Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 16

Ísfirðingur - 15.12.1976, Blaðsíða 16
16 ÍSFIRÐINGUR Cuðmundur Bernharðsson: Jól í Noregi 1922 ÞAÐ VAR á aðfangadag jóla 1922. Veðurútlit var þungbúið. Við vinnumenn á Anda-búgarði á Jaðri i Noregi hjá Jens Gaarland bónda þar, athafnasömum merkismanni, fórum að venju klukkan 9 til vinnu okkar, í nýræktarlandi bóndans, um hálftíma gang frá heimili okkar. Valen, svo hét félagi minn, bar smábrúsa með undanrennu í, en ég bar körfu með smurðu brauði, er við skyldum matast' af um miðjan daginn. Venja var, að þegar unnið var þannig langt frá heimil- inu, skyldi aðalmáltiðar dagsins neytt þegar komið var heim, um klukkan 4-5. Nú höfðum við fyrir- mæli um að koma heim klukkan 3-4, matast og sinna hirðingu búfjár alls, hrossa, sauðfjár, gefa kúm og síðan mjólka þær. Eins og fyrr getur var veðrið vætusamt, svo að loknu starfi urðu föt okkar mikið blaut, sumstaðar vot í gegn. Við vorum glaðir og ánægðir við vinnuna, sem var grjóttínsla úr ný- ræktarlandinu, fundum til friðar og ró var í sálum okkar, eftir vel unnin störf þann daginn, — fyrir jóla- helgina. . Tilvonandi helgi j ólanna mun hafa mótað stefnu okkar, að gera allt vel fyrir jólin, hvort sem það var að tína steina úr moldinni, eða gefa búsmalanum fóð- ur og hlúa að honum, þvi eflaust myndi hún Helga, ráðskona húsbóndans, hafa prýtt allt innanhúss, uppi og niðri. Það reyndist líka rétt, víða kertaljós í kerta- stjökum, meira að segja í fjósinu hjá kúnum. Við leituðum matar í eldhúsinu þegar við kom- um heim. Nú, það er al- deilis ekki matarlaust hér, fullir diskar af allskonar mat, kjöti, brauði súpum o.m.fl. Því var svona mik- ill matur borinn á borð fyrir okkur, aðeins tvo, gæti verið nóg fyrir 10—12 manns. Jæja, það er bréf- miði undir einum diskin- um. Ég les: „Við Jens verðum ekki heima í kvöld eða á morgun. Þið notið matinn eins og þið getið, og sinnið húsdýrun- um af velvild að vanda, gefið þeim aukafóðurbæti, svo að þau líti til ykkar blíðum þakklætisaugum, allt í anda jólanna. Og Guðmundur. Viltu fara með einn mj ólkurbrúsann til gamla fólksins héma út í túnjaðrinum, þegar þið eruð búnir að mjólka. Gleðileg jól. Helga”. Undrandi rétti ég félaga minum miðann. Það er þá bara svona, við verðum þá aðeins tveir um jólin. Hug- ur minn verður fjarrænn, flýgur yfir haf og heiðar til mömmu, systkina og vina. Mamma er blíð og skammtar öllum góðan mat og kveikir víða jóla- Ijós. Að stundu liðinni er ég alsæll í minningunni, að hafa átt svo mörg fögur kærleiksrík jól í föður- garði, sem raun ber vitni. En hvað er þetta. Nú er að matast og vinna það sem við vorum beðnir, að gefa fóður öllum búpen- ingi. Gekk það fljótt og vel, allar skepnur fengu sitt og smávegis auka- skammt, jólaskammtinn, eftir tillögum Helgu ráðs- konu. Satt reyndist, að t.d. kýrnar litu okkur hýru auga, við að fá auka- skammtinn í jötuna sína. ÍSAFIRÐI SÍMI 3476 Beautybox - Burstasett Rafmagnsrúllur Hárþurrkur Skartgripakassar Loftvogir — Rakvélar Herrasnyrtitöskur Vínsett - Ölsett Flöskur og pelar í leðurhylki LEIKFÖNG LEIKFÖNG ÞROSKALEIKFÖNG ENNÞÁ mikið úrval af kaffi- og matarstellum og settum á góðu verði BÆJARINS MESTA VÖRUVAL FÁIÐ ÞIÐ í NEISTA Fischer Price - Matchbox Barbie fjölskyldan o.fl. Villta vestrið Britains í úrvali Borð og vegglampar Náttborðslampar Speglalampar - Standlampar Loftljós - Luktir GJAFAVÖRUR KRISTALL KERAMIK POSTULÍN Hrærivélar - Þeytarar Brauðristar - Áleggshnífar Rafmagnssteikarapönnur Katlar - Könnur - Straujárn Ryksugur - Kaffikvarnir

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.