Ísfirðingur - 22.03.1978, Blaðsíða 1
ÍHjJtf
BlAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VES7FJARMICJ01ÍDÆMI
28. árgangur.
ísafjörður, 22. mars 1978
7. tölublað.
Meginmarkmið Fram-
sóknarflokksins
Flokksþing Framsóknar-
manna, það 17. í röðinni,
var sett í Reykjavík sunnu-
dagsmorguninn 12. þ. m. og
því lauk þriðjudagskvöldið
14. þ.m. Þetta þing var það
fjölmennasta sein Fram-
sóknarmenn hafa haldið og
sóttu það um 500 fulltrúar
víðsvegar að af landinu.
Fjallað var um mikinn
fjölda málefna og um þau
gerðar samþykktir. Mál-
efnaleg samstaða og sóknar-
hugur var ríkjandi á þing-
inu.
I upphafi þingsins flutti
Ólafur Jóhannesson, for-
maður Framsóknarflokksins,
ræðu, þar sem hann fjallaði
mjög ítarlega um helstu
mál, sem unnið hefur verið
að á síðustu árum, sem og
næstu viðfangsefni. Hér á
eftir er birtur stuttur kafli
úr ræðu Ólafs þar sem hann
m.a. ræðir um meginmark-
mið Framsóknarflokksins:
„Það er viðeigandi við
þetta tækifæri að reynt sé að
skyggnast fram á veginn og
reynt sé að gera grein fyrir
því, hvernig Framsóknar-
flokkurinn skuli snúast við
þeim viðfangsefnum, sem
líklegt er að til úrlausnar
Ólafur Jóhannesson
komi. Eins og endranær er
hið ókomna alltaf háð ó-
vissu bæði atburðarás og að-
stæður. Það er einmitt hlut-
verk þessa flokksþings að
marka stefnu Framsóknar-
flokksins bæði í
grundvallaratriðum og í
einstökum málum og mála-
flokkum, eftir því sem við
verður komið. Að sjálfsögðu
er þar um að ræða stefnu-
yfirlýsingar, sem miðstjórn,
þingflokkur og fram-
kvæmdastjórn hljóta að
móta nánar í framkvæmd.
Grundvallaratriði eða
meginmarkmið sem Fram-
sóknarflokkurinn byggir
stefnu sína á, hljóta að
mestu að vera hin sömu og
áður. í flokksþingssam-
þykktum verður því fyrst og
fremst um að ræða undir-
strikun þeirra, fyllri út-
færslu eða nákvæmari orð-
un. Það má e.t.v. smíða
þeim nýjan ramma þó að
myndin verði eftir sem áður
hin sama. Og reyndar er
það nú svo að hugsjóna-
stefnur sem menn gera sér
að leiðarljósi, eru og verða
alltaf að nokkru leyti barn
síns tíma, mótast að ein-
hverju leyti af aðstæðum á
hverjum tíma og stað-
bundnum skilyrðum.
Það þjónar tæpast nokkr-
um tilgangi að ég fari í
þessum inngangsorðum að
rekja þær hugsjónastefnur
eða þau meginmarkmið sem
Framsóknarflokkurinn
byggir á. Ég skal því aðeins
nefna fátt eitt.
Framsóknarflokkurinn
vill byggja landstjórn á lýð-
ræði og þingræði og telur
það meginmarkmið sitt að
standa vörð um stjórnarfars-
legt, efnahagslegt og menn-
ingarlegt sjálfstæði þjóðar-
innar.
Framsóknarflokkurinn er
frjálslyndur framfaraflokk-
Tonlistarskólinn —
Miðsvetrartónleikar
Stjórn Framsóknarflokksins var öllendurkjörin.Fremri röft frá vinstri: Steingrlmur Her-
mannsson ritari, ólafur Jóhannesson formaftur, Tómas Arnason gjaldkeri. Aftari röo frá
vinstri: Ragnheiftur Sveinbjörnsdóttir vararitari, Einar Agústsson varaformaour og Guft-
inundu'- G. Þórarinsson varagjaldkeri. Tlmamynd Róbert.
Ragnar H. Ragnar
Miðsvetrartónleikar
nemenda Tónllstarskólans
á tsaflrði voru haldnir í
Barnaskóla (safjarðar
laugardaginn 11. og
sunnudaginn 12. þ.m. I
skólanum eru nú um 160
nemendur og af þeim
komu um 100 nemendur
fram á tónlelkunum. Lelkið
var á eftirtalin hljóðfæri:
píanó, fiðlu, gííar, orgel-
harm., selló, flautu og
klarinett. Á tónleikunum
lék einnlg hljómsveit Tón-
listarskólans undir stjórn
Sigurðar Egils Garðars-
sonar. Ragnar H. Ragnar,
skólastjórl, flutti ræðu og
þakkaði nemendum fyrir
ur, sem vill að atvinnulíf
landsmanna byggist á fram-
taki og sjálfsbjargarviðleitni
einstaklinga eða félaga, sem
leysa sameiginleg verkefni á
grundvelli samtaka, sam-
vinnu og félagshyggju.
Hann vill skipulega upp-
byggingu atvinnulífs.
Framsóknarflokkurinn vill
byggja á jafnrétti og jafn-
ræði allra þjóðfélagsþegna.
Þess vegna vill hann, að
öllum þjóðfélagsþegnum
gefist jöfn tækifæri til að
þroska og nýta hæfileika
sína við nám og starf. Þess-
vegna vill Framsóknarflokk-
urinn framför þjóðarinnar
allrar og öfluga byggða-
stefnu. Hann vill óskert yfir-
ráð landsmanna sjálfra yfir
auðlindum landsins,
atvinnutækjum og atvinnu-
rekstri.
góða ástundun og árangur
við námlð. Hann þakkaði
og kennurum skólans fyrlr
sérstaklega mikinn áhuga
við kennsluna og gott
samstarf. Tónlelkarnir
voru ágætlega sóttir og
þeim vel fagnað.
Tónlistarskólinn á ísa-
firði var stofnaður á árlnu
1948 og er þetta þvf þrít-
ugasta starfsár skólans.
Frá upphafi hefur Ragnar
H. Ragnar verið skólastjóri
og með alkunnum dugnaðl
mótað starfsemi skólans.
Allt frá upphafi hefur skól-
inn verið á hrakhólum með
húsnæði og er nú t. d.
kennt á allt að 10 stöðum f
bænum. Alla tíð hefur
heimili skólastjórahjón-
anna verið undirlagt fyrir
kennslu. Ætti ekki að þurfa
að lýsa því hve aflelt svona
aðstaða er, og raunar hem-
ill á eðlilegu skólastarfl.
Gera verður ráð fyrir, að
flestir fsfirðlngar hafl gert
sér greln fyrlr þvf, að Tón-
listarskólinn hafl verlð og
sé mikill aflvaki mennta og
menningar f bæjarfélag-
inu. Það væri því verðugt
viðfangsefni forráðarhanna
bæjarfélagsins og annara
áhrifamanna að belta sér
fyrir því, að skólinn fengi
svo fljótt sem verða má
kennsluhúsnæðl sem
hæfði allri starfsemi hans.
J. A. J.
Framsóknarflokk urinn
leggur áherslu á félagslegt
öryggi bæði í veikindum og
vegna örorku, elli og áfalla
af völdum náttúruhamfara.
Framsóknarflokkurinn er
andvígur öfgastefnum og
kreddutrú hvort sem er til
hægri eða vinstri, og vjll
veita viðnám gegn ofstjóm
og óþörfum rikisafskiptum.
Hann vilf tryggja einstakl-
ingum rétt til persónufrelsis
og tjáningarfrelsis.
Ég skal ekki að sinni taka
meiri tíma til að tala um
þau meginmarkmið sem eru
grundvöllur Framsóknar-
flokksins, sem eru forsendur
hans sem sérstaks og sjálf-
stæðs stjórnmálaflokks.
Eins og jafnan endranær
verða þau viðfangsefni þjóð-
félagsins og þarfir fólks þar
Framhatd *2. »íðu