Monitor - 29.04.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 29.04.2010, Blaðsíða 10
sjónvarp 10 Monitor FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 SJÓNVARP EVRÓPUDEILDIN Stöð 2 Sport 18:55 Bein útsending frá leikLiverpool og Atletico Madrid í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liverpool tapaði fyrri leiknum 1-0 og verður því að vinna ætli liðið sér að komast í úrslit. LAW AND ORDER Skjár einn 21:50 Fyrsti þáttur í sextánduþáttaröð þessa klassíska sakamálaþáttar. Í þessum þætti er ungri stúlku rænt. Mannræninginn finnst en neitar að gefa upp hvar hún er nema ef samið er um að hann fari ekki í fangelsi. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL ÍSLANDSMÓTIÐ Í HANDBOLTA Sjónvarpið 20:15 Bein útsending frá leikVals og Hauka í úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik. Þetta er fyrsti leikurinn í einvíginu og má búast við hörkuviðureign. STEINDINN OKKAR Stöð 2 20:50 Nýr sketsaþáttur meðSteinda Jr. sem prýðir einmitt forsíðu Monitor. Steindi sló í gegn með sketsum í Monitor í fyrra og fékk fyrir vikið sinn eigin sjónvarpsþátt, sem verður að öllum líkindum drep- fyndinn. SATURDAY NIGHT LIVE Skjár einn 21:05 Klassískirgrín- þættir. Að þessu sinni er Jude Law stjórnandi og hljómsveitin Pearl Jam spilar. Jerry Seinfeld og Julian Casablancas úr The Strokes mæta líka og taka þátt í grínatriðum. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL FOOTLOOSE Sjónvarpið 20:35 Klassísk unglingamyndfrá 1984. Kevin Bacon leikur borgarstrák sem flytur í lítið þorp þar sem bannað er að dansa og hlusta á rokktónlist, sem er það eina sem hann vill gera. Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist. CONFESSIONS OF A SHOPAHOLIC Stöð 2 21:05 Rómantísk gamanmynd um hina kaupóðu Rebeccu sem fær fyrir slysni vinnu sem blaðamaður og á að fjalla um hvernig best er að spara, sem er hægara sagt en gert. Með aðalhlutverk fer Isla Fisher. HNEFALEIKAR Stöð 2 Sport 01:00 Beinútsending frá hnefaleikabardaga Floyd Mayweather og Shane Mosley. Hér eru á ferðinni tveir fantagóðir boxarar og má búast við flottum bardaga. LAUGARDAGUR 1. MAÍ SUNNUDAGUR 2. MAÍ LISTAHÁTÍÐ Sjónvarpið 19:35 Kynningarþáttur fyrir Listahátíð í Reykjavík sem hefst 12. maí næstkomandi og stendur til 5. júní. Umsjónarmaður er gleðipinninn Felix Bergsson. Dagskrá hátíðarinnar í ár er sérlega fjölbreytt og glæsileg. „Metnaðurinn sem krakkarnir leggja í þetta skilar þessum mikla áhuga. Þau byrja að æfa í september og árangurinn er eftir því,“ segir Ásgeir Erlendsson umsjónarmaður Skólahreystis. Úrslit þáttarins fara fram á föstudagskvöld og mæta 12 skólar til leiks. Búast má við mikilli spennu en Skólahreysti er orðinn einn af vinsælustu sjónvarpsþáttum landsins. „Það tóku sex skólar þátt í fyrstu keppninni en núna eru þeir 120,“ segir hann og nefnir einnig meiri metnað í vinnslu og betri sýningartíma sem hafa breytt þættinum til hins betra. „Við vildum líka kynna betur krakkana sem taka þátt. Búa til smá stjörnur úr þeim, enda er alveg ótrúlegt hvað þau leggja mikið á sig,“ segir Ásgeir. Magnús Scheving gestastjórnandi Ásgeir stýrir Skólahreysti ásamt Felix Bergssyni en þeim til halds og trausts í úrslitaþættinum verður Magnús Scheving. „Það er alveg frábært að fá Magga. Hann er með svo mikla hugsjón fyrir hreyfingu og hollu líferni barna. Það má kannski segja að Latibær sé fyrir yngri kynslóðina og svo tekur Skólahreysti við. Það eru sex til sjö ára börn að spyrja mig hvenær þau megi taka þátt í Skólahreysti og velta fyrir sér hvernig er best að æfa sig fyrir þetta,“ segir Ásgeir. Hann segir starfsumhverfið gera það að verkum að hann er sjálfur farinn að hugsa sér til hreyfings. „Ég ætla að byrja í átaki 1. maí. Stefnan er að geta gert 20 upphífingar einhvern tímann á árinu.“ Næsti Jón Ársæll? Auk þess að sjá um Skólahreysti hefur Ásgeir verið stigavörður í Gettu betur, en hann segir fyrrnefnda starfið óneitanlega slá því síðarnefnda við. „Í Gettu betur þarf ég í rauninni bara að brosa og ýta á takka og er svona meira í bakgrunni. Í Skólahreysti er ég náttúrulega að stjórna þættinum og það er meira starf,“ segir Ásgeir, sem er auk þess nýbúinn að ljúka sínu fyrsta ári í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að hugurinn hneigist þó mest til starfa í fjölmiðlum. „Mér finnst mikilvægt að klára einhverja gráðu. Það er kannski svolítið áhættusamt að reiða bara á fjölmiðlaferil, en metnaðurinn og áhuginn liggur þar,“ segir Ásgeir. Sem sálfræðimenntaður sjónvarpsmaður er eðlilegt að spyrja hvort hann ætli sér að verða næsti Jón Ársæll. „Af hverju ekki? Jón Ársæll er frábær,“ segir Ásgeir. ÁSGEIR ERLENDSSON ER NÆSTI JÓN ÁRSÆLL Úrslit Skólahreystis fara fram í Laugardalshöll um helgina. „Þetta verður sprengja,“ segir Ásgeir Erlendsson sem býst við að Íslandsmet muni falla. SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ „Við erum bara rétt að hita upp. Þátturinn er kominn til að vera,“ segir Karl Berndsen, umsjónarmaður þáttarins Nýtt útlit. Hann hefur fest sig í sessi sem tískuvitringur Íslands síðan þættirnir hófu göngu sína síðasta vetur. Í nýju þátta- röðinni hefur sú breyting orðið á að hann fær eingöngu þekkt andlit í þáttinn og reynir að breyta stíl þeirra á sinn einstæða hátt. „Það hefur verið talsvert öðruvísi að vinna þessa þáttaröð. Ég kem að viðfangsefninu frá öðru sjónarhorni þar sem ég veit hver viðkomandi er og hef jafnvel myndað mér skoðun á honum áður en ég hitti hann. Í fyrstu þáttaröðinni hafði ég kannski meira frjálsræði,“ segir Karl. Vinsældirnar komu á óvart Karl segist hafa sérstaklega gaman af því hversu margir karlmenn horfa á þáttinn. „Þeir horfa ekkert síður en konurnar, þó svo að jafnvel bara helmingur þeirra viðurkenni það. En mig grunar að þeir horfi með konunum og spurningin er bara hvort þeirra hefur meiri áhuga,“ segir Karl og hlær. Hann segir vinsældir þáttarins hafa komið á óvart. „Guð minn góður, móttökurnar hafa verið framar öllum mínum jarðnesku vonum, gjörsamlega ótrúlegar. Vindsældirnar komu mér gjörsamlega í opna skjöldu. Mér leið eins og það væri verið að leiða mig til hengingar,“ segir Karl og heldur áfram: „Þetta var auðvitað erfið fæðing að öllu leyti. Allt í einu var ég fyrir allra augum og allir höfðu skoðun á mér. Þó að ég sé með nægilega breitt bak til að bera það þá var ég engu að síður skyndilega orðinn svolítið berskjaldaður.“ Sigurjón eins og amish Á dögunum fékk Karl til sín Sigurjón Kjartansson úr Tvíhöfða. „Sá þáttur var nú eiginlega bara skemmtiþáttur. Ég var búinn að lýsa því yfir að Sigurjón liti út eins og amish-maðurinn. Miðað við að hann er fimm árum yngri en ég fannst mér hann líta helst til ellilega út,“ segir Karl. Sigurjón stóð sig þó eins og hetja. „Ég sagði honum að ég myndi nú reyna að yngja hann aðeins upp og ég held að það hafi bara tekist ágætlega.“ Karlarnir horfa ekkert síður Tískugúrúinn Karl Berndsen stjórnar þættinum Nýtt útlit KARL BERNDSEN ER GLÆPSAMLEGA FLOTTUR ÞRIÐJUDAGUR KL. 21:10 NÝTT ÚTLIT Mynd/Golli Tískuráð Kalla Vertu sjálfstæður í hugsun Ekki fylgja endilega hópnum Myndaðu þér þínar eigin skoðanir Réttu úr bakinu Berðu höfuðið hátt Það skiptir ekki öllu máli í hverju þú ert ef þú kannt að bera þig vel SJÓNVARPIÐ KL. 20:10 ÚRSLIT SKÓLAHREYSTI Ótrúlegt hvað þau leggja mikið á sig Mynd/Ernir Skólarnir í úrslitum Austurbæjarskóli Dalvíkurskóli Egilsstaðaskóli Giljaskóli Grunnskólinn á Hellu Grunnskólinn á Ísafirði Heiðarskóli Lágafellsskóli Lindaskóli Lækjarskóli Varmalandsskóli Ölduselsskóli

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.