Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.09.1983, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 20.09.1983, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR SMO TRAMSÓKNAKMANNA / l/ESTFJARDAKJÓPDÆMI Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjaröakjördæmi. Blaöstjórn: Björn Teitsson (ritstjóri), Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guömundur Sveinsson (ábm.) , Halldór Kristjánsson, Ingibjörg Marinósdóttir, Jens Valdimarsson, Magnús Reynir Guðmundsson. Blaöamaöur: Ólafur Guömundsson, sími 4067. Gjaldkeri: Guöríöur Siguröardóttir, sími3035. Pósthólf253, ísafiröi. Vísitölukerfi eða stöðugt verðlag? í stéttastríði undanfarinna ára hefur íslenska krón- an beðið hvern ósigurinn öðrum verri. Hundraðföld- un hennar að verðgildi hefur engum árangri skilað, en afleiðingin orðið minni verðskynjun almennings. Til þess að komast hjá því að byggja samninga á viðmiðun við krónuna, höfum við komið okkur upp flóknu kerfi reikningsþrauta, sem hefur átt að mæla verðbreytingar í landinu. Þetta kerfi gengur í daglegu tali undir nafninu vísitölukerfi. Það hefur ekki fært okkur auknar þjóðartekjur, en hins vegar ærin út- gjöld, bæði til þeirra sem atvinnu hafa af því að reikna út vísitöluna og með því að rugla verðskyn almennings. Þrátt fyrir þetta hafa margir oftrú á vísitölukerfinu og telja að með því sé hægt að tryggja kaupmátt launa, alveg án tillits til þess hvort þjóðartekjur fara minnkandi eða ekki. í reynd ýtir þetta kerfi undir víxilhækkanir verðlags og launa, verðbólgan æðir áfram og atvinnuöryggi landsmanna er stefnt í voða. Þeir sem vilja óbreytt vísitölukerfi eru með því að biðja um vaxandi verðbólgu og hrun krónunnar. Sem betur fer gerir almenningur í landinu sér grein fyrir því að komast verður út úr þeim vítahring verðbreytinga sem vísitala og verðbólga hafa leitt yfir þjóðina. Með því að brjóta niður vísitölukerfið en byggja í staðinn á sæmilega stöðugum gjaldmiðli, sem að vísu verður ávallt að grundvallast á því, hvað kostar að afla erlends gjaldeyris, er hægt að komast úr óðaverðbólgu yfir á sléttan sjó, þar sem verðbreyt- ingar eru hægar og verðskyn almennings tryggir hagkvæmari viðskipti. Þetta verður þó aldrei gert án þess að færa þurfi fórnir á meðan breytingarnar standa yfir, en fórnirn- ar hefðu orðið meiri ef haldið hefði verið áfram á sömu braut vísitölukerfisins. Mörg fyrirtæki hafa á undanförnum árum verið að greiða álíka háar eða hærri upphæðir í fjármagns- kostnað heldur en í laun. Þetta er afleiðing verðbólg- unnar og hefur eytt lausafé fyrirtækjanna. Með minnkandi verðbólgu gerist það á fremur skömmum tíma að fjármagnskostnaður fyrirtækjanna lækkar og kaupmáttur launa getur aftur byrjað að vaxa. Þetta er markmið þeirra aðgerða, sem ríkisstjórnin beitir sér nú fyrir. Það þarf þjóðarátak til að ná þessu mark- miði. Óvarlegt væri að auka erlendar skuldir, og allir draumórar um að lifa enn um efni fram stranda á því, að stutt yrði í skuldadaga. Sem ráðherra í fráfarandi ríkisstjórn boðaði Svavar Gestsson að semja þyrfti neyðaráætlun í efnahagsmálum. Honum var ljóst að efnahagsástand eins og er í Póllandi væri ekki það sem íslendingar óskuðu eftir. Þó að nokkuð hafi syrt í álinn, er samt alveg ástæðulaust að æðrast. Vandamál okkar eru fremur lítil miðað við ýmsa erfiðleika sem íslendingar hafa sigrast á, jafnvel á þessari öld. Efnahagur Vestur- landa er að komast upp úr kröppum öldudal, og vinnusöm þjóð, eins og íslendingar eru, getur unnið sig út úr þeim vanda, sem um ræðir. Ekki má samt gleyma því að sköpun nýrra atvinnu- tækifæra kostar fjármuni, en efling atvinnulífsins er forsenda þess að starfsgeta þjóðarinnar allrar nýtist henni til farsældar. Atvinnuleysið á Vesturlöndum kallar á margs konar böl. Þess vegna þarf að tryggja uppbyggingu atvinnulífsins og að verkmenning Is- ! Minning: Karen Ðentsdóttir Velviljuð og mikilhæf kona er látin. Karen María Bentsdóttir frá ísafirði and- aðist að Hrafnistu í Reykja- vík 30. ágúst s.l., en þar hafði hún dvalið í liðlega eitt ár, eða frá því í júlí 1982. Jarðarför hennar var gerð frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 6. september, að viðstöddu fjölmenni. Karen var fædd að Hlíð i Álftafirði í N-ísafjarðarsýslu þann 14. nóvember 1899. Foreldrar hennar voru hjón- in Friðgerður Þórðardóttir og Bent Severin Eikesdal, norskur maður sem kom til íslands nokkru fyrir alda- mótin og settist hér að. Þau Friðgerður og Bent bjuggu fyrstu árin að Hlíð í Álfta- firði og síðar að Svarfhóli í sömu sveit. Þeim varð þriggja barna auðið. Var Karen elst barna þeirra, þá Jón og Sigurður, sem var yngstur. Þeir bræður eru báðir látnir fyrir nokkrum árum. Þegar Karen var 23 ára gömul ílutti hún til ísafjarð- ar og átti þar heima æ síðan, að frátöldu síðasta æviárinu sem hún dvaldi á Hrafnistu og um getur hér að ofan. Þann 20. október 1925 giftist Karen Rögnvaldi Jónssyni skipstjóra og síðar framkvæmdastjóra á ísa- firði. Rögnvaldur var fædd- ur að Hrauni í Keldudal við Dýrafjörð þann 13. desemb- er 1901. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Guðmundsdótt- ir og Jón Bjarnason. Jón fórst með fiskiskipinu Önnu Soffiu 1906. Mörg síðustu æviárin dvaldi Jóna á heim- Karen Bentsdóttir ili þeirra Karenar og Rögn- valdar. Rögnvaldur Jónsson var maður mikillar gerðar, á- gætlega vel greindur og harðduglegur hvort heldur var við sjósókn, verkstjórn eða framkvæmdastjórastörf. Með þeim hjónunum var mikið jafnræði og gagn- kvæm virðing. Heimili þeirra var alla tíð þekkt að reglusemi og rausn. Rögn- valdur andaðist á ísafirði 12. júlí 1969. Ekki varð þeim hjónun- um Karen og Rögnvaldi barna auðið, en þau tóku til fósturs bróðurdóttur Rögn- valdar, Kristjönu Guð- mundsdóttur, og ólst hún upp með þeim frá 5 ára aldri. Kristjana er gift Ás- geiri Jónssyni verkfræðingi og hafa þau lengi verið bú- sett í Ameríku. Eftir að Kristjana giftist dvaldi hún í mörg sumur með son sinn hjá fósturforeldrum sínum, á þeim árum sem maður hennar var við nám. Hún kom til landsins og var við útför fósturmóður sinnar. Annað barn, Agnar Hilmar Axelsson, systurson Rögn- valdar, tóku þau einnig til fósturs, en hann andaðist tæplega tveggja ára gamall. Á fyrstu búskaparárum sínum sínum á ísafirði vann Karen í nokkur sumur tölu- vert utan heimilisins. Hún vann t.d. um tíma á gisti- heimili Hjálpræðishersins á ísafirði. Einnig vann hún í nokkur sumur sem ráðskona við mötuneyti í Reykjaneás- skóla, en á þeim árum fór þar fram sundkennsla, sem var vel sótt. Síðar vann hún sem ráðskona við mötuneyti á Ingólfsfirði, en þar fór þá fram síldarvinnsla. Karen var mjög vel verki farin, hvaða störf sem hún fékkst við. Hún var lengi virkur félagi í störfum kven- félagsins Ósk á ísafirði, svo og í starfsemi Slysavarnar- deildar kvenna í bænum og í Kvenfélagi ísafjarðar- kirkju. Fyrir atorku sína, greind og dugnað voru þau Karen og Rögnvaldur alla tíð efna- lega sjálfstæð. Margir voru þeir sem hjálpar voru þurf- andi, sem nutu í ríkum mæli hjálpar þeirra og örlætis. bæði voru þau þeirrar gerð- ar að þau skáru aldrei við nögl hjálp og aðstoð til þeirra sem með þurftu. Mörg síðustu árin á ísa- firði naut Karen mikilvægr- ar hjáipar og aðstoðar bróð- urdóttur sinnar Elsu Sigurð- ardóttur og fjölskyldu henn- ar. Elsa andaðist, þrotin að heilsu, fyrr á þessu ári, langt um aldur fram. Karen naut einnig í mörg ár umhyggju og velvildar Maríasar Þ. Guðmundssonar og konu hans Málfríðar Finnsdóttur. Fyrir allt þetta var Karen mjög þakklát. Sá sem þessar fáu línur ritar er þakklátur fyrir kynni sín af þeim hjónunum Kar- en og Rögnvaldi. Ekki hvað síst erum við systkinin þakk- lát Karen fyrir góðvild hennar í garð móður okkar þau ár sem þær áttu samleið á ísafirði. Við Oktavía vottum Kristjönu Guðmundsdóttur og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Jón Á. Jóhannsson — Kemst nýtt Framhald af bls. 4. innréttingar á efri hæð húss- ins, og er þessi vinna nú hafin. Mjög ákveðnar vonir standa til þess að kennslan við Menntaskólann flytjist inn í hið nýja hús í janúar- byrjun 1984, eða eftir aðeins fjóra mánuði. Fer Iðnskólinn í nýja húsið? Á s.l. ári skoraði fram- haldsskólanefnd Vestfjarða á bæjaryfirvöld á ísafirði að taka upp samningaumleit- anir við menntamálaráðu- neytið um að bóklegt nám við Iðnskólann á ísafirði yrði Ályktun Kjördæmissam- bands um samgöngumál Þing Kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum fagnar jákvæðri þróun í flugmálum með endurbyggingu eða lengingu flugbrauta, lýsingu þeirra og uppsetningu margháttaðs öryggisbúnaðar, og hvetur til áframhaldandi átaks í þeim efnum. Þingið leggur áherslu á að starfsemi Flugfélagsins Arna verði tryggð. Þjónusta Skipaútgerðar ríkisins fer batnandi og ber að fagna því, en hana má enn auka og bæta. Leggur þingið sérstaka áherslu á að í þessu skyni verði hraðað nauðsynlegri hafnargerð á Norðurfirði. Þingið bendir á mikilvægi hafna fyrir atvinnulíf á Vestfjörð- um og nauðsyn þess að bæta verulega hafnaraðstöðu í kjördæminu. Þingið leggur áherslu á að staðið verði við áætlanir í símamálum. Þingið fagnar mikilvægum framkvæmdum í vega- málum, lagningu bundins slitlags á vegi. Hins vegar er vakin athygli á því að óvíða á landinu eru jafn mörg stórverkefni í samgöngumálum óunnin sem á Vest- fjörðum. Þingið tekur undir ályktanir fjórðungsþings Vestfirðinga, sem haldið var að Reykjanesi 27. — 28. ágúst s.l., þar sem lögð er áhersla á samtengingu þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum með jarð- göngum, brú yfir Dýrafjörð og ferju yfir Breiðafjörð. lendinga sé ávallt á háu stigi. Með því móti gerum við gott þjóðfélag betra. Ólafur Þ. Þórðarson

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.