Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR ^WftlitDftr BMD TRAMSÓKNAKMANNA f VESTFJABMICJÖltMMI Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Biaðstjórn: Halldór Kristjánsson og Magnús Reynír Guðmundsson ritstjórar, Björn Teitsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðmundur Sveinsson, ábm., Ingibjörg Marinósdóttir og Jens Valdimarsson. Pósthólf 253 ísafjörður. Viljum við flokkaglundroða eða stjórnfestu? Nú er komið að kosningum til Alþingis, og má helst telja það til sérkenna þessara kosninga, að í flestum kjördæmum landsins eru í framboði sex listar. Mikill meirihluti þjóðarinnar getur þannig valið á milli óvenju margra kosta að þessu sinni. Á meðan barátt- an er háð bíða efnahagsmálin úrlausnar, og það sem merkilegra er: Sjáifstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur virðast hafa fullan hug á að efna þegar í sumar eða haust til nýrra kosninga og láta þjóðarskútuna vera sem stjórnlausasta á meðan. Eftir síðari kosningarnar má vænta, ef að vanda lætur, að tvo mánuði taki að mynda stjórn. Öllum skynsamlega hugsandi mönnum ætti að vera ljóst að íslenska þjóðin, sem að undanförnu hefur lifað nokkuð um efni fram og á nú við ýmislega efnahagsörðugleika að etja, má ekki við stjórnleysi fram á næsta haust eða vetur. Alþingi því sem kjörið verður nú hinn 23. apríl ber siðferðisleg skylda til að koma sér saman um myndun starfhæfrar ríkisstjórnar hið fyrsta. Eðlilegt er að spurt sé, hvernig stjórn verði eigin- lega unnt að mynda. Þessu er ekki fljótsvarað. Stjórnir á Islandi hafa yfirleitt verið tveggja flokka stjórnir eða þriggja flokka stjórnir. Vafalaust er að hinar fyrr töldu, tveggja flokka stjórnirnar, hafa yfirleitt reynst samstæðari og starfhæfari en þriggja flokka stjórnirnar, þó að þessi regla sé ekki algild. Augljóst er hvernig á þessu stendur. í stjórnarsam- starfi flokkanna þurfa alltaf öðru hvoru að fara fram málamiðlanir, og samkomulag næst yfirleitt fyrr og það endist betur, ef samningsaðilar eru fáir, helst aðeins tveir. Þessu er vert að veita athygli. Hér skal engu spáð um það, hvernig stjórn verðí næst mynduð á íslandi. Flokkafjöldinn, sem fyrr var á minnst, gefur fremur óheillavænlegar vísbendingar. Vilmundar- flokkur, kvennalistar og önnur klofningsframboð hafa ekki komið upp vegna þess að neinir hafi verið reknir úr hinum eldri flokkum, og ekki virðist mikið fara fyrir málefnalegum ágreiningi hinna nýju aðila við eldri flokkana. Ágreiningurinn virðist í fljótu bragði séð aðallega snúast um persónur. Konur gætu haslað sér völl innan hinna venjulegu flokka og náð þar verulegum völdum, ef þær stæðu saman um slíkt. Vilmundur tapaði naumlega í varaformannskjöri í Alþýðuflokknum, og þá móðaðist hann og fór. Sigur- laug fór í sérframboð á Vestfjörðum vegna þess að gamli flokkurinn hennar hélt ekki prófkjör. í öllum þessum tilvikum ráða stefnur í efnahagsmálum, sem eru mál málanna á íslandi nú, engu um klofninginn, heldur kemur til margskonar persónuleg óánægja og sundurlyndi. Þýska Weimar-lýðveldið var frægt á sínum tíma fyrir geigvænlegan flokkafjölda og stjórnmálaglund- roða, sem lauk með valdatöku Hitlers. Frakkar voru að sínu leyti heppnari þegar 4. lýðveldi þeirra, sem einkennst hafði af svipuðum flokkafjöida, lauk með valdatöku deGaulle, sem var hæfur stjórnandi. Von- andi er að hinum íslenska flokkaglundroða, sem við virðumst standa frammi fyrir á sama tíma og taka þarf efnahagsmálunum ærlegt tak, ljúki ekki með hliðstæðum hætti og gerðist í þessum löndum. Þing- ræðið hefur gefist vel á Norðurlöndum, í Bretlandi og miklu víðar. Framkvæmd þess er þó að miklu leyti bundin því skilyrði að flokkar séu ekki margir. Framsóknarmenn leggja eindregið til að þegar að Eflum hlut dreifbýlis... Framhald afhls. 1 anum. í þessum málum hafa orðið miklar framfarir undanfarin ár með endur- bótum á flugvöllum og bættum skipakosti og betra skipuiagi Skipaútgerðar rík- isins. Eru nú miklar vonir tengdar við hið nýja strand- ferðaskip, sem væntanlegt er Fjölskyldan. Það hefur ailtaf verið sjónarmið Framsóknar- manna, að meta beri manri- gildið meira en auðgildið. Þess vegna verður, jafnhliða baráttunni fyrir auknum hagvexti, að huga vel að stöðu einstaklingsins og fjöl- „Hvað samgöngur varðar hér á Vestfjðrðum, hlýtur eina raun- hæfa lausnin til frambúöar að vera gerð jarðganga". Frá Oshlíð. í sumar, svo og við Breiða- fjarðarferju. Hvað samgöngur varðar milli byggða hér á Vest- fjörðum, hlýtur eina raun- hæf'a lausnin til frambúðar að vera gerð jarðganga í staðinn fyrir erfiðustu fjall- vegina, svo og aukin brúar- gerð. Einangrun byggðarlag- anna verður að rjúfa til að auka mannleg samskipti og auðvelda íbúunum þátttöku í því félags-, menningar- og athafnalífi, sem hér dafnar. skyldunnar, því að hvað gagnast okkur allur hag- vöxtur ef við missum sjónar á öðrum lífsgildum? Það er í samræmi við þessi sjónarmið að Fram- sóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir aukinni umræðu um málefni fjölskyldunnar og stöðu hennar í þjóðfélag- inu. Tveir þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um fjölskyldupólitík. Það er lagt til að mótuð verði ákveðin stefna, sem feli í sér það meginmarkmið að sköp- uð verði góð skilyrði fyrir Nýjasta Esjan sjósett. loknum kosningum 23. apríl snúi þingmenn sér að því að mynda starfhæfa ríkisstjórn, sem hafi kjark til að takast á við efnahagsvandann í alvöru. Stjórnmálin eru — og þá má vísa í frummerkingu orðsins pólitík — þau mál sem alla samfélagsþegnana varða. Þess verður að krefjast að um þau sé fjallað með ábyrgð og festu að Ieiðarljósi. Reynslan sýnir að einkenni Fram- sóknarf lokksins eru m.a. að hann vill halda landinu öllu í byggð og sýna festu í efnahagsmálum. Því verðskuldar hann öflugan stuðning kjósenda. b. uppeldi barna og unglinga og félagslegt öryggi fjöl- skyldunnar verði tryggt. M.a. þarf vinnumarkaður- inn að viðurkenna foreldra- hlutverkið, þannig að vinnutími verði sveigjanleg- ur eftir því sem verður við komið. Stuðla þarf að eðli- legri verkaskiptingu karla og kvenna utan og innan heim- ilis og endurmeta til launa hefðbundin kvennastörf. Tryggja þarf öllum konum sömu greiðslu fæðingaror- lofs, án tillits til atvinnu- þátttöku. Tryggja verður vellíðan og öryggi barna á meðan foreldrar vinna úti, og sjá þarf um að ungt fjöl- skyldufólk búi við öryggi í húsnæðismálum hvað varð- ar leigu og lánskjör. Nauðsynlegt er að viður- kenna að fjölskyldan sé grunneining þjóðfélagsins, þrátt fyrír breytta þjóðfé- lagshætti. Mikilvægur þátt- ur í fjölskylduvernd er ein- mitt að stuðlað verðí að því að allir hafi jafna aðstöðu, án tillits til kynferðis, stöðu, efnahags eða búsetu. Góðir Vestfirðingar! Við Framsóknarmenn boðum hvorki neyðaráætlun né leiftursókn heldur þjóðará- tak til efnahagslegs jafnvæg- is og framfara. Við munum ætíð berjast fyrir því að hér verði gott þjóðlíf í góðu landi. Hvað hefur áunnist... Framkald af bls. 6 ið keypt, og öðru var hleypt af stokkunum fyrir nokkrum dögum. Það skip, ný Esja, er með þeim fullkomnustu, sem þekkjast. Eitt vel búið leiguskip, sem er í notkun nú, verður væntanlega keypt. Gömlu skipin, Esja og Hekla, verða þannig bæði leyst af hólmi af skip- um, sem útbúin eru f'yrir nýjustu flutningatækni. Allt þetta gjörbreytir möguleikum Ríkisskipa til þess að þjóna dreifbýlinu, og þessar breytingar eru þegar að nokkru komnar til framkvæmda. 4. Flugmál. I flugmálunum hefur jafnt og þétt miðað fram á veg. Einkum hefur áhersla verið lögð á aukið öryggi, t.d. með aðflugstækjum og lýsingarbúnaði. Vafalaust mun hinn nýi flugmálastjóri vinna vel að framkvæmdum á sviði flugsins um land allt, ekki síður en hinn ágæti fyrirrennari hans gerði.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.