Ísfirðingur


Ísfirðingur - 18.12.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 18.12.1976, Blaðsíða 1
BLAÐ TRAMSOKNAKmNNA / l/ESTFJARÐAKJOKMM! 26. árgangur. ísafirði 18. desember 1976. 29. tölublað. Ólafur Þ. Þórðarson: Helsta baráttumál þingmanna Alþýðu- flokksins er, að svipta bændur eignum sínum Þegar hið sérsiæða og furðulega frumvarp þing- manna Alþýðuflokksins um eignarráð yfir landinu var til fyrstu umræðu á Alþingi nú nýlega, flutti Ólafur Þ. Þórðarson, al- þingismaður, eftirfarandi ræðu: Eignarréttur er hugtak, sem búið er að deila mikið um á liðnum öldum og vissulega hafa verið skipt- ar skoðanir um það, hvern- ig bæri að haga þjóðar- löggjöf hinna ýmsu landa hvað eignarétt snertir. Sósialistar hafa löngum verið þeirrar skoðunar, að réttast væri að rikið ætti allt. Það er ekkert nýtt fyrir okkur, að þeirri skoðun sé komið á fram- færi. Hitt er aftur á móti nýtt, að þeirri skoðun sé komið á framfæri, að nú skuli sósialisminn ekki lengur ganga jaft yfir stéttir landsins, nú skuli tekin um það ákvörðun, að það skuli byrjað á einni stétt og ákveðið, að hún skuli þola það, að af henni séu eignir teknar. Ég tel að hér sé mikill munur á sósíalisma og ég verð að segja það, að ég ber stórum meiri virðingu fyrir þeim manni, sem segir: „Ég er andvigur öll- um eignarétti“, og vill standa við þá skoðun sína og þorir að verj a hana hvar sem er án tillits til þess, hvernig menn meta hann fyrir að halda þeirri skoðun á lofti, en aftur á móti ber ég litla virðingu fyrir þeirri skoðun, ef menn ætla að fara að haga sínuni boðskap með eigna- réttarkenningu eftir því, hvernig þeir telja, að kjör- fylgi muni koma út miðað við þann boðskap, sem þeir flytja. Hins vegar er það ekkert nýtt, að sá sem lít- ið hefur, vilji rugla reitum saman við þann, sem mikið hefur og skipta svo jafnt og segja að með því móti sé réttlætinu fullnægt. Við Islendingar höfum lifað við mikla landflutn- inga. Á þessari öld hefur stór hluti þjóðarinnar flutt úr sveitum til þéttbýlis. Sums staðar hefur þetta gerzt þannig að þeir sem til þéttbýlisins fluttu seldu sínar eignir í sveitinni, komu sér upp miklum eignum i þéttbýlinu og höfðu þar hag af þeirri breytingu sem er gerð. En þeir eru lika til í þessu landi, sem yfirgáfu sínar bújarðir á sínum tíma, yfirgáfu sín hús, yfirgáfu allt án þess að eiga þess nokkurn kost að geta selt einum eða neinum. Þannig er ástatt í því kjördæmi, sem ég er fulltrúi fyrir. Þannig fór t.d. á Horn- ströndum þegar menn fluttu þaðan burtu og mér finnst, að það sé dálítið mikil kaldhæðni örlag- anna, ef að í dag á Al- þingi Islendinga er sam- þylckt að það sem enginn vildi af þeim kaupa á sin- um tima og auðvelda þeim flutninga frá erfiðum stöð- um, að í dag skuli það tekið með eignarnámi. Það er fleira sem rétt er að hugleiða i þessu sam- bandi. Verðbólgan er búin að hækka og valda til- færslum í þessu landi á eignum svo verulega, að það verður ekki hægt að bjarga þvi með neinni ein- faldri lagasetningu. Hús- næði hefur hækkað mis- jafnlega mikið í verði eft- því hvar það er á landinu. Það eru engar hugmyndir sem liggja hér fyrir um leiðréttingar á sliku. Það eru hugmyndir dálitið barnalegar að minu viti, sem liggja fyrir og segja, það á að selja öllum sem vilja aðstöðu fyrir sumar- bústað. Við skulum hug- leiða örlítið hvað gerist ef þetta er gert. Landið er eftir sem áður land tak- markaðra gæða og tak- markaðs landsvæðis. Þeim mönnum, sem við mundum selja sumarbústaðarland á góðum stað, leigurétt yfir þessu landi fyrir engan pening myndu eftir kamman tíma geta selt sumarbústað sinn að nafn- inu til aðeins en j afn- framt væri hann að selja leiguréttinn undir — að því landi sem hann fékk fyrir litið á háu verði. Ég fæ ekki séð, að þetta mundi á nokkurn hátt tryggja réttlæti hvað þetta snertir. Svo er það kanske ein spurning enn, sem rétt er að hugleiða í botn. Island er jafnt og þétt að þróast í átt til þess, að verða borgríkþþar sem meiri hluti þjóðarinnar er saman kominn í einni borg. Ég veit ekki hvort menn hafa hugleitt það, að það er ekkert sjálfgefið rétt- læti í þvi, að það skuli vera þjóðin öll en ekki sveitarfélög hvers svæðis, sem ætti þá að hafa þann rétt, að ráðstafa þessu landi. Væri það óréttlæti t.d. að Norðlendingar réðu Norðurlandi og Sunnlend- ingar Suðurlandi. Hvort skyldu forfeður Braga þar norður frá hafa litið svo á, að það væri rétt að Norður- land ætti einhvem tima seinna meir að lúta meiri- hluta ákvörðun þess mann- fjölda, sem byggir þennan stað, sem Alþingi Islend- inga er staðsett á. Ég efa, að þeir hefðu talið það sanngjarna skiptingu. Ég ætla eklci að fara út í þær deilur, sem ég tel þó hvað skoplegastar milli Al- þýðuflokksmanna og Al- þýðubandalagsmanna, en það eru deilurnar um veiðiréttinn. Þær deilur virðast mér fyrst og fremst komnar til vegna þess, að þeir meta það innbyrðis hvað sé skynsamlegast gagnvart kjósendum til sveita eða kjósendum í þéttbýli. En ég vil vekja athygli á öðru, sem dynur nú jafnt og þétt á lands- mönnum og það er það, að það eigi að fara að selja sjómönnum réttinn til að fiska við strendur landsins. Dagblaðið boðar þetta mjög ákveðið. Þeir eru meira að segja búnir að verðleggja þetta og það eru engar smá upphæðir, sem hugmyndin er, að fá í staðinn. Það á sem sagt að fara að selj a fiskimönn- um réttinn til að veiða þorsk við strendur lands- ins. Það er talað um 5—10 milljarða í þessu sam- bandi. Og það er kannske dálítið skritið að það skuli þá vera fulltrúar Alþýðu- flokks og Alþýðuhandalags á þingi Islendinga, sem eyða tima i að meta það, hvernig draga. eigi úr kostnaði Islendinga — ein- staklinga við að veiða lax í ám landsins. Ég vona að þeir menn, sem hafa helgað krafta sína sósíalisma, að þeir beri gæfu til þess og hafi þann manndóm, að þora að halda áfram stefnunni allri i sölum Alþingis en ekki lúta svo lágt, að fara að meta það eftir þvi, hvernig þeir telji sig standa atkvæðalega séð á hinum ýmsu svæðum á landinu, hvað þeir telji að eigi að sýna af stefnunni á hverjum tíma. Hátíða- messur: ísafjörður: Aðfangadag kl. 8,oo Jóladag kl. 2,oo Jóladag, Sjúkrah. kl. 13,15 Gamlárskvöld kl. 8,oo Nýjársdag kl. 2,oo 2. janúar kl. 2,oo Hnífsdalur: Aðfangadag kl. 6,oo Gamlárskvöld kl. 6,oo Súðavík: Annan jóladag kl. 2,oo

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.