Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 12

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 12
12 ISFIRÐINGUR Sjdorusta við ísa- fjarðarbryggju Á SlÐARI heimsstyrj ald- arárum var mikið um sigl- ingar erlendra skipa til Isaí'jarðar. Stór hluti þess- ara skipa voru fiskflutn- ingaskip, sem lestuðu fisk hér i höfninni og fluttu til Bretlands. Fiskveiðiflotinn héðan úr bænum og ná- grenninu lagði aflann upp í skipin, þar sem hann var isaður og fluttur þannig út. Skipakomur annara er- lendra skipa en fiskflutn- ingaskipanna voru einnig alltiðar. Bæði voru það skip sem komu með ýmsan varning t.d. kol, salt o.fl., svo og skip sem tengd voru hemámsliðinu, nánast her- skip þó þau væru stundum kölluð hjálpar- eða eftir- litsskip. Mjög oft voru mörg þessara erlendu skipa samtimis í höfninni. Við þetta bættist svo allur ísfirski fiskveiðaflotinn og oft fjöldi fiskibáta frá öðrum veiðistöðvum, t.d. frá Bolungarvik, Súðavik og viðar að, jafnvel ein- staka bátar úr öðrum landsfjórðungum, sem þá stunduðu veiðar á Vest- fjarðamiðum, en lögðu afl- ann upp í fiskflutninga- skipin hér í höfninni. Það segir sig alveg sjálft, að oft hafi verið þröng á þingi’ við höfnina hér i bænum á þessum árum. Það var mikið og lengi unnið, bæði við að afferma fiskveiðiflotann yfir í fiskflutningaskipin og við að koma fiskinum fyrir og ísa hann í þeim. Samtímis var oft unnið við upp- og útskipun úr öðrum flutn- ingaskipum, innlendum og erlendum. Á þessum árum kom oft fyrir að all sukksamt yrði á þessu mikla at- hafnasvæði við höfnina, sérstaklega á kvöldin og nætumar eftir landlegu- daga. Stundum höfðu þá ýmsir ekki gætt nægilega mjjiiis hófs um dryiekj u vmfanga og urðu þá oft og einatt árekstrar, eins og antítt er undir slíkmn knngmnstæðum. Hér á eft- ir veröur riijað upp eitt atvik sem átti sér stað um norð í einu hinna eriendu fiskfiutningaskipa á þess- mn árum, en skipið iá þá við bæj arbryggj una, i svo- nei'ndmn Krók. Það er upphaí' þessa máls, að rétt ofan tii við fiskiiutningaskipið lá við bryggjuna aðkomubátur úr öorum landsfj órðungi. Petta var hið friðasta iley og miltið afiaskip. Áhöfnin var 7 eða 8 menn, allt dug- miklir sjómenn á besta aldri. En ölkærir þóttu þeir flestir i meira lagi og þannig var það þetta kvöld, að þeir sátu að drykkju í bát sinum. Þeg- ar svo að þvi kom að vín- föngin voru á þrotum fóru þeir að ræða um það á hvern hátt þeir gætu orðið sér úti um meiri drykkj ar- föng. En hvort sem þeir ræddu nú þetta vandamál lengur eða skemur, þá varð það að ráði að senda menn yfir i hið breska fiskflutn- ingaskip til að falast þar eftir áfengi, þvi þar þótt- ust þeir vissir um að væru nægar birgðir vínfanga. Fóru nú sendimenn af áhöfninni um borð í fisk- flutningaskipið í þeim til- gangi að fá þar áfengi til áframhaldandi di'ykkju í bátnum, en þeir komu tómhentir til baka. Höfðu Bretar tekið þeim illa, ekki viljað láta þá fá svo mikið sem eina flösku, og nánast rekið þá upp úr skipinu. Nú voru góð ráð dýr. Mun þeim hafa þótt það súrt í brotið, að fá enga úrlausm mála sinna, og miðað við eftirleikinn hafa þeir ályktað að til rót- tækra aðgerða skyldi gripið. Það er svo um klukkan 2.30 umrædda nótt, að hraðboði frá fiskfluhiinga- skipinu snarast hm í lög- reglustöðina með miklu írafári. Er hann með þau skilaboð frá yfirmönnum skipsins að flokkur ís- lenskra manna hafi með alvæpni, þá nokkru áður, ráðist til uppgöngu á skip- ið og ætlað að taka áfengi með valdi af vínbirgðum skipsins. Segir hann að áhöfn fiskflutningaskips- ins sé nú að yfirbuga árásannennina og sé það ósk skipstjórans að lög- reglan komi tafarlaust um borð til að hirða landa sína. Þeir tveir lögregluþjón- ar sem á vakt voru hringdu nú strax á þá tvo lögreglu- þjóna, sem ekki áttu vakt, svo og þáverandi héraðs- læknir, en fóru svo áleiðis um borð i skipið, ásamt sendiboðanum. Þegar að skipshliðinni kom var fyrsti stýrimaður á dekk- inu við landganginn og bar hann byssu eina mikla í leðuról, sem var brugðið yfir öxl hans. Sagði hann að átökin liefðu átt sér stað á efra þilfari í brúnni, en á skipi þessu var mikil yfirbygging, eða upp þrjá stiga að ganga upp í brú. Þegar upp í yfirbygg- inguna kom blasti við ófögur sjón. Inn í þröngum og fremur dimmum gangi mátti sjá þrjá af áhöfn fiskibátsins liggja óviga og hreyfingaiiausa á góifinu og voru töluverðir blóð- blettir við höfuð tveggja þeirra og verulegar skrám- ur, sem blæddi dálitið úr, á andliti þess þriðja. Yfir þeim stóðu sex af áhöfn fiskíiutningaskipsins, þar af tveir Arabai’, allir vopn- aðir byssum og byssu- stingjum. Aðrh* af áhöfn fiskibátsins fundust svo hér og þar í brúnni, allir yfirbugaðir og illa til reika og flestir með ein- hverjar skrámur á hönd- um og andliti, og alls stað- ar stóðu vopnaðir menn yfir þeim. < Skipstjórinn á fiskflutn- ingaskipinu var stór mað- ur og mjög feitlaginn, nokkuð við aldur. Blés hann mjög mæðulega útaf þessu óvænta ónæði inn- rásarliðsins, þar sem hann sat við borð í herbergi sinu og þjóraði bjór úr öl- kollu. Einhver af áhöfn fisk- flutningaskipsins afhenti vopn árásarliðsins, sem reyndust að vera tvær axir (kolaaxir), bitlitlar og fornfálegar, tvær sveðjur (nánast ónj’tar) og fá- ein ómerkileg barefli úr tré. Þetta voru nú vopnin sem bátverjar ætluðu að sigra með áhöfn fiskflutn- ingaskipsins, fjölda manns, sem allir gátu vopnast alvöruvopnum á skammri stund, eins og raun bar vitni. Bendir þetta til þess að dómgreindin hafi ekki verið i nógu góðu lagi þá stundina, sem ákvörðunin um sjóorustuna var tekin. Áhöfn bátsins var nú flutt í land, í lögreglustöð- ina og þurfti að bera nokkra þeirra i teppum, svo voru þeir illa leiknir og miður sin. Þar gerði læknirinn að meiðslum þeirra eftir föngum, en við nánari atliugun taldi hann nauðsyn bera til að fara með nokkra þeirra á sjúkrahúsið og var svo gert. Þar dvöldu þeir svo í nokkra daga og að minnsta kosti einn þeirra allt að viku. Allir munu þeir þó að lokum hafa náð sér fullkomlega og alveg áreiðanlega flutt mikil aflaföng að landi eftir að þessu fyrirhyggjulitla næt- urævintýri lauk. Nokkur fjárhagsleg eftirköst hafði nú þetta allt saman í för með sér fyrir áhöfn bátsins, en það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Síðan þessi atburður átti sér stað eru nú liðin um það bil 34 ár. Ekki hefur sá er þetta ritar vit- neskju um það, að hlið- stæður atburður hafi átt sér stað hér í höfninni síð- an. Og líklega er þetta eina sjóorustan sem háð hefur verið við bæjar- bryggjuna á ísafirði. J. A. J. Skemmtileg jólagjöf-og ódýr! r í jmm í sparisjóSsdeildum Útvegsbanka islands, skemmtileg gjöf til barna og unglinga, auk táiS þér afhentan sparibauk, við opnun þeirra hollu uppeldisáhrifa, sem hún hefur. nýs sparisjóðsreiknings, með 200 kr. inn- Forðist jólaös, komið nú þegar í spari- leggi. sjóðsdeild bankans og fáið nytsama og „Trölla" sparibaukur og sparisjóðsbók er skemmtilega jólagjöf fyrir aðeins kr. 200.00. Si UTVEGSBANKI ÍSLANDS ÍSAFIRÐI

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.