Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.11.1983, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 22.11.1983, Qupperneq 1
psfijéimipr Bm TKAMSOKNAKMANNA / VESTFJARÐAKJORDÆMI 14. tölublað 22. nóvember 1983 33. árgangur Nú er spáð að sjór- inn hlýni á ný — segir Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður Guðmundur Guðmundsson er framkvaemdastjóri Hrannar h.f. sem gerir út aflaskipið Guðbjörgu á ísafirði. Guðmundur er jafnframt formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða. Hann var nýlega kominn heim af aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna þegar Isfirðingur náði tali af honum, ekki til að spyrja tíðinda af fundinum heldur til að fræðast dáhtið um togaraútgerðina á Ísafirði og viðhorf Guðmundar til fiskveiða í framtíðinni. erum við með svona 220 eða rúmlega það í einu í vinnu. Útborguð vinnulaun árið 1982 námu 25,7 milljónum króna.“ GUÐBJARGIRNAR ERU ORÐNARSEX — Hvenær var útgerðarfé- lagið Hrönn stofnað? „Það var árið 1955, og fyrsta skipið með Guðbjarg- arnafninu var smíðað hjá Marsellíusi Bernharðssyni. Það var 48 tonn. Við höfum aldrei keypt notað skip, og Guðbjargirnar hafa verið sex hver fram af annarri, allar smíðaðar á vegum fyr- irtækisins. Þær fimm seinni hafa verið 70, 108, 234, 434 og loks 484 tonn. Tvö síð- ustu skipin eru skuttogarar, eins og ísfirðingar vita. Ég hef stýrt rekstrinum allan tímann og Ásgeir Guðbjarts- son verið skipstjóri jafn lengi.“ — Hvaða skýringu hefurðu, Guðmundur, á því, að Guð- björg skuli alltaf vera afla- hæst ár eftir ár? „Það er vafalaust að skip- ið er sérlega vel hannað til togveiða, það er fremur þungt og vélin aflmikil, enn- fremur er tækjabúnaðurinn mjög góður. Þá skiptir ekki minna máli, að skipstjórarn- ir eru afburða duglegir og áhugasamir, og reyndar á það við um alla áhöfnina. Þegar þetta allt fer saman, verður árangur góður.“ — Nú eigið þið eignarhluta í Ishúsfélaginu. Hvernig skiptist hlutaféð þar á milli eignaraðila? „Hrönn h.f. og Gunnvör h.f., sem gerir út Júlíus Geirmundsson eiga, hvort félag um sig, l/s hlutafjár í íshúsfélaginu. Bæjarsjóður ísafjarðar á einn sjötta hlut í félaginu og Togarútgerð ísa- fjarðar h.f., sem aldrei keypti skip, á einn sjötta. Nú er ráðgert að slíta síðast nefnda félaginu, Togaraút- gerðinni. íshúsfélag Isfirð- inga var annars upphaflega stofnað 1912, og bæjarsjóður átti fyrirtækið einn fram um 1957, að hann seldi útgerð- Guðmundur Guðmundsson arfélögunum mikinn meiri- hluta af hlutabréfunum. 220 STARFSMENN í EINU — Hvernig gekk starfsemi íshúsfélagsins í fyrra? „I heild gekk reksturinn vel. Við höfum getað staðið í skilum þrátt fyrir fullar afskriftir. Á árinu 1982 keypti Ishúsfélagið 11.310 tonn af fiski, þar af 10.712 tonn af togurunum tveimur. Verðmæti þessa afla voru 57,8 milljónir króna. Lang- mest af aflanum fór í fryst- ingu, eða 8.556 tonn, en 572 tonn fóru í skreið og 269 tonn í salt.“ — Hvert er frysti fiskurinn seldur? „Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna sér um söluna. Frysti fiskurinn fór að mest- um hluta til Bandaríkjanna, eða 1.930 tonn af fullunnum fiski, en 1.101 tonn seldist á Evrópumarkað, mest til Bretlands. Loks voru 776 tonn seld til Sovétríkjanna á árinu 1982. Um þessar mundir sitjum við uppi með óvenjulega miklar birgðir af fiski, sem ekki hefur tekist að selja.“ — Hversu margir eru í vinnu hjá íshúsfélaginu? „Það er mjög misjafnt eft- ir árstímum og aflabrögð- um. Á síðasta ári komu 411 manns alls við sögu á launa- skrá fyrirtækisins, en mest FISKSALA I BANDA- RÍKJUNUM ÆTTI AÐ GETA AUKIST — Nú, þegar erfiðlega geng- ur að selja fiskinn, hljóta menn að velta fyrir sér framtíðarhorfum á mark- aðnum? ,Já, sölumiðstöðin og Sambandið hafa verið ó- sammála um aðgerðir á Bandaríkjamarkaði. Erfitt er fyrir okkur hér heima að dæma um hvort vit geti ver- ið í því að lækka verð þar. Þetta vita aðrir betur. Fisk- neysla er annars lítil í Bandaríkjunum og því ætti salan þar að geta aukist verulega, ef vel væri á hald- ið. Hins vegar finnst manni óneitanlega að slíkt geti ver- ið erfitt ef neytendur þar vestra þurfa að borga meira fyrir fisk en t.d. kjúklinga.“ HRINGORMAVANDA- MÁLIÐ FER VERSN- ANDI — Hvað viltu segja um hringormavandamálið? „Því miður er mjög mikið um hringorma í fiskinum, einkum þeim fiski sem veið- ist á grunnslóðinni. Þetta virðist fara versnandi. Nú Allar tegundir af Hampidjutógi fyrirliggjandi. Netagerð Vestíjarða hf. þurfum við jafnvel að láta tína orma úr þeim fiski sem fer í salt, að kröfu port- úgalskra kaupenda. Vís- indamenn hafa leitt líkur að því að selurinn eigi mikinn hlut að fjölgun ormanna, og maður verður að trúa þvi sem þeir segja.“ — Hverjar heldur þú að séu orsakir minnkandi afla- bragða nú í ár? „Hér utan við var sjórinn óvenjulega kaldur síðasta vetur. Þess vegna er senni- legt að fiskurinn hafi leitað í umtalsverðum mæli suður og austur í haf. Afli Færey- inga hefur vaxið mjög veru- lega, og það styður þessa kenningu. FISKUR VIÐ VESTFIRÐI ER OFTAST FREMUR SMÁR — Er fiskurinn minni að meðaltali nú en áður? „Það kann að vera. Hér e-r þó á það að líta að við Vestfirði virðist yfirleitt til- tölulega mikið af smáum fiski, því að hér elst hann upp. Stærri fiskurinn leitar síðan suður á hrygningar- slóðir, t.d. á Selvogsbanka.“ — Nú er talað um að leyfa veiði á aðeins 200 þús. tonn- um af þorski næsta ár. Hvernig líst þér á? — „Ef af þessu verður, hlýtur það að valda stór- vandræðum bæði á sjó og landi.“ — Hvað um hugmyndir um að selja hálfan togaraflot- ann? „Hver vill kaupa togar- ana? Á kannski að reyna að selja skipin til útlanda? Mér fyndist að sjálfsögðu skyn- samlegast að selja fyrst þau skip, sem ekki hafa borið sig, ef farið yrði út í sölu.“ LÍST ILLA Á ÚTSTRIK- UN ALLRA SKULDA — Hvað viltu segja um hug- myndir Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra um útstrikun allra útgerðar- skulda? „Ég er alveg á móti slíkri útstrikun. Engir myndu hagnast á slíkri útstrikun nema þeir sem hafa fjárfest með röngum hætti og lent i vandræðum með að standa í skilum. Mér finnst að slíkir aðilar eigi sjálfir að bera ábyrgð á gerðum sínum. Spyrja mætti, hvort síðan ætti e.t.v. að fara að lána sömu aðilunum aftur á nýj- an leik? Það er alveg ljóst að útstrikun yrði ekki til að auka á aðhald í þessum efn- um, en þess er full þörf.“ VARÐVEITA ÞARF SJÁLFSBJARGARVIÐ- LEITNINA — Finnst þér að eitthvað eigi að gera til að rétta við hag illa staddra fyrirtækja? „Ég er á móti því að hvert skip fái sinn aflakvóta, því að þar með væri verið að drepa niður sjálfsbjargar- viðleitnina. Við vitum, að sífellt er verið að hjálpa illa stöddum fyrirtækjum, sem e.t.v. hafa lent í því að fjár- festa á óhagstæðum tíma. Hjálpin er látin í té meðal annars vegna byggðarsjón- armiða. Engin einföld lausn þessara mála er til.“ — Viltu segja eitthvað við Vestfirðinga að lokum? „Bjartsýni er nauðsynleg. Áður höfum við ient í erfið- leikum, t.d. upp úr 1965 þegar síldin brást, og yfir- leitt má segja að oft hafi skipst á skin og skúrir hjá íslenskum sjávarútvegi. Nú benda sumar spár til þess, Framhald á bls. 3 Aflaskipið Guðbjörg

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.