Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.04.1978, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 29.04.1978, Blaðsíða 1
 BLAÐ TRAMSOKNMMANNA / VES TFJARÐAKJORDÆM! 28. árgangur. (safjöröur, 29. apríl 1978 11. tölublað Margt hefur vel tekist Á flokksþingi Framsókn- armanna sem haldið var í mars s.l. flutti Steingrímur Hermannsson, alþingismað- ur og ritari Framsóknarfl- okksins, ítarlega ræðu, þar sem hann m.a. gerði grein fyrir flokksstarfinu að und- anförnu og fyrirhuguðu flokksstarfi. Þá vék hann að myndun núverandi ríkis- stjórnar og í því sambandi minnti hann á, að áður en þessi stjórn var mynduð hefðu farið fram ítarlegar tilraunir til myndunar ríkis- stjórnar Framsóknarflokks- ins og hinna svokölluðu vinstri flokka. Þær tilraunir hefðu orðið árangurslausar, m.a. vegna harðra deilna og ósamkomulags Alþýðu- flokksins og Alþýðubanda- lagsins. Að árangur hefði ekki náðst væri ekki sök F ramsóknarmanna. Steingrímur sagði það vera staðreynd, að samstarf- ið við Sjálfstæðisflokkinn hefði að sumu leyti tekist betur en ýmsir hefðu búist við. Náðst hefðu mikilvægir áfangar. Nefndi hann fyrst landhelgismálið í því sam- bandi. „Með sigri í því náð- ist einhver stærsti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þessarar þjóðar, „sagði Steingrímur. „Við Framsóknarmenn sett- um markið hátt. Við kröfð- umst fullrar viðurkenning- ar. Við vildum fullan sigur, og hann náðist, þótt ýmsir efuðust um að slíkt væri unnt,“ sagði hann ennfrem- Byggðamálin Þá ræddi Steingrímur um byggðamálin og sagði: „Þar hefur verið haldið áfram á sömu braut og vinstri stjórn- in markaði. Ber það augljós- an vott um forustu okkar Framsóknarmanna. Þar hef- úr náðs góður árangur. Með sanni má segja, að viðunan- legt jafnvægi hafi náðst í byggð landsins. Byggðir, sem áður voru veikar, eru nú sterkar. Víðast er næg atvinna og tekjur góðar. Þarna eru þó mörg við- fangsefnin enn, einkum á félagslegu sviði og í al- Stelngrímur Hermannsson mennri þjónustu við íbú- ana.“ Dómsmálin Um dómsmálin sagði Steingrímur m.a. „Ég vil vekja athygli manna á miklum umbótum í dóms- málunum. Þetta virðist hafa farið fram hjá ýmsum. Staðreyndin er þó sú, að dómsmálaráðherrann, Ólaf- ur Jóhannesson hefur gert á því sviði slíkt átak, að eins- dæmi er. Skattamál- Rikisfjármál- Efna- hagsmál Um þessi mál fjallaði Steingrímur og sagði: „Sjálfsagt er að viður- kenna, að sumt hefur ekki gengið eins og að var stefnt. Ég harma það að ekki hafa fengist þær umbætur a sviði skattamála, sem nauðsyn- legar og sjálfsagðar eru. Þarna hefur forustan ekki verið eins skelegg og æski- legt hefði verið og á raunar hið sama við um ríkisfjár- málin. Orðið hefur 17 mill- jarða halli á undanförnum árum, þótt stefnt væri að nokkurnveginn hallalausum ríkisbúskap. Þetta er að sjálfsögðu veigamikill þáttur í efna- hagsmálunum. Ekki hefur tekist að ráða við verðbólg- una, þótt sæmilega horfði í byrjun stjórnarsamstarfsins. Verðbólgan fór úr böndun- um og hefur undanfarna mánuði stefnt í mikinn voða, jafnvel stöðvun og at- vinnuleysi. Efnahagsmálin verða eflaust eitt meginvið- fangsefni þessa þings. Draga verður verulega úr verð- bólguhraðanum og losna við hina ýmsu fylgikvilla hennar.Annars er hætt við að annað sé unnið fyrir gýg í okkar þjóðfélagi. Ég ætla ekki aðræða efna- hagsmálin almennt. Til þess gefst tækifæri síðar. Þó vil ég lýsa þeirri skoðun minni, að við höfum fyrst og fremst brugðist í því, að grípa ekki nægilega snemma og kröftuglega í taumana, þegar við sáum að í óefni stefndi. Ég legg ríka áherslu á það, að haldið verði áfram í þeirri viðleitni að tryggja samstarf launþega, atvinnu- rekenda og ríkisvalds um stefnuna í efnahagsmálum. Hinsvegar er það óbifanleg skoðun mín, að sérhvert ríkisvald verði að vera reiðubúið til þess að taka á sig þá ábyrgð að ákveða hvaða hækkanir launa og verðlags þjóðfélagið þoli án óþolandi verðbólgu. Við höfum treyst um of á frjálsa samninga, án þess að setja slíkt hámark. Mín skoðun er sú, að ríkisvaldið verði jafn- framt að vera reiðubúið til þess að grípa í taumana, jafnvel með lagasetningu, ef frjálsir samningar leiða til verðbólgu umfram mark- mið. þetta þarf öllum að vera ljóst áður en samningar eru gerðir. Á þessu sviði er Framhald á 3. síöu Rausnarlegar gjafir Þann 13. þ.m. gaf Hrað- frystihúsið Norðurtanginn h.f. á isafirði Byggingar- sjóði Elliheimilis ísafjarðar og sjö æskulýðsfélögum í bænum stórgjafir til minn- ingar um þau hjónin Ingi- björgu Halldórsdóttur og Hálfdán Hálfdánsson frá Búð í Hnífsdal. Hálfdán var fæddur 13. april 1878 og hefði því orðið 100 ára þennan dag ef lifað hefði, en hann andaðist 2. april 1949. Ingibjörg var fædd 13. júlí 1881, en hún lést 16. oktober 1958. Gjöf Norðurtangans h.f. til Byggingarsjóðs ElIiheimil- isins er 5 milljónir króna, en auk þess gaf félagið 7 æskulýðsfélögum í bæn- um kr. 200 þús. hverju. Hálfdán Hálfdánsson var hinn mesti dugnaðar- og atorkumaður. Hann hóf ungur sjðmennsku og varð snemma formaður á opn- um bátum og síðar skip- stjóri á þilfarsskipum. Á Hnífsdalsárum sínum stundaði hann mikið fisk- kaup og fiskverkun og gerði jafnframt út eigin báta. Hann stofnaði Hrað- frystihúsið Norðurtangi h.f. á árinu 1942 og var framkvæmdastjóri fyrir- tækisins til dánardægurs. Ingibjörg Halldórsdóttir var mikilhæf kona og fyrir- myndar húsmóðir. Bæði voru þau hjónin vinföst og trygglynd. Áhaldahús bæjarins Áhaldahús bæjarins verð- ur nú að víkja, vegna nýrra bygginga Menntaskólans, enda er áhaldahúsið orðið úrelt fyrir þá starfsemi, sem þar þarf að fara fram nú til dags. Vélavinna eykst með ári hverju og hús þarf yrir vélarnar. Eins og nú er á- statt í þessum málum þarf að byggja allt upp að nýju, áhaldahús, aðstöðu til blöndunar á olíumöl og malbiki, geymsla fyrir möl og sand, sem mun að mestu í náinni framtíð verða dælt úr sjó. Því er okkur nauð- synlegt að velja nýjan stað fyrir áhaldahúsið, sem getur þjónað þessari starfsemi allri, því öll skipting verður kostnaðarsöm, og vinnuskil- yrði lakari. Skipulagshópur hefur lagt til, að áhaldahúsið verði byggt á öskusvæðinu, en þar er mjög aðkreft og þröngt, aðeins hægt að koma fyrir húsinu, en engu öðru. Því lagði undirritaður til á bæjarráðsfundi 16. jan- úar s.l. „að staðsetning á- haldahúss verði endurskoð- uð“. Þetta felldi meirihlut- inn í bæjarstjórn. Að þeirra dómi þurfti þetta mál engr- ar frekari athugunar við. Með tilkomu hraðbraut- arinnar hefur opnast ákjós- anlegur staður fyrir alla þessa starfsemi, en það er Stekkjanesið. Þar fæst um 200 m. langt og 30 m. breitt svæði meðfram hraðbraut- inni, þar sem nóg rými er fyrir hendi um áratugi fyrir þá fjölþættu vinnu sem þarf að fara fram í nýju áhaldá- húsi. Pollmegin við hrað- brautina er á Stekkjanesi Framhald á 3. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.