Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 19.04.1983, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR Stefna Framsóknarflokksins: Atvinnumál Þróun atvinnuveganna ræður því hver lífskjör þjóðarinnar verða í bráð og lengd. Markmið Framsóknarflokksins er atvinnuþróun sem hvort tveggja í senn tryggi fulla atvinnu og verulega hækkun rauntekna á þeim áratug, sem nú er að líða. Til þess að ná þessum markmiðum verður að leysa tvenns konar vandamál. 1. Endurskipuleggja verður rekstrargrundvöll atvinnuveganna nú þegar þannig, að vel rekin fyrirtæki nái góðri arðsemi. 2. Vöxtur atvinnulífsins verður að vera nægur til að yfir 2.000 nýliðar á vinnumarkaði á ári til jafnaðar fái störf sem gefi þeim og samfélaginu arð. Einnig verður vöxturinn að vera nægilega ör til þess að ný störf verði einnig til fyrir þá sem nú eru í störfum, sem lögð verða niður vegna aukinna afkasta. Þetta eru strangar en raunsæjar grundvallarkröfr. Sé rekstrargrundvöllur útflutningsat- vinnuveganna traustur án nokkurs millifærslukerfis er vöxtur þeirra tryggður án sérstakra afskipta ríkisvaldsins sem þýðir að þeir geta fyrir sitt leyti lagt það af mörkum sem nauðsynlegt er til almenns hagvaxtar. Aðgerðir til að tryggja að svo verði eru m.a. eftirfarandi: 1. Allar útflutningsatvinnugreinar njóti jafnræðis að því er varðar skattlagningu, þjónustu hins opinbera og aðgang að stofn- og rekstrarlánum. 2. Gengisskráning verði þannig að hún fullnægi öllum mikilvægum greinum útflutnings- framleiðslu. Til greina kemur að leggja á útflutningsgjöld til að jafna sveiflur í skráningu gjaldmiðla og áberandi tímabundinn mismun í arðsemi atvinnugreina. 3. í stað stofnlána í erlendri mynt með erlendum lánskjörum komi verðtryggð innlend lán sem miðist við líftíma þeirra fjármuna, sem lánað er til að ákveðnu hámarki. Arðvænleg fyrirtæki, sem eiga í erfiðleikum vegna of stutts greiðslutíma lána og vegna lána í erlendri mynt eigi kost á verðtryggðum innlendum lánum til langs tíma. 4. Efld verði m.a. með fjárframlögum ríkisins ráðgjafarstarfsemi um stjórn, rekstur, hagræðingu og vélvæðingu fyrirtækja. Lán til slíkra framkvæmda njóti forgangs í Iánakerfinu árin 1983 — 1985. 5. Fyrirtækjum verði heimilað að mynda sérstaka fjárfestingarsjóði. Þetta verði verðtryggð- ir reikningar í innlánsstofnunum, bundnir í tvö ár. Fyrirtækjum verði leyft að draga helming þeirra upphæða frá skatti sem þau leggja inn á slíka reikninga. Tvær ástæður eru fyrir mikilli nauðsyn vaxtar í atvinnulífinu. Önnur er mikil fjölgun nýliða á vinnumarkaði, á tímabilinu frá 1980 til 1990 15.000 — 23.000 manns eftir því hvernig atvinnuþátttaka þróast. Hin ástæðan er að fyrirsjáanlegt er að tæknibreytingar á ýmsum sviðum auka afköst mjög mikið í mörgum atvinnugreinum, sem m.a. mun hafa í för með sér að óþekktur en verulegur fjöldi starfa verður lagður niður. Er þá nauðsynlegt að vöxtur atvinnulífsins verði nægur til að skapa ný og arðsöm störf fyrir þetta fólk. Takist að nýta þá möguleika, sem tækniþróunin býður, en samt að tryggja næga atvinnu, munu rauntekjur geta hækkað verulega. En til þess þarf vafalaust að nýta alla skynsamlega möguleika, sem íslenskt atvinnulíf og auðlindir bjóða. LANDBÚNAÐUR Erfiðleikar í útflutningi afurða höfuðbúgreinanna setja þróun þeirra ákveðnar skorður eins og er. Fram- sóknarflokkurinn leggur á- herslu á að unnið verði ötul- Vegna þess hve tekjur bænda eru lágar er nauð- synlegt að halda áfram að auka framleiðni höfuðbú- greinanna. Hins vegar ber svo að nýta alla möguleika til að byggja upp nýjar bú- flutning landbúnaðarvara, auka framboð á hráefnum til iðnaðarframleiðslu í land- inu og auka tekjur bænda. Mikilvægt er að þessi upp- bygging verði skipulögð þannig að arðsemi búgrein- Nýta ber möguleika til að byggja upp nýjar búgreinar. Frá Botni í Súgandafirði. lega að markaðsleit og vöru- þróun í þeirri von að unnt verði að finna hagstæðar leiðir til að auka útflutning mjólkurafurða og kjöts. greinar og eldri aukabú- greinar, sem fyrirsjáanlega gefa góðan arð. Með þessu móti er hægt í senn að byggja upp arðsaman út- anna verði sem mest. Kem- ur þá til álita sérstök svæða- skipting búgreina með tilliti til landkosta og fjarlægðar frá vinnslustöðvum og út- gerðarstöðum. Framsóknar- flokkurinn leggur áherslu á öra þróun eftirtalinna bú- greina eftir því sem hag- kvæmt reynist. : 1 I starfa í fiskvinnslu en verði rétt á málum haldið er lík- legt að fiskvinnslan geti fyllilega staðist samkeppni við aðrar atvinnugreinar í Tryggja verður að gæðasjónarmið sitji framvegis í fyrirrúmi bæði í veiðum og vinnslu. 1) loðdýrarækt 2) fiskirækt 3) nýtingu veiðivatna 4) æðarrækt og nýtingu dúns 5) nýtingu rekaviðar 6) þjónustu við ferðamenn FISKVEIÐAR Framsóknarflokkurinn telur að stýring fiskveiða arðsemi og tekjum þeirra, sem við vinnsluna starfa. Framsóknarflokkurinn legg- ur áherslu á að aðbúnaður þessarar atvinnugreinar verði þannig að fyrirtækin geti nýtt sér þá tækni sem á boðstólum er. Vinna ber að aukinni fjölbreytni afurða og að þeirri fullvinnslu inn- ; ¦¦¦ X 1, í fiskvinnslu ber að stefna að aukinni fjölbreytni afurða og að þeirri fullvinnslu innanlands sem er þjóðarbúinu hagkvæm. hafi þróast á réttan hátt á undanförnum árum. Lögð er áhersla á að unnið verði áfram að þróun þessarar stýringar í ljósi reynslunnar. Fagna ber hinni auknu áherslu á gæði fiskaflans og trvggja verður að gæðasjón- armið sitji framvegis í fyrir- rúmi bæði í veiðum og vinnslu jafnvel þótt strangar gæðakröfur hafi þau áhrif að afli á skip minnki, enda mundu aukin gæði tryggja hærra aflaverð. Nýta ber alla fiskstofna sem við land- ið finnast af hagsýni. Eftirlit með veiðum verði aukið. FISKVINNSLA Ljóst er að miklar tækni- breytingar eru framundan í fiskvinnslu sem leitt geta í senn til aukinna afkasta í vinnslunni, aukinna gæða afurða og nýjunga í mark- aðsmálum. Varla er hægt að búast við verulegri fjölgun anlands sem er þjóðarbúinu hagkvæm. ALMENN IÐNÞRÓUN Á síðastliðnum áratug jókst mannafli í iðnaði öðr- um en orkufrekum iðnaði, byggingariðnaði og fiskiðn- aði örlítið minna en nam meðaltalsaukningu allra greina. Ljóst er að nýta verður alla skynsamlega möguleika til að örva iðn- þróun á komandi árum mið- að við það sem verið hefur. Hins vegar er einnig ljóst að stuðla ber að auknum af- köstum í iðnaði svo lífskjör þeirra, sem í iðnaði starfa verði sambærileg við lífskjör annarra. Framsóknarflokk- urinn vill m.a. leggja áherslu á eftirfarandi til að stuðla að örari iðnþróun: 1. Tryggt verði að aðbúnað- ur iðnaðarins af hálfu hins opinbera verði eigi Framhald á bls. 4 X B FESTA - SOKN - FRAMTIÐ X B

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.