Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.01.1978, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 28.01.1978, Blaðsíða 1
BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA t l/EBTFJARDAtCJOKMMI 28. árgangur. (safjörður, 28. janúar 1978 3. tölublað. Framkvæmdir við djúpveg innan ísafjarðar Framkvæmdir hófust í byrjun desember og er stefnt að því að undirbyggja og grjótverja kaflann frá Tunguá og út fyrir Steypu- stöðina á þessum vetri. Er það um 1250 m langur kafli. í haust er síðan gert ráð fyrir að ekið verði burðar- lagi í kaflann og á hann sett malarslitlag. Auk þess verð- ur kaflinn milli Tunguár og Vestfjarðarvegar réttur af og settur í rétta hæð, þannig að samtals yrði um 1700 m kafli tilbúinn til malbikun- ar, þegar þessum fram- kvæmdum yrði lokið. Gert er ráð fyrir að ísa- fjarðarbær byggi tengingu á milli þessa nýja vegarkafla og Seljalandsvegar utan Steypustöðvarinnar nú á þessu ári, þannig að vænt- anlega verður hægt að hleypa umferð á veginn í haust. Fjárveitingar til verksins eru eftirfarandi: fjárveiting lánshei- mild 1977 7.m.kr. 10 m. kr. 1978 53 m. kr. 15 m. kr. 1979 20 m. kr. Lántökur eru greiddar af fjárveitingu næsta árs á eft- ir. Auk þessa var innistæða frá 1976, en hún var að mestu notuð til að greiða uppsetningu leiðara og lýs- ingar á Djúpvegi milli Isa- fjarðar og Hnífsdals. Á síðasta ári voru mörk þjóðvegarins færð frá Engi að íþróttavelli. Bætist þann- ig um 600 m kafli við það verk, sem Vegagerðinni er ætlað að framkvæma. Á gildandi vegaáætlun eru engar fjárveitingar til að ljúka þessum viðbótarfram- kvæmdum. (Framritaðar upplýsingar eru fengnar hjá Eiríki Bjarnasyni, umdæmisverkfr. hjá Vegagerð ríkisins á ísa- firði.) Flokksþing Fram- sóknarmanna Ákveðið hefur verið að 17. flokksþing Framsóknar- manna hefjist í Reykjavík 12. mars n.k. Á flokksþing- inu eiga sæti kjörnir fulltrú- ar flokksfélaganna, alþingis- menn flokksins, miðstjórn- armenn og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins. Flokksfélögin hafa rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrj- aða þrjá tugi félagsmanna, aldrei séu fulltrúar þó færri Námskeið í málfiutningi f byrjun næsta mánaðar mun Magnús Ólafsson, blaðamaður og formaður Sam- bands ungra Framsóknarmanna, koma til fsaf jarðar og halda þriggja kvölda námskeið í málflutningi. Námskeiðið er öllum opið og er þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu bent á að láta Einar Hjartarson í Fagrahvammi, sími 3747, víta um þátttöku sína sem allra fyrst. Gert er ráð fyrir að Magnús komi til bæjar- ins 6. febrúar og er líklegt að námskeiðið hefjist fljótlega eftir komu hans, en það verður nánar auglýst síðar. Magnús mun verða hér og í nágrannakauptúnunum í um það bil 10 daga og þá boða til funda á Flateyri, Þingeyri, Bolungarvík og Suðureyri. en einn fyrir hvert sveitarfé- lag á félagssvæðinu. Kjósa skal jafnmarga varamenn. Flokksfélögin eru hvött til þess að kjósa fulltrúa á flokksþingið sem allra fyrst og tilkynna flokksskrifstof- unni að Rauðarárstíg 18 í Reykjavík hverjir hafi verið kosnir. Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing eigi sjaldnar en fjórða hvert ár, og oftast nokkrum mánuð- um fyrir kosningar. Flokks- þingið ákveður stefnu flokksins í landsmálum, set- ur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Síðast var flokksþing Framsóknarmanna haldið í Reykjavík daganna 17.-19. nóvember 1974. Það þing sóttu 449 fulltrúar auk fjölda gesta víðsvegar að af landinu. Nú sem áður munu um- ræðuhópar starfa fyrir flokksþingið til að undirbúa drög að ályktunum. Flokks- félögin eru hvött til þess að koma ábendingum sínum skriflega á framfæri við flokksskrifstofuna í Reykja- vík um hin ýmsu mál sem fjallað verður um á þinginu. Á síðasta flokkksþingi var sá háttur tekinn upp, að ræða sérstök mál i umræðuhóp- um og þótti það gefast vel. Svo mun einnig verða nú. Fundir með flokksmönnum Um og eftir miöjan þennan mánuð héldu alþingismennirn- ir Steingrímur Hermannsson og Gunnlaugur Finnsson fundi með Framsóknarmönnum á nokkrum stöðum í Vestfjarða- kjördæmi. Báðir héldu þeir fund á ísafirði, en Gunnlaugur mætti á fundunum á Flateyri og Þingeyri og Steingrímur í Bolungarvík og Suðureyri. Á fundunum ræddu alþingismennirnir þjóðmál almennt, en þó mest þau málefni sem sérstaklega snerta Vestfjarða- kjördæmi. Gunnlaugur Finnsson ræddi m.a. um fjárframlbg til Vestfjarðakjördæmis samkvæmt fjárlögum 1978, og er vitnað til greinargerðar sem birtist í þessu blaði 14. þ.m. um þau efni. Steingrímur ræddi m.a. um efnahagsmálin, orku- mál o.fl. Margir tóku til máls á fundunum og báru fram fyrirspumir, sem þingmennirnir svöruðu. Þá var ítarlega rætt um undirbúning kosninganna í vor og tóku fundarmenn almennt þátt í þeim umræðum af miklum áhuga. Fundirnir voru vel sóttir. Sögulegur kratafundur Nýlega hélt Alþýðuflokk- urinn á ísafirði flokksfund, og ganga sögur um að mikil innbyrðis átök og sundrung hafi átt sér stað meðal flokksmanna. Virðast krat- arnir hér í bænum ætla að feta dyggilega í fótspor á- hrifamanna flokksins syðra, sem að undanförnu hafa látið skammaryrðin dynja hver á öðrum, sbr. átökin og deilurnar í sambandi við síðasta prófkjör Alþýðu- flokksmanna í Reykjavík. Á ísafjarðarfundinum mun Gunnar Jónsson, Þess er að vænta að fjöl- menni verði á þessu flokks- þingi, en svo hefur jafnan verið áður. En þetta er, eins og áður segir, 17. flokksþing Framsóknarflokksins. bæjarfulltrúi kratanna ekki hafa talað neina tæpi- tungu og kvartað sáran yfir því, að hann hefði, sem bæjarfulltrúi, lítils stuðn- ings notið frá öðrum áhrifa- mönnum flokksins í bænum og málgagni flokksins hér. Þessum ásökunum mun Björgvin ritstjóri hafa svar- að. Á fundinum tókst að fá samþykkt að prófkjör fari fram um það hverjir skipi efstu sætin á framboðslista flokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar í vor oghefur það nú verið auglýst.Ekki er talið líklegt að Gunnar verði óðfús í að skipa sæti á listan- um. Og ekki er trúlegt að nýliði flokksins, Jón Bald- vin, hafi áhuga á því að taka þátt í prófkjöri í bili.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.