Þing- eyri, Finn Þórðarson. Viðstaddur i réttinum var maður, er áminntur um sannsögli, að gefnu tilefni skýrir svo frá: Hann heitir Finnur Þórð- arson, verzlunarþj ónn við verzlun N. Chr. Grams á Þingeyri, 24 ára að aldri. Laugardaginn 15. f.m. kl. c. 2 e.m. var hann einn af heimamönnum í búðinni, og var Sighvatur Gríms- son þar, hafði hann keypt náttpott, en vegna þess að hann var sprunginn nokk- uð, hafði hann fengið pott- inn fyrir nokkuð minna en vanalegt verð, og vissi Sighvatur af því að pottur- inn var gallaður. Sighvat- ur var dálítið kenndur, þvi að hann hafði keypt lítið eitt af cognaki og drukkið það. Sagði þá Sig- hvatur, að hann vildi fá plástur við pottinn og fékk Finnur honum dálítið styklci af Hamborgar- plástri, en hann sagði að hann vildi hafa annars- konar plástur, og man Finnur ekii hvern plástur Sighvatur tilgreindi og þegar Finnur sagði að sá plástur væri eigi til, sagði Sighvatur: „Ég kasta pott- inum annars i hausinn á þér”. Þetta ítrekaði hann oftsinnis og að endingu lcastaði Sighvatur, sem stóð fyrir utan búðarborðið, pottinum rétt í andlitið á Finni, sem eigi uggði að sér, og var rétt fyrir innan borðið. Potturinn brotnaði, en hann getur þó eigi með vissu sagt nema það hafi komið af því að potturinn hafi um leið lent í járn- súlu, sem gengur niður i gegnum búðarborðið. Sakir >essa fékk hann áverka, þannig að efri vörin klofn- aði alveg sundur og hann særðist undir vinstra aug- anu og var það sár hér- umbil þumlung að lengd og öðru minna sári særð- ist hann á nefið. Tvær framtennur losnuðu i hon- íim. Hann svimaði nokkuð en datt ekki. Ot af þessu var hann neyddur til að vera í rúminu þann dag og þrjá næstu daga. og nokkra daga þar eftir gat hann ekkert unnið en varð að halda kyrru fyrir upp á herhergi sínu. Enn er hægt að sjá merki allra þessara áverka og sýndi hann ])á réttarvitnunum sem þótti líklegur fram- burður hans um stærð þeirra. Finnur fer fram á að hatm fyrir meiðsli, sár- sama og vinnumissi fái eigi minna en 70 krónur. Upplesið, játað rétt bók- að. Látinn frá fara. Nú mætti maður er áminntur um sannsögli að gefnu tilefni skýrir frá: Hann heitir Sighvatur Grhnsson, áhúandi á Höfða, 41 árs að aldri. Ný- lega, hann man eigi hvaða mánaðardag, en einhvern laugardag i f.m. var hann staddur hér í búðinni á Þingeyri. Hann var þá nokkuð töluvert kenndur en kveðst þó eigi hafa ver- ið ráðlaus. Hann hafði keypt náttpott og vissi vel að sprunga var i pottinn en eigi fyrr en á eftir að litið gat var á honum. Hann hað þá Finn að gefa sér plástur við pottinn en þegar Finnur hlæjandi gaf lionum plásturinn kastaði hann pottinum og vildi þá svo óheppilega til að hann lenti á andlitinu á Finni, cn það var eigi meining hans að gera Finni nokkuð illt. Hann getur eigi til- greint hver tilgangur hans var með þessu, heldur mun hann hafa gjört það í vit- leysu og ráðleysi. Sighvatur býðst til góð- mótlega að horga 30 kr. sekt til landssj óðs og allan málskostnað. Sýslumaður- inn álítur réttast eftir at- vikum að hera undir úr- skurð amtsins hvort þessi sekt geti samþykkst. Finnur var aftur innkall- aður og miðlaði sýslumað- urinn þannig málum í millum þeirra að Sighvat- ur lofar að greiða Finni fyrir áverkann 30 krónur innan næstu kauptíðar og samþykkist Finnur þá þetta”. Af þessu er helzt að sjá að Fensmarlc sýslumaður hafi komið fram sem sátta- semjari engu síður en dórnari við þetta réttar- hald. En þá var eftir að vita hvort æðri valdstjórn þætti réttlætinu fullnægt með þessu móti. 1 bréfi amtsins til sýslu- manns 8. maí 1882 segir svo: „Ct af þessu læt ég ekki hjá liða að gefa yður til vitundar að þar eð brot það, sem hér er um rætt, að amtsins áliti heyr- ir undir 205. grein hinna almennu hegningarlaga, má ekki opinher málssókn hurtu falla nema sá, sem misgjört var við, krefjist þess. Um þetta her yðui að litvega yfirlýsingu Finns Þórðarsonar, og ef hann krefst þess að opin- ber málssókn falli niður, leyfir amtið þetta með því skilyrði að Sighvatur Grímsson þegar greiði 100 kr. sekt til landssjóðs”. Hér af má sjá að ekki átti að leyfa vesælum sýslumanni að sleppa mis- gjörðamönnum við verð- uga refsingu og átti það emn eftir að sýna sig í þessu máli. Hin almennu hegningar- lög sem giltu þegar þetta var og raunar lengi síðan, voru frá 1869. Grein sú sem til er vitnað í bréfi amtsins var svo: „Veiti nokkur öðrum manni áverka eða heilsu- tjón, en það kveður þó ekki eins mikið að þvi, eins og gert er ráð fyrir hér á eftir í 206. grein, þá varðar það fangelsi, eða hegningarvinnu ef mildar sakir eru, og í tilfellum þeim, sem um er rætt í 203. og 204. gr. má beita hegningarvinnu allt að 4 árum. Hafi ofbeldisverkið ekki verið framið að fyrir- lniguðu ráði má færa hegn- inguna niður í sektir ef aðrar málsbætur eru, ekki samt minni en 10 rd. — 1 tilfellum þehn, sem hér er rætt um, má málssókn falla niður, ef sá krefst þess, sem misgjört er við og ekki hefur orðið neitt tjóii að marki”. Þær greinar sem hér er vitnað til fjalla líka um oflieldi, 203. gr. um ofbeldi við foreldra og aðra ætt- ingja í beinan ættlegg upp á við, 204. gr. um að mis- þyrma eiginkonu sinni eða börnum í umsjá simni, en 206. gr. um meiðsli sem leiða til örkumla. Sú sekt sem amtmaður krafðist að Sighvatur greiddi var fimm sinnum meiri en lágmark það sem lögin settu. Bækur Isafjarðarsýslu frá þessum tínia glötuðust í eldi. Næsta tiltæk heimild um málið er bréf sýslu- manns til amtsins 20. ágúst 1882. Þar með fylgdi út- skrift úr dómabók sýsl- unnar þar sem segir: „Ár 1882, Iaugard. þann 19da aug. var á Þing- eyri settur aukaréttur Isa- fjarðarsýslu og haldinn af Sighvatur Grímsson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.