Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.01.1983, Síða 1

Ísfirðingur - 25.01.1983, Síða 1
1. tbl. 25. janúar1983 33. árgangur $ KAiiiTiLAi; isrmgiiiM Stór- útsala Einar og Kristján Verslið þar sem úrvalið er ___________Versliðí eigin verslun Skoðanakönnun í Vestfjarðakjördæmi — Kynning frambjóðenda — Eins og fram hefur komið í fréttum, þá munu framsókn- armenn á Vestfjörðum efna til skoðanakönnunar um val manna í fjögur efstu sæti framboðslistans í komandi alþingiskosningum. Ellefu manns hafa gefið kost á sér í þessu vali og fer kynning þeirra hér á eftir. Þeim var gefinn kostur á að senda blaðinu stutt ávarp og eða upplýsingar til kynningar á sér og sínum störfum. Flestir notfærðu sér það, en haft var samband við hina og leitað eftir upplýsingum til handa kjósendum. Auglýsing um skoðanakönnunina er birt á öðrum stað blaðinu. Benedikt Kristjánsson Benedikt Kristjánsson er fæddur í Bolungarvík 19. sepember 1952 og hefur bú- ið þar síðan, utan þess tíma er hann var í námi. Benedikt er kjötiðnaðar- maður að mennt og hefur starfað við þá iðn i meira en tólf ár. Hann hefur veitt kjötiðnaðardeild EG í Bol- ungarvík forstöðu síðan hann lauk námi. Auk þess hefur hann stundað sjó- mennsku og verslunarstörf. Benedikt varð varabæjar- fulltrúi í Bolungarvík fyrir Framsóknarflokkinn á árun- um 1978-1982 og bæjarfull- trúi frá 1982. Hann var odd- viti B-listans í Bolungarvík fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar og er nú 1. vara- forseti bæjarstjórnar. Hann á sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Þá hefur hann setið kjör- dæmisþing fyrir flokkinn. Benedikt sagði, að í gegn- um störf sín að sveitarstjórn- armálum hefði hann kynnst ýmsum málaflokkum náið og vandamálum fjórðungs- ins og sagðist hann hafa á- huga á að glíma við þau mál á landsmálagrundvelli. Samgöngumál innan hér- aðs sagði hann að þyrftu að batna. Hann taldi sam- göngunefnd Vestfjarða, sem ráðherra skipaði, hafa unnið vel og að nýta yrði störf hennar sem best svo eðlileg byggðaþróun héldist í fjórð- ungnum. Hann sagði það ekkert launungamál, að atvinna hér vestra hefði farið minnk- andi og að menn yrðu að beita sér fyrir auknum at- vinnutækifærum svo byggðaröskun yrði ekki meiri en orðið væri. Guðm. M. Kristjánsson Guðmundur M. Krist- jánsson er fæddur í Bolung- arvík 19. febrúar 1956. Þar hefur hann búið alla ævi utan þau þrjú ár sem hann var í námi. Guðmundur hefur verið sjómaður alla tíð og innrit- aðist í Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1974. Þaðan lauk hann fiski- mannaprófi vorið 1977. Guðmundur hefur verið formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur síðustu þrjú ár og setið kjördæmisþing og flokksþing framsóknar- manna. Þá hefur hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir skipstjóra og stýrimenn á Vestfjörðum og er í fram- boði til formanns Bylgjunn- ar þessa dagana. Guðmundur sagði að áhugi á þjóðmálum yfirleitt hefði valdið þvi að hann gaf kost á sér i þessu vali. Sam- göngumálin kvað hann einna brýnust fyrir okkur Vestfirðinga og ekki síst Bol- víkinga og nefndi Óshlíðina sem dæmi. Taldi hann að sú samgönguæð yrði að komast í viðunandi horf og að ekki yrði beðið lengur með að rannsaka möguleikann á jarðgöngum á þessari leið. Sagði hann að vegna starfs síns sem stýrimaður á togara frá ísafirði fylgdist það að þegar hann kæmi í land vegna veðurs að Óshlíðin væri ófær og yrðu menn þá að ganga þessa lífshhættu- legu leið ef þeir vildu kom- ast heim. Af öðrum málum vildi Guðmundur nefna hús- næðismál ungs fólks og sagð- ist hann vera einn af fjöl- mörgum gjaldþrota hús- byggjendum. Taldi hann að þessi mál þyldu enga bið. Að lokum vildi Guð- mundur að það kæmi fram. að hann teldi að treysta yrði undirstöðuatvinnu- vegina - tryggja útgerðinni rekstrargrundvöll. í því sambandi nefndi hann að leita yrði nýrra markaða fyr- ir íslenskar sjávarafurðir og taldi ferskfisksöluna til Bandaríkjanna spor í rétta átt. Gunnlaugur Finnsson Aðstæður í þjóðfélaginu um þessi áramót eru ekki á þann veg, að það sé sérstak- lega girnilegt að hasla sér völl á sviði stjórnmála. Gild- ir þar einu, hvort rætt er um málefni kjördæmisins eða landsmálin í heild. í hvoru tveggja tilvikinu eru átök framundan. Sá sem gefur kost á sér til starfa, sem hugsanlega leiða til setu á Alþingi, þarf að hafa þrjú atriði í huga umfram annað: 1. að vaka yfir hagsmun- um þess kjördæmis, sem hann er kosinn fyrir. 2. að Alþingi er löggjafar- stofnun fyrst og fremst og er krefjandi varðandi pólitíska stefnumörkun og frum- kvæði. 3. að íslendingar eru ekki „einir í heiminum“. Það er mikilvægara en mörgum virðist að móta sjálfstæða stefnu og afstöðu til alþjóða stjórnmálaatburða sem og viðburða á viðskiptasviðinu. Ég mun fara örfáum orðum um hvert atriði fyrir sig: 1. í mínum huga urðu viss þáttaskil með þekktri auglýsingu fyrir nokkrum árum eftir þingmönnum Reykjavíkur. Áhrifin hafa hægt og bítandi verið að koma i ljós. Nefni ég tvennt til og þó einkum það fyrra. Framhvæmdarstofnun (Byggðasjóður) var mikill aflgjafi atvinnuupp- byggingar um hinar dreifðu byggðir landsins fram eftir síðasta áratugi. Nú hafa þau umskipti orðið að aðeins tveir stjórnarmenn eru full- trúar af landsbyggðinni utan Reykjavíkur, Suður- nesja og Suðurlands. Afleiðinganar hafa ekki látið á sér standa. Stórfelldur fjárstraumur hefur legið til Reykjavíkur og Suðurnesja. Harður áróður er fyrir því að leggja stofnunina niður. Hún þjónar ekki lengur þeim markmiðum sem henni var í upphafi sett og gerði til að byrja með. Meðal annara orða er ekki lengur það byggðaafl sem hún var. Á Vestfjörðum hafa þessi áhrif komið í ljós í minni atvinnuuppbyggingu. Á sama tíma og talað er um offjölgun fiskiskipa fækkar hefðbundnum vertíðar- bátum í fjórðungnum. Nægir að líta á þróun mála á Patreksfirði í því sambandi. Hitt atriðið er kjördæma- málið. Hugmyndin um svokallaða jöfnun atkvæðis- réttar er hugmynd um stór- felldan flutning lýðréttinda frá dreifbýli til Reykjavíkur og nálægra byggða. Á ég þá ekki við margræddan að- stöðumun við erindrekstur hjá stjórnsýslustofnunum og fieira heldur beint áhrif og aðild að löggjafastarfi. Reynt skal að skýra það með örfáum orðum. Þótt Alþingi hafi síðasta orðið varðandi löggjöf alla, er það ekki eini áhrifavaldurinn. Framkvæmdavaldið hverju sinni undirbýr fjölmörg frumvörp. Nefndir eru tíðum skipaðar til að semja slík frumvörp. Nefndar- menn skipaðir af ráðherrum ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt tilnefningu stofnana, hagsmunaaðila eða félaga. Allir vilja fá full- trúa til að ná áhrifum á þessu stigi . Þeir vita að nái nefnd samstöðu þarf marg- fallt afl einstakra þing- manna til að ná fram stefnumarkandi breytingu. Þessir nefndarmenn eru með örfáum undan- tekningum íbúar Reykja- víkur eða nágrannasveirar- félaga. Hér er um að ræða skertur þegnréttur þeim sem búa og eru bundnir atvinnu sinni utan ca.50 km % fjarðlægðar frá stjórnsýslu- miðstöðvunum í Reykjavík. Hann verður vart leiðréttur nema með misvægi atkvæða.Að öðru leyti er ekki unnt að ræða kjördæmamálið í svo stuttri grein. 2. Fyrirsjáanlegt er að erfið verkefni bíða næstu ríkis- stjórnar og Alþingis, einkum á sviði efnahagsmála. Merk- ur skólamaður sagði eitt sinn í ræðu að of margir hæfileikamenn gengju í lið með dauðanum. Það eru eflaust of stór orð um nú- verandi stjórnarandstöðu en þau eiga kannski við í yfir- færði merkingu. Engum mun reynast auðvelt að glíma við eigin uppvakning né heldur afleiðingarnar ef bráðabirgðalögin frá þvi í ágúst verða felld. Það verður eflaust þröngt fyrir dyrum hjá hinum tekju- minni og þeim sem ekki hafa örugga atvinnu á næstunni, ef ekki næst samstaða um að dreifa byrðum kjaraskerðingar á þá sem hærri hafa launin og búa við betri efnahag. Um þetta verður tekist á. 3. Varðandi afstöðu til al- þjóðamála skal eitt sagt að sinni: í samræmi við aldahefð okkar íslendinga eigum við í vaxandi mæli að hasla okkur völl í starfi með þeim alþjóðlegu friðarhreyfingum sem virðast vera að vaxa til Framlialcl cí bls. 2

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.