Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.09.1983, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 20.09.1983, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 flutt inn í hið nýja kennslu- húsnæði Menntaskólans á Torfnesi, þannig að húsið verði nýtt til fullnustu. Leyfi vegna skíðakeppni? Undanfarin ár hefur af hálfu Skíðaráðs Isafjarðar verið gengið hart eftir því að besta skíðafólkið í Mennta- skólanum fengi leyfi úr tím- um alloft, einkum síðari hluta vetrar, til keppnis- ferðalaga í aðra landshluta og jafnvel til æfinga erlend- is. Hefur þetta farið fram á vegum Skíðaráðsins, en skól- inn er aldrei nefndur opin- berlega í því sambandi. Skíðakona nokkur í Reykja- vík auglýsir stundum að nú hafi verið haldið skíðamót framhaldsskólanna, venju- lega með sigri nemenda úr MH eða MA. Svo undar- lega vill til að Menntaskól- anum á Isafirði, sem oft hef- ur haft innan sinna vébanda margt af besta skíðafólki landsins, er ekki boðin þátt- taka í mótinu. — Eðlilegt virðist að öll tilhögun þess- ara mála verði tekin til end- urskoðunar nú í vetur. Auður Yngvadóttir, Kolfinnustöðum við Skógarbraut vann í góð- aksturskeppni sem Bindindisfelag ökumanna og tryggingafélagið Ábyrgð héldu í Reykjavík fyrir skömmu. Auður hlaut 463 refsistig. Einar Halldórsson unnusti hennar varð þriðji, og Jón bróðir hans varð fyrstur. Auður fær í verðlaun ferð til Vínarborgar og tekur þátt í keppni þar. Ályktun Kjördæmissam- bandsins um heilbrigðis- og félagsmál Þingið vill að efld verði félagsleg þjónusta á Vest- fjörðum. Hraðað verði byggingu fjórðungssjúkrahúss á ísafirði, en varast verður að auka greiðslubyrði sveitar- félaga nema nýir tekjustofnar komi á móti. Þingið telur að athuga beri möguleika á að stofna svæðisútvarp með svipuðum hætti og gert hefur verið á Akureyri. IS AFJ ARÐARKAU PSTAÐU R FJARMALAFULLTRUI Starf fjármálafulltrúa hjá ísafjaröar- kaupstað er laust til umsóknar með um- sóknarfresti til 1. október n.k. Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunum, Austurvegi 2, ísafirði og í síma 3722. Bæjarstjórinn ísafirði. SLÁTURSALA Slátursala Kaupfélags Dýrfirðinga hefst mið- vikudaginn 28. september. Seldar verða allar venjulegar sláturafurðir. Allar vambir hreinsaðar. Vinsamlegast pantið í síma 8120. KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA Iðnráðgjafi á Vestfjörðum Starf iðnráðgjafa í Vestfjarðakjördæmi er laust til umsóknar. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hafnarstræti 6, 400 ísafjörð- ur, fyrir 10. október n.k., merkt iðnráðgjafi FJÓRÐUNGSSAMBAND VESTFIRÐINGA Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga Viðskiptavinir okkar, athugið. Slátrun hefst 26. september. Gerið sláturinnkaupin sem fyrst. K.V.B. Bíldudal, Krossholti, Örlygshöfn, Patreksfirði. GÓLFPARKET $ KAUPFÉLAGISFIRBINGA B Y GGIN GA VÖRUDEILD GRÆNAGARÐI SÍMI 3972

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.