Ísfirðingur


Ísfirðingur - 26.01.1980, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 26.01.1980, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR ///// Silfurgötu 5 siraumur ísafirði - Sími 3321 Heimilistæki í úrvali AEG ///// straumur Silfurgötu 5 sími 3321 Mikilvæg málefni Á fundi heilbrigðisnefndar ísafjarðar, sem haldinn var 17. þ.m. var fjallað um mik- ilvæg málefni í bænum. Á fundi nefndarinnar var gerð eftirfarandi bókun: „Heilbrigðisnefnd óskar eftir því að eftirtaldir liðir verði teknir til greina við gerð fjár- hagsáætlunar ísafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1980: Vatnsveita ísafjarðar. Á fundi nefndarinnar með bæjarráði 19. nóv. s.l. var lagt til við bæjarstjórn að Verkfræðiskrifstofu Sig. Thoroddsen yrði falið að fullvinna áætlun um öflun ómengaðs neysluvatns fyrir Úlfsár og Tunguárveitu og að þær tillögur lægju fyrir í lokfebr. 1980. Þar sem rannsóknir á neysluvatni okkar ísfirðinga undanfarin ár hafa flestar sýnt fram á að vatnið er mengað, leggur nefndin til að haFist verði handa um framkvæmdir strax og fyrr- greindar tillögur liggja fyrir og tryggt verði nægilegt fjár- magn til að ljúka megi þeim hið fyrsta. Holræsi. Heilbrigðisnefnd bendir á það ófremdarástand sem rík- ir í holræsamálum ísFirð- inga. Nefndin beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Bæjar- stjórnar ísafjarðar, að full- nægt verði þeim skilyrðum í heilbrigðisreglugerð er varð- ar losun skólps og gerð hol- ræsa í kaupstöðum og leggur til að fyrst verði hafist handa um framkvæmdir sem tryggja, að hætt verði losun skólps í Úlfsá og Bæjará (Hnífsdalsá.) Hreinsun bæjarlandsins. Undanfarin sumur hafa vinnuflokkar unglingavinn- unnar unnið að hreinsun í bæjarlandinu. Jafnframt hefur heilbrigðisnefnd, aug- lýst svonefnda „hreinsunar- viku.“ Ljóst er að þessi vinna dugir ekki til og óskar nefnd- in eftir því að viðbótarfjár- magn verði veitt til þess að fjarlægja allskonar drasl er vinnuflokkarnir hafa ekki tök á að fjarlægja, svo sem bílhræ o.fl. Nefndin gerir það að til- lögu sinni að hreinsunarher- ferð verði skipulögð á næsta vori og til undirbúnings verði tilkallaðir þeir aðilar er málið vara að hálfu bæjar- ins. Má benda á hvílík hvatn- ing það yrði bæjarbúum ef bæjarfélagið sjálft gengi á undan með góðu fordæmi og forráðamenn þess leggðu meiri áherslu á snyrti- mennsku og góðan frágang.“ Blaðið tekur undir fram- anskráðar ábendingar og til- lögur heilbrigðisnefndarinn- ar. Jafnframt verður að telja, að t.d. hreinsun bæjarlands- ins, sem mjög hefur verið ábótavant undanfarin ár, og þar með taldar fjörur, geti ekki kostað óviðráðanlega fjármuni. Úr því ófremdará- standi sem verið hefur með hreinsun bæjarlandsins verð- ur að bæta. Gerlafræðilegar rannsóknir Á fundi heilbrigðisnefndar ísafjarðar 7. þ.m. var heil- brigðisfulltrúa falið að fara þess á leit við Heilbrigðiseft- irlit ríkisins, að ráðherra veitti viðurkenningu til handa útibúi Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins á ísaFirði til þess að fram- kvæma gerlafræðilegar rann- sóknir á sýnum fyrir heil- brigðisnefndina. Er hér um ítrekun að ræða, sbr. bréf frá 21. des. 1978. Viðtalstímar bæjarfulltr Á fundi bæjarráðs ísa- fjarðar 14. þ.m. urðu bæjar- ráðsmenn sammála um að upp verði teknir viðtalstímar bæjarfulltrúa og var bæjar- stjóra falið að auglýsa slíka tíma. 3 Að baki BAADER býr tækniþróun Einungis vatnsniður heyrist þegar þessi nýja BAADER - vél flettir roðinu af allt að 150 flökum á mínútu Meðal fiskiðnaðarfyrirtækja um víða veröld er sú staðreynd þekkt, að BAADER býður uppá hagkvæmustu lausnina með þeirri tækniþróun, sem að baki BAADER vélanna býr. BAADER 51 er ný roðflettingarvél byggð á rannsóknum og reynslu undanfarinna ára. BAADER 51 roðflettir bolfisk og karfa með afköstum og öryggi sem áður var talið óhugsandi. Aukin breidd vélarinnar gerir kleift að fletta roðinu af 150 flökum á mínútu. Roðinu er flett af þannig að silfurslikjan verður eftir á flakinu og hráefnisnýting því ávallt í hámarki. Mjög hljóðlátur gangur BAADER 51 stafar af fáum hreyfihlutum vélarinnar, þannig að vatnsniðurinn yfirgnæfir ganghljóð vélarinnar. Frá BAADER fæst meira en ný vél. Okkar reynsla er yðar hagur. þjónustan HF. Ármúla 5—Sími 85511—Reykjavík Burðarmeiri flugvélar Flugleiðir gerðu nýlega samning við Korean Airlines um kaup á fjórum Friend- ship flugvélum. Þrem af gerðinni F-27-200 og einni af F-27-500. Tvær þessara flug- véla hafa þegar verið seldar til Finnair. Flugvélarnar verða sóttar tii Seoul og flog- ið til íslands í janúar. Tækja- kosti tveggja þeirra, sem Flugleiðir eiga verður breytt til samræmis við það sem er í Friendship vélum félagsins og hefja þær síðan ílug á innanlandsleiðum. Þá hefir einnig komið til greina að Flugleiðir taki að sér breyt- Þá samþykkti bæjarráð að stefna að því að halda opinn bæjarmálafund í síðari hluta febrúarmánaðar. ingar á tækjakosti flugvél- anna sem Finnair keyptu. Samningar um það eru á lokastigi. Sem fyrr segir eru þessar breytingar á flotanum gerðar í því augnamiði að samræma flugkostinn, en jafnframt verður hér um burðarmeiri flugvélar að ræða. Þannig verður unnt að fljúga með fullfermi frá flugvöllum sem í dag verða að sæta takmörk- un á farmi. Þá kemur einnig til einföldun á varahlutalag- er félagsins, þar sem allar flugvélarnar eru búnar sams- konar hreyflum og flestum varahlutum. Hefur látið af ritstjórn Dags Erlingur Davíðsson lét um áramótin af ritstjórn Dags á Akureyri eftir aldar- fjórðungs ritstjórn við mjög góðan orðstír.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.