Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.03.1983, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 22.03.1983, Qupperneq 1
SIAÐ TRAMSÓKNAKMANNA / FCSJ TJAR0AK/ÖRD6MI 4. tbl. 22. mars 1983 33. árg. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins hefur verið opnuð að Hafnarstræti 8, ísafirði. Verður hún opin daglega Kosningastjóri er Örnólfur Guðmunds- son Guðmundur Hagalínsson Hvers vegna fór ekki fram sameiginlegt prófkjör? Eftir þá orrahríð, sem gengið hefur yfir Vestfirð- inga á stjórnmálasviðinu að undanförnu, tel ég rétt að skýra frá því, hvaða hug- myndir við framsóknar- menn höfðum í sambandi við skoðanakannanir eða prófkjör í Vestfjarðakjör- dæmi fyrir þessar kosningar. Þegar ég fór að undirbúa kjördæmisþing okkar fram- sóknarmanna á síðastliðnu sumri hafði ég samband við alla formenn kjördæmisráða hinna flokkanna'og fór þess á leit við þá, að við kæmum okkur saman um einn og sama prófkjörsdag. Allir sem einn lofuðu þeir því að leggja málið fyrir á kjör- dæmisfundum sinna kjör- dæmisráða. Þetta voru þeir Engilbert Ingvarsson, Kristján Jónasson og Guð- varður Kjartansson. A kjör- dæmisþingi framsóknar- manna sem haldið var á Núpi samþykktum við að kjósa fimm manna nefnd sem sæi um undirbúning að og framkvæmd á skoðana- könnun framsóknarmanna í kjördæminu. Þessi nefnd rit- aði síðan formönnum kjör- dæmisráða hinna flokkanna í kjördæminu og fór þess á leit við þá að flokkarnir kæmu sér saman um ákveð- inn dag til forvals. Svör bár- ust frá tveimur, og voru á þá lund að lítil von sýndist um að nokkur árangur gæti orð- ið af frekari viðræðum. Eftir þetta reyndi ég að beita áhrifum fyrir tilstilli kunningja, sem ég á innan hinna flokkanna. Svörin sem þá fengust voru á ýmsa lund. T.d. var talið að skipulagning sjálfstæðis- manna og félagatal væri svo pottþétt að þeir ætluðu ekki í prófkjör til þess eins að bjarga okkur framsóknar- mönnum í þeim efnum! Al- þýðubandalagsmenn þrugl- uðu um að við værum svo óheiðarlegir að þeir kærðu sig ekki um slíkt, enda væri þeirrra aðferð við val á frambjóðendum allt önnur en hjá hinum flokkunum. Frá Alþýðuflokknum fékk ég það svar að þeir hefðu innleitt prófkjör og þyrftu þess vegna ekkert á öðrum að halda. Þegar þessar undirrtektir voru komnar og ekkert sam- komulag var í sjónmáli, á- kváðum við framsóknar- Dagana 13. — 19. mars fór fram svonefnd sólrisuhá- tíð á vegum nemendafélags- ins við Menntaskólann á ísafirði, en þessi hátíð hefur verið árlegur viðburður í ís- firsku bæjarlífi síðasta ára- tuginn eða svo. Dagskráin hófst sunnu- dag 13. mars með hljóm- plötukynningu á sal heima- vistarinnar. Sama kvöld komu til skólans sex nem- endur frá Menntaskólanum á Akureyri í nemendaskipt- um, og voru hér í þrjá daga. Á þriðjudagskvöldið stóðu nemendur fyrir kvöldvöku í Alþýðuhúsinu, þar sem nokkrir þeirra m.a. úr hópi gestanna að norðan, fóru með gamanmál, fluttu ljóð og tónlist. Á mánudagskvöld var Hlíf Sigurjónsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir komu fram á Brecht-kvöldinu Margþætt sólrisuhátíð kvikmyndasýning í Alþýðu- húsinu, þar sem sýnd var pólska kvikmyndin Járn- maðurinn, sem fjallar um verkalýðsbaráttu og upphaf Samstöðu, sem Lech Walesa veitti forstöðu. Á miðviku- dagskvöld var sýnd kvik- myndin Dauðinn á skermin- um (Death Watch) með þýsku leikkonunni Romy Schneider, sem nú er látin. Á fimmtudagskvöld var tónlistarkvöld í Alþýðu- húsinu. Síðan kom röðin að tveimur athyglisverðustu at- riðum sólrisuhátíðar. Þar var annars vegar um að ræða kvöldvöku með verk- um eftir Berthold Brecht, og flytjendur nemendur í 3. bekk Menntaskólans. Sýnt var leikritið “Hinn jákvæði og hinn neikvæði'1 eftir Brecht í þýðingu Erlings E. Halldórssonar undir leik- stjórn Reynis Sigurðssonar. Ennfremur voru lesin upp ljóð eftir Brecht og flutt tón- list tengd verkum hans. Kynnir var Börkur Gunn- arsson, kennari. Eitt síðasta atriði á dag- skrá hátiðarinnar var flutn- ingur dagskrár undir heit- inu “Musica antiqua“ laug- ardag 19. mars. Þai kornu fram hljóðfæraleikararnir Snorri Örn Snorrason, Camilla Söderberg og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, úr Reykjavik, ásamt Guðrúnu Eyþórsdóttur og Reyni Sig- urðssym, sem lásu upp ljóð. Á laugardagskvöld lauk hátíðinni með dansleik. Loks er þess að geta, að fram fór sýning á ljósmynd- um eftir nemendur í heima- vist Menntaskólans. b. Ólöf S. Óskarsdóttir, Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason, á ísafjarðarflugvelli. ætla ekki að blanda mér inn í þá umræðu, sem farið hef- ur fram um sérframboð sjálfstæðismanna hér í kjör- dæminu, en eftir að hafa lesið grein stjórnmálafræð- ingsins unga, Einars K. Guðfinnssonar, í Morgun- blaðinu nýlega, finnst mér að hann hefði svona fyrst um sinn getað látið það vera að reyna að beina athygl- inni frá sér og mistökum sínum og annarra sjálfstæð- ismanna í kjördæminu, með þvi að reyna að telja fólki trú um að fátt verra gæti komið fyrir en það að sér- framboð sjálfstæðismanna yrði til þess að bjarga öðrum manni frnmsóknarmanna inn á þing. Ég get fullvissað Einar K. Guðfinnsson um að á meðal framsóknar- manna og -kvenna er fjöldi fólks sem þorir að að takast á við sín verkefni og standa fyrir sinum skoðunum án þess að þurfa að leita leyfis um hvað það megi segja hverju sinni. Ef þörf krefur mun ég síðar rökstyðja, hvað ég hér á við. Sameiginlegt forval eða skoðanakönnun hefði haft þann mikla og augljósa kost, að þá hefðu kjósendur orðið að sýna lit, þótt með leyni- legum hætti væri. Einstakir frambjóðendur hefðu þá naumast átt þess koSt að fá að láni atkvæði flokksbund- inna manna í andstæðinga- Frainlwkl á hls. 3 menn að halda skoðana- könnun, sem fór fram seint í janúar. Ég hef velt því fyrir mér nokkuð lengi, hvort ekki væri rétt að skýra frá gangi þessara mála, og eftir að Guðmundur Hagalínsson hafa að undanförnu fylgst með umræðum og yfirlýs- ingum ýmissa manna og kvenna varðandi sérfram- boð sjálfstæðismanna og prófkjör Alþýðuflokksins tel ég rétt að kjósendur al- mennt fái að vita hvað reynt var að gera af hálfu okkar framsóknarmanna til að fyr- irbyggja hugsanlega óá- nægju meðal kjósenda og frambjóðenda. Það er ský- laus forsenda í þessum efn- um, að kjósendur fái að hafa áhrif um það hverjir skipi lista flokkanna hverju sinni. Þetta á ekki að vera á valdi örfárra eiginhagsmuna- seggja, sem láta sig óskir kjósenda engu skipta. Ég

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.