Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 28.06.1983, Blaðsíða 4
Minning: Jóhannes Davíðsson frd Nedri-Hjarðardal Jóhannes Davíðsson, frá Neðri-Hjarðardal í Dýra- firði, andaðist á Blönduósi 21. apríl s.l. Jarðarför hans var gerð að Mýrum í Dýra- firði 29. sama mánaðar. Hann var fæddur að Álfadal á Ingjaldssandi í Vestur- ísafjarðarsýslu 23. septem- ber 1893. Voru foreldrar hans hjónin Jóhanna Jóns- dóttir og Davíð Davíðsson er ráku bú að Álfadal. Voru þau hjónin þekkt að myndar- skap og dugnaði við bú- reksturinn. Þau voru mjög áhugasöm um uppeldi barna sinna. öll reyndust börn þeirra hjóna mjög nýt- ir og liðtækir þjóðfélags- þegnar. Eftir þeirrar tíðar hætti naut Jóhannes staðgóðrar barnafræðslu og síðar stund- aði hann nám í Núpsskólan- um hjá hinum landskunna skólamanni séra Sigtryggi Guðlaugssyni. Að því námi loknu lagði hann stund á búfræðinám á Hvanneyri og lauk þaðan prófi 1914. Á árinu 1917 hóf hann búskap í Neðri-Hjarðardal í Dýra- fírði í félagi við Kristján bróður sinn. Þar bjuggu þeir bræður hinu mesta myndar- búi þar til Kristján andað- ist, en þá tók sonur Krist- jáns við rekstri búsins. I um það bil 10 ár, eða liðlega það, hafði Jóhannes ekki stundað búrekstur. Það munu nú vera um 2 ár síðan Jóhannes flutti frá Hjarðardal til Valgerðar Kristjánsdóttur, bróðurdóttur sinnar, sem á heima á Blönduósi. Þar hafði hann góða aðbúð síðustu árin. Jó- hannes kvæntist ekki og átti ekki börn. Jóhannes Davíðsson var ágætlega vel gefinn og minnugur. Hann var ó- venjulega mikill félagsmála- maður og lagði fram gífur- Jóhannes Davfðsson lega mikla vinnu í þeim efn- um í áratugi. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Dýrfirðinga, lenti í stjórn þess og formaður um skeið. Hann var lengi sýslunefnd- armaður í V-lsafjarðarsýslu og um árabil í skólanefnd Núpsskólans. I stjórn Bún- aðarsambands Vestfjarða var hann í áratugi svo og fulltrúi á Búnaðarþingi. Hann var lengi í stjórn Ræktunarfélags sýslunnar. I stjórn Sparisjóðs Mýra- hrepps átti hann sæti árum saman og hann var einn af stofnendum sjóðsins og lengi annar starfsmanna hans. Fulltrúi á fundum Stéttar- sambands bænda var hann árum saman. Formaður fasteignamatsnefndar Vest- ur-ísafjarðarsýslu var hann um skeið. Hann var heiðurs- félagi Ungmennafélags Mýrahrepps og Héraðssam- bands V- ísfirðinga. Ýmsum öðrum trúnaðarstörfum gengdi hann fyrir sveit sína og sýslu um lengri eða skemmri tíma. Að málefnum Framsókn- arflokksins starfaði Jóhannes vel og lengi. Hann var lengi formaður Framsóknarfélags sýslunnar og í miðstjórn Framsóknarflokksins. Eftir að blaðið Isfirðingur var stofnað varð Jóhannes einn af áhugasömustu og bestu stuðningsmönnum þess. Hann var mjög áhugasamur um málefni Kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi og sótti flest þing þess. Það gefur auga leið að framantalin og fleiri félags- málastörf Jóhannesar hafa verið tímafrek. En hugsjón hans var að verða sem flest- um góðum málum að liði. Jóhannes var hafsjór af fróðleik um mannlíf og at- vinnuhætti á Vestfjörðum. Hann ritaði fjölda greina í blöð og flutti oft fróðleg er- indi m.a. í útvarp, um þau efni. Hann bjó yfir ágætum frásagnarhæfileika. Með Jóhannesi er geng- inn heilsteyptur og velviljað- ur maður. Undirritaður vottar að- standendum hans einlæga samúð. Jón Á. Jóhannsson Leiklistarlífið hefur staðið með prýðilegum blóma á Vestfjörðum í vetur. Auk sýninga Litla leikklúbbsins á Isafirði hafa Bílddælingar, Flateyringar og Bolvíkingar sett upp leikrit. Leikfélag Flateyrar fór með sitt leikrit, sem nefndist Húsið á klett- inum, til sýningar á Isafirði, Bolungarvík og víðar. Um hvítasunnuna frum- sýndi Leikfélag Bolungar- víkur leikritið „Deleríum Bubonis" eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árna- syni. Leikritið hefur síðan verið sýnt nokkrum sinnum Bolvíkingar sýna Deleríum búbónis við góðar undirtektir víða um Vestfirði, nú síðast á ísafirði 23. júní. Leikritið „Deleríum Bu- bonis" var fyrst sýnt af Leik- félagi Reykjavíkur 1959, þannig að það er 24 ára gamalt. Á þeim tíma, sem liðinn er frá samningu leik- ritsins hefur boðskapur þess ekkert úrelst. Þetta er ósvik- inn gamanleikur með ágæt- um söngvum, sem skjótt urðu landfleygir og eru nú sumir komnir inn í allar nauðsynlegustu vasasöng- bækur þjóðarinnar. Ástæðan fyrir því hve auðvelt er að skemmta sér vel á gamanleikjum Jónasar Árnasonar og þeirra bræðra er líklega sú að fyndnin er sérlega markviss og atburða- rásin kostuleg án þess þó að vera fáránlega ósennileg. Bolvíkingum tókst að þessu sinni vel upp. Aðal- hlutverkið lék Gunnar Hallsson, og tókst honum að túlka persónu Ægis Ó. Ægis I stuttu máli 17. júnífannst ekki Á ísafirði hafði flogið fyrir að þetta árið ættu að vera vegleg hátíðahöld 17. júní. I dagskrá, sem birtist í Vestfirska fréttablaðinu 16. júní og var sama kvöld borin í hús fjölrituð, var lofað útihátíð kl. 14:00 á sjúkrahústúninu með fjölbreyttri dagskrá, en um kvöldið átti að dansa í tjaldi. Tíðindamaður ísfirðings hugðist veita hátíðahöld- unum athygli og segja frá þeim í blaðinu. Kl. 14:00 var hann kominn á sjúkrahústúnið, og var þar talsvert af prúðbúnum bæjarbúum á ferð, enda veður óvenju gott, úrkomulaust, logn og 8-9 stiga hiti. En pallurinn sem reistur hafði verið, stóð auður. Orðrómur var uppi um að hátíðin hefði verið færð til Hnífsdals. Ýmsir trúðu því varlega og litu inn í Alþýðuhúsið, en þar var ekki hátíð. Um kvöldið fóru einnig margir að tjaldimí sem reist hafði verið við hlið Vefstofubúðarinnapí'en það var þá mannlaust. Isfirð- ingar fundu ekkrT7. júní. Reyndarior víst fram fótboltaleikur, og dansað var í Hnífcdáí um kvöldið. Breytingar á dagskrá munu hafaverið auglýstar lítillega í hádegisútvarpi sama dag. Bœjarstjórn skipi 17. júnínefnd HátíðahÖldin 17. júní á ísafírði heppnuðust vel í Nfyrra, en þá sáu skátarnir um þau. Nú fór allt á aðra leið, og virðist m.a. hafa gleymst að tala með eðlileg- um fyrirvara við ýmsa sem koma áttu fram sam- kvæmt dagskránni. / i Þau mistök sem hér áttu sér stað mega helst ekki endurtaka sig. í mörgum öðrum bæjarfélögum er með góðum fyrirvara skipuð af bæjarstjórn sérstök 17. júní nefnd ábyrgra borgara, sem annast hátíðahöldin. Þetta þýðir að nefndin er háð umsjá bæjarstjórnar- innar. Eðlilegt virðist að taka þetta fyrirkomulag upp hér. Umskipti íálmáli Um líkt leyti og Hjörleifur Guttormsson lét af störfum sem iðnaðar- og orkumálaráðherra á íslandi, stórhækkaði verð á áli á heimsmarkaði. Ýmsir hafa velt því fyrir sér undanfarið, hvort eitthvert beint samband hafi verið á milli þessara tveggja atburða. Eitt virðist víst, og það er að forráða- menn svissneskra álhringsins telja horfur á að þeir nái samningum við ný islensk stjórnvöld, enda virðast þeir fáanlegir til að hækka greiðslur til íslenskra aðila. Hópurinn sem sýndl Delerfum búbónls. Framhald á 3. si'ðu Þakkir Þingmenn og varaþingmenn Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum þakka hinum mörgu, sem með baráttu sinni tryggðu flokknum betri árang- ur hér á Vestfjörðum en annars staðar í Alþingis- kosningunum nú í apríl. Sá mótbyr sem flokkur- inn hlaut í kosningabaráttunni reyndi á þrek margra, en það sannaðist að vestfirskir Framsókn- armenn eru færir um að sigla á móti vindinum. Úrslit kosninganna sýna að Framsóknarflokkur- inn á harðari kjarna stuðningsmanna á Vestfjörð- um en aðrir stjórnmálaflokkar. Nú þarf allt þjóðhollt fólk að standa saman og vinna að framför landsins alls. Eflum vestfirskar byggðir! Steingrímur Hermannsson Ólafur Þ. Þórðarson Magnús Reynir Guðmundsson Magdalena Sigurðardóttir

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.