Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 2
fSFIRÐINGUR SIAÐ TRAMSOKNABMANNA / l/ESTFJARÐAWORDAIMI Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi Blaöstjórn: Björn Teitsson (ritstjóri), Guomundur Ingi Kristjánsson, Guömundur Sveinsson (ábm.) , Halldór Kristjánsson, Ingibjörg Marinósdóttir, Jens Valdimarsson, Magnús Reynir Guomundsson. Blaöamaöur: Ólafur Guömundsson, sími 4067. Gjaldkeri: GuöríöurSiguröardóttir, sími3035. Pósthólf253, ísafiröi. Við þolum skamm- vinna kreppu í þjóðhátíðarávarpi sínu 17. júní s.l. vék forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermannsson, nokkuð að lífs- kjörum þjóðarinnar,. og benti á að þau hefðu batnað mjög síðustu áratugi, hvaða mælikvarða sem væri beitt. Hann nefndi, að fólk hefur eignast betra og betur búið húsnæði en áður, sömuleiðis glæsilegar bifreiðar og margt fleira. Steingrímur nefndi einnig að félagsleg þjónusta hefur stóraukist, ekki síst heilsu- gæsla og möguleikar á sviði menntunar; þá hafa samgöngur stórbatnað, svo mætti lengi telja. Forsætisráðherra benti á að þjóðin hefur hin síð- ustu ár eytt meiru en hún hefur aflað, en eignaaukn- ingin, sem orðið hefur, er hins vegar að miklu leyti varanleg. 1 ljósi þessara orða Steingríms Hermannssonar er sýnt að þjóðin getur nú lagt nokkuð að sér um skeið án þess að um neyðarástand verði að ræða. Draga má t.d. úr eignaaukningu um sinn að skaðlitlu. Vonir standa til að sú kreppa sem við eigum í vændum hér á næstu mánuðum, verði aðeins stund- arfyrirbæri. Hagfræðingar spá nú nokkrum efna- hagsbata á Vesturlöndum á næstu misserum, og Islendingar ættu með tímanum að njóta góðs af honum. Sölumál útflutningsatvinnuveganna erlendis horfa til betri vegar, t.d. gengur nú betur:: en verið hefur um sinn að selja skreið til Nígeríu, og heims- markaðsverð á áli fer hækkandi. Þannig getum við leyft okkur nokkra bjartsýni. Framtíðarvonirnar hljóta þó að tengjast mjög náið ástandi helstu fiski- stofna við landið. Meðferð fiskjar á hrygningartíma Þar sem efnahagsmál þjóðarinnar grundvallast í mjög ríkum mæli á einum útflutningsatvinnuvegi, sjávarútvegi, hljóta menn að staldra við, þegar fiski- fræðingar telja skyndilega að ástand þorskstofnsins sé enn verra en talið var um skeið. Margt bendir nú til þess að loðnuveiðarnar á síðasta áratug hafi verið of kappsamlega j stundaðar, því að með þeim hafi fæðan verið tekin frá þorskinum. Sjávarútvegur íslendinga hefur að verulegu marki verið stundaður sem rányrkja. Nýlega benti Pétur Bjarnason á Isafirði á það í grein í Dagblaðinu-Vísi að meðferðin á netafiskinum hefur verið mjög óheppileg. Bátarnir hafa við allt suðvestanvert land, frá Hornafirði til Látrabjargs, farið í land á meðan netatrossurnar liggja og fiskurinn morknar í þeim. Afleiðingarnar verða tvenns konar. Annars vegar verður fiskurinn tæplega nokkurn tíma mannamatur, þó að hann komi á endanum að landi - hann fer í mesta lagi í skreið. Hins vegar er hér um hrygningar- tíma á hrygningarsvæði að ræða og ofveiði þar kemur í veg fyrir að nógu mikið af fiski nái að hrygna. Pétur benti sérstaklega á það í greininni, að áður hefði fiskur sem veiddur var á þessum árstíma af togurum og færabátum, verið slægður eða flattur á sjónum, og hrogn og svil hefði blandast saman í svelgnum í skipinu og síðan runnið í hafið. Bjarni heitinn Sæmundsson taldi að við þetta færi fram mjög umfangsmikið klak, því að hrognin og svilin gætu lifað og haldið frjómætti sínum í nokkurn tíma eftir að fiskur hefði verið blóðgaður. Nýja tónverkið kemur heim við veðurfarið á skerplunni — segir Jónas Tómasson, tónskáld Laugardaginn 25. júní var verk eftir Jónas Tómas- son yngra frumflutt á tón- leikum Sinfóníuhljómsveit- ar fslands í Alþýðuhúsinu á ísafirði, en hljómsveitin er þessa dagana að ljúka hljómleikaferð sinni um Dalasýslu og Vestfirði. Stjórnandi í ferðinni er Páll P. Pálsson, einsöngvari með — Samdirðu svo ekki verk fyrir Sunnukórinn? — Jú, í jólaleyfinu lauk ég við verk sem ég kallaði Mold og dagar. Það var frumflutt á tónleikum Sunnukórsins 24. mars, og síðan hefur kórinn flutt það þrisvar. Aðferð mín við samningu verksins var sú, að ég fór í bókasafnið og fékk Jónas Tómasson að tónsmíoum. hljómsveitinni er Sigríður Ella Magnúsdóttir, og sér- stakur einleikari í fiðlukon- sert eftir Mozart á fyrri tón- leikunum ef tvennum á ísa- firði var Hlíf Sigurjónsdótt- ir. í tilefni af þessum gleði- lega tónlistarviðburði tók tíðindamaður blaðsins Jón- as Tómsson tali á heimili hans og konu hans, Sigríðar Ragnarsdóttur á ísafirði. — Hefurðu samið mörg tónverk síðasta árið, Jónas? — Ég hef lokið við þrjú verk á þessum tíma. í fyrra- sumar og -haust samdi ég verk fyrir sinfóníuhljóm- sveit, Næturljóð nr. 4, sem Sinfóníuhljómsveitin frum- flutti í Reykjavík 7. október. Þetta er fremur gáskafullt verk, og reykvískir áheyr- endur veltu því nokkuð fyrir. sér, hvort svo fjörugt væri um nætur á ísafirði sem verkið benti til. lánaðar 20—30 ljóðabækur. Úr þeim valdi ég þrjú ljóð eftir Sigurð Pálsson, þrjú eftir Steinunni Sigurðar- dóttur og eitt eftir Nínu Björk. í 1. ljóðinu sem er eftir Sigurð og því 7., sem er ljóð Nínu, er rætt um mold- ina og gröfina. Ljóðin þar á milli eiga það sameiginlegt að vera fremur ungæðisleg, enda tekin úr fyrstu bókum höfundanna, og í þeim er fjallað um ýmislegt sem á dagana drífur. Moldin myndar þannig ramma ut- an um líf daganna. Tónlist- ina samdi ég i kringum þessi ljóð, sem eru bæði sungin og lesin upp við flutning verks- ins. Einnig koma við sögu í verkinu þrjú einleikshljóð- færi. — Loks hefurðu svo samið nýtt verk handa sinfóníu- hljómsveitinni? — Já, í páskaleyfinu frétti ég af fyrirhugaðri vorferð hljómsveitarinnar hingað Sé þetta allt rétt, er ljóst að við þurfum að gá mjög vel að okkur. Vestfirðingar hafa oft haft andvara á sér á sviði sjávarútvegsmála. Framtíð þeirra er komin undir því að rányrkjunni linni. b. vestur, en upphaflega átti hún að koma í júníbyrjun á skerplu. Förinni seinkaði að vísu nokkuð, en verkið kall- aði ég eftir sem áður II. skerpluljóð — ég hafði sam- ið eitt slíkt áður. Þetta er stutt verk, svona sex mínút- ur í flutningi, og fremur rólegt. Ein laglína er, en þegar líður brotnar hún líkt og við sólbrot, og þá gerist verkið flóknara og þungbún- ara en áður. Þó að verkið væri samið í apríl kemur rás þess allvel heim við veður- farið eins og það varð hérna á skerplunni: fyrst fremur létt en síðan hret og þung- búin tíð. Þetta er sjöunda verkið eftir mig sem Sin- fóníuhljómsveit íslands flyt- ur á 11 —12 árum. — Ertu svo ekki að vinna að einhverju nýju þessa dag- ana? — Jú, Hlíf Sigurjónsdótt- ir, fiðluleikari, sem ísfirðing- ar þekkja að góðu eftir tveggja ára dvöl hér, bað mig að semja einleiksverk handa sér. Ég er nú langt kominn með þetta fiðluverk, sem mun taka um 15 mínút- ur í flutningi. Reyndar er algengara að ég semji verk mín án þess að þau hafi verið pöntuð áður. — Telur þú að þú hafir orðið fyrir áhrifum úr ein- hverri sérstakri átt eða af einhverri sérstakri tónlist annarri fremur? — Ég líki ekki vísvitandi eftir neinni sérstakri tónlist eða tónskáldi, en auðvitað hef ég orðið fyrir margvís- legum áhrifum, og þau hafa örugglega komið úr mörg- um áttum. — Áttu einhver eftirlætis- tónskáld? — Ég get varla sagt að svo sé. Mér líkar mjög vel við mörg verk eftir meistar- ana, Bach, Mozart, Beet- hoven, Mahler, Schubert o.s.frv. Einnig hef ég dálæti á ýmsum nútímatónskáld- um, td. FrakkanumMessiaen og Grikkjanum Xenakis. Sá síðarnefndi er arkitekt og starfar í Frakklandi; hann hefur útfært tónlist sína í byggingarlist á athyglisverð- an hátt. En reyndar hef ég ekki fylgst mjög vel með því sem er að gerast á tónlistar- sviðinu á meginlandinu allra síðustu árin. — Finnst þér vera gróska í starfi íslenskra tónskálda nú? — Já, hún er tvímæla- laust mjög mikil, og m.a. þess vegna þarf maður ekki eins mjög og ella myndi á sambandi við erlent tónlist- arlíf samtímans að halda. Is- lenskar hljómsveitir og aðrir tónlistarflytjendur vilja fús- lega taka til flutnings ný

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.