Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.09.1983, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 20.09.1983, Blaðsíða 1
10. tbl. 20. september 1983 33. árgangur Allar tegundir af Hampiðjutógi fyririiggjandi. /ípSSi) Netagerð Vestfjarða hf. Kjördæmisþing haldið í Ðjarnarfirði í Strandasýslu Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vestfjarðakjör- dæmi var haldið að Laugarhóli í Bjarnarfirði í Stranda- sýslu dagana 3. og 4. september 1983. Fráfarandi formaður kjördæmissambandsins, Guðmundur Hagalínsson á Hrauni á Ingjaldssandi, setti þingið kl. 14 laugardaginn 3. september og bauð velkomna þingfulltrúa og þingmenn flokksins í kjördæminu. Fundarstjórar voru dlnefndir Karl Loftsson og Jón Alfreðsson, en fundarritarar Lýður Magn- ússon og Guðmundur P. Valgeirsson. Þingfulltrúar voru um 40 talsins. í kjörbréfanefnd sátu Eð- varð Sturluson, Guðmundur Sveinsson og Sveinn Arason. Hún lauk snarlega störfum. Skýrslu stjórnar flutti Guðmundur Hagalínsson. Kristinn Jónsson gerði grein fyrir reikningum sambands- ins. Þá sagði Guðmundur Sveinsson frá stöðu blaðsins ísfirðings. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra flutti ræðu og gerði grein fyrir myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Einnig fjallaði hann rækilega um efnahags- mál þjóðarinnar um þessar mundir. Ólafur Þ. Þórðarson al- þingismaður flutti þessu næst ræðu og drap á ýmis þjóðmál. Þá talaði Inga Þ. Kjartansdóttir, starfsmaður á skrifstofu Framsóknar- flokksins, og ræddi einkum um þátttöku kvenna í stjórnmálum. Annar gestur á þinginu, Áskell Þórisson, framkvæmdastjóri S.U.F., flutti erindi um stjórnmála- þátttöku ungs fólks. Dag- björt Höskuldsdóttir, sem einnig var gestur þingsins, hélt fróðlega tölu um störf kvenna að þjóðmálum. Að loknum þessum fram- söguerindum fóru fram al- mennar umræður, og tóku til máls Guðmundur Sveins- son, Guðmundur Hagalíns- son, Finnbogi Kristjánsson, Jón K. Kristinsson, Hjörtur Sturlaugsson, Magnús Björnsson og loks forsætis- ráðherra, Steingrímur Her- mannsson, sem svaraði ýmsu, sem fram hafði komið í ræðum annarra. Nú var fólki skipað í tvær nefndir, annars vegar stjórn- málanefnd og hins vegar byggða- og samgöngumála- nefnd. Var kvöldið helgað nefndarstörfum. Að morgni sunnudags 4. september var þingfundur settur kl. 10, og voru nefnd- arálit þá tekin fyrir og af- greidd. Helstu ályktanir þingsins eru birtar annars Steingrímur Hermannsson staðar í þessu blaði eða birt- ast í næstu tölublöðum. Að lokinni afgreiðslu mála var gengið til stjórnar- kjörs. Guðmundur Haga- línsson, formaður kjördæm- issambandsins, og Magda- lena Sigurðardóttir, varafor- maður þess, báðust bæði undan endurkjöri. Þriggja manna uppstillingarnefnd starfaði. Gengið var til for- mannskjörs, og voru tveir í kjöri. Kosningu hlaut Sveinn Bernódusson með 17 atkvæðum, en Kristinn Jónsson fékk 12 atkvæði. Var Kristinn síðan kjörinn varaformaður með lófataki. Meðstjórnendur voru kjörin Jens Valdimarsson, Guð- mundur Hagalínsson, Lýður Magnússon, Ingibjörg Marinósdóttir og Sigurður Viggósson. í varastjórn hlutu kosningu Eðvarð Sturluson, Einar Hjartar- son, Guðmundur Kristjáns- son, Guðríður Sigurðardótt- ir ogjakob Kristinsson. í miðstjórn Framsóknar- flokksins af hálfu kjördæmis- sambandsins voru þessir menn kosnir: Magdalena Sigurðardóttir, Jóna Ingólfs- dóttir, Sigurrós Þórðardótt- ir, Gunnlaugur Finnsson og Sigurgeir Magnússon. Vara- menn þeirra eru: Guð- mundur Hagalínsson, Jósep Rósinkarsson, Birna Einars- dóttir, Magni Guðmunds- son og Halldór D. Gunnars- son. Frá yngri mönnum voru kjörnir í miðstjórn flokksins Magnús Björnsson, Benedikt Kristjánsson og Guðbrandur Björnsson, en til vara Jóhannes Kristjáns- son, Jakob Kristinsson og Valdimar Guðmundsson. Endurskoðendur kjör- dæmissambandsins voru kjörnir Jóhannes Jónsson og Fylkir Ágústsson, en til vara Einar Hjartarson og Hjörtur Sturlaugsson. Ennfremur var kjörin blaðstjórn ísfirðings. Kjördæmisþinginu barst sérstakt heillaóskaskeyti frá Jóni Á. Jóhannssyni, og var þakkað fyrir það með lófa- taki. I lok þingsins tóku til máls Ólafur Þórðarson, al- þingismaður, Guðmundur Hagalínsson, Inga Þ. Kjart- ansdóttir, Áskell Þórisson og forsætisráðherra, Steingrím- ur Hermannsson. Þakkaði hann fundarmönnum gott starf og fráfarandi stjórn kjördæmissambandsins fyrir giftudrjúgt samstarf. For- sætisráðherra kvaðst vona, að brátt færi að rofa til i því svartnætti efnahagsmál- anna, sem þjakað hefði þjóðina. Hann sagðist hafa lagt mikið að veði með því að taka að sér stjórnarfor- ystu við þessar aðstæður, og ylti velferð flokksins og raunar þjóðarinnar allrar á því hvernig til tækist, þetta væri örðugt viðfangsefni, en það skyldi takast að leysa það. Síðastir töluðu fráfarandi formaður kjördæmissam- bandsins, Guðmundur Hagalínsson, og hinn nýi formaður, Sveinn Bernódus- son úr Bolungarvík, sem þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt, og hét því að vinna eftir mætti að efl- ingu flokksins í Vestfjarða- kjördæmi. Loks sleit fundarstjóri þinginu. Frá kjördæmisþinginu að Laugarhóli 3.—4. september sl. Ályktun til ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála Fundur í heilbrigðis- málaráði Vestfjarða, hald- inn í Flókalundi 5. septemb- er 1983, ályktar eftirfarandi um byggingarmál nýs sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar á ísafirði: 1. Undirbúningsvinna að hönnun nýs sjúkrahúss á ísafirði hófst fyrir tæpum hálfum öðrum áratug. 2. Árið 1975 hófust bygg- ingarframkvæmdir 3. Árið 1983 var 1. hluti hússins, þ.e. hluti heilsu- gæslustöðvar, tekinn í notk- un, sjö og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust. 4. Ekki verður séð, miðað við núverandi byggingar- hraða, að sjúkrahúsrekstur hefjist á næstu árum. 5. Verkið hefur tafist óaf- sakanlega m.a. vegna sleifar- lags, óstjórnar .og að því er virðist áhugaleysis forráða- manna framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Heilbrigðismálaráð Vest- fjarða skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að beita sér fyrir því, að byggingarmál sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á ísafirði verði nú þegar tekin úr höndum framkvæmdadeild- ar Innkaupastofnunar ríkis- ins og falin byggingarnefnd hússins. Jafnframt verði ráð- inn sérstakur byggingar- stjóri er annist m.a. eftirlit, fjármál og upplýsingamiðl- un á milli þeirra aðila, er standa að byggingunni. Að mati heilbrigðismála- ráðs Vestfjarða er nú brýn- asta verkefnið í uppbygg- ingu heilbrigðisstofnana í fjórðungnum að nýbygging sjúkrahúss á ísafirði taki til starfa sem allra fyrst og alls ekki síðar en í ársbyrjun 1986. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja sérstaka fjár- veitingu til framkvæmd- anna á fjárlögum ríkis og á fjárhagsáætlun þeirra sveit- arfélaga, sem að bygging- unni standa. F.h. heilbrigðismálaráðs Pétur Pétursson héraðslæknir

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.