Ísfirðingur - 25.01.1983, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 25.01.1983, Blaðsíða 4
FYRIRLIGGJANDI Flestar tegundir af tógi frá Hampiðjunni h/f Reykjavík Netagerð Vestfjarða h/f Grœnagarði sími 3413 Við áramot Vestfirðingum óska ég árs og friðar og þakka hið liðna. Áramót eru tímabil upp- gjöra og gjarnan horfa menn bæði yfir liðna tíð og fram á veginn. Af hinu liðna ber að læra, til að auðvelda viðureignina við vandamál framtíðarinnar. I saman- burði við aðrar þjóðir fer það ekki á milli mála, að íslendingar hafa það gott og mega þakka guði fyrir, að það böl, sem mest þjakar mannkynið, stryjaldirnar, þekkjum við aðeins af af- spurn. Þannig opnuðu Is- lendingar sína jólapakka án ótta við að í þeim fælust sprengjur. Hungurdauða eða drep- sóttir þekkja flestir íslend- ingar einnig af afspurn. Það eru þó ekki liðin 100 ár síðan menn dóu hungur- dauða í þessu landi og spánska veikin geisaði á þessari öld. Sumir segja, að Þar sem nú ríður húsum víða um land, draugur af suðvesturhorni landsins er nefnist „Atkvæðajafn- vægi" og í því sambandi veittst mjög að Vestfjarða- kjördæmi, þá þykir ekki óeðlilegt að af fornum fjölkyngissvæðum kjördæmisins komi nokkur send- ing á móti er kalla mætti „aðstöðujöfnuð". í því sambandi komu fram eftirfarandi hugrenningar: Um atkvæðajafnvægi ýmsir í hofmóði skrafa, en aðtöðujöfnuð með þaggandi tunguslátt hafa. Útkjálkalýður skal afglapa sinna njóta og útskúfun menningar- straumanna bótalaust hljóta. Alþingi mætti að ósekju flytjast í norður. Á ísafirði það gæti vel „hannast í skorður, og kjördæmið sleppti þá þorra af þingmönnum sínum því þar yrði efalaust grúi af stofnunum fínum. Þá væri okkur borgið með samgöngur sólarhring allan og sæi alls enginn rómaða dreifbýlisgallann. þægilegt væri að reika í Ráðuneytin og rétta sinn hlut er beindust að manni skeytin. Og búsetu hefði þar obbinn af alþingismönnum, og efalaust lýsti af stóriðjurafhnöttum sönnum. Höfuðborgin hlyti þá uppbótasætin Hugsið þið bara hve þar yrði dillandi kætin. Ur Vestfjarðakjördæmi kæmi á Suðurnesin kappar á Alþing, já þá yrði gleðibæn lesin fyrir þá úrlausn er þegnarnir þarna fengju. Þakkirnar yrðu sjálfsagt á 12 álna lengju. 6. des. 1982 Ingimundur á Svanshóli kynslóðabilið á Islandi mið- ist við það hverjir eru fæddir fyrir heimsstyrjöldina síðari og hverjir eftir. Samt er það svo, að hver kynslóð hefur við sín vandamál að glíma og þeir, sem eldri eru, gleyma því gjarnan, að vandamál hins unga og eignalausa getur verið stórt í þeirri veröld efnishyggju, sem við lifum í og margir æskumenn bugast og láta lífsflótta ná tökum á sér. Ólafur Þ. Þórðarson Þeir velja sér veröld í vímu og gleyma því, að mesti auð- ur hvers manns er óeydd ævi. STÉTTARÁTÖK Merkilegt er það, að í kreppunni eftir 1930, þegar séttarátök voru hvað hörð- ust, voru sjúkrahúsin höfð sem griðlönd og ekki talið sæmandi að deila svo hart um kaup og kjör, að lífi sjúklinga stafaði hætta af. Nú virðast stéttardeilur á íslandi vera að komast á það stig, að engin griðlönd eru eftir. Með þessu er ekki ver- ið að deila á einstakar stétt- ir, en verkfallsvopnið getur verið mishættulegt eftir því hvaða störf menn vinna. Svo virðist sem foringjasveit- ir í séttarátökum telji, að einstaklingurinn skuldi hvorki guði sínum né fóstur- jörð æðsta trúnað, heldur stéttarfélagi sínu. Satt best að segja stendur mér meiri ógn af þessu fyrirbrigði í íslensku þjóðlífi en flestu öðru. Þetta miskunnarleysi kemur fram á fleiri sviðum, m.a. í busavígslum fram- haldsskólanna. Það birtist jafnvel þegar menn fagna námsáföngum í þessum Framhald á bh. 3 Munið þorramatinn og þorrabakkana Fyrir einn mann verð 120.- Fyrir tvo menn verð 230,- * ALLTÍ LOFTTÆMDUM UMBÚÐUM KAUPIÍUCISFIRÐIIUCA BLAD TRAMSÓKNAKMANNA 7 MSTFJARMlíJÖRDÆMI I stuttu máli Jónas Eyjólfsson, formaður Lögreglufélags Vestfjarða, afhendir Herði Guðmundssyni flugmanni viðurkenning- arskjalið. DV-mynd: Valur Jónatansson. þessi afhending fór fram. Jónas í felum Stjórn Lögreglufélags Vestfjarða afhenti í fyrra mánuði Flugfélaginu Ernir h/f og Herði Guð- mundssyni, flugmanni, viðurkenningu fyrir frá- bær störf í sjúkraflugi s.l. 14 ár. Segja má að Hörð- ur hefði fyrir löngu átt að fá þessa sæmd. Það sem athygli vekur er, hve fáir voru viðstadd- ir frá fjölmiðlum, þegar Orsakanna er skammt að leita, því formaður Lög- reglufélags Vestfjarða, hr. Jónas Eyjólfsson, rann- sóknarlögreglumaður á ísafirði, fer öfugt að við hið ötula starf Harðar í sjúkraflugi. Hefur Jónas harðneitað að aðstoða við sjúkraflutninga á landi. Lái honum hver sem er, þótt hann vilji láta lítið á þessu bera. G.S. Mannamatur á ný Rosafrétt ársins kom frá yfirnefnd um fiskverð, sem hefur ákveðið að borga meira fyrir góðan fisk en lélegan. I fyrra var ákveðið að borga hærra verð fyrir lélegan fisk og áhrifin létu ekki á sér standa. Hundr- uð tonna af saltfiski og skreið hafa verið send til baka sem óæt vara. Það virðist sem það gleymist, að menn eru með mat- væli undir höndum. Barnabörnin borga Hin nýja aukning á or- lofi mun kosta ríkissjóð 271 stöðugildi. Efnaðir menn íslendingar og flottir, þótt allt gangi fyr- ir útlendum lánum, einn- ig þessi nýju frí. En þeir sem eftir koma skulu borga, það er stefnan í dag. Skoðanakönnuní Ves tfj ar ð akj ördæmi Dagana 29. og 30. janúar n.k. efnir kjördæmisráð framsóknarfélagana í vestfjarðakjördæmi til skoðana- könnunar um val manna í 4 efstu sæti framboðslistans í komandi alþingiskosningum. Atkvæðisrétt hafa allir íbúar vestfjarðakjördæmis sem fæddir eru fyrir 1. janúar 1966, eru ekki félagar í öðrum stjómmálaflokkum og skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við stefnu Framsóknarflokksins. Atkvæðagreiðsla utan kjörstaða hefst laugardaginn 22. janúar og sjá framsóknarfélögin hvert á sínu svæði um framkvæmdina. [ Reykjavík verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstíg 18, dagana 24.-28. janúar frá kl. 9:00 — 17:00. A ísafirði verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu féllagsins að Hafnarstræti 8 sem hér segir. 22. janúar, kl. 15-18. 23. janúarkl. 15-18. 24-28. janúar kl. 20 - 22. 29. janúarkl. 15-18. 30. janúarkl. 13-19.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.