Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.01.1983, Qupperneq 3

Ísfirðingur - 25.01.1983, Qupperneq 3
ÍSFIRÐINGUR 3 störf hjá Samvinnubanka ís- lands útibúinu á Patreks- firði og hefur unnið þar síð- an og nú sem útibússtjóri bankans. Frá því Sigurgeir fluttist til Patreksfjarðar hefur hann starfað allmikið að hinum ýmsu félagsmálum. Hann átti sæti í sveitarstjórn Patrekshrepps á árunum 1974-1982 og átti þá jafn- framt sæti í ýmsum nefnd- um innan hreppsins. Hann mætti um árabii sem fulltrúi á fjórðungsþing Vestfirðinga og sat aðalfundi Orkubús Vestfjarða. 1978-1982 átti hann sæti í Fræðsluráði Vestfjarða. Fyrstu ár sín á Patreks- firði varð Sigurgeir endur- skoðandi Kaupfélags Pat- reksfjarðar, en síðan stjórn- armaður og nú síðustu árin stjórnarformaður Kaupfé- lags Vestur- Barðstrendinga. Hann á sæti í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og Ándvöku. Þá má nefna það að j að hann hefur alllengi átt sæti í stjórn Framsóknar- félags Patreksfjarðar og er nú í miðstjórn Framsóknar- flokksins. Steingrímur Hermannsson Góðir Vestfirðingar og Strandamenn Kjördæmissamband Framsóknarmanna hefur á- kveðið að efna til skoðana- könnunar um framboðslista flokksins í Vestfjarðakjör- dæmi fyrir Alþingiskosning- arnar í vetur eða vor. Um það er ekkert nema gott eitt að segja. Eðlilegt er að flokksmenn velji sína full- trúa. Fyrst fór ég í framboð 1967 en þingmaður Vest- fjarða hef ég verið síðan 1971. Þessi tími hefur orðið mér afar eftirminnilegur. Ég hef kynnst fjölmörgum dug- miklum einstaklingum. Þau kynni og sagan og lífsbarátt- an á Vestfjörðum og Ströndum hefur orðið mér sérstaklega lærdómsrík. Hér eru jafnframt verkefnin mörg og áhugaverð. Ég fagna því að hafa fengið tækifæri til þess að takast á við þau. Undanfarin ár hafa örlög- in ráðið því, að ég hef haft með höndum all ábyrgðar- mikil störf í íslensku þjóðfé- lagi. Þau hafa karfist mikils af tíma mínum. Ég hef því ekki getað ferðast um kjör- dæmið eins og ég hefði vilj- að og tel mikilvægt. Von mín er þó sú, að það, sem sæmilega hefur tekist í mín- um störfum, teljist ekki síður í þágu Vestfjarðakjördæmis en annarra landshluta, enda er ég í mínu starfi sem þing- maður Vestfirðinga. Ég hef ákveðið að gefa enn kost á mér til framboðs. Verkefnin eru mörg og i þágu Vestfirðinga og Strandamanna vil ég helst vinna. Störf mín mun ég ekki tíunda. Þið þekkið þau. Ekki mun ég heldur annað loforð gefa en það, að ég mun á meðan ég er þing- maður ykkar vinna að fram- faramálum kjördæmisins og íbúa þess af þeirri atorku, sem ég get. Framsóknarmönnum í Vestfjarðakjördæmi þakka ég kynnin og samstarfið undanfarin 15 ár. Ég óska ykkur og öllum íbúum kjör- dæmisins farsældar um framtíð alla. Steingrímur Hermannsson. Sveinn Bernódusson Sveinn Bernódusson er fæddur í Bolungarvík 18. júní 1953 og hefur búið þar alla ævi. í uppvexti sínum vann Sveinn við almenn sveitar- störf og almenna verka- mannavinnu þar til hann hóf nám í vélsmiði 16 ára gamall. Hefur hann unnið að iðn sinni síðan og sein- ustu árin í eigin fyrirtæki. Sveinn gekk í Fram- sóknarfélag Bolungarvíkur 1971 og var m.a. formaður þess í þrjú ár. Hann á sæti í miðstjórn flokksins og í mið- stjórn Sambands ungra framsóknarmanna. Hann hefur verið varabæjar- fulltrúi í bæjarstjórn Bol- ungarvíkur frá 1978, setið kjördæmisþing og flokks- þing. Sveinn sagði, að áhugi á landsmálum yfirleitt, hefði komið honum til að gefa kost á sér í þessari könnun. Hann taldi atvinnumálin einna helst þarfnast úr- lausnar og að koma yrði málum þannig að Vestfirð- ingar gætu lifað sæmilega af því sem hér væri boðið upp á. Auka yrði fjölbreytnina í atvinnulífinu hér. Þá taldi hann, að ástand í orku- og samgöngumálum Vestfirð- inga yrði að laga og að þessi mál tengdust öll innbyrðis. Össur Guðbjartsson Össur Guðbjartsson er fæddur að Láganúpi, Rauðasandshreppi, Vestur- Barðastrandasýslu 27. febrú- ar 1927 og hefur átt þar heima alla sína ævi. Össur hefur aðallega stundað búskap, en þó unn- ið ýmis störf sem til hafa fallið og var m.a. barna- kennari um tíma. Hann hefur setið kjör- dæmisþing fyrir Framsókn- arflokkinn og verið á listum flokksins fyrir alþingiskosn- ingar. Þá hefur hann átt sæti í hreppsnefnd sinnar sveitar í 25 ár og síðustu 12 árin sem oddviti. í viðtali við blaðið sagðist Össur hafa ætlað að hætta í fyrravor, en mikill meirihluti hreppsbúa hefði óskað eftir því að hann sæti áfram. Sama sagan virðist hafa endurtekið sig nú í haust, því eina ástæðuna fyrir þátt- töku sinni í skoðanakönnun- inni kvað Össur vera þá, að fólk í hans héraði hefði mælst til þess við hann að hann gæfi kost á sér til fram- boðs. Össur sagði, að sarn- göngumálin væru sér hug- leiknust og byggðamál yfir- leitt. Nefndi hann sem dæmi, að á síðasta ári hefði íbúum í Rauðasandshreppi fækkað um 15 og taldi hann að sú hætta væri fyrir hendi, að hinar strjálli byggðir hryndu saman ef byggða- málin fengju ekki sann- gjarna meðferð. Að lokum benti Össur á, að mikið misrétti væri ríkj- andi í menntunarmálum, jafnvel i grunnskólanum, og þar væri úrlausnar þörf. Við áramót Framlwlcl af bls. 4 sömu skólum. Þannig varð ég vitni að því á liðnu vori, að hópur námsmanna mars- eraði ! nasistagerfi um götur Reykjavíkur. Hvað er að gerast í íslensku þjóðlífi? Er stéttarbaráttan, sem einu sinni var barátta um brauð, að komast á það stig, að kjörorðið gæri verið pening- anna eða lífið? Er hluti af okkar skólakerfi orðið svo mannskemmandi, að nasistadýrkun er árangur- inn? Framhald í næsta blaði. ð/ Ísaíjarðarkaupstaður ísafjörður, nágrenni Athygli er vakin á , að bæjarbúum gefst kostur á að eiga viðtöl við bæjar- fulltrúa á tveggja til þriggja vikna fresti, á föstudögum frá kl. 17:00 til 19:00 Föstudaginn 4. febrúar munu bæjar- fulltrúarnir Hallur Páll Jónsson og Ingi- mar Halldórsson verða til viðtals á bæjarskrifstofunum frá kl. 17:00 til 19:00. Bæjarstjórinn Góðir ísfirðingar Vegna skorts á dagvistarrými fyrir börn á ísafirði eru mjög margir útivinnandi foreldrar í miklum vandræðum með börn sín. Bráðvantar því fólk til að taka að sér dagvistun í heimahúsum (dagmömm- ur). Þeir sem hafa áhuga, hafi samband við undirritaðan ísafirði 7. jan. 1983 Félagsmálafulltrúinn, bæjarskrifstofunum Austurvegi 2. ísafirði Póstur og sími Laust starf Staða ritsímaritara á loftskeytastöð er laus. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri Póstur og sími ísafirði VEGAGERÐ RÍKISINS Laust starf Vegagerð ríkisins, ísafirði óskar að ráða skrifstofumann í hálft starf. Laun sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lára G. Oddsdóttir í síma 3911. Um- sóknir skal senda Vegagerð ríkisins, Dagverðardal, 400 ísafirði fyrir 25. janúar 1983 á eyðublöðum, sem þar fást.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.