Ísfirðingur - 01.11.1983, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 01.11.1983, Blaðsíða 1
tNgNf BíAO fZAMSOKNAKMANNA / VESTrJARÐAMORDGMI 13. tbl. 1. nóvember 1983 33. árg. Vegurinn yfir Steingrímsfjarð- arheiði verður tengdur 1984 segir Kristinn Jónsson Nýlega hitti tíðindamaður blaðsins að máli Kristin Jónsson, rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði. Hann féllst góðfúslega á að svara fáeinum spurningum varðandi framkvæmdir við vegagerð á Vestfjörðum. Hvernig gengur að koma bundnu slitlagi á vestfirska vegi? — Þeim framkvæmdum hjá Vegagerðinni hér á Vest- fjörðum sem teljast til ný- framkvæmda er að mestu leyti lokið þetta árið. Helstu verkefni voru ein- mitt lagning bundins slitlags á 15 km. og lagfæringar á þeim vegarköflum sem slit- lagið var sett á. Þá var byggður 800 rúmmetra as- falttankur á ísafirði í þessu sambandi, sem haldið getur tjörunni heitri allt að 140 gráðum. Þessi tankur kom sér vel í sumar, þar sem frátafir voru miklar vegna rigninga við útlögn á asfalt- inu, en nauðsynlegt eins og áður sagði að geta haldið því 140 gráðu heitu. 1981 þegar klæðning var sett hér á vegi síðast, var öllu asfalti keyrt hingað frá Hafnarfirði. Bundið slitlag var sett á vegi við Patreksfjörð, Tálknafjörð, Dýrafjörð, Súg- andafjörð og Skutulsfjörð. Samtals er þá bundið slitlag komið á rúma 50 km. á Vest- fjörðum. Hvað er að frétta af gerð vegar yfir Steingrímsfjarðar- heiði? — Síðastliðið sumar var unnið í Staðardal og Norð- dal og vegurinn undirbyggð- ur að miklu leyti. Á næsta ári er ætlunin að Ijúka við þennan vegarkafla og tengja hann við veginn á Þorskafjarðarheiðinni. Kristinn Jónsson Tveim árum síðar eða 1986 á svo að Ijúka vegargerð niður af heiðinni Djúpmegin, nið- ur Lágadal, og verða þá ísa- fjarðarsýslur væntanlega komnar í eins gott vegasam- band við aðra landshluta og kostur er á. Áframhaldið er svo ný brú yfir Langadalsá niður undir ósnum, og sam- kvæmt langtímaáætlun þeirri í vegagerð sem unnið er eftir, á endurbyggingu Djúpvegar að vera lokið, að mestu leyti, á tímabilinu. Hvaða vegarkaflar annars staðar hafa verið lagaðir? — Á ýmsum stöðum voru teknir fyrir snjóþungir staðir og vegurinn endurbyggður t.d. í Kaldalóni, við Arngerð- areyri, á Strandavegi, Stiku- hálsi, Laxárdalsheiði, við Ör- lygshöfn og víðar. Hafin var umfangsmikið framkvæmd við Flateyri þar sem byrjað var á vegi frá Eyrinni og inn Breskt skip kom með malbik í júlí fjörðinn, í orðsins fyllstu merkingu, þar sem byrjað var á fyllingu í sjó. Á Óshlíð var unnið í fram- haldi af því sem gert var árið áður. Sömuleiðis á Hjalla- hálsi og Vattarfirði. Þú nefnir Óshlíðina. Hefur ekki verið hugað eitthvað sérstaklega að snjóflóðavörn- um þar? Á Óshlíð er verið að koma upp til reynslu kerfi, sem gera á viðvart ef snjóflóð eða aurskriða er á leiðinni. í vet- ur verður þetta prófað við eitt gil, Ytri Hvanngjá. í stuttu máli er þetta gert með því að koma fyrir jarð- skjálftanemum uppi í fjalli og þeir tengdir við stjórnstöð sem staðsett er niðri á vegi. Stjórnbox þetta tekur við boðum frá nemunum og kemur þeim áleiðis, til að byrja með í áhaldahús vega- gerðarinnar, en síðar meir ef þetta reynist vel, verða sett upp rauð og gul ljósker sitt hvoru megin við gilið, sem síðan kviknar ljós á, ef þessi búnaður verður var við eitt- hvað óvenjulegt í fjallinu. Það er fyrirtækið Póllinn h.f. á ísafirði sem smíðað hefur stjórntækin og sér um að prófa og stilla þetta sam- an. Að hvaða framkvæmdum verður einkum unnið á næsta ári? — Framkvæmdir næsta sum- ar verða að miklu leyti fram- hald af því sem gert var á þessu ári. Unnið verður á Hjallahálsi, í Vattarfirði, á Steingrímsfjarðarheiði, við Flateyri, í Óshlíðinni og víð- ar. Þá verður unnið að því að lagfæra þá vegarkafla sem meiningin er að setja bundið slitlag á sumarið 1985. Þar er einkum um að ræða veginn á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar og leiðina á milli Súðavíkur og ísafjarðar. Hlutar af þessum tveimur leiðum verða sem sagt klæddir, ásamt nokkrum öðr- um vegarköflum í kjördæm- inu. Hvað finnst þér persónulega um fram komnar hugmynd- ir um jarðgöng undir fjall- Allar tegundir af Hampiðjutógi fyrirliggjandi. Netagerð Vestfjarða hf. Unnið að vegagerð í Óshlíðinni vegi og brýr yfir firði? — Mér finnast tillögur sam- göngumálanefndar Vest- fjarða um tengingu Vestur- og Norður-ísafjarðarsýslna býsna athyglisverðar. Suður- eyri er sennilega sá þéttbýlis- staður sem verst er settur á öllu landinu með samgöngur á landi. Til viðbótar mjög snjóþungu svæði eru veðra- brigði tíð og veður oft hörð, illt er þannig að treysta því að vegur sé opinn að kvöldi þótt færð sé góð að morgni. Þetta á við um bæði Breiða- dalsheiði og Botnsheiði, og fram hjá þessu verður ekki gengið þótt svo að vegurinn um heiðarnar verði endur- bættur. Ef við erum að tala um daglegar samgöngur hér á milli ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar, þá tel ég að engin önnur leið sé til en jarðgöng af þeirri stærð sem samgöngunefndin gerir ráð fyrir. Hinsvegar ef við erura að tala um einn til tvo daga í viku, má eflaust komast af með minna en jarðgöng, engu að síður verða það mjög dýrar framkvæmdir. Rannsóknir á jarðlögum þessa svæðis eru hafnar og munu væntanlega skera úr um það hvort ráðlegt sé að huga að þessum fram- kvæmdum. Um brú á Dýrafjörð þá er það mitt álit að áður en ákvörðun verði tekin með eða móti brúnni, þurfi að liggja fyrir hvaða leið muni tengja Dýrafjörð og Arnar- fjörð saman í framtíðinni, en hugmyndir hafa komið fram um að skoðuð verði jarð- gangagerð úr botni Dýra- fjarðar yfir í Arnarfjörð. Það myndi, ef af yrði, losa okkur við erfiðan fjallveg og stytta leiðina Isafjörður — Vatns- fjörður um 40 kílómetra. Blaðið þakkar Kristni Jónssyni fyrir ágæt svör. Rækjuvertíðin byrjar vel ísfirðingur hafði samband við Guðmund Skúla Braga- son fiskifræðing í tilefni af því að rækjuvertíðin í Isa- fjarðardjúpi er hafin. Guðmundur sagði, að veiðin hefði verið góð fyrsta daginn, sem var föstudagur 28. október, enda væri oftast um góða veiði að ræða í upphafi hverrar vertíðar. 32 bátar hafa veiðileyfi í Djúp- inu, þar af flestir eða 20 frá Isafirði, en átta frá Bolungar- vík og fjórir frá Súðavík. Fyrsta daginn komu flestir inn með þrjár lestir. Vinnslu- stöðvar eru nú fimm á Isa- firði, ein í Bolungarvík og ein í Súðavík. Svo virðist að rækjan hrek- ist nú nokkuð inn á við und- an fiski, einkum þorski, og veiðin fæst við Æðey og inn eftir, allt inn fyrir Borgarey. Síðar á vertíðinni dreifist rækjan venjulega og veiði- svæðið stækkar. Ennfremur sagði Guð- mundur, að uppistaðan í afl- anum væri þriggja og fjög- urra ára rækja, en tveggja ára árganginn vantaði að mestu. Leyfður hefur verið 2100 tonna heildarafli, og hver bátur má veiða mest 6 tonn á viku, sem þarf að dreifast yfir vikudagana, þannig að fyrstu tvo dagana séu ekki veidd meira en tvö tonn á dag. Strax og gefur til rann- sókna, væntanlega nú í vik- unni munu fara fram seiða- rannsóknir í ísafjarðardjúpi, og kunna þær að leiða til lokunar afmarkaðra svæða.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.