Ísfirðingur


Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Fréttir frá Patreksfirði Slegið var á þráðinn til Jens Valdimarssonar kaup- félagsstjóra á Patreksfirði nú alveg nýlega og hann spurð- ur tíðinda þaðan. Jens sagði að aðalfundur Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga hefði verið haldinn 7. júní. Rekstur hefði gengið sæmilega síð- asta árið, og tekjuafgangur verið 1.600 þús. kr. Þessi afgangur var að nokkru leyti lagður í stofnsjóð félags- manna, sumt af honum gekk til styrktar ungmenna- félaginu Hrafnaflóka og loks var hluti fjárins látinn renna til stofnunar sérstaks sjóðs til eflingar menningarstarfsemi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Sigurgeir Magnússon úti- bússtjóri var endurkjörinn formaður stjórnar kaupfél- Jens Valdimarsson agsins. Félagsmenn eru nú um 300 og fer fjölgandi. Jens Valdimarsson sagði, að útgerðin hefði gengið sæmilega undanfarið, minni bátarnir veiddu allvel þegar gæfi og væru á línu og skaki. Báturinn Þrymur hefur undanfarið siglt tvisvar- þrisvar til Englands með afl- lÆ: Frá Patreksfírði Þorskafjarðarheiði er mjög illfær Nú fyrir helgina var vegurinn yfir Þorskafjarðar- heiði enn ófær fólksbílum, en talið var unnt að komast hann á jeppum, ef menn gerðu það á eigin ábyrgð. Vegurinn hafði að vísu verið ruddur, en svo mikill snjór er enn á heiðinni, að vegurinn er að miklu leyti undir vatni. — Viðtal við Jónas tónverk, en víða erlendis, t.d. í Þyskalandi, eiga ung tónskáld í erfiðleikum með að koma verkum sínum á framfæri. Þar flytja hljóm- sveitir alltaf fyrst og síðast verk viðurkenndra, helst gamalla, meistara, segir Jón- as Tómasson að lokum. ísfirðingur þakkar Jónasi fyrir greið svör og óskar hon- um góðs gengis í framtíð- inni. b. i OPIÐ: [ Alla virka daga kl 9:00-18:00. Laugardaga 11:00-12:00. íSBQarðor apóteh HRAFNKELL STEFÁNSSON SÍMI 3009 • PÓSTHOLF 14 • ÍSAFIRÐI ann og selt þar. Togarinn fiskar sæmilega og fékk ein- göngu þorsk í síðustu veiði- ferð. Rekstur hraðfrystihússins hefur ekki gengið alltof vel undanfarið, að því er Jens taldi. Fólk er í nokkrum mæli flutt inn til fiskvinnsl- unnar, en nú eru þarna í vinnu 3 — 4 írar, svo og einhverjir Englendingar, en fáeinir Danir eru nýfarnir. Þá sagði Jens að farið væri að vinna að því að koma varanlegu slitlagi á veginn á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, og myndi sjálft slitlagið líklega verða lagt í júlí. Loks sagði hann að verið væri að bjóða út á vegum Patrekshrepps bygg- ingu sex íbúða raðhúss, og myndu heimamenn að lík- indum fá verkið. b. — Deleríum búbónis Framluilcl af b!s. 4 forstjóra á tilþrifamikinn hátt. Aðrir leikendur voru Hildur Einarsdóttir, sem lék frú Pálínu Ægis, Guðríður Guðmundsdóttir, sem lék dótturina, Halldór J. Hjaltason, sem lék jafnvæg- ismálaráðherrann, Örn Jónsson, sem lék fósturson hans, Guðrún Jóhannsdótt- ir, Sig. Bjarki Guðbjartsson, Ásgeir Þór Jónsson og Bjarni Aðalsteinsson, sem höfðu önnur og yfirleitt minni hlutverk með hönd- um. Guðrún B. Magnús- dóttir annaðist undirleik. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. Það vakti séstaka athygli undirritaðs að framsögn leikendanna var betri en oft gerist hjá áhugamannafélög- um, en stundum vill gleym- ast hve góð framsögn skiptir miklu máli. Sviðsframkoma flestra leikaranna var einnig í góðu lagi. Það er því full ástæða til að þakka Leikfé- lagi Bolungarvíkur kærlega fyrir sýninguna. b. GARÐYRKJUÁHÖLD I MIKLU ÚRVALI: — Hrífur — Skóflur — Orfogljáir — Gafflar — Slöngur — Úóunarbrúsar og margt fleira KAUPFELAGISFIRÐIMGA Byggingavörudeild, Grænagarði Isafjarðarkaupstaðnr Leikja- og íþróttanámskeið verður haldið fyrir drengi og stúlkur 6 — 14 ára á Torfnessvæðinu 1. — 15. júlí n.k. Ýmsir boltaleikir og frjálsíþróttaæfing- ar. Innritun á bæjarskrifstofunni og sund- höll á opnunartíma. íþróttafulltrúi SKRIFSTOFUÁHÖLD Eigum fyrirliggjandi: Skólaritvélar Rafmagnsritvélar Skrifstofuritvélar Búöarkassa Ljósritunarvélar Vélritunarborð Skrifborðsstóla Lítið við í Bókhlöðunni á 2. hæð. BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 i i i VANTAR ÞIG TÆKI í BÍLINN? MARANTZ-SANYO-BELTEK-PHILIPS-AUDIOLINE-ROADSTAR-JENSEN Við eigum úrval af útvörpum og segulböndum ásamt hátölurum í öllum stærðum og við setjum tækin í bílinn samdægurs. Árs ábyrgð og viðurkennd viðgerðarþjónusta.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.