Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR 7 sýsluimanni C. Fensmark með vitnunum Kr. Jónssyni og Th. Thorsteinsson, hvar þá var fyrir tekið No 6 1882. Réttvisin gegn Sig- hvati Gi'knssyni út af lik- amlegu ofbeldi. Sýslum. lagði fram stefnu í málinu...”. Sighvatur Grímsson mætti persónulega og eins Finnur Þórðarson er nú krefst þess að málskostnaður falli niður og ef Sighvatur gengur inn á tilhoð amts- ins gefur hann eftir skaðabætur þær, sem Sig- hvatur áður hafði boðið. Sighvatur býðst til að borga 100 kr. sekt til lands- sj óðs og allan málskostnað. Samþ. sýslumaður þetta samkvæmt framanskrifuðu amtsbréfi dags. 18. júni þ.á.” Erfitt er að ímynda sér annað en hér sé átt við það bréf sem fyrr er vitn- að til og dagsett er 8. maí. En með þessari útskrift lét Fensmark fylgja bréf til nánari skýringar. Þar seg- ir svo: „Hér með undanfelli ég ekki þénustuskyldugast, samkvæmt háttvirtu bréfi amtsins 8. mai þ.á. um það að málssókn megi aðeins falla niður á móti Sighvati Grimssyni á Höfða ef Finnur Þórðarson krefst þess„ og Sighvatur þegar borgi 100 króna sekt til landssjóðs, 30 kr. skaða- bætur til Finns og allan málskostnað — að senda yður, herra amtmaður, út- skrift af dómsmálabók, sem sýnir að Finnur er búinn að gera þessa kröfu og að Sighvatur hefur gengið inn á tilboð yðar, en að Finnur á hinn hóg- inn geíur Sighvati eftir öU itr. skaðahætur. Urn leið og ég, sam- kvæmt áskorun amtsins tilkynni þetta, skal þess getið, að mál þetta hefur dregizt af því, að Sighvat- ur þegar ég var að þinga i Dýrafirði, var á fiski- veiðum og að ég þar eð hann sagðist ekki hafa 100 kr. þá þegar, gaf honum mánaðarfrest til að horga”. Þetta bréf er dagsett 20. ágúst. Þessu bréfi sýslumanns svarar amtið 5. april 1883. Þar er þetta meðal annars: „og er svo frá skýrt í bréf- inu að hinn siðarnefndi hafi krafist þess að máls- sókn (í útskriftinni stend- ur málskostnaður sem sjálfsagt er ritvilla) félli niður”. Amtið lætur þetta gott heita en hætir þó við: „Annars verði sektin af- plánuð með 30 daga ein- földu fangelsi”. Valdstjórnin lét ekki að sér hæða. Hér stoðaði lítt þó að Finnur væri orðinn svo sáttfús að hann væri fallinn frá öllum skaða- bótakröfum sér til handa. Réttlætinu varð að full- nægja. Sighvatur á Höfða skyldi greiða sínar 100 kr. í landssjóðinn eða sitja fullan mánuð ófrjáls mað- ur bak við lás og slá. I ársbyrjun 1885 svarar nýr s)rslumaður á Isafirði bréfi amtsins um þetta mál þannig: „I tilefni af bréfi amts- ins dags. 4. nóv. f.á. um það hvort 100 kr. sekt til landssjóðs, er amtið 5. apr. 1883 hafði fallist á að Sig- hvatur Grímsson á Höfða greiddi fyrir lirot gegn 205. grein hegningarlag- anna skal ég hér með skýra amtinu frá að í bréfabók sýslunnar sést að C. Fensmark með bréfi ds. 19. júní 1884 hefur greitt til landfógeta i peningum „100 kr. sekt Sighvats Grimssonar á Höfða sam- kvæmt amtsúrskurði 8. mai 1883” og ímynda ég mér að þetta sé hvor- tveggja eina og sama sekt- in. Af fógetabók sýslunnar verður ekki séð að Sig- hvatur hafi greitt sektina en mér hefur verið skýrt svo frá af kunnugum mömnum að sveitungar Sighvats hafi hlaupið und- ir bagga með honum og greitt sektina,. Kvittun frá landfógeta get ég ekki fundið og hefur hún að líldndum glatast hjá C. Fensmark. 9. jan. 1885 Skúli Thoroddsen settur. Engin ástæða er til að rengja það sem Skúli Thoroddsen hefur eftir kunnugum mönnum að sveitungamir hafi hlaupið undir bagga með Sighvati. Orðalag hans, sveitungar, bendir fremur til þess að þar hafi fleiri en einn að verki verið. Hundrað krónur voru ærið fé á þessum tíma. Það var nán- ast eins dæmi ef vorhlutur i verstöðvunum náði 100 krónum. Hundrað krónur voru um það bil 12 vikna kaup á hákarlaskútu. Það þurfti nálægt 70 kg. af smjöri til að fá 100 krónur. Og þegar frá þessu máli Óskum viðskiptavimim vorum gleðilegra Jóla og farsældar ákom- andi ári. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. LANDSBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚI-Ð Á ÍSAFIRÐI var gengið var verð á sneinmbærri kú, 3-8 vetra, samkvæmt verðlagsskrá tsafjarðarsýslu 98 krónur og 30 aurar. Þessi sektar- greiðsla mun því hafa verið jafn tilfinnanleg og 100 þúsu'nd króna sekt væri nú. Væru allir pústrar og áverkar sem nú gerast í samskiptum ölvaðra greiddir ríkissj óðnum eftir sama taxta og áverkarnir á Finni Þórðarsyni, hefðist nokkuð upp i þann lög- reglukostnað sem sú neyzla kallar á og ríkissjóður verður að borga. En nú er vist bezt að hver hugsi fyrir sig, svo sem honum sýnist út frá þessari sögu. H. Kr. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÍTT ÁR! Þokkum viðskiptin á líðandi ári. Félagsheimili Súgfirðinga Suðureyri GLEDILEG JÓL! FARSÆET M ÁR! Þdkkum viðskiptin á líðandi ári. G. E. SÆMUNDSSON HF. GLEOILEG JÓL! FARSÆLT NVTT ÁR! Þokkum viðskiptin á líðandi ári. Suðurver hf. — Suðureyri GLEDILEG JÓL! FARSÆLT iTT ÁR! Þiikkum viðskiptin á líðandi ári. * - * Verslunin Osk — Isafirði GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT M ÁR! Þbkkum viðskiptin á líðandi ári. Rækjuverksmiðjan hf., Hnífsdal GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þokkum viðskiptin á líðandi ári. Einar Þorsteinsson umboðs- og heildverslun Bolungarvík Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kubbur hf.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.