Ísfirðingur - 25.01.1983, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 25.01.1983, Blaðsíða 2
fSFIRÐINGUR BIAD TRAMSÓKNAKMANNA I VESJrJARÐAKJÖRDÆMI Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Blaöstjórn: Halldór Kristjánsson og Magnús Reynir Guömundsson rítstjórar, Björn Teitsson, Guömundur Ingi Kristjánsson, Guömundur Sveinsson, ábm., Ingibjörg Marinósdóttir og Jens Valdimarsson. Pósthólf 253 ísafjöróur. Framhald af hls. I þess styrks að hafa áhrif á vígbúnaðaræði kjamorku- velda í austri og vestri. Keppum að því að slá þar hreinan tón og láta hann hljóma meðal þjóða heims. Lokaorð með tilvísan til titils. Ég geri mér ljóst að hér að ofan hefur aðeins verið tæpt á örfáum atriðum og ekki rúm til annars. Þetta tölu- blað ísfirðings mun að mestu helgað stuttum greinum frambjóðenda svo sem verið hefur á undir- búningsdögum skoðana- kannana, sem fram hafa far- ið á vegum Framsóknar- flokksins hér í kjördæminu. Einhverjum kann að koma á óvart að ég skuli gefa kost á mér í slíka könnun eftir kosningaósigur 1978 og niðurstöðu kjördæmisþings um framboð 1979. Því er til að svara að þótt ég hafi tekið mér frí frá opinberri umræðu síðast liðin 4 ár hefi ég þó tekið þátt í öllu venjulegu flokks- starfi á sama tíma. Ný viðfangsefni innan samvinnuhreyfingarinnar á þeim sviðum atvinnulífs sem ég þekkti ekki áður takmarkað til hafa tekið starfsorku mína að mestu leyti en jafnframt verið mjög lærdómsrík. Ákvörðun um að gefa kost á mér á ný á sviði stjórnmála tók ég ekki fyrr en mér höfðu borist eindregin tilmæli frá mínu flokksfélagi sem og hvatning frá einstaklingum búsettum annars staðar. Mér virðist nokkuð ljóst að vart verður að þessu sinni um kynningarfundi fram- bjóðenda að ræða vítt og breitt um kjördæmið. Kemur þar hvorutveggja til, óvissa í samgöngum og flestir munu bundnir sínum skyldustörfum. Svo er með mig. Ég nota því þetta tækifæri til þess nú í upphafi nýs árs að senda öllum stuðnings- mönnum Framsóknar- flokksins í kjördæminu mínar bestu nýárskveðjur ekki síst þeim sem ég hef átt ánægjulegt samstarf við á liðnum árum. Gott og farsælt ár. Gunnlaugur Finnsson. Magdalena M. Sigurðardóttir Það er gamall þjóðlegur siður að spyrja fólk hvaðan og hverra manna það sé. Þar sem ég gef nú kost á mér til þátttöku í skoðana- könnun kjördæmissam- bands framsóknarmanna á Vestfjörðum fyrir næstu al- þingiskosningar vil ég svara þessum sígildu spurningum. Ég er fædd í Hrísdal í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi árið 1934 og ólst þar upp ásamt tíu systkin- um á heimili foreldra minna Margrétar Hjörleifsdóttur og Sigurðar Kristjánssonar bónda þar. Um tvítugt flutti ég hingað og giftist Oddi Péturssyni og stofnaði heim- ili hér á ísafirði og hef búið hér síðan og á sjö börn. Fljótlega eftir að ég kom hingað gekk ég í félag fram- sóknarmanna á ísafirði. Eg hef síðan tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins og er nú í stjórn Kjördæmissam- bandsins og miðstjórn flokksins. Ég gef kost á mér í próf- kjör framsóknarmanna vegna þess, að ég hef áhuga á því að fylgja eftir stefnu Framsóknarflokksins og taka þátt í því að byggja upp það samfélag sem við búum í og auka áhrif kvenna í þeirri uppbyggingu. Ég vil hvetja vestfirska kjósendur til að stuðla að auknu jafnrétti kynjana í stjórnmálum með því að tryggja það að konur taki sæti þingmanna eða vara- þingmanna á listum flokk- anna við næstu alþingis- kosningar. Gleðilegt ár Magdalena Margrét Sigurð- ardóttir Seljalandsvegi 38, ísafirði. Magnús Björnsson. Magnús Björnsson er fæddur 30. janúar 1954 í Reykjafirði í Arnarfirði. Hann fluttist ungur til Bíldudals og hefur átt heima þar síðan. Magnús lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1973 og hefur starfað sem verzlunarstjóri hjá kaup- félaginu á Bíldudal síðan. Magnús gekk í Fram- sóknarfélag Arnfirðinga 1973 og hefur setið í stjórn þess síðustu 6 ár og er for- maður sem stendur. Hann hefur setið kjördæmisþing og flokksþing og er í mið- stjórn Framsóknarflokks- oins. Magnús hefur átt sæti í hreppsnefnd Suðurfjarðar- hrepps frá 1978 og verið oddviti frá 1979. Magnús sagði, að brenn- andi áhugi hans á baráttu- málum Framsóknarflokksins hefði fyrst og fremst ráðið því, að hann gaf kost á sér í þessu vali. Taldi hann, að hvergi mætti hvika í byggðamálum og að öflugri atvinnuuppbygging yrði að eiga sér stað í fjórðungnum. Þá sagðist hann vilja dreifa opinberum stofnunum um allt land. Hann sagði að nauðsynlegt væri fyrir fiokk- inn, að menn kæmu sem víðast að úr kjördæminu, svo bjóða mætti fram sterk- an lista. Loks vildi Magnús geta þess, að hann væri landverndarmaður og að Is- lendingar ættu að beita sér af afli í afvopnunarmálum á alþjóðavettvangi. VESTFIRÐINGAR, FRAMSÓKNARMENN! TAKIÐ ÞÁTT í SKOÐANAKÖNNUNINNI. Magnús R. Guðmundsson Það er nauðsynlegt að mínu mati að þeir, sem gefa kost á sér til forystustarfa fyrir okkur Vestfirðinga, séu vel kunnugir málum. Allir þeir, sem gefið hafa kost á sér i skoðanakönnun fram- sóknarmanna að þessu sinni hér á Vestfjörðum, uppfylla þetta skilyrði, þótt einstakir frambjóðendur hafi að vísu sérþekkingu, hver á sínu sviði. I þessum hóp er að finna bændur, sjómann,iðn- aðarmenn, húsmóður, bankastjóra og skrifstofu- menn, auk þingmannanna tveggja, sem rækt hafa störf sín með prýði á kjörtímabil- inu. Hvað mig varðar þá hef ég verið bæjarritari á ísafirði s.l. tólf ár og þekki því nokk- uð til mála, m.a. vegna þeirra margvíslegu sam- skipta, sem sveitarfélögin hér á Vestfjörðum hafa með sér. Auk þess hef ég, vegna afskipa minna af málefnum ríkisútvarpsins, kynnst fleiri hliðum mannlífsins en ella. Stjórnmál eru eilífðarmál og má aldrei slaka á í þeirri vinnu, ef árangur á að nást. Þetta á sérstaklega við um þá, sem valist hafa til for- ystu fyrir jafn erfitt kjör- dæmi og Vestfirðir eru. Steingrímur Hermannsson hefur vissulega starfað vel fyrir okkur Vestfirðinga á liðnum árum, ekki síst sem sjávarútvegsráðherra nú hin síðustu ár. Það er að mínu mati mjög æskilegt að fá að njóta starfskrafta hans sem lengst. Ólafur Þórðarson, sem setið hefur á þingi þetta kjörtímabil og vann aftur þingsæti fyrir Framsóknar- flokkinn í síðustu kosning- um, hefur einnig verið ötull þingmaður. Sérstaklega hef- ur hann unnið að því að treysta atvinnulífið í kaup- túnunum, þar sem þess hef- ur verið sérstaklega þörf, en atvinnulífið er, eins og við öll vitum, undirstaða alls. Það er því von mín að við fáum áfram að njóta starfs- krafta þeirra Ólafs og Stein- gríms. Eg hef gefið kost á mér til þess að verða að liði í stjórn- málabaráttu okkar Vestfirð- inga. Hvort ég lendi í þessu sætinu eða hinu er ekki að- almálið fyrir mig, drengileg keppni og samstaða fram- sóknarmanna og annarra stuðningsmanna samvinnu- stefnunnar er megin málið. Það er von mín nú, þegar ljóst er að upplausn ríkir í ýmsum öðrum flokkum, að framsóknarmenn á Vest- fjörðum gangi einhuga til jafn þýðingarmikils starfs og kosningar til Alþingis eru. Magnús Reynir Guðmunds- son Ótafur Þ. Þórðarson Það styttir óðum í kosn- ingar til Alþingis. Prófkjör eða skoðanakannanir eru gjarnan undanfarar ákvörðunartöku um það, hverniig fylkja beri liði í kosningunum. Mætur hóp- ur framsóknarmanna gefur kost á sér í þeirri skoðana- könnun, sem hér fer fram. Mikið atriði er, að þátttaka í könnuninni verði það al- menn, að hún verði mark- tæk og sýni styrkleika Fram- sóknarflokksins á Vestfjörð- um. Hitt er svo ekki síður at- riði, að sá félagsþroski sé ríkjandi, að hvern veg sem liðinu verði fylkt, þá ríki samstaða og baráttuvilji, þegar til hinna raunveru- legu kosninga kemur. Því geri ég þetta að umræðu- efni, að Framsóknarflokkur- inn bar gæfu til samstöðu í seinustu alþingiskosningum og vann þá mikinn sigur. Þann sigur þarf að verja og sækja fram. Mér er ljóst, að þegar ungir menn gefa kost á sér til þátttöku í stjórn- málum, er ávallt stór hópur gagnrýnenda, sem telur að þessi eða hinn ætti nú frekar að snúa sér að öðru. Lýð- ræðið þarfnast þess aftur á móti, að menn óttist ekki slíka gagnrýni. Það er ekki víst, að margir séu færir um að spá um framtíð ungs manns, sem velur sér það hlutskipti að sækja á bratt- ann á sviði stjórnmála. Ég fagna þátttöku þeirra, sem voga á þessu sviði. Bjarni Thorarensen segir meðal annars í kvæðinu um Odd Hjaltalín: En þú sem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi. Lastaðu ei laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Ef til vill er falin í þessu erindi ein sú mesta hvatn- ing, sem finnst í íslenskum bókmenntum. Verkefni þau, sem bíða úrlausnar á Vestfjörðum, eru stór en mikið hefur áunnist. Möguleikarnir eru miklir, en þeir kalla á atorku og vilja Vestfirðinga til upp- byggingar, því kyrrstaða er afturför. Að þeirri uppbygg- ingu skulum við vinna. Ég skila engri afrekaskrá fyrir liðið kjörtímabil en hef reynt að gera mitt besta. Ólafur Þ. Þórðarson. Sigurgeir Magnússon Sigurgeir Magnússon er fæddur á Ingunnarstöðum í Múlahreppi, Austur- Barðastrandarsýslu 10. apríl 1936. Hann stundaði nám í héraðsskólanum í Reykholti á árunum 1953-1956. Næstu ár vann hann ýmis störf, s.s. sjómennsku, verslunarstörf og landbúnaðarstörf. Kenn- ari var Sigurgeir á Vopna- firði og á Patreksfirði frá árinu 1960-1966. Árið 1966 hóf Sigurgeir

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.